Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 19
Sæunn Kjartansdóttir
hjúkrunarfræðingur og sálgreinir
Avtmskim kvtiwA
HEILBRIGÐI
YCKKCt
Átröskun (eating disorder) er samheiti yfir iystar-
stol (anorexia), lotugræðgi (bulimia) og áráttuát
(compuisive eating). Til eru margvíslegar kenn-
ingar um orsakir átröskunar, margir geðlæknar
teija hana stafa af þunglyndi eða jafnvel erfðum
og gefa geðlyf, sálfræðingar, sem aðhyllast
atferlismeðferð, leitast við að breyta mataræðinu
með fræðslu og umbun fyrir eðlilegar matar-
venjur. í þessari grein eru kynntar kenningar
sálgreiningar um að átröskun sé einkenni um
ómeðvitaða innri togstreitu og fjallað er um
grundvallaratriði meðferðar.
Ein meginforsenda sálgreiningar er að hver einstakling-
ur sé aðeins að takmörkuðu leyti meðvitaður um eigin
hugarstarfsemi og tilfinningalíf, að stöðugt eigi sér stað
ómeðvituð sálræn virkni sem hafi áhrif á líðan hans og
hegðan. Þetta þýðir að hann stjórnist að verulegu leyti af
ómeðvituðum tilfinningum og hugmyndum en margar
þeirra lúti hvorki rökum né skynsemi. Önnur forsenda
sálgreiningar er að sjálfsmynd einstaklings og samskipti
hans við aðra á fullorðinsárum séu mótuð af tengslum við
aðalpersónur barnæskunnar. Skynjun hans á öðru fólki er
lituð fyrri reynslu (yfirfærslur). Þriðja forsendan er sú að sál-
rænir varnarhættir verji einstaklinginn fyrir ringulreið undir-
vitundar og geri honum kleift að aðlagast ytri veruleika.
Fyrir tilstilli varnarhátta kemur einstaklingurinn skipulagi á
viðbrögð sín og heldur kvíða og sektarkennd í skefjum, en
varnarhættir geta engu að síður skapað meiri vanda en
þeim er ætlað að leysa.
í sálgreiningarmeðferð er athyglinni beint að ómeðvit-
uðum hugmyndum einstaklingsins, sem iðulega ganga í
berhögg við meðvitaða skynsemi, til þess að greina áhrif
þeirra á atferli hans og líðan. Leitast er við að greina þær
hugmyndir sem liggja að baki og varnir gegn þeim og
reynt er að varpa Ijósi á hvernig þær tengjast erfiðleik-
um/einkennum sjúklingsins. Samkvæmt skilningi sálgrein-
ingar eru sálrænir erfiðleikar á borð við átröskun ekki
sjúkdómar í hefðbundnum skilningi þess orðs og orsaka
þeirra er hvorki leitað í erfðaefnum né efnaskiptum líkam-
ans. Fremur er litið svo á að sálræn einkenni séu ómeðvit-
uð viðbrögð við atburðum eða aðstæðum sem eru
sjúklingi um megn. Markmið meðferðar er að auka innsæi
sjúklings í eðli erfiðleika sinna svo að hann skilji betur við-
brögð sín en það er talin forsenda þess að hann geti haft
á þau varanleg áhrif.
Til þess að skilja hvernig megrun, uppköst og ofþjálfun
er notað til þess að leysa ýmis viðfangsefni er nauðsynlegt
að fá innsýn í þá ómeðvituðu merkingu sem þessi fyrirbæri
hafa. Táknmál undirvitundar er oft og tíðum snúið en án
skilnings á því er með öllu óskiljanlegt hvers vegna til
dæmis ungar og hæfileikaríkar stúlkur fórna heilsu sinni til
þess að líta út eins og vannærðir fangar. í undirvitundinni
er matur samnefnari fyrir þarfir en megrun og önnur
sjálfsafneitun jafngilda upprætingu þarfa. í hugum margra
er afar ógnandi að þurfa á einhverju að halda því þá
upplifa þeir sig veiklundaða og ófullkomna. Þeir óttast að
vera háðir öðrum og telja það bera vott um sjálfstæði og
styrka sjálfsmynd að vera sjálfum sér nógir. Þessi ótti sést í
ýktu formi hjá einstaklingi með lystarstol sem ómeðvitað
yfirfærir ótta sinn yfir á líkamlega næringu og reynir að
sigrast á þörf sinni fyrir hana.
Það kann að hljóma fjarstæðukennt að konur, sem
virðast í flestu vera með báða fætur á jörðinni, haldi að
þær geti lifað án matar. í undirvitundinni fer lítið fyrir skyn-
semi og með hjálp sálrænna varnarhátta er raunveruleikinn
afbakaður enn frekar. Meðal fyrstu varnarhátta, sem hvert
barn lærir að beita, eru afneitun og almættistrú (omni-
potence). Við afneitun er skilningarvitunum lokað gagnvart
því sem veldur kvíða og óöryggi en almættistrú hefur
endaskipti á hlutunum og snýr vanmætti manns upp í
ofurtrú á eigin mátt og megin. Hjá stúlku með lystarstol
birtast þessir varnarhættir þannig að hún virðist ekki skilja
hversu alvarlegt ástand hennar er heldur staðhæfir að hún
sé síst of grönn. Jafnframt heldur hún því fram að hún
þarfnist ekki matar á sama hátt og annað fólk. Það er
ekkert athugavert við greind hennar en með hjálp
almættistrúar og afneitunar trúir hún að henni nægi epli á
dag eða fáeinar pastaskrúfur.
Þetta eru helstu einkenni lystarstols; stúlkunni finnst
hún vera feit þó að aðrir sjái ekkert nema skinn og bein.
Hún afneitar þörf fyrir fæðu en óttast engu að síður að
þyngjast. Hún viðheldur ekki lágmarksþyngd miðað við
hæð og engin líkamleg skýring finnst á þyngdartapinu.
Önnur líkamleg einkenni tengjast næringarskorti, s.s.
hárlos, þurr húð, stökkar neglur og tíðir stöðvast. Kona
með lotugræðgi er einnig mjög upptekin af þyngd sinni og
óttast að fitna. Munurinn er sá að hún borðar og jafnvel
treður sig út af mat en hún losar sig við matinn jafnharðan
235
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 75. árg. 1999