Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 42
önnum kafnir við að gera það sem mest er aðkallandi, svo
minni tími gefst til að taka eftir „smáatriðum" sem þessum.
Hjúkrunarfræðingar verða að nota ICNP-kerfið og reyna
með því að auka gæði hjúkrunar og skrá þau einkenni
sem þeir taka eftir. Það er eina leiðin til að skrá það sem
skiptir mestu máli í hjúkrun. Með því móti geta menn skráð
athuganir sínar og eigin viðbrögð við þeim. Þetta er
samspil tilfinninga og þekkingar." Og hún bætir við að hún
skilji ekkert í þeim rannsakendum sem eru að berjast gegn
ICNP. „Þó Florence Nightingale væri mér eflaust ekki alltaf
sammála þá var það með skráningu sem hún bjargaði
hundruðum mannslífa svo við erum ekki að gera neitt nýtt.
En áhersla á skráningu þarf ekki að fela í sér minni samúð
gegn skjólstæðingnum."
„Við þurfum að gera meira en að lifa af erfiðar
aðstæður“
Kirsten bendir á að við séum svo iánsöm að búa í þeim
hluta heimsins þar sem friður ríkir. Hún rifjar upp ferð sína
til Suður-Afríku þar sem hún heimsótti m.a. sjúkraskýli í
Rúanda. Aðbúnaður var allur mjög lélegur. „Þetta var
föstudagskvöld og ég spurði einn hjúkrunarfræðinginn af
þeim sjö starfsmönnum sem þarna voru á vakt hvað þau
byggjust við mörgum sjúklingum. Hún sagði að þau gerðu
ráð fyrir að þurfa að búa um skotsár 15-20 sjúklinga. Ég
man ég horfði á hana og hugsaði með mér að í Danmörku
finnst okkur það hörmulegt að þurfa að sinna sjúklingi
með skotsár einu sinni á ári og ég spurði: „Hvernig getið
þið þetta?" Hún horfði á mig eins og hún skildi ekki
spurninguna og ég man eflaust eftir svip hennar alla ævi er
hún svaraði: „Við lifum þetta af.“ Og það er einmitt það
sem hjúkrunarfræðingar heimsins hafa gert í hundrað ár.
Þeir hafa þyrpst til staða þar sem mest þörf hefur verið
fyrir þá og unnið af sannfæringu um mikilvægi hjúkrunar-
innar, einhverri innri hvöt, og af þessu getum við hjúkrunar-
fræðingar verið stoltir. Þeir vinna við aðstæður sem eru
afar erfiðar, þar sem skortur er á lyfjum, sáraumbúðum,
jafnvel vatni. Stundum eru aðstæður svo erfiðar að hjúkr-
unarfræðingar geta ekki verið við hjúkrunarstörf nema í
örfáa daga til að örmagnast ekki, en það koma nýir og
leysa þá af. Nú er verið að sinna berklaveikum sjúklingum í
fangelsum í Rússlandi og hjúkrunarfræðingar koma
hvaðanæva úr heiminum. í hundrað ár hafa hjúkrunar-
fræðingar heimsins tekist á við þau verkefni sem þeir hafa
staðið frammi fyrir og lagt sitt af mörkum til að lina þján-
ingar. En við sem erum svo lánsöm að búa á þeim stöðum
jarðarinnar þar sem meiri friður ríkir eigum að vera tals-
menn þess að betur sé búið að fólki við hjúkrunarstörf á
þessum slóðum, það fái þau lyf og hjálpargögn sem það
þarf til hjúkrunarstarfa og við eigum almennt að láta í
okkur heyra varðandi aðbúnað fólks í þessum löndum."
Tími okkar er á þrotum og Kirsten er að lokum spurð
hver séu lokaorð hennar til hjúkrunarfræðinga framtíðar-
innar. „Það verður að leggja mesta áherslu á aukin gæði
hjúkrunar. Við verðum að leggja áherslu á hjúkrunarskrán-
ingu því hún er nauðsynleg til að fá fjármagn til verkefna.
Hjúkrunarfræðingar eiga að ganga uppréttir og vera stoltir
af því sem þeir hafa afrekað, vera stoltir af þeirri grund-
vallarþjónustu sem þeir hafa veitt árum og áratugum
sarnan."
'téÍAA '[v’íðAv'^^luliðA á íslandi (FFÍ)
Félag friðargæsluliða var stofnað 22. janúar 1999. í frétta-
tilkynningu frá félaginu segir að allmargir íslendingar hafi á
undanförnum áratugum tengst friðargæslu Sameinuðu
þjóðanna og sambærilegum störfum á vegum NATO og
ÖSE og hafi flestir starfað við heilbrigðisþjónustu eða
löggæslu. Félagið bendir hjúkrunarfræðingum, sem hafa
hug á að fara til friðargæslustarfa, á að hafa samband við
stjórnarmeðlimi Félags friðargæsluliða þar sem þeir geti á
ýmsan hátt liðsinnt þeim og fjölskyldum þeirra áður en
starfið hefst, meðan friðargæsluliðar eru erlendis og eftir
heimkomuna.
Tilgangur Félags friðargæsluliða er að:
* Efla kynni þeirra sem hafa gegnt friðargæslu eða sam-
bærilegum störfum.
* Kynna friðargæslu og friðarstörf og vera til ráðgjafar um
þessi mál.
* Gæta hagsmuna þeirra sem gegna eða hafa gegnt
friðargæslu eða sambærilegum störfum.
* Vinna með sambærilegum erlendum félögum.
Á fyrsta aðalfundi félagsins, sem haldinn var 27. mars
1999, voru kjörnir í stjórn:
Halldór Baldursson, læknir, formaður, netfang
halldorba@isholf.is,
Björn Halldórsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, varafor-
maður, netfang bh@rls.is,
Stefán Alfreðsson, hjúkrunarfræðingur, ritari, netfang
stalf@isholf.is,
Erla K. Sigurgeirsdóttir, hjúkrunarfræðingur, gjaldkeri,
s. 561 1345,
Lars Hólm, meðstjórnandi, s. 557 2710.
254
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 75. árg. 1999