Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Page 7
RITSTJÓRASPJALL
Valgerður Katrín Jónsdóttir
„Viö eigum að skrifa
það öll"
Á þessu ári eru 80 ár frá því fyrsta tölublað tímarit
hjúkrunarfræðinga kom út eins og minnst er annars
staðar í þessu tölublaði, en þá voru hjúkrunarkonur
30 talsins og talsvert dreifðar um landið. Á þeim
80 árum sem liðin eru hefur hjúkrunarfræðingum
fjölgað meira en hundraðfalt og eru þeir nú
fjölmennasta heilbrigðisstéttin Enn eru þeir
dreifðir um landið þótt langflestir starfi á
höfuðborgarsvæðinuogum 1.300ástærstasjúkrahúsi
landsins, Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Á
þessum 80 árum hefur tímaritið verið gefið út
4-5 sinnum á ári. Sérhæfing stéttarinnar hefur
aukist mjög mikið, sömuleiðis menntun, og eru
hjúkrunarfræðingar á Islandi nú með menntuðustu
hjúkrunarfræðingum í heirni og sífellt fleiri ljúka
meistara- og doktorsprófi.
I tilefni þess að 80 ár eru liðin frá því fyrsta
tölublað tímarits hjúkrunarfræðinga kom út verða
hjúkrunarfræðingum gefnar fimm afmælisgjafir.
Fyrsta gjöfin fylgir þessu tölublaði en það er
pappahulstur í gulum lit sem á að geyma einn
árgang tímaritsins. Guli liturinn er talinn merkja
göfgi, innsæi og vitsmuni og hugmyndin að baki
litavalinu er að hvetja og örva stéttina til að koma
þekkingu á framfæri í tímaritinu og vera þar
með í fararbroddi í samfélagslegri umræðu um
heilbrigðismál. I hvert sinn sem þið handfjallið
pappahulstrið, hjúkrunarfræðingar góðir, skuluð þið
velta fyrir ykkur hvernig ykkur hefur tekist að koma
þekkingu ykkar á framfæri í tímaritinu. Með því
er unnt að lyfta grettistaki. Sem dæmi um árangur
skrifa má nefna grein Lovísu Baldursdóttur um
mistök í heilbrigðisþjónustunni sem birtist hér í
tímaritinu f 1. tbl. 2003. í kjölfarið eða í 1. tbl.
2004 voru hringborðsumræður um sama efni. Fyrsta
sameiginlega málþing Læknafélags Islands og Félags
íslenskra hjúkrunarfræðinga var svo haldið um öryggi
sjúklinga og starfsfólks 26. nóvember 2004. Og í
kjölfarið má lesa fréttir um að skráning svokallaðra
næratvika hafi aukist gríðarlega undanfarið en það
skilar sér í öruggari heilbrigðisþjónustu.
Önnur afmælisgjöf verður lesendakönnun þar sem
hjúkrunarfræðingar geta lagt mat á efnisinnihald
tímaritsins. Auðvitað er aldrei unnt að gera svo
öllum líki eins og þeir kannast við sem hafa
lesið dæmisöguna um Nasreddin, son hans og
asnann. Samkvæmt ritstjórnarstefnu á tímaritið að
vera málgagn félagsmanna í Félagi íslenskra
hjúkrunarfræðinga, vettvangur fræðilegrar og
félagslegrar umræðu um hjúkrun og skal reynt
að endurspegla ólíkar skoðanir og viðhorf til
hjúkrunar. Einnig er gert ráð fyrir viðtölum
við fólk um hjúkrun, faglegu efni, fréttum af
kjaramálum o.fl. I stefnu sem þessari er ekki
unnt að tilgreina hvað hver þáttur á að vera efnismikill. Því er
nauðsynlegt að gera könnun á hvernig þið viljið hafa tímaritið.
Valgeröur Katrín
Jónsdóttir
Fjölmörg handrit hafa að undanförnu borist tímaritinu þar sem
óskað hefur verið eftir að þau verði send í ritrýni og hefur því!
verið ákveðið að gefa út sérstakt hefti með ritrýndum greinum í
tilefni 80 ára afmælis og verður það þriðja afmælisgjöfin.
Fjórða afmælisgjöfin eru ýtarlegar leiðbeiningar til höfunda greina
og uppfærð heimasíða tímaritsins.
Fimmta og síðasta afmælisgjöfin er samræðuþing sem haldið
verður á Hótel Nordica 25. nóvember. Þar mun Margrét
Guðmundsdóttir vera með yfirlit um sögu tímaritsins, Kristín
Björnsdóttir fjalla um hvernig hjúkrunarfræðingar koma þekkingu
sinni á framfæri í tímaritinu og horft verður til framtíðar.
Til hamingju með 80 árin!
BEDCO & MÁTHIESEN EHF
Bæjarhraun 10 - Hafnafjörður
Sími 565 1000 - bedco@bedco.is
Tímarit hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 81. árg. 2005 5