Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Page 45

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Page 45
VIÐTAL Dauöinn er ekki vandamál aö leysa sjúklingi yrði að geta þolað það að dvelja með sjúklingnum í þessum sársauka og hjálpa honum þannig í gegnum hann. Þjáningin hefur tilgang. Eg tók eftir í rannsókn minni að þetta fannst hjúkrunarfræðingum erfitt að gera. Þeir voru uppteknir við að gera betur, laga aðstæðurnar fyrir sjúklinginn, leysa úr vandamálinu, segja eða gera eitthvað sem samstundis mundi bæta líðan. Þetta er í raun og veru grunnsiðfræði hjúkrunarfræðinga; að hjálpa, hlúa að og auka vellíðan. Hjúkrunarfræðingunum í rannsókn minni reyndist erfitt „bara að vera“ án þess að reyna að leysa úr vandamálinu, en dauðinn er ekki vandamál sem hægt er að leysa. Þess vegna upplifa margir hjúkrunarfræðingar hjálparleysi og óöryggi þegar þeir veita sjúklingum sínum nærveru af því tagi að „bara að vera". Það er líka ein af niðurstöðum rannsóknar minnar að hjúkrunarfræðingarnir í rannsókninni brugðust við spurningum um dauðann á svipaðan hátt og almenningur þar sem þeir hafa ekki verið þjálfaðir í að tala um dauðann við sjúklinga s sína og dvelja með þeim í sálrænni tjáningu, sem óhjákvæmilega er oft fylgifiskur þess að horfast í augu við dauðann. Það var heldur ekkert stuðningskerfi innan þjónustunnar sem hjálpaði þeim að takast á við þetta erfiða verkefni. Þetta veltir upp spurningunni hvernig hjúkrunarfræðingar sem annast deyjandi fólk eru búnir undir þetta verkefni. Menntun í líknarhjúkrunarfræði verður að byggjast á því að hjálpa hjúkrunarfræðingum að skilja þetta, að nærveran í þessari þjáningu, hún hjálpar. Það er svo erfitt að sjá það í tæknivæddu samfélagi og heilbrigðiskerfi þar sem við erum alltaf að bjarga og redda og allt er fullt af hraðvirkum lausnum að það að „bara vera“ er eitt það mikilvægasta sem við getum gefið sjúklingum okkar. Og stundum er enn erfiðara að sjá hvernig það hjálpar. Er nærvera veitt í almennri hjúkrun? Erna bendir á að ekki sé unnt að alhæfa út frá rannsókn hennar, en hins vegar sé áhyggjuefni að nærvera á forminu „bara að vera" hafi ekki verið veitt á líknarheimilinu í Skotlandi. Líkur séu á að ef hún er ekki veitt á líknarheimili sé hún heldur ekki veitt í almennri hjúkrun. Erna bætir við að enn sé mikil áhersla lögð á verkhæfða hjúkrun og það viðhorf að hjúkrunarfræðingar verði alltaf að vera að gera eitthvað. Hún rifjar upp þann tíma er hún var nemi á Borgarspítalanum, en þar var hjúkrunarfræðingur sem var litinn hornauga þegar hann komst ekki yfir öll verkin á næturvaktinni. „Ég hafði hins vegar dáðst að honum á þessari vakt sem við unnum saman á fyrir það hvernig hann gaf sig að sjúklingum og talaði við þá sem þurftu á að halda.“ En hver skyldi vera ástæðan fyrir þessu? „Milcil áhersla er lögð á verkhæfða hjúkrun í bresku hjúkrunarstéttinni, þekktur breskur hjúkrunarfræðingur gerði rannsókn í kringum 1980 þar sem sýnt var hvernig nemendur í hjúkrun voru þjálfaðir til að vinna tiltekin verk inni á sjúkradeildum. Deildarstjórarnir gáfu þeim hornauga ef þeir sátu hjá sjúklingunum. Bretar eru ef til vill svolítið hefðbundnari en við en ég hekl þó að mikil áhersla sé enn á verkhæfða hjúkrun hjá okkur.“ Erna bendir á að mjög margt hafi breyst á ýmsum sviðum, svo sem í líknarmeðferð, hjúkrun og læknismeðferð. „Ef til vill þykir það ekki nægilega virðingarvert að veita nærveru á forminu „bara að vera“ í okkar tæknivædda umhverfi í heilbrigðisþjónustunni. Hér áður fyrr veittu ófaglærðir og hjúkrunarfræðingar þessa nærveru án mikils tilkostnaðar eða eftirtektar. Líknarmeðferð hefur þróast innan tæknivædds heilbrigðiskerfis og kannski erum við með því að tapa þessum þætti. Ein tilraun til að ná þessu aftur inn i hjúkrun er að gefa þessum þætti gaum með vísindalegum hætti, setja nærveruna í glæsilegar vísindalegar umbúðir til að vekja athygli á mikilvæginu og koma í veg fyrir að þessi mannlegi þáttur fari út úr heilbrigðiskerfinu. Ég held það sé misskilningur að hjúkrunarfræðingar gefi svo mikið af sér í starfi og megi ekki gefa meira. Það tapar enginn á samskiptum, þetta er gagnkvæmt flæði sem gagnast öllum. I þessari djúpu nærveru er gagnkvæm virðing, hjúkrunarfræðingurinn kemur að sjúklingnum án þess að vita meira en hann og sendir skilaboð sem segja: „Ég veit ekki meira en þú sem ert deyjandi, en ég er til í að hlusta á þig og við reynum að finna út úr þessu saman." Erna segir að lokum að hjúkrunarfræðideildin sé innan félagsvísindadeildar í Edinborg og leiðbeinendur hennar þar séu tveir, annar er geðhjúkrunarfræðingur og hinn kemur úr félagsvísindadeild. „Það er ekki hægt að alhæfa út frá þessari rannsókn en það var okkur áfall að sjá að hjúkrunarfræðingarnir höfðu ekki meiri sérþekkingu en almenningur hvað varðar samræður um líf og dauða og földu sig að mörgu leyti á bak við verkin og vinsamlegt viðmót. Það gæti stafað af því að menntun þeirra og stuðningskerfi innan líknardeildarinnar hefur ekki gefið þeim tækifæri til að mæta þessum krefjandi þætti líknarmeðferðar." 43

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.