Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Page 15
FRÆÐIGREIN
Alþjóðlegar og þvermenningar-
legar rannsóknir
IQiwl Aldur og fjöldi athugasemda þátttakenda í forprófun á mælitækjum um lífsgæði unglinga með astma.
N Meöalaldur ! Athugasemdir v/óskýrleika Misskilningur Spurningar Ábendingar
Unglingar: Stúlkur 5 13,5 3 3 1
Drengir 2 15,5 2 1
Foreldrar: Maeöur 6 2 1 j 2
Feöur 1 — 1 1
mælitækjanna, þar sem höfundur mælitækjanna,
J.W. Varni, hefur ekki gefið leyfi til breytinga á
innihaldi spurninga og svarmöguleika. Eftir að
forprófun (4a) var lokið fóru frumþýðendur yfir
spurningar og athugasemdir (4b) og löguðu það
sem þeir töldu rétt fyrir þriðju drög mælitækjanna
(4c).
Prófarkalestur
I prófarkalestri var stuðst við sömu aðferðafræði
og lýst er á bls. 8 hér að framan áður en gengið
var frá lokaeintaki mælitækisins (5b).
Umræður
Það vinnulag 'sem liggur að baki vel þýddum
mælitækjum má ekki vanmeta (Weidmer, 1994).
Stuðst hefur verið við aðlagaðra aðferðafræði
MAPI-rannsóknastofnunarinnar, við íslenska
þýðingu þeirra mælitækja sem lýst hefur verið hér
að ofan. Til þýðingar á mælitækjunum voru valdir
fræðimenn sem hafa reynslu af þýðingum og
var ráðgjöf sótt til sérfræðinga á viðeigandi sviði
þegar þurfa þótti. Þýðingarferlið var tímafrekt, en
tíminn sem fór í þýðinguna á mælitækjunum var í
samræmi við það sem MAPI-rannsóknarstofnunin
ráðleggur þýðendum, sem sé að reikna með
átta vikum í þýðingarferlið. Þýðendur telja að
markmiðinu með þýðingunni hafi verið náð,
þ.e.a.s. að íslensk útgáfa mælitækjanna hafi
náð merkingu upprunalegra mælitækja og sé á
auðskiljanlegu máli. Vinnunni er þó ekki lokið,
þar sem eftir er að prófa réttmæti og áreiðanleika
mælitækjanna, og bera saman við upprunalegu
bandarísku útgáfurnar.
Þýðingu mælitækja hefur ekki alltaf verið
gefinn nægilega mikill gaumur. Oft hefur
handahófskenndum aðferðum verið beitt með
hjálp vina og ættingja, án þess að haft sé í
huga að þýðing mælitækja yfir á annað tungumál krefst ekkij
einungis góðrar tungumálakunnáttu, heldur einnig klínískrar
reynslu (Hyrkas, Appelqvist-Schmidlechner og Paunonen-
Ilmonen, 2003; Weidmer, 1994). Maneesriwongul og Dixon
(2004) leggja áherslu á það að alltaf skuli vera gefin nákvæm
Iýsing á þýðingarferlinu í greinaskrifum til þess að lesandinn
geti dæmt um gæði þýðingarvinnunnar, en þessu er oft
ábótavant í fræðigreinum. Maneesriwongul og Dixon hafa
flokkað rannsóknir sem fjalla um þýðingar á mælitækjum frá
aðferðalegu sjónarhorni, og komast að þeirri niðurstöðu að
aðferðafræði þýðinga mælitækja sé mjög oft ábótavant, og
einnig skorti víða lýsingar á aðferðafræðinni og þeim aðilum
sem framkvæma þýðinguna.
Margar aðferðir má nota við þýðingu mælitækja eins og
rakið hefur verið hér að framan, en engin þeirra er fullkomin
(Maneesriwongul og Dixon, 2004). Aðlöguð aðferðafræði
MAPTrannsóknastofnunarinnar, sem notuð var hér að ofan
(sjá mynd 1), er kynnt í nokkrum skrefum til að tryggja að
sem best samræmi sé milli þýddu mælitækjanna og þeirra
upprunalegu. Eitt af þessum skrefum er bakþýðing. Þótt
bakþýðing sé ekki talin fullkomna aðferðafræðina sem beitt
er við þýðingar, þá er sú aðferð mikið notuð í dag og álitin
hluti af hefðbundnu ferli þegar rannsóknarmælitæki eru þýdd
af einu tungumáli yfir á annað (Hyrkas o.fl. 2003). Aðlöguð
aðferðafræði MAPI-rannsóknastofnunarinnar er kynnt í
mörgum skrefum og innifelur helstu aðferðir við þýðingar
sem notaðar eru í dag, en notkun rýnihópa og flokkun/
einkunnagjöf þýðenda á spurningum (eftir hversu erfitt er að
þýða spurningarnar og hversu vel tekst til með þýðinguna) er
ekki hluti af aðferðafræði MAPI-rannsóknastofnunarinnar.
Ekki hefur verið sýnt fram á að gæði þýðinga verði endilega
meiri með þessum viðbótum, auk þess sem þær krefjast mikils
mannauðs og eru því kostnaðarsamar (Perneger o.fl. 1999).
Á heimasíðu Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði við Háskóla
íslands er mælitækjabanki, þar sem upplýsingar er að finna um
erlend mælitæki sem þýdd hafa verið á íslensku (http://www.
hjukrun.hi.is/id/1009270). Stofnun mælitækjabankans er;
verðugt framtak, þar sem nemendur og hjúkrunarfræðingar sem
Tímarit hjúkrjnarfræöinga 3. tbl. 81. árg. 2005