Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 34
með klamydíusýkingu, þ.e. að rekja smitið, og er það stór þáttur í meðferðinni því ómeðhöndlaður félagi getur smitað á ný. Oftast er byrjað á því að ræða einkenni klamydíu- sýkingar en einnig lögð áhersla á hve stór hluti hinna sýktu er einkennalaus eða um það bil 50%, eða fær óveruleg einkenni sem hverfa en sýkingin er til staðar. Síðar getur sýkingin farið að herja á einstaklinginn með slæmum afleiðingum, svo sem ófrjósemi. Vegna þessarar hegðunar bakteríunnar er áríóandi að rekja smitið, það er einhver þarna úti í þjóðfélaginu sem er sýktur af klamydíu en veit ekki af því. Notaður er mátulega mikill hræðsluáróður eftir því sem við á, rætt er um ábyrgð einstaklingsins gagnvart sjálfum sér og öðrum, að vanda þurfi val á rekkjunautum, varast beri skyndikynni og mikilvægi þess að nota alltaf smokkinn. Einstaklingur t viðtali varðandi smitrakningu verður líka að fá tækifæri og örvun til að spyrja því þekking skjólstæðinga deildarinnar er mis- jöfn. Þó að bæklingur um kynsjúk- dóma sé til á deildinni og víðar er talið að ekkert komi í stað persónu- legrar fræðslu til þess að öðlast skilning á sjúkdómnum, það getur dregið úr kvíða, fordómum og rang- hugmyndum - þeim mun upplýst- ari, þeim mun öruggari. Einstaklingur, sem sýkist af klamydíu, getur líka orðið reiður og brýst reiðin gjarnan fram gagnvart sýktum rekkjunaut sem hefur ekki látið vita af sýkingunni. Aðalatriðið er þó ekki hver smitar hvern heldur að rekja smitið, þ.e. að allir rekkjunautar (sem allir geta verið smitaðir) eigi þess kost að fara í skoðun. Það hefur reynst mikilvægt að tala einfalt skiljanlegt mál til að koma fræðslunni til skila. Alls ekki má gera lítið úr sjúkdómnum, það skilar ekki góðum árangri. Viðtalið á að fara fram í ótrufluðu, hlutlausu og þægilegu umhverfi þar sem sjálfstæði skjólstæðingsins er virt og unnt er að skapa góð persónuleg tengsl við hann. Mikilvægt er að hughreysta en ekki dæma. Þá er þagnarskyldan mjög mikivægur þáttur í ferlinu. Án hennar getur ekki myndast náið samstarf við skjólstæðinginn og án náins samstarfs verður ekkert smit rakið. Viðbrögð einstaklinga Ungt fólk, 15-24 ára, kemur mest á kynsjúkdómadeildina og það er hrætt við klamydíusýkingu og afleiðingar hennar. Nokkrar algengar spurningar eru: • Læknast ég? • Hvað með ófrjósemi, þ.e. get ég verið orðin/n ófrjó/ófrjór? • Get ég farið í rannsókn á ófrjósemi? • Verður nokkuð haft samband við foreldra mína? Málið er að unga fólkið vill oftast alls engin afskipti frá foreldrunum. Sjúkdómurinn er nógu mikið feimnismál. Undanfarin ár hefur fræðsla um kyn- sjúkdóma verið algengari bæði í grunnskólum og menntaskólum og hefur hún greinilega skilað sér með aukinni þekkingu. Viðbrögð fullorð- ins fólks við klamydíusýkingu snerta meira tilfinningar, skömm gagnvart sjálfum sér og félögum en minna við sýkingunni og afleiðingum hennar. En viðbrögð eru náttúr- lega alltaf einstaklingsbundin. Það er ekki óalgengt að einstaklingnum finnist hann vera stimplaður „lauslátur" vegna klamydíusmitsins og ber að mæta því með skilningi og ræða þá um hin mismunandi einkenni sýkingarinnar og þá einkum að vera sýktur og einkennalaus. Hræðsla um trúnaðarbrest kemur frekar fram hjá þeim eldri en þeim yngri. Einstaklingur, sem hefur fengið upphringingu eða bréf vegna gruns um klamydíusýkingu, bregst misjafnlega við, það fer eftir aldri og þekkingu viðkomandi. Hvort hinn grunaði hefur einkenni eða ekki hefur áhrif á hversu fljótt hann bregst við og finnur þörf á að koma í læknisskoðun. Einkennalaus einstaklingur efar oft að hann sé smitaður, þess vegna dregur hann að mæta til skoðunar. \jmm piq ummn Littmann Hlustunarpípur Eyr„a-&a&-^'d Hknry Schein Fides. Laufásgata 9, 600 Akureyri Sími 461 1129 Faxafen 12, 108 Reykjavík Sími 588 8999 Horft fram á við Almenn þekking á kynsjúkdómum hefur aukist meðal ungs fólks, þetta kemur í Ijós í viðtölum okkar við ungt fólk. En þó að fræðsla hafi aukist þarf meira til. Gera þarf þjóð- félagið meðvitaðra um kynsjúkdóma og hættuna sem fylgir þeim. Það sem hér þarf til er náin samvinna allra heilbrigðisstétta þar sem sjúkdómurinn kemur við sögu. Nýlegt átak á vegum landlæknisembættisins er mjög þarft til að hefja umræður um kynsjúkdóma en um árangur slíks átaks skal látið ósagt. Við á kynsjúkdómadeildinni stefnum áfram að því að uppræta þessa plágu sem veldur hundruðum ungmenna hér á landi óþægindum á ári hverju. 250 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 75. árg. 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.