Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Page 53

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Page 53
mestu máli hjá öllum er að það sé samræmi milli vinnu og heimilis. Ef fólk vinnur of mikið þá getur bæði vinnan og fjölskyldulífið orðið of erfitt." Stjórnunarstöður orðnar eftirsóttari En hefur ekki margt breyst þann tíma sem Vigdís hefur verið við stjórnvölinn? Hún segir að það hafi verið mjög erfitt að fá fólk í stjórn- unarstöður hér áður fyrr. Það hafi hins vegar breyst mjög mikið, ekki síst með tilkomu námsbrautar í hjúkrun við HÍ. „Ég tel það mikla gæfu fyrir hjúkrun á íslandi að hafa fengið námsbraut á háskólastigi. Það hefur haft jákvæð áhrif á alla framþróun fagsins. Áður þótti jafnvel ekki eftirsóknarvert að sækja um stöðu deildarstjóra en í dag eru deildarstjóra- stöður eftirsóttar, sem betur fer, því þær eru lykilstöður hvers sjúkrahúss. Skipulagning hjúkrunar, samhæfing starfsmanna og rekstur deildarinnar eru á ábyrgð hjúkr- unardeildarstjóra. Auðvitað lagði ég mikla áherslu á að velja vel í þessar stöður sem og aðrar stjórnunarstöður, og það hefur verið mitt lán hvað mínar nánustu samstarfskonur, hjúkrunarframkvæmdastjórarnir, hafa verið hæfar, duglegar og framsæknar og hafa stutt mig með ráðum og dáð. Landspítalinn hefur einnig stækkað mjög mikið þennan tíma, nýja kvennadeiidin og öldrunardeildirnar bættust við, gjörgæslan tók til starfa 74 svo og vökudeildin. Þá voru Vífilsstaðir settir undir hjúkrunarforstjóra Landspítalans 1980 og seinna einnig geðdeildin. Hin gífurlega aukna þekking og þróun, sem átt hefur sér stað í heilbrigðis- málum, og þau mörgu nýju verkefni hjúkrunarfræðinga, sem leitt hafa af þeirri þróun, gerðu það að verkum að nauðsynlegt var að endurskipuleggja störf hjúkrunarfræð- inga og auka fræðslu og símenntun. Fræðsla eykur þekk- ingu og hæfni og skapar viðhorf sem er nauðsynlegt til að ná markmiðum stofnunarinnar hverju sinni. Aukin þekking og þróun í hjúkrun hefur bætt og aukið gæði þjónust- unnar. Andlegur og trúarlegur stuðningur við sjúklinga og aðstandendur hefur aukist til muna bæði vegna ráðningar presta og djákna og aukins skilnings starfsfólks á þessum þörfum sjúklinga.“ Mikilvægustu eiginleikar stjórnandans Á Vigdís einhver góð ráð til að miðla öðrum stjórnendum? Hún segir að til þess að ná árangri í starfi skipti mestu máli að vera heiðarlegur og hreinskilinn og vera maður sjálfur. Það eigi jafnt við um stjórnendur og aðra. „Við höf- um öli fengið vöggugjafir en við verðum líka að rækta okkur sjálf, þora að nota hæfileika okkar, meta störf okkar að verðleikum og vera fús að leggja okkur fram, sýna væntumþykju og kærleika. „Kærleikur fæðir af sér kærleika." Ef maður er heiðar- legur og hreinskilinn þá fær maður það á móti. Ég hef talað við fólk í hreinskilni og það hefur líka látið mig heyra sína skoðun umbúðalaust." Hún segist heldur ekki vera Á fundi með hjúkrunarframkvæmdastjórum Landspítal- ans. Frá vinstri: Anna Stefánsdóttir, María Björnsdóttir, Guðrún Karlsdóttir, Vigdís Magnúsdóttir, Bjarney Tryggvadóttir, Sigríður Snæbjörnsdóttir, Sólfríður Guð- mundsdóttir (var í afleysingum fyrir Herthu Jónsdóttur) og Bergdís Kristjánsdóttir. hrædd við að rétta fram sáttahönd ef reiði beinist að henni. „Ég er tilbúin tii að segja: „Mikið finnst mér þetta leiðinlegt," og biðst þá afsökunar á því,“ segir Vigdís og brosir með öllu andlitinu. „Fólk breytist oft við þetta, það hefur ef til vill átt í erfiðleikum og ekki getað unnið úr því.“ Hún segir trúna hafa hjálpað sér mjög mikið í starfi. „Ég hef ekki lagt áherslu á að vera yfir aðra sett, það er eitt- hvað sem fellur ekki inn í mína hugmyndafræði. Það er alltaf einhver yfir mér, sem manneskja er ég alltaf ófullkom- in. Ég hef staðið frammi fyrir mörgum verkefnum sem mér hafa fundist mjög stór og erfið en samt hafa þau gengið upp með hjálp Guðs og góðra manna. Ég hef alltaf verið þannig að ég held ég hafi átt gott með að gefa frá mér og þiggja og gleymum því ekki að í öllum mannlegum sam- skiptum eiga víxláhrif sér stað. Enginn getur eignast neitt án þess að láta eitthvað af mörkum sjálfur. Það er auðvelt fyrir mig að láta mér þykja vænt um fólk, mér finnst gaman að vinna með fólki og á gott með samskipti og það hjálpar manni sem stjórnanda. Annars er mjög misjafnt hver styrkur manns er og hvert maður leitar eftir styrk. Það er erfitt að gefa einhverja uppskrift að góðum stjórnanda." Að allir nýtist og fái notið sín Aðspurð um konur og karla í stjórnunarstörfum og mis- munandi stjórnunarstíl kynjanna segir Vigdís konur í stjórn- unarstörfum geta verið mjög ólíkar og sömu sögu megi segja um karla. „Ég hef unnið með mörgum mjög hæfum stjórnendum af báðum kynjum. Þegar ég byrjaði að vinna við hjúkrunarstjórn var ég með eina aðstoðarforstöðukonu og aðra f hlutastarfi en þegar ég hætti störfum þar var ég með marga hjúkrunarframkvæmdastjóra. Allar voru þær konur mjög hæfar. Ég hef reynt að ráða það fólk sem ég tel hæfast og 265 Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 4. tbl. 75. árg. 1999

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.