Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Side 33
Jean Watson bendir á að þar sem við búum í
flóknu samfélagi þar sem áreiti sé úr öllum áttum
sé mikilvægt að „hreinsa“ hugann af alls kyns
öðrum hugsunum áður en hjúkrunarfræðingarnir
geta beint athyglinni að þeirri manneskju sem
þeir eru að hjúkra. Jean Watson segir frá nýjum
aðferðum sem hún innleiddi í hjúkrunarmeðferð en
undirstöður hennar byggjast á þeirri staðreynd að
samband sé á milli alls í heiminum, einstaklinga og
umhverfis, og allir tilheyra óendanleikanum hvaðj
varðar náttúru, orku, meðvitund og andlegt atgervi.
Kenningin byggist einnig á því að sameina það
besta úr austrinu og vestrinu eða visku austursins
og vísindaþekkingu vestursins. Og ástin, sem er
sterkasta aflið sem sameinar fólk, er einnig einn af
undirstöðuþáttum þessarar heilunarkenningar.
Hún hefur verið að gera tilraun til að koma á
breytingum á stóru sjúkrahúsi í Virginíu og
sjúlu'ahúsi í Miami í Flórída. „Við þurfum breytingar
í heilbrigðiskerfinu, ég byrja með því að vinna
með yfirstjórnendum, svo hjúkrunarstjórnendum,
starfsmannastjóra hjúkrunarfræðinganna og svo vinn
ég með hjúkrunarfræðingunum sjálfum. Sjúkrahúsin
okkar eru orðin mjög tæknivædd en ekki endilega
að sama skapi heilbrigðir vinnustaðir eða staðir þar
sem sjúklingum líður vel. En breytingarnar sem
þurfa að verða koma þó ekki frá yfirboðurum, þær
verða að koma frá okkur sjálfum. Það eru hjúkrunar-
fræðingarnir sem breyta í grundvallaratriðum frá
hjarta sínu og í því felst meðvitund um hvað það er
sem þeir eru að gera. Meta hlutina upp á nýtt og gefa
þeim nýja rödd og tungumál."
Hún segir nánar frá tilrauninni sem gerð er á
þessum sjúkrahúsum. Hún segir t.d. að einn
daginn hafi einn hjúkrunarfræðingur verið að
nudda axlirnar á öðrum og þeir sem áttu Ieið
hjá hafi staldrað við. „Það þarf oft ekki miklar
breytingar til að af stað fari breytingaferli ef menn
eru með skýra hugmynd um þann grundvöll sem
þær byggjast á,“ segir hún og segir ýmislegt annað
hafa breyst eftir að hjúkrunarfræðingarnir fóru að
nota nudd inni á sjúkrahúsunum. Oft þarf ekki
mikið til að sjúklingum og aðstandendum líði
betur og í sumum tilfellum er nægilegt að nudda
hendur þeirra til aukinnar vellíðunar.
við þær kenningar sem liggja til grundvallar þessum tilraunum
sem fram hafa farið á sjúkrahúsunum tveimur. „Læknarnir
hafa stundum komið, t.d. þegar hjúkrunarfræðingar eru að nota
Iæknandi snertingu, og spurt þá hvað þeir séu að gera. Þeir svara
og upplýsa læknana um hvað sé í gangi. Fyrst trufluðu læknarnir
hjúkrunarfræðingana við þessa hjúkrunarmeðferð, ég man t.d.
eftir einu dæmi. A barnadeildinni höfum við komið okkur upp
svona helgum stöðum, barnið er í rúminu sínu eins og heima
hjá sér og þar má engin meðferð fara fram. Búið er til sérstakt
herbergi þar sem barnið á að fá meðferð. Nýlega kom læknir
inn, hann var að flýta sér og ætlaði að hlusta barnið í rúmi þess
en hjúkrunarfræðingurinn benti honum á að það gengi ekki, ný
stefnumörkun í hjúkrun væri í gildi og samkvæmt henni væri
barnið á öruggu svæði þar sem engin meðferð mætti fara fram.
Hann var ekki alveg sáttur við þetta og fór með barnið inn á
meðferðarherbergið með semingi.
Nýja stefnumótunin var útskýrð fyrir honum og að hún væri
gerð til að sjúklingum og aðstandendum liði betur. Daginn
eftir hringdi hann til yfirmanns síns og baðst afsökunar. Og nú
um stundir bera læknarnir fulla virðingu fyrir þessu.
I öðru tilviki kom yfirmaður hjúkrunarfræðinga á skurðstofu
inn á stofuna með svipaða skál og ég notaði til að fanga athygli
ráðstefnugesta. Hún spurði hjúkrunarfræðingana hver ætlaði
að sjá um að slegið væri í hana þessa vikuna. Skurðlæknarnir
brugðust vel við þessu og þetta er nú notað þar á stofunni til að
auka einbeitingu allra sem vinna á skurðstofunni og sameina
hugi þeirra í þeirri aðgerð sem framundan er."
VIÐTAL
Viö þurfum aö meta hlutina
upp á nýtt
Hjúkrunarfræðinga þyrstir í nýjungar
Hún segir einnig frá því þegar hjúkrunarfræðingar Jean Watson segir að byrjað hafi verið á þessu tilraunaverkefni
hafa verið að vinna hjúkrunarmeðferð í samræmi fyrir um það bil þremur árum. „Hjúkrunarfræðingarnir voru
Tímarit hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 81. árg. 2005