Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 63

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 63
ulltrúaþíng ICN í }-.or^or Það var mikið um dýrðir í London í lok júní þegar Alþjóðasamtök hjúkrunarfræðinga (ICN) héldu upp á 100 ára afmæli samtakanna með ráðstefnu sem rúmlega 4500 hjúkrunarfræðingar sóttu. Það var hjúkrunarfræðingurinn Ethel Gordon Fenwick sem kom fram með hugmyndina um að mynda alþjóðanet hjúkrunarfræðinga. Hugmynd hennar og fleiri hjúkrunarfræðinga, sem komu að stofnun samtakanna, var að hjúkrunarfræðingar væru sterkt sam- félagslegt afl sem sameinað gæti haft gífurleg áhrif í að bæta heilsu og vellíðan fólks. í ávarpi, sem núverandi formaður ICN, danski hjúkrunarfræðingurinn Kirsten Stallknecht, hélt við opnun ráðstefnunnar, minnti hún okkur á hversu mikla framsýni þessir frumkvöðlar okkar höfðu. Á þeirra tímum voru hjúkrunarfræðingar lítt mennt- aður starfskraftur og lágmarkslaun til handa hjúkrunar- fræðingum og grundvallarhugmyndir um jafnan rétt til heilbrigðis draumsýnir einar. Þessar konur höfðu ekki kosningarétt í sínu heimalandi en sáu fyrir sér framtíð þar sem grunnmenntun hjúkrunarfræðinga væri lögvernduð og að vinnuaðstæður stuðluðu að hjúkrun í háum gæðaflokki. Aðildarfélög ICN eru nú 119 talsins og hafa tveir full- trúar frá hverju félagi rétt til setu á fulltrúaþingi samtakanna og einungis annar þeirra með atkvæðisrétt. Fulltrúar tæplega 100 aðildarríkja sóttu þingið í ár. Fulltrúaþingið er haldið annað hvert ár og fer það með æðstu stjórn sam- takanna. Fulltrúar íslands á þinginu í ár voru Herdís Sveinsdóttir, formaður, og Aðalbjörg Finnbogadóttir, hjúkrunarfræðingur starfandi hjá Félagi íslenskra hjúkrunar- fræðinga. Ásta Möller sat einnig fulltrúaþingið en eins og hjúkrunarfræðingar vita þá var hún kjörin í stjórn ICN sl. vor. Fulltrúaþingið stóð þrjá daga. Dagskráin fram að hádegi fyrsta daginn var lokuð öðrum en fulltrúunum sjálfum. Þá var til umræðu framtíðarstefna félagsins. Aðrir dagskrárliðir voru opnir og fylgdist fjöldi hjúkrunarfræðinga og gesta með því sem fram fór. Tekin voru fyrir almenn aðalfunda- mál, skýrsla forseta og framkvæmdastjóra, reikningar iagðir fram og samþykktir og ákvörðun tekin um félagsgjöld fyrir árin 2001 og 2002. Lagabreytingar og ályktanir voru einnig á sínum stað. Mesta hitamáli þingsins var hverjir eiga rétt á að gerast aðildarfélagar að ICN, en lög ICN kveða á um að einungis eitt félag frá hverju landi geti verið aðildarfélag. Félagið, sem er fulltrúi síns lands, skal vera fulltrúi flestra hjúkrunarfræðinga í landinu, þó í samræmi við aðrar reglur ICN. Þær kveða m.a. á um að félagið verði að vera fagfélag hjúkrunarfræðinga en ekki einungis kjarafélag þeirra. En tilgangur ICN er að vera fulltrúi hjúkrunarfræðinga um allan heim og vera alþjóðarödd hjúkrunarfræðinga. Á fulltrúaþinginu, sem haldið var í Vancouver 1997, urðu mikil átök en þá var aðildarfélagi frá Brasilíu, sem verið hafði fulltrúi land síns frá því árið 1927, skipt út fyrir annað brasilískt hjúkrunarfélag. Greinilegt var að fulltrúar á þinginu nú í sumar höfðu ekki náð að jafna sig eftir þau tilfinningalegu átök sem urðu árið 1997. Fyrir þinginu í ár lá að taka aftur ákvörðun um að skipta út einu félagi fyrir annað. Að þessu sinni þurftu fulltrúar að ákveða að skipta út ítölsku hjúkrunarfélagi, sem verið hefur fulltrúi Ítalíu frá 1922, fyrir annað mun stærra ítalskt félag. Niðurstaða úttektar stjórnarinnar var að félagið, sem óskaði eftir að verða fulltrúi Ítalíu, uppfyllti öll viðmið um félagsaðild auk þess að vera mun stærra en núverandi aðildarfélag. Því væri það fulltrúi fleiri hjúkrunarfræðinga á Ítalíu. Áður en Ítalíumálið var lagt fyrir var tekin til umræðu tillaga stjórnar um að rýmka heimildir um fjölda félaga frá hverju landi sem gætu orðið aðildarfélög. Þannig að auk aðal-aðildar- félags gætu fleiri félög frá sama landi átt aðild sem auka- félög. Aukafélög hefðu málfrelsi en atkvæðisréttur tak- markaðist við ákveðna málaflokka. Gífurlegar umræður spunnust um þetta og voru þær á vissan máta framandi fyrir okkur íslendingana. Fulltrúaþingið samþykkti að fjölga ekki aðildarfélögum en jafnframt gat það ekki tekið ákvörðun um hvort skipta ætti út aðildarfélaginu frá Ítalíu. Niðurstaða málsins var að vísa öllum pakkanum aftur til stjórnar til frekari undirbúnings og að málið yrði tekið upp að nýju í Kaupmannahöfn árið 2001 en þá verður næsta fulltrúaþing haldið. í Kaupmannahöfn verður, líkt og var í London, haldin fagráðstefna samhliða fulltrúaþinginu. Það er full ástæða til að mæla með því við íslenska hjúkrunarfræðinga að þeir mæti því á ICN fagráðstefnum er um að ræða vönduð erindi og rannsóknakynningar. íslenskir hjúkrunarfræðingar eru að vinna fræðivinnu sem er vel sambærileg því sem gerist erlendis og hvet ég þá til að kynna verk sín á þess- um ráðstefnum ICN þar sem þúsundir hjúkrunarfræðinga mæta. Fundargerð fulltrúaþingsins liggur fyrir í lok nóvember og geta hjúkrunarfræðingar, sem hafa áhuga á að kynna sér hana, haft samband við Félag íslenskra hjúkrunar- fræðinga. Herdís Sveinsdóttir. Tímarit hjúkrunarfræðinga 4. tbl. 75. árg. 1999 275
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.