Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Page 23
GREIN
Geta þeir meötekiö fræðslu?
upplýsingar en þeir þurfa nauðsynlega á að halda.
Mikilvægt er því að hjúkrunarfræðingur veiti sem
nákvæmastar upplýsingar um það sem þeir telja
að sjúklingurinn þurfi að vita.
3. Fannst sjúklingum fræðslan skiljanleg?
4. Nýttist fræðslan sjúklingum?
5. A hvaða formi hefðu sjúklingar viljað hafa fræðsluna?
Framkvæmd rannsóknarinnar
Árið 2002, þegar rannsóknin var gerð, leituðu
17.559 einstaklingar sér aðstoðar á bráðamóttöku
Landspítala -háskólasjúkrahúss við Hringbraut,
þar af lögðust 1.458 einstaklingar inn á
skurðdeildir á Hringbraut frá bráðamóttökunni.
Ekki er vitað hve margir þessara sjúklinga fóru
fyrst í skurðaðgerð áður en þeir lögðust inn á
legudeild. Viðmið úrtaksins voru einstaklingar
18 ára og eldri sem fóru í skurðaðgerð frá
bráðamóttöku Landspítala - háskólasjúkrahúss
við Hringbraut á tímabilinu febrúar til apríl
2002 og gátu lesið, talað og skrifað íslensku.
I úrtakinu voru 37 einstaklingar á aldrinum
20-89 ára og samþykktu 35 þeirra þátttöku í
rannsókninni, en ekki náðist í tvo. Skipting
var jöfn milli kynja, 16 konur og 15 karlar. Við
framkvæmd rannsóknarinnar voru notaðar fimm
rannsóknarspurningar.
1. Fengu sjúklingar fræðslu fyrir skurðaðgerð á
bráðamóttökunni?
2. Fræddueingöngu hjúkrunarfræðingarsjúklinga
fyrir skurðaðgerð?
Mælitækið sem notast var við í rannsókninni var spurningalisti
með 31 spurningu sem ýmist voru opnar eða Iokaðar. Hluti
þeirra var fenginn frá Gyðu Baldursdóttur sem hún þýddi
og staðfærði en mælitækið var byggt á mælitæki Cronin
og Harrison (1988), aðrir hlutar þess voru settir saman af
rannsakendum í samræmi við ríkjandi hugmyndir og kenningar
á þessu sviði að loknum lestri fræðilegs efnis.
Margir sérfræðingar lásu mælitækið yfir svo sem Laura Sch.
Thorsteinsson, þróunarráðgjafi hjúkrunar á Landspítala -
háskólasjúkrahúsi, Gyða Baldursdóttir, formaður hjúkrunarráðs
LSH, ogjónína Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur á fræðasviði
hjúkrunar á LSH sem sæti átti í siðanefnd LSH, og voru fáar
athugasemdir gerðar við það.
Mælitækið var forprófað á fjórum einstaklingum sem féllu að
skilyrðum úrtaksins. Þeir höfðu ekkert út á það að setja og virtist
það gefa til kynna að það væri skiljanlegt og einfalt. Einn þessara
fjögurra tók sérstaklega fram að mælitækið væri skiljanlegt,
jákvætt og greinilegt væri að einstaklingarnir sem hefðu samið
það hefðu mikinn áhuga á sjúklingafræðslu og hefðu „pælt vel í
sjúklingafræðslunni" eins og hann orðaði það.
Gagnasöfnun fór fram á tímabilinu febrúar til apríl 2002. Hún
fór þannig fram að hjúkrunarfræðingar á bráðamóttökunni á
Tímarit hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 81. árg. 2005
21