Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 29
Fjölmargir aðilar og samtök voru með sýningarbása, hjúkrunarfræðingar á Norðurlöndunum voru saman með einn bás. landi legið saman á ráðstefnu um réttindi kvenna og eru þær hugmyndafræðingar ICN. Konur í læknastétt mynd- uðu einnig hóp á ráðstefnunni en alþjóðleg samtök þeirra fylgdu þó ekki í kjölfarið. ICN eru fyrstu alþjóðlegu samtök heilbrigðisstarfsfólks. Fyrsta alþjóðlega ráðstefna hjúkr- unarfræðinga var svo haldin í Bandaríkjunum í september 1901. Ethel Gordon Fenwick varð fyrsti forseti samtak- anna og var í því embætti frá 1899 -1904. ICN varð því til í umróti kvennahreyfinga þar sem áhersla var lögð á vinnu og kosningarétt. Nú eiga, sem fyrr sagði, 119 lönd aðild að ICN og í hundrað ár hafa samtökin stuðlað að því að vera fulltrúar hjúkrunarkvenna um heim allan, lagt áherslu á aukin gæði hjúkrunar og haft áhrif á stefnu í alþjóðlegum heilbrigðismálum. Samtökin standa m.a. fyrir alþjóðlegum vinnusmiðjum fyrir hjúkrunar- fræðinga sem eru í stjórnunarstörfum til að auka hæfni þeirra til að taka þátt í stefnumótun heilbrigðismála og stjórnun heilbrigðisstofnana. Þá hafa samtökin lagt grunn að alþjóðlegum siðareglum hjúkrunarfræðinga, komið fram með gæðastaðla varðandi klíníska vinnu, lagt áherslu á alþjóðlega hjúkrunarskráningu, ICNP, og hvatt til alþjóð- legra samskipta innan stéttarinnar. ICN stendur einnig fyrir alls kyns ráðstefnum og símenntun hjúkrunarfræðinga af ýmsu tagi og hefur reynt að stuðla að betri vinnuaðstæð- um hjúkrunarfræðinga og auknum rannsóknum á sviði hjúkrunar. Þá gefa samtökin út fréttabréf og á næsta ári kemur tímaritið International Nursing fíeview út í endur- bættri útgáfu en það tímarit hefur verið gefið út á vegum samtakanna í 70 ár. íslenskir hjúkrunarfræðingar urðu aðilar að ICN 1933. Á ráðstefnunni, sem haldin var samhliða fulltrúaþingi ICN, kenndi margra grasa og voru fyrirlestrar yfir 1500 talsins. Helstu málefni, sem voru til umræðu, voru heilsufar barna, meðferð krabbameinssjúklinga, geðsjúkdómar, hjúkrun aldraðra, hjúkrun byggð á rannsóknarniðurstöð- um, mannréttindi og ný tækni og áhrif hennar á hjúkrun og heilsugæslu. Meðal ræðumanna voru fulltrúar alþjóðasam- taka svo sem Carol Bellamy, framkvæmdastjóri UNICEF, dr. Gro Harlem Brundtland, framkvæmdastjóri Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar WHO, dr Þierra Perrin frá alþjóðanefnd Rauða krossins og Julia Plotnick, fyrrverandi aðstoðarlandlæknir Bandaríkjanna. Hjúkrunarfræðingar 80 prósent heilbrigðisstarfsfólks um heim allan Gro Harlem Brundtland lagði áherslu á það í ræðu sinni að hjúkrunarfræðingar hefðu verið fjölmennasta heilbrigðis- „Framlag hjúkrunarfræðinga skiptir miklu máli í heil- brigðisþjónustu heimsins, “ sagði Gro Harlem Brundtland. stéttin á þessari öld og yrðu það áfram en hjúkrunarfræð- ingar og Ijósmæður eru um 80 prósent heilbrigðisstarfs- fólks í heilbrigðiskerfum um heim allan. Framlag þeirra og áherslur skiptu því miklu máli í heilbrigðisþjónustu heims- ins. Hún lagði áherslu á að heimurinn stæði frammi fyrir ýmsum vandamálum á sviði heilbrigðismála nú við upphaf 21. aldar. Sem dæmi nefndi hún mismunandi aðgang fólks að heilbrigðiskerfinu og sívaxandi fjölda fátækra eða rúm- lega milljarð manna sem hefði ekki aðgang að lágmarks- heilsugæslu. Þá nefndi hún þær breytingar sem eru að verða í umhverfinu, mengun og fleira þess háttar og áhrif þess á heilsufar í heiminum, samdrátt í efnahagslífinu og 245 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 75. árg. 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.