Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 62
Alyktun
✓
i
Félags eldrí borgara
''Re^kjAirík
Félag eldri borgara hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun:
Ályktun
Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni um
sveigjanleg starfslok
Ellilífeyrismörk við 70 ára aldur voru tekin upp af
Þjóðverjum fyrir rúmum 120 árum en síðan lækkuð í 67 ár
1916.
Lengi hefur verið rætt um sveigjanleg starfslok eldri
borgara. Landlæknisembættið tók málið upp fyrir 10 ár-
um. Málið var tekið upp á Alþingi og þingsályktunartillaga
samþykkt af öllum þingflokkum að ríkisstjórn tæki
sveigjanleg starfslok á aldrinum 64-74 ára til athugunar.
Nefnd var skipuð en síðan dagaði málið uppi.
Aðalrökin fyrir að taka upp sveigjanleg starfslok frá 64-
74 ára eru eftirfarandi:
Ævilíkur hafa aukist verulega. Samhljóða niðurstöður
rannsókna á íslandi (R-stöð Hjartaverndar), Danmörku,
Svíþjóð, Englandi og Bandaríkjunum leiða í Ijós að fólk á
aldrinum 50-75 ára er líkamlega og andlega hressara en
jafnaldrar þess voru fyrir 20-30 árum. Nýgengi og dánar-
tíðni vegna kransæðasjúkdóma og æðabilunar í heila hafa
lækkað um 35-40%. Dregið hefur úr tíðni lungnaþembu
og slitgigtar.
Orsakir þessa eru m.a. eftirfarandi:
- Bætt almenn lífskjör manna.
- Hátt hlutfall fólks sem stundar nú reglulega líkamsrækt.
- Reykingar hafa minnkað verulega.
- Góður árangur hefur náðst varðandi forvarnir og lækn-
ingu krabbameins, hjarta-, æða- og lungnasjúkdóma.
Samkvæmt niðurstöðum danskra rannsókna er and-
legt ástand eldra fólks betra en áður. Fólk reiknar og leysir
hugræn vandamál betur en áður.
Hér á landi starfa fleiri við launuð störf á aldrinum 65-
70 ára en í nágrannalöndunum, en réttur fólks til starfa
eftir 67 ára aldur er mjög rýrður. Starfslok við 67 ára aldur
gegn vilja viðkomandi leiða oft til einangrunar, kvíða,
ótímabundinnar hrörnunar og jafnvel ótímabærra innlagna
á stofnun. Andleg og líkamleg virkni leiðir til aukinna lífs-
gæða.
Við skorum því á yður að gefa starfsfólki yðar á aldr-
inum 67-74 ára, sem hefur hug á áframhaldandi vinnu,
a.m.k. hlutastarfi.
Virðingarfyllst,
f.h. Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni,
Ólafur Ólafsson, formaður
Marías Þ. Guðmundsson, gjaldkeri
Guttormur Þormar, ritari
Pétur H. Ólafsson, meðstjórnandi
Bryndís Steinþórsdóttir, meðstjórnandi
Ragnar Jörundsson, framkvæmdastjóri
Námskeið í höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð -
CraníoSacral Theraphy
Námskeið í CranioSacral Theraphy verður haldið dagana 29. okt - 1. nóv.
Námskeiðið er haldið í samvinnu við Upledger Institute í Bretlandi.
Höfðubeina- og spjaldhryggsmeðferð er meðferðarform sem byggir á vinnu með hryggsúluna og höfuðbeinin. Þau
bein eru hulstrið utan um miðtaugakerfið og getur skekkja í höfuðbeina- og spjaldhryggskerfinu valdið áreiti sem
getur leitt til álags hvar sem er í líkamanum. Afleiðingarnar geta verið jafnt líkamlegar sem „andlegar".
Skráning og upplýsingar fást hjá Ágústi, s. 561-8168 eða gusti@xnet.is. Nánari upplýsingar um CranioSacral
Theraphy er að finna á heimasíðunni upledger.com
274
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 75. árg. 1999