Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Side 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Side 27
BOKAKYNNING Líkami og sál: Hugmyndir, þekking og aöferöir í hjúkrun Í LíkanflPog Bókin fjallar um tilurð og mótun hjúkrunarstarfsins á Vesturlöndum frá miðri nítjándu öld. Rætt er um starfið með hliðsjón af uppgangi nútíma heilbrigðisþjónustu og í Ijósi breytinga sem orðið hafa á stöðu kvenna I samfélaginu. Gerð er grein fyrir hugmyndum og aðferðum sem notaðar voru á ólíkum tímum og leitast er við að lýsa þeirri þekkingu sem starfið byggist á. Hugmyndafræðilegar stefnur innan heilbrigðisþjónustunnar eru greindar, svo sem hugmyndir um samspil líkama og sálar, holdgervingu, heilbrigði og áhrif umhverfis á heilsufar. Samskiptum starfsmanna og sjúklinga eru gerð ýtarleg skil. í inngangi bókarinnar segir að i fyrri hluta hennar sé saga hjúkrunar á islandi m.a. rakin og skoðuö tengsl hennar við hjúkrun á Norðurlöndum, sérstaklega í Danmörku og Noregi. „Hér er stuðst viö rannsóknir fræðimanna á sögu hjúkrunarstarfsins og rannsóknir sem geröar hafa verið á sviði heilbrigöismála á Islandi. Frumgögnin, sem þessi rannsókn byggist á, eru tímaritsgreinar í fagblöðum, útgefnar bækur, greinar I dagblöðum, sendibréf, fundargerðir ýmissa félaga og viðtöl við tíu hjúkrunarkonur sem störfuðu við hjúkrun á fyrri hluta síðustu aldar. Tekið skal fram að þessum kafla er ekki ætlaö að vera tæmandi umfjöllun um sögu hjúkrunar á Islandi. Unnið er að ritun islenskrar hjúkrunarsögu á vegum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hins vegar er í þessari bók reynt að varpa Ijósi á þær hugmyndir, gildi og hefðir, sem mótuðu hjúkrunarstarfið og aöferðir, þekkingu og venjur hjúkrunarkvenna og síðar hjúkrunarfræðinga I gegnum tíðina." Seinni hluti bókarinnar byggist á greiningu á þeim hugmyndum og stefnum sem verið hafa ríkjandi innan hjúkrunarfræðinnar síðustu áratugina. Hann hefst á umræðu um þaö hvernig heilbrigðisþjónustan hefur mótast af hugmyndum skynsemishyggjunnar og áherslunni á tæknilegan árangur og hagkvæmni. Fjallað er um þær takmarkanir sem fýlgt hafa tilraunum hjúkrunarfræðinnar til að laga sig að hefðbundnum hugmyndum um fagstéttirog þróa þekkingu í anda náttúruvísindanna. Að lokum erfjallað um stefnumörkun sem tengist heilbrigðisþjónustunni, framtíð velferðarþjónustu og hlut hjúkrunar innan hennar. Rannsóknir sem bókin er byggð á voru styrktar af Rannsóknasjóði Háskóla íslands og Visindasjóði og útgáfan var styrkt af Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræöi og Menningarsjóði. Höfundur bókarinnar er Kristín Björnsdóttir, en hún lauk BS-prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla íslands árið 1981, meistaraprófi frá Columbia-háskóla í New York áriö 1986 og doktorsprófi frá sama skóla árið 1992. Kristín er dósent við hjúkrunarfræðideild Háskóla íslands og hefur starfað þar frá árinu 1988. Bókin er 303 blaösíöur. Hún er gefin út af Hinu íslenska bókmenntafélagi og fæst I bókabúðum. Glefsur úr gömlum blööum „Nokkur þekking á því, sem ritað hefur veriö um hjúkrun, leiöir í Ijós, að skilgreining á starfinu er óskýr og of yfirgripsmikil og venjulega fylgir sú athugasemd, að starfssvið hjúkrunarkonunnar sé afar margþætt og breytilegt. Starfið sé ekki eingöngu breytilegt frá einu tímabili til annars, heldur og eftir aðstæðum hverju sinni - A öllum tímum hefur hjúkrunarkonan, þegar hún hefur verið ein með sjúklingi, orðið að koma í stað læknis, félagsráðgjafa og sjúkraþjálfara, - stundum jafnvel orðið að vera eldabuska eða járnsmiður til að ráða fram úr brýnustu þörfum hans. Á ensku hefur hjúkrunarkonan oft veriö kölluð „the professional mother" eða móðir að ævistarfi. (Timarit hjúkrunarfélags íslands, 2-3 tölublað 1970, Ingibjörg Magnusdóttir, kafli úr grundvallarþáttum almennrar hjúkrunar, Hlutverk hjúkrunarkonunnar - almenn hjúkrun, bls. 64) I svefnvagninum Kona, sem lá í neðri „koju" í svefnvagni, gat ekki sofið fyrir hrotum í manninum sem lá í „kojunni" yfir henni. Loks missti hún þolinmæðina, reis upp og baröi I „kojubotninn" fýrir ofan sig. Maðurinn hætti að hrjóta og kallaði: „Ég sá yöur, þegar þér komuð inn, og ég kem ekki niður." (Timarit hjúkrurarfélags islands, 1. tbl. 1969, bls. 12) Tímarit hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 81. árg. 2005 25

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.