Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Qupperneq 44
tiltekin verk, þurftu að baða sjúklinginn, þvo honum um hárið,
hjálpa honum að klæða sig o.fl. og á meðan fólk er að sinna
verkefnum af þessu tagi getur það ekki einbeitt sér að þessum djúpu
samræðum, þar sem þarf að veita hinum aðilanum fulla athygli,
mynda augnsamband og allt það. Hugsun hjúkrunarfræðinganna
; við þessi störf er bundin verkunum. Mér fannst þær þarna rugla
saman nærveru sem veitt er með hlýju í umönnun og virðingu
fyrir sjúklingum, sem þær svo sannarlega veittu, og nærveru sem
byggist á því „bara að vera“, sem gefur sjuklingnum tækifæri og
stuðning við að skilja eigin líðan.“ Hún segir það hafa komið sér
mjög á óvart þegar hún sá að hjúkrunarfræðingarnir veittu ekki
nærveruna með þeim hætti sem hún bjóst við. „Eg hafði sagt þeim
hvað ég vildi rannsaka og þær vildu endilega að ég kæmi og fylgdist
með störfum þeirra enda voru þetta frábærir hjúkrunarfræðingar
ogsinntu starfi sínu mjögvek Þærveittu nærveru íverkum sínum,
það kom augljóslega fram þegar þær sinntu sjúklingunum sínum,
þær gerðu það með mikilli hlýju, það var mjög fallega gert, þær
viðhéldu virðingu þeirra, spurðu alltaf sjúldinginn: „Viltu að ég
geri þetta núna svona?" og svo framvegis. Eg er með rannsókn
minni alls ekki að gera lítið úr þessu formi nærveru heldur þvert
: á móti gera grein fyrir hversu mikilvæg hún er. En ég geri mér
líka grein fyrir að hjúkrunarfræðingarnir veittu ekki þá nærveru
„að bara að vera“, sem ég var að leita eftir með rannsókn minni,
þar sem rætt var um að viðkomandi sjúklingur væri de)jandi og
hvaða merkingu það hefði fyrir hann/liana. Það kom í ljós að ég
hafði annan skilning á nærverunni en hjúkrunarfræðingarnir á
líknardeildinni. Fyrir þeim var nærveran innbyggð í verk þeirra,
í mínum skilningi felst hún í að aðstoða sjuklinginn við að
horfast í augu við yfirvofandi dauða. Þær veittu nærveru sem
byggðist á hlýju í viðmóti, andrúmslofti og umönnun en ekki
samskiptum þar sem sjúklingurinn fékk tækifæri til að dvelja með
hjúkrunarfræðingnum og kanna eigið tilfinningalíf."
Líkamlegir verkir hafa forgang fram yfir andlega vanlíðan
Hún segir hluta af skýringunni á því hvers vegna þess konar
nærvera er ekki veitt þar sem sjúklingurinn fær tækifæri til að
tjá eigin líðan í tengslum við langvinnan sjúkdóm og yfirvofandi
dauða vera forgangsröðun. „Það er ekki bara tímaleysi, heldur
líka afstaða. Það er lögð mikil áhersla á líkamlega vellíðan og
í rannsókn minni var þetta stundum ofuráhersla. Tii að skýra
það betur get ég gefið dæmi af hjúkrunarfræðingi sem mér
fannst vera mjög nálægt því að veita nærveru með þeim hætti
sem ég bjóst við að sjá. Einu sinni þegar ég var að fylgjast
með henni gengum við að sjúklingi sem fer að gráta um leið
og við komum að henni. Hjúkrunarfræðingurinn gefur sig að
sjúldingnum og ætlar að byrja að tala við hana en þá kemur
: sjúkraliði til okkar og segir að annar sjúklingur sé með verki og
hann þurfi verkjalyf. Samstundis segir hjúkrunarfræðingurinn
við sjúklinginn, sem er greinilega í mikilli andlegri angist: „Ég
þarf að fara, ég kem aftur.“
Það var greinilegt að líkamlegir verkir gengu
fyrir. Það virtist miklu mikilvægara að sinna
samstundis sjúklingi með líkamlegan verk og
taka hann fram yfir sjúkling með sálrænan
verk. Mér fannst það svolítið merkilegt og sýna
forgangsröðun sem var svo sjálfgefin að hún spyr
ekki þennan sjúkraliða sem kom: Eru þetta miklir
Iíkamlegir verkir? Þarf ég að koma strax? Geturðu
fundið einhvern annan? Má þessi sjúklingur
með líkamlegan verk bíða aðeins? Það er bara á
stundinni sem hjúkrunarfræðingurinn hverfur frá
sjúldingi með andlegan verk til að sinna sjúklingi
með líkamlegan verk. Þetta er innprentað í
okkur hjúkrunarfræðinga, það má auðvitað
enginn vera með líkamlegan verk. Þegar ég ögraði
hjúkrunarfræðingunum í rannsókn minni svolítið
vörðu þeir þetta fyrirkomulag og sögðu: Auðvitað
verðum við að forgangsraða, en það er merkilegt
að skoða að líkamleg umönnun lendir fremst í
forgangsröðinni. Kannski eru þetta meðal annars
áhrif þarfakerfis Maslows, en þar eru líkamlegar
þarfir undirstaðan og það þarf fyrst að fullnægja
þeim. Að mörgu leyti er ég sammála þessu
þarfakerfi en það hefur líka verið gagnrýnt."
Þegar Erna ræddi við hjúkrunarfræðingana um
þessa forgangsröðun fékk hún þau svör að þeir
myndu koma aftur til sjúklingsins eftir að hafa
verið kallaðir annað. „En þetta er ekki svo einfalt,
þessi stund þegar sjuklingurinn allt í einu ákveður
að opna fyrir tilfinningar sínar kemur ef til vill
ekki aftur. Það er eitthvert andrúmsloft sem
skapast. Ég er þó ekki að segja að það sé ekkil
hægt að ræða náið saman aftur en þessi stund er
farin, það er eitthvert andrúmsloft sem skapast
og sjúklingurinn er búinn að ákveða: Nú ætla ég
að segja þetta. Ég fylgdist líka áfram með þessum
hjúkrunarfræðingi og næstu klukkutímana fór
hún ekki aftur til sjúklingsins sem hún sagðist
koma aftur til en var upptekin við önnur störf."
Nærveran í þjáningunni hjálpar
Erna bætir við, að þegar sjúklingur horfist í'
augu við dauðann finni hann mjög mikinn
sársauka. „Við segjum í líknarmeðferðinni að til
að horfast í augu við dauðann þarf sjúklingurinn
að fara í gegnum þennan sársauka fremur en
vera hlíft við honum. Cicely Saunders, sem er
höfundur líknarmeðferðarinnar, lagði áherslu
á að hjúkrunarfræðingur sem sinnir deyjandi
Tímarit hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 81. árg. 2005