Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Page 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Page 14
Hópur II: Leita enn leiða Fjórða hver kona (N=9) hefði viljað þiggja meiri aðstoð. í þessum flokki virtust konurnar eiga við fjölbreyttari vandamál að stríða en í fyrra flokki (t.d. erfitt barn, sam- skiptavandamál við maka eða skortur á stuðningi frá sínum nánustu). Hópur III: Trúa að tíminn lækni Átta konur trúðu á lækningamátt tímans og höfðu ekki í hyggju að leita eftir meiri aðstoð. Vandamál fjögurra kvenna var langvarandi þunglyndi ótengt barnsburði (N=4). Fjórar fundu fyrir miklu álagi sem þær brugðust við með depurð (N=4). í þessum hópi voru konur með reynslu af sjálfslækningu þunglyndis og mislyndis og virtust þær treysta reynsluþekkingu sinni betur en faglegri þekkingu heilbrigðisstétta. Einnig voru þar konur sem fengið höfðu faglega aðstoð vegna annarra heilsufarsvandamála en þunglyndis (t.d. grindarloss), en höfðu ekki í hyggju að leita sér aðstoðar vegna vanlíðanar sérstaklega. Nánari athugun á áhyggjuefnum kvennanna í hópunum þremur leiddi í Ijós að í öllum hópum voru konurnar upptekn- ar af vandamálum barnsins og erfiðleikum í foreldrahlutverki. í fyrsta hópnum leystust þau mál að mestu með tímanum, en það gerðist hins vegar ekki í hinum tveimur hópunum. Mæður í fyrsta hópnum virtust breyta oftar viðhorfum og aðferðum til að ná árangri og sýndu einnig meira frumkvæði við að leita sér aðstoðar hjá öðrum. Það var algengara í fyrsta hópnum að samskiptaerfiðleikar breyttust til hins betra og viðleitni til sjálfshjálpar kom eingöngu fram í þessum hóp. ( öðrum hópi lýstu konur oftast samskipta- og sambúðar- erfiðleikum. í þriðja hópi lýstu konur oftast vandamálum sem áttu rót sína að rekja til fortíðarinnar. í báðum síðarnefndum hópunum glímdu konurnar enn við vandamál sem höfðu verið leyst að mestu í fyrsta hóp. Þær leituðu einnig í mun minna mæli eftir aðstoð hjá fagfólki en konur í fyrsta hópnum. Hvað er til ráða? Þau atriði, sem konurnar töldu hafa hjálpað sér eða mundu hjálpa sér, voru skráð og flokkuð fyrir alla hópa. Niðurstöður benda til þess að þær þyrftu aðstoð af eftirgreindu tagi: 1. Aðstoð vegna erfiðleika með ungbarn og foreldrahlut- verk (væl, svefnvandamál, tengslamyndun, þroskaerfið- leika, hlutverkaágreining, reynsluleysi, óánægju, brjóstagjafarvandamál og fl.). 2. Ráðgjöf vegna langvinnra samskipta-, sambúðar- og hjónabandserfiðleika. 3. Meðferð vegna áfengis- og vímuefnavandamála kvenna og/eða annarra í fjölskyldunni. 4. Aðstoð vegna líkamlegra kvilla. 5. Meðferð vegna þunglyndis, kvíða og/eða annarra geðrænna vandamála. 6. Aðstoð við að minnka þreytu, efla þrek og öðlast fulla færni við athafnir daglegs lífs. 7. Aðstoð við að yfirvinna félagslega einangrun. 230 7. Skynjun á samskiptum við ungbarnið og umönnun þess Konur tjáðu margvíslegar áhyggjur af umönnun ung- barnsins, fyrir utan áhyggjur af heilsufarsvandamálum og óværð. Helstu áhyggjuefnum er lýst í töflu II. Þær benda til þess að alvarleg vanlíðan hafi neikvæð áhrif á hugsun, tilfinningar og samskipti við ungbarn. Tafla II. Áhyggjuefni mæðra með mikla vanlíðan (N=36) við umönnun og samskipti við ungbarn Hugsun um höfnun Hugsun um að missa barnið Hugsun um að eitthvað (slæmt) sé að barninu Hugsun um að meiða barnið Erfiðleikar við að snerta barnið Skortur á þreki til að annast barnið Skynjun á barninu sem byrði Ófærni um að tala jákvætt um barnið Óraunhæfar hugmyndir um þroska og getu barnsins Umfjöllun: Þunglyndiseinkenni og streita í foreldrahlutverki Niðurstöður benda til þess að mikil vanlíðan íslenskra kvenna eftir barnsburð sé einnig langvarandi þar sem þrem- ur konum af fjórum hafði ekki batnað verulega á fimmta til sjötta mánuði. Þessar niðurstöður eru í samræmi við bresk- ar rannsóknarniðurstöður sem sýna að auknar líkur eru á langvarandi þunglyndi hjá þeim konum sem fá enga meðferð vegna þunglyndis eftir fæðingu (Cox og fl., 1993; Holden og fl., 1989). Þrenns konar skýringar geta verið á niðurstöðum fyrir íslensku konurnar: 1. Að þunglyndi eftir barnsburð hafi ekki verið sjúkdómsgreint og því ekki með- höndlað faglega nema í tveimur tilvikum. Það er í samræmi við skoskar rannsóknarniðurstöður um að konur leiti sjaldan aðstoðar fagstétta vegna tíðra þunglyndiseinkenna eftir fæðingu og fái þar af leiðandi hvorki greiningu né meðferð (Mclntosh, 1993). 2. Ástæður langvarandi þunglyndis geta verið tengdar erfiðum félagslegum aðstæðum sem viðhalda þunglyndi til lengri tíma. Þetta kom fram í viðtölum við hóp II og er staðfest í erlendum rannsóknum (Wickberg og Hwang, 1997; Boyce, 1994; Cox og fl., 1993; Hall og fl., 1991). 3. Hópur kvenna hefur átt við þunglyndi að stríða og/eða önnur sálfélagsleg vandamál, sem koma sjaldan til meðferðar hjá fagaðilum, eins og fram kom í hóp III og samræmist þetta niðurstöðum erlendra rannsókna (Mclntosh, 1993; Lloyd og Redman, 1992). Hugleiðingar um sjálfsmeiðingar hjá 13 konum benda Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 75. árg. 1999

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.