Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Side 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Side 11
þunglyndis og streitu hefur verið staðfest (Brown og Harris, 1978). Streituvekjandi atburðir geta stuðlað að þró- un þunglyndis hjá þeim sem hafa veikleika fyrir. Við barnsburð og í móðurhlutverki finna sumar konur fyrir aukinni streitu sem getur ýtt undir þróun þunglyndis hjá þeim sem eru viðkvæmar fyrir (Beck, 1996; Watson og fl. 1984). Mæður sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður finna að jafnaði fyrir meiri streitu og hafa meiri tilhneigingu til þunglyndis eftir fæðingu en aðrar (Green, 1998; Wickberg og Hwang, 1997; Hall og fl., 1991). Algengustu streituþættir íslenskra mæðra eftir barnsburð eru að mati þeirra sjálfra sambúðar- og samskiptaerfiðleikar, erfiðleikar tengdir uppeldi ungra barna og/eða eldri barna, félagslegir erfiðleikar, heilsufarsvandamál kvennanna sjálfra og/eða annarra í fjölskyldunni (Thome, 1992). Rannsóknarvandamál Ekki er vitað hvort alvarleg vanlíðan sökum tíðra og lang- varandi þunglyndiseinkenna og/ eða mjög mikillar foreldra- streitu eftir barnsburð sé almennt greind hjá íslenskum konum. Það hefur heldur ekki verið kannað hvaða heil- brigðisþjónustu og aðstoð konur fá, sem finna til mikillar vanlíðanar sökum algengra geðrænna kvilla eftir fæðingu. Viðhorf þessara kvenna til þjónustu heilsugæslustöðva er óþekkt bæði hérlendis og erlendis. Rannsókn á heilbrigðisþjónustu fyrir mæður sem finna til mikillar vanlíðanar eftir barnsburð Rannsóknin, sem hér er lýst, er hluti af stærri rannsókn um líðan mæðra með óvær ungbörn, sem lauk árið 1996 (Thome, 1996). Tilgangur hennar var í fyrsta lagi að athuga hvort greining alvarlegrar vanlíðanar með stöðluðum spurningalistum samræmdist mati kvennanna sjálfra á líðan sinni og í öðru lagi hvaða heilbrigðisþjónustu þær fengu á meðan þeim leið illa. Efniviður og aðferðir: Þýði/ úrtak/ undirúrtök Úrtakið var allar íslenskar konur sem ólu barn, sem var lifandi tveimur mánuðum seinna, á einum ársfjórðungi ársins 1992 skv. þjóðskrá (N=1054). Þýðið voru allar íslenskar konur sem áttu barn sama ár (N=4591). Val undirúrtaka eftir stigi vanlíðanar Þær konur, sem fundu til vanlíðanar voru valdar í undir- úrtak kvenna sem leið illa (N=160). Þær voru valdar eftir því hve vanlíðan var mikil á fyrirfram settum gildum á Edin- borgarþunglyndiskvarðanum og/eða á streituprófi fyrir foreldra. Af 160 konum leið 37 konum mjög illa og mynd- uðu þær annað undirúrtakið sem rannsóknin greinir frá. Undirúrtakið fannst á eftirfarandi hátt: Af 160 konum sem leið illa fundu fjórtán fyrir sjálfsmeiðingarhugmyndum og í þrettán tilvikum var gildið, sem þær fengu á Edinborgar- þunglyndiskvarðanum, 14 eða hærra og hjá einni konu var það 12. Því voru allar konur með gildi >14 endurprófaðar með sama kvarða tveimur vikum eftir að fyrri listinn hafði borist í pósti. Konur, sem fengu aftur hátt gildi (>14), voru aðgreindar sem undirúrtak með alvarlega vanlíðan (N=37). Hringt var í þær konur sem fengu >14 við fyrri mælingu en svöruðu ekki endurprófuninni. Þær gáfu þá skýringu að vanlíðan hefði valdið því að þeir svöruðu ekki seinni spurn- ingalistanum. Að fengnum þessum skýringum og í Ijósi fyrri mælinga var ákveðið að skipa þeim, sem svöruðu ekki, einnig í undirúrtak mæðra með alvarlega vanlíðan. Þeim konum, sem fengu gildi <13 í annað skipti og skýrðu ekki lengur frá sjálfsmeiðingarhugmyndum, var skipað í undirúrtak kvenna með vægari vanlíðan (N=120). Mæliaðferðir Börnin voru tveggja til þriggja mánaða gömul þegar spurn- ingalistinn var póstlagður að fengnu leyfi tölvunefndar. Bréf um upplýst samþykki mæðra fylgdi könnuninni. Spurn- ingalistar könnuðu líðan mæðra með fyrirfram settum við- miðunum fyrir vanlíðan og óværð ungbarns eins og hér segir: 1. Edinborgar-þunglyndiskvarðinn (ERDS) (Cox og Holden, 1994; Thome, 1992; Cox og fl„ 1987). 2. Foreldrastreitukvarðinn / Stytt útgáfa (PSI/SF) (Thome, 1996; Eygló Ingadóttir og fl„ 1992; Abidin, 1990). Spurn- ingalisti til að meta óværð ungbarna var saminn sérstak- lega fyrir rannsóknina (Infant difficulty index) (Thome, 1996). Konum með alvarlega vanlíðan var fylgt eftir með hálfstöðluðum símaviðtölum. Edinborgar-þunglyndiskvarðinn (EPDS) Edinborgar-þunglyndiskvarðinn er tíu atriða spurningalisti sem mælir tíðni þunglyndiseinkenna undanfarnar tvær vikur. íslensk útgáfa hefur reynst áreiðanleg (alfa 0,8, split-half 0,8) og réttmætur til að leita uppi vanlíðan (Thome, 1992). Heildargildi eru á bilinu 0-30. Viðmiðunarmörk sett fyrir mikla vanlíðan eru tólf eða hærra. Greiningargeta Edinborgar- kvarðans fyrir alvarlegt þunglyndi er meiri en fyrir vægt þunglyndi (Murray og Carothers, 1990; Cox og fl„ 1987). Parent Stress Index - Short Form (PSI / SF) Streitupróf fyrir foreldra er settur saman af þremur undir- kvörðum: 1. Skynjuð streita í foreldrahlutverki, 2. streita í samskiptum við barnið, 3. skynjuð streita vegna skapgerðar barns. Hann er 36 atriða kvarði og hver undirkvarði mælir 12 atriði. Spönnun er frá 36-160. Viðmiðunargildi fyrir háa foreldrastreitu eru 75 og hærra (Thome, 1996; Abidin, 1990). íslensk útgáfa er áreiðanleg (alfa 0,88, split-half 0,72) og réttmæt til að mæla streitu í foreldrahlutverki (Thome, 1996). Óværðarkvarðinn (Infant Difficulty Index) Óværð ungbarna var metin samkvæmt níu atriða nafnkvarða fyrir hegðunarvandkvæði ungbarna að mati foreldra. Flokkarnir lýsa gróflega þremur þáttum: svefnvandamálum, 227 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 75. árg. 1999

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.