Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 7
Það er því Ijóst að í hjúkrunar-
stéttinni felst mikið afl og eins og
Stallknecht bendir á getur hún
haft mikið að segja um þróun
heilbrigðismála á nýrri öld.
Ritstjóraspjall
Afmælisáríð 1999
Afmælishátíðir hjúkrunarfélaga
setja svip sinn á árið 1999, rétt
eins og allir keppist við að Ijúka
einhverjum áratug rétt fyrir alda-
mótin. 100 ára afmæli ICN var
haldið hátíðlegt í London á dög-
unum, danska hjúkrunarfélagið er
að halda upp á 100 ára afmæli í
þessum mánuði og íslenskir hjúkr-
unarfræðingar halda upp á 80 ára
afmæli félagsins 6. nóvember nk.
Við slík tímamót er gjarnan litið til
fortíðar og framtíðar, enda var það
yfirskrift ráðstefnunnar og hátíðar-
haldanna í London. Víst er að
heilbrigðisstéttir sem og aðrir íbúar
heimsins hafa aldrei staðið frammi
fyrir eins miklum tæknibreytingum
og eiga sér stað um þessar
mundir. Það er því eðlilegt að velta
fyrir sér hvaða áhrif tæknin hefur á
þróun þjóðfélagsins, starfsstétta
og samskipta.
Tæknin er Kirsten Stallknecht
hugleikin og hún segir í viðtali í
blaðinu að menn þurfi að gera
upp við sig hvort aukin tækni eigi
að verða þjónn eða húsbóndi
hjúkrunarinnar.
í þessu tölublaði er einnig litið
til fortíðar, rifjuð upp merk ártöl í
sögu hjúkrunar á íslandi í tilefni 80
ára afmælis og rætt við Vigdísi
Magnúsdóttur sem hefur verið
gerð að heiðursfélaga FÍH og
heiðruð verður á 80 ára afmælinu.
Eins og fram kemur í saman-
tekt um ICN eru upptök alþjóða-
samtakanna í alþjóðlegum félög-
um kvenna og staða hjúkrunar-
fræðinga hefur alla tíð mótast af
stöðu kvenna almennt. Þetta má
meðal annars sjá af þróun hjúkr-
unarbúningsins en Erla Dóris
Halldórsdóttir, hjúkrunarfræðingur
og sagnfræðingur, hefur tekið
saman fróðlegt yfirlit um það efni.
Það er einnig athyglisvert að
alþjóðasamtök hjúkrunarfræðinga
eru fyrstu alþjóðlegu samtök heil-
brigðisstétta en hjúkrunarfræð-
ingar eru jafnframt langfjölmenn-
asta stéttin innan heilbrigðisgeir-
ans, eða um 80 prósent þeirra
sem starfa að heilbrigðismálum.
HARTMANN
lVlenalind
Vernd fyrir viðkvæma húð
BEDCO & MATHIESEN EHF
Bæjarhrauni 10
sími 565 1000 • fax: 565 1001
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 75. árg. 1999
223