Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Síða 46
fram ákveðnir þættir og hver og einn þáttur fær ákveðið
vægi. í töflunni hér á eftir eru taldir upp þættir HAC- starfs-
matskerfisins. Þegar störfin eru metin fær hver þáttur
starfsins stig í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til
starfsins og með því að leggja stigin saman fæst heildar-
mat á viðkomandi starfi samkvæmt starfsmatinu.
Innan stofnananna, sem tóku þátt í tilraunaverkefninu,
voru skipaðar 2 nefndir, stýrinefnd og starfsmatsnefnd.
Hlutverk stýrinefndar var m.a. að hafa umsjón með gerð
starfsmatsins innan stofnananna, aðlaga starfsmatskerfið,
kynna starfsmatskerfið, velja fulltrúa í starfsmatsnefnd og
gera tillögur að vægi þátta innan kerfisins. Hlutverk starfs-
matsnefndar var að meta störfin út frá starfslýsingum.
Hafa ber í huga í umræðu um kerfisbundið starfsmat
að þó starfsmat hafi á sér yfirbragð hlutlægra vísinda þá
liggja að baki niðurstöðum starfsmats margar huglægar
ákvarðanir, t.d. um val á þáttum, skilgreiningar á þáttum,
ákvarðanir um hlutfallslegt vægi þátta og ekki síst matið
sjálft. Með starfsmati er þó reynt að koma böndum á hug-
lægni við mat á innihaldi starfa og reynt er af fremsta
megni að skilgreina forsendur fyrir mati á störfum og setja
þær fram á skipulagðan hátt.
Niðurstöður tilraunaverkefnisins á Ríkisspítölum
Meðal þeirra starfsheita, sem metin voru á Ríkisspítölum,
voru hjúkrunarfræðingar og hjúkrunardeildarstjórar. Bæði
þessi starfsheiti komu mjög vel út úr þessu tilraunaverkefni
um starfsmat, aðeins sérfræðilæknar og yfirlæknar raðast
hærra. í töflunni hér á eftir er sýnt hvernig þau störf, sem
metin voru á Ríkisspítölum, raðast innbyrðis út frá
niðurstöðum stýrinefndar Ríkisspítala um vægi þátta:
Starfsheiti / launaheiti Stigabil
hjúkrunarritarar 301-350
býtibúr/ræstingar, starfsfólk í eldhúsi 351-400
læknaritarar, vaktmenn 401-450
rafvirkjar, vélfræðingar 451-500
sjúkraliðar 501-550
matarfræðingar 551-600
tæknifræðingar 601-650
sjúkraþjálfarar 651-700
hjúkrunarfræðingar, yfirverkfræðingur 701-750
hjúkrunardeildarstjórar 751-800 801-850 851-900
sérfræðilæknar, yfirlæknir 901-950
I skýrslunni er einnig sýnt hvernig störfin raðast inn-
byrðis ef gengið er út frá því að vægi allra þátta sé jafnt.
í umfjöllun stýrinefnda og starfsmatsnefnda í skýrslunni
er að finna ýmsar athugasemdir er varða kerfið og til-
raunaverkefnið í heild sinni. Bent var á að hugsanlega
væru ákveðin störf, s.s. ýmis skrifstofu- og þjónustustörf,
vanmetin í kerfinu og ýmislegt mætti laga bæði í kerfinu og
í framkvæmd þess ef nota ætti kerfið sem grunn að launa-
ákvörðunum starfsmanna.
Skýrsla félagsmálaráðuneytisins um „Starfsmat gegn
kynbundnum launamun" er fróðlegt rit fyrir alla sem vilja
kynna sér aðferðafræði kerfisbundins starfsmats. í henni
er mikið af upplýsingum sem án efa eiga eftir að gagnast
bæði stéttarfélögum, atvinnurekendum og öðrum þeim
aðilum er hyggjast nýta sér kerfisbundið starfsmat sem
grunn að launaákvörðunum í framtíðinni.
Námskeið um viðbrögð víð áföllum og áfallahjálp síðustu helgí
októbermánaðar
SÍysavarnafélagið Landsbjörg, landssamband björgunarsveita, stendur fyrir námskeiðum um áfallahjálp dagana 28.
til 31. október næstkomandi. Dr. George S. Everly og dr. Jeffrey T. Mitchell kenna á fjórum tveggja daga
námskeiðum. Fyrri tvo dagana munu þeir kenna saman á grunnnámskeiði um áfallahjálp og á námskeiði um
áfallahjálp og börn. Seinni tvo dagana kenna þeir á tveimur framhaldsnámskeiðum, annars vegar verður
framhaldsnámskeið um hefðbundna áfallahjálp, skipulagningu og framkvæmd úrvinnslufunda og hins vegar
námskeið um maður-á-mann áfallahjálp.
4
Námskeiðin fara fram á ensku og eru haldin á Grandhótel Reykjavík, Sigtúni 38. Hvert námskeið kostar 20.000,- en
séu tvö námskeið sótt kostar seinna námskeiðið 12.000,- krónur. Innifalið i námskeiðsgjöldum eru öll námskeiðs-
gögn og kaffi og meðlæti tvisvar á dag ásamt fyrirlestri Jóhönnu O’Flaherty sem kemur sérstaklega hingað til lands
vegna þessa, en hún er einn þekktasti fyrirlesari heims á sviði áfallahjálpar. Fyrirlestur hennar verður haldinn í lok
síðasta námskeiðsdags, sunnudaginn 31. október.
Skráning og allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Slysavarnafélagsins Landsbjargar í síma 570-5900.
258
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 75. árg. 1999