Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Qupperneq 31
FRÁ FÉLAGINU
Heildræn nálgun umönnunar
innan heilbrigöisþjónustunnar
sem farið var yfir hugtakið og notkun á ígrundun í starfi.
Christopher Johns, Desmond Ryan, Erna Haraldsdóttir, Jo
Hockley og undirrituð unnu í rúm tvö ár að undirbúningi
þessarar námstefnu. Allur undirbúningur og þátttaka þeirra
í námstefnunni voru unnin í sjálfboðavinnu. Einu væntingar
okkar og einlæg von með þessu vinnuframlagi voru að
námstefnan myndi leiða til áhugaverðrar alþjóðlegrar umræðu
um heildræna nálgun umönnunar innan heilbrigðiskerfisins.
Elsa Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunar-
fræðinga, og Guðrún Agnarsdóttir, framkvæmdastjóri Krabba-
meinsfélags Islands, sýndu þessari viðleitni strax mikinn
stuðning með ómetanlegu vinnuframlagi til skipulags og
undirbúnings. Aðalbjörg Finnbogadóttir hjúkrunarfræðingur
bættist í hóp undirbúningsnefndar frá Fíh og Þorgils Völundar-
son, tölvufræðingur Krabbameinsfélags Islands, aðstoðaði
okkur við uppsetningu á heimasíðu námstefnunnar.
Fjölmargir sýndu viðleitni okkar mikinn stuðning og fjárhags-
legan styrk og vil ég í lokin fá að nefna:
Segja má að ígrundun sé ákveðin leið sérhvers
einstaklings til að tengja faglega þekkingu við
daglega reynslu í leik og starfi og öðlast nýjan
skilning í gegnum þá reynslu. Með þjálfun verður
virk ígrundun ekkert annað en lífsmáti. Virk
ígrundun stuðlar að heildrænni hugsun. En hvað
er heildræn hugsun?
Heildræn hugsun skapast þegar einstaldingur
tengir andlegar, líkamlegar, félagslegar og trúar-
legar hugsanir saman við athafnir sínar. En hvernig
tengist það heildrænni heilbrigðisþjónustu?
Með heildrænni heilbrigðisþjónustu er átt við að
horft er á einstaklinginn sem þarf á þjónustunni
að halda á heildrænan hátt, þ.e. andlegum,
Iíkamlegum, félagslegum og trúarlegum þörfum
hans eru gerð jafn góð skil innan þeirrar þjónustu
sem veitt er. Desmond Ryan varpaði fram á
námstefnunni að einstaklingur er veitir heildræna
þjónustu þyrfti að tileinka sér heildræna hugsun.
Heildræn hugsun innan heilbrigðisþjónustunnar
stuðlar að virku samvinnuumhverfi allra þeirra sem
koma að heilbrigðisþjónustunni, bæði þeirra sem
veita þjónustuna og þeirra sem hennar njóta.
Með þetta að leiðarljósi gerði undirbúnings-
nefndin sér fljótlega Ijóst að til að ráðstefnan
endurspeglaði heildræna hugsun þyrfti hún að
vera þverfagleg og opin öllum þeim sem hefðu
áhuga á að hlúa að þessari nálgun.
Ráðstefnan var sett upp sem námstefna og
Christopher Johns bauð upp á heilan dag þar
Biskupsstofa - Þorvaldur Karl Helgason biskupsritari
Blackwell publising Ltd
Bláa lóniö - Ragnheiður Alfreösdóttir hjúkrunarforstjóri
Congress Reykjavík, ráðstefnuþjónusta - Bryndís og Lára
Danól ehf. - Build Up-næringardrykkir
Félag íslenskra öldrunarlækna - Jón Eyjólfur Jónsson læknir
Grand hótel Reykjavík
Hjúkrunardeild Háskóla íslands - Herdís Sveinsdóttir
Janssen - Cilag - Þyri Emma Þorsteinsdóttir
Landlæknisembættið - Siguröur Guðmundsson landlæknir
LSH - Anna Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar
Maður lifandi ehf.
Sage Publishing
Samtök um líknandi meðferð á íslandi - Dóra Halldórsdóttir
hjúkrunarfræðingur
Reykjavík, september 2005
Herdís Jónasdóttir hjúkrunarfræðingur,
formaður undirbúningsnefndar
Tímarit hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 81. árg. 2005;