Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Síða 56
Helga Birna Ingimundardóttir
54
Samningar 2005
Samningur við ríkið
Skrifað var undir kjarasamning Félags íslenskra hjúkrunar-
fræðinga ogfjármálaráðherra 28. febrúar 2005. Samningstíminn
er frá 1. febrúar 2005 til 30. apríl 2008. Hann var samþykktur
í atkvæðagreiðslu 29. mars 2005. Alls greiddu 993 atkvæði
eða 48,5%. Já sögðu 82%, nei sögðu 17% og 1% skilaði auðu.
Samningurinn nær til um 2/3 hluta félagsmanna.
Kjarasamningurinn var samkomulag 23 félaga innan BHM.
Tvö stéttarfélög innan BHM, Félag íslenskra náttúrufræðinga
og Stéttarfélag sálfræðinga, kusu að vera ekki með í samfloti
BHM-félaga. Helstu markmið kjarasamningsins eru að
hækka byrjunarlaun BHM-félaga verulega, hækka þau félög
sérstaldega sem voru með lægstu launatöflunar og auka
gegnsæi launakerfisins. Það auðveldar allan samanburð milli
stétta og milli kynja. Ekkert félag innan BHM hækkar minna
en um 19% á samningstímanum en það stéttarfélag sem
hækkar mest hækkar um 27%.
um þrjá talsmenn. Hlutverk samstarfsnefnda
er að annast gerð, endurskoðun og breytingar á
stofnanasamningi. Samkvæmt þessu verður því
gerður sameiginlegur stofnanasamningur allra
BHM-félaga á stofnun en ekki einn fyrir hvert
félag eins og verið hefur. Undirbúningur að skipan
í samstarfsnefndir er kominn vel af stað og Félag
íslenskra hjúkrunarfræðinga komið með fulltrúa
í nær öllum stofnunum ríkisins. Sameiginleg
fræðsla fyrir fulltrúa í samstarfsnefndum beggja
vegna borðsins mun fara fram á haustmánuðum.
Undirbúningur að fræðslunni er í höndum
sáttanefndar. Sáttanefnd er skipuð sex fulltrúum,
þremur frá fjármálaráðuneytinu og þremur frá
aðildarfélögum BHM. Elsa B. Friðfinnsdóttir,
formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga,
er einn af þremur fulltrúum BHM í sáttanefnd.
Helsta hlutverk sáttanefndar er að taka þau
ágreiningsmál fyrir sem til hennar er vísað.
Samkomulag um réttindi
Fyrir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga þýðir þetta að launataflan
hækkaði urn 5,41% frá 1. febrúar 2005. Áramótahækkanir eru
2,5% 1. janúar 2006, 2,25 1. janúar 2007 og 2,00% 1. janúar
2008. Ný sameiginleg launatafla tekur gildi 1. maí 2006 og skv.
henni verða byrjunarlaun hjúkrunarfræðinga ekki lægri en kr.
200.000. Uppbygging launatöflunnar breytist líka að því leyti
að í stað sjálfkrafa aldurshækkana eru teknir upp svokallaðir
álagsflokkar. Persónu- og tímabundnir þættir eru metnir sem álag
á launaflokka. Meta má vægi álags beggja þátta til hækkunar um
allt að 20% samanlagt af viðkomandi launaflokki, í 2,5% bilum.
Þá gefur nýja launataflan aukið svigrúm til umbunar um allt að
30.000 krónum á mánuði. Til að unnt verði að taka upp nýja
launatöfiu þurfa forsendur röðunar og álags að liggja fy'rir. Um
það verður samið í stofnanasamningum og geta þeir verið misjafnir
milli stofnana. Með kjarasamningum náðist einnig það markmið
að Ijármagn fylgir gerð stofanansamninganna og þurfa stofnanir því
ekki eingöngu að hagræða til að mæta auknum útgjöldum vegna
stofananasamninga, eins og verið hefur. Það verður gert með
tvennum hætti, annars vegar 3,8% framlagi 1. maí 2006 vegna
vörpunarkostnaðar og samræmingar stofnanasamninga, hins vegar
2,6% í maí 2007 til þróunar launakerfisins. Þá var og samið um
eingreiðslu, kr. 20.000, til að bæta þá tvo mánuði (desember og
janúar) sem liðu frá því að samningar runnu út.
Til að ná fram settum markmiðum kjarasamningsins
verða samstarfsnefndir stofnana skipaðar fulltrúum allra
aðildarfélaga BHM á stofnun. Þeir aðilar komi sér svo saman
Hinn 22. desember 2004 var skrifað undir
samkomulag milli fjármálaráðherra, Reykjavíkur-
borgar og launanefndar sveitarfélaga milli BHM,
KI og BSRB, um tiltekin atriði er varða réttindi
starfsmanna sem eru félagsmenn aðildarfélaga
framangreindra samtaka.
Samkomulagið tekur í fyrsta lagi til slysatrygginga,
hækkunar dánarslysabóta og tryggingafjárhæða
vegna varanlegrar örorku. Þá var iðgjald í styrktar-
og fjölskyldusjóð BHM hækkað úr 0,41% í 0,55%
sem atvinnurekandi greiðir af heildarlaunum
starfsmanna. Með samkomulaginu var einnig
gengið frá svohljóðandi bókun:
„Upp hafa komið álitamál um hvert starfsmenn
eigi að beina kröfu sinni vegna tjóns er þeir verða
fyrir við framkvæmd starfs síns. A þetta hefur
einkum reynt þegar í hlut eiga starfsmenn sem
í starfi sínu sinna meðferð einstaklinga sem að
takmörkuðu eða jafnvel engu leyti geta borið
ábyrgð á gerðum sínum.
Til að auðvelda starfsmönnum að koma fram með
kröfur sínar eru aðilar sammála um efirfarandi:
Starfsmaður sem í starfi sínu sinnir einstaklingi
sem að takmörkuðu eða jafnvel engu Ieyti getur
Tímarit hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 81. árg. 2005