Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Qupperneq 10
Brynja Örlygsdóttir lektor hjúkrunarfræöideild Háskóla íslands
Dr. Erla Kolbrún Svavarsdóttir dósent hjúkrunarfræðideild Háskóla Islands
Alþjóölegar og þvermenningarlegar rannsóknir:
Aöferöir viö þýðingu á mælitækjum
Útdráttur
A undanförnum árum hafa alþjóðlegar og þvermenningarlegar
rannsóknir í hjúkrunarfræði aukist. Áreiðanleiki og réttmæti
mælitækjanna sem notuð eru í þessum rannsóknum geta
ráðið því hvort niðurstöður eru rétt til komnar og því þarf að
viðhafa vönduð vinnubrögð við þýðingu þeirra til að tryggja
að svo sé. I þessari grein er kynnt aðlöguð aðferðafræði
MAPI-rannsóknastofnunarinnar (MAPI Research Institute)
sem notuð er við þýðingar mælitækja og er í fjórum skrefum:
frumþýðing; bakþýðing; forprófun; ogprófarkalestur. Hagnýting
þessarar aðferðafræði er kynnt í greininni og dæmi gefin um
þýðingu mælitækjanna: Könnun á lífsgæðum unglinga með
astma og Könnun fyrir foreldra unglinga með astma. Forprófun
mælitækjanna, á sjö íslenskum unglingum með astma og
foreldrum þeirra, er einnig lýst.
Lykilorö: Alþjóðlegarrannsóknir,þvermenningarlegarrannsóknir,
þýðing mælitækja, aðferðafræði, MAPI-rannsóknastofnunin.
af einu tungumáli yfir á annað (Chang, Chau og
Holroyd, 1999). Markmið þýðingarinnar er ávallt
það að þýðingin eigi að vera eins nálægt merkingu
upprunalega mælitækisins og kostur er, auk þess
sem þýðingin þarf að vera á auðskiljanlegu máli.
Með þetta í huga hafa höfundar þessarar greinar
þýtt nokkur mælitæki fyrir alþjóðlega rannsókn
sem fyrirhugað er að framkvæma bæði hér á landi
og í Bandaríkjunum á lífsgæðum unglinga með
astma og fjölskyldum þeirra.
Tilgangur þessarar greinar er að: (a) kynna
viðurkennda alþjóðlega aðferðafræði sem notuð
hefur verið við þýðingu mælitækja og hvernig
hún var aðlöguð við þýðingu mælitækja úr ensku
á íslensku, (b) greina frá hagnýtingu þessarar
aðlöguðu aðferðafræði, (c) kynna niðurstöður
þýðingarferlis á tveimur mælitækjum.
Inngangur
Talsverð aukning hefur orðið hin síðari ár í alþjóðlegum og
þvermenningarlegum rannsóknum í hjúkrunarfræði (Perneger,
Leplége, og Etter, 1999). Með þessari þróun er hjúkrunarfræðin
að feta í fótspor annarra fræðigreina sem eiga sér lengri
hefð í alþjóðlegum rannsóknum. Mikilvægi alþjóðlegra og
þvermenningarlegra rannsókna felst m.a. í því að hægt er að
gera samanburð á milli þjóðlanda og menningarheima, sem
og að þróa meðferðir sem taka mið af menningu einstaklinga.
Alþjóðlegar rannsóknir eru þó einungis áreiðanlegar ef
mælitækin sem notuð eru mæla það sama í öllum löndum og/
eða menningarheimum þar sem fyrirhugað er að framkvæma
rannsóknina (Weidmer, 1994).
Þýöing mælitækja
Það er mikilvægt að viðhafa vönduð vinnubrögð
þegar unnið er að þýðingu mælitækis af einu
tungumáli yfir á annað, þar sem gæði þýðingarinnar,
auk réttmætis og áreiðanleika mælitækjanna, geta
ráðið því hvort niðurstöður rannsókna eru rétt
til komnar (Maneesriwongul og Dixon, 2004;
Munet-Vilaró og Egan, 1990; Weidmer, Brown og
Garcia, 1999). Þýðing mælitækja er mjög huglægt
ferli (MAPI Research Institute, 2004) og verður
vandasamara eftir því sem það tungumál, og sú
menning sem upprunalega mælitækið er hannað
fyrir, er ólíkara því tungumáli og þeirri menningu
sem það er þýtt yfir á (Weidmer, 1994).
Æskilegt er að mælitæki í alþjóðlegum og þvermenningarlegum
rannsóknum séu hönnuð með tilliti til tungumála og
menningarheima allra þeirra þátttakenda sem fyrirhugað er að
taki þátt í rannsókninni. Það er þó sjaldnast gerlegt, þar sem
hönnun á nýjum mælitækjum er mjög tímafrekt ferli sem getur
aukþess verið mjög kostnaðarsamt. Því eru mælitæki oftast þýdd
Nauðsynlegt er að styðjast við viðurkenndar
aðferðir, í stað handahófskenndra, þegar rann-
sakendur eru að vinna að þýðingu mælitækja.
Engin aðferð er þó fullkomin (Maneesriwongul og
Dixon, 2004) og ekki hefur verið sannað að nein
Höfundar og
ábyrgöarmenn:
Brynja Örlygsdóttir lektor hjúkrunarfræöideild Háskóla Islands. Tölvupóstfang: brynjaor@hi.is
Dr. Erla Kolbrún Svavarsdóttir dósent hjúkrunarfræðideild Háskóla islands
Timarit hjjkrunarfræðinga 3. tbl. 81. árg. 2005