Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Page 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Page 40
Valgerður Katrín Jónsdóttir „Margt eldra fólk vill tala um dauðann við lífslok" - segir Jo Hockley sem vinnur aö doktorsritgerö um vinnu á líknarheimilum Jo Hockely er hjúkrunarfræðingur og mestan hluta starfsævi sinnar hefur hún helgað líknarhjúkrun. Hún var frumkvöðull að stofnun líknarráðgjafateymis innan sjukrastofnana i Bretlandi og innblástur að stofnun liknarteymis á Landspitala - háskólasjúkrahúsi. Hún hefur birt fjölmargar greinar og bækur um líknarmeðferð. Sem stendur er hún að Ijúka doktorsnámi sínu sem snýr að þróun líknarmeðferðar inni á öldrunarstofnunum. „Fólk gerði sér í auknum mæli grein fyrir því á Bretlandi á áttunda áratugnum að aldurssamsetning þjóðarinnar var að breytast,“ segir hún. „Stjórnvöld sögðu: Við getum ekki séð um allt þetta gamla fólk, það er allt of kostnaðarsamt fyrir kerfið. Við verðum að láta einkaaðila sjá um það. Við munum greiða þeim 400 pund á viku til að sinna því. A áttunda áratugnum og í lok þess níunda var það alveg þokkaleg upphæð. Kostnaður við heimilin hefur þó aukist á undanförnum árum, en stjórnvöld greiða enn sömu upphæð. Þar sem hjúkrunarheimilin eru einkarekin hafa þau ekki þurft að bjóða upp á líknarmeðferð. Nú er hins vegar farið fram á að sú þjónusta sé í boði, og á hverju ári er farið yfir ýmsa þætti sem lúta að líknarmeðferð. Þar sem fólk er farið að dvelja á hjúkrunarheimilum í auknum mæli deyja fjölmargir þar, í Skotlandi er t.d. talið að að meðaltali 33% íbúanna deyi á hjúkrunarheimilunum á hverju ári, þó er það misjafnt eftir heimilum, á sumum stöðum deyja um 10% íbúanna en á öðrum eru það um 80%.“ Þarf að hvetja starfsfólkið til að vera opið fyrir svörum um dauðann Einn þátttakandi á ráðstefnunni sem hlustaði á erindi Ernu og Jo sagði að Erna benti á vandamál í líknarmeðferðinni og Jo á lausnirnar. „Já, Erna benti á að fólki fyndist erfitt að sitja og vera með deyjandi fólki. Það hafði því rnikil áhrif á mig að vita að margir þeirra sem hugsuðu um gamla fóllcið á hjúkrunarheimilunum vildu sitja hjá þeim sem voru að deyja. Ég var mjög undrandi á því. Eg veit ekki hver ástæðan fyrir því er. Margir sem fara að vinna á hjúkrunarheimilum hafa alls enga menntun. Þeir fara að vinna þar þar sem þeir eru fullir samúðar með eldra fólkinu. Við erum einnig með fólk sem vill læra. Jo Hockley flutti fyrirlestur um hvernig nota megi ígrundun og þekkingu sem byggð er á reynslu til að koma á breytingum varðandi umönnun við lífslok þeirra sem búa á hjúkrunarheimilum. I fyrirlestri sínum sagði hún frá því að sífellt fleiri eldri borgarar dæju á hjúkrunarheimilum. Hún var spurð hver væri ástæðan fyrir þessu. Timarit hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 81. árg. 2005 Við höfum sett á laggirnar samvinnuhópa þar sem starfsfólkið deilir reynslu sinni og þekkingu. Ég held þeir hafi þurft á mér að halda sem hjúkrunarsérfræðingi, ég held þeir hefðu ekki getað gert þetta sjálfir, því þeir höfðu ekki þekkingu um meðferð við lok lífs. Svo ég held það hafi hjálpað að ég hafði þekkingu á

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.