Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Page 5

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Page 5
FORMANNSPISTILL NÝJAR ÁHERSLUR í ÖLDRUNARMÁLUM Einn þeirra mælikvarða sem nota má til að meta velferðakerfi þjóða er hvernig búið er að öldruðum í samfélaginu. Aldraðir Islendingar, sem fæddir eru á fyrstu áratugum síðustu aldar, hafa gengið í gegnum gríðarlegar þjóðfélagsbreytingar. Þessi kynslóð hefur með vinnusemi, nægjusemi og elju lagt grunninn að því velferðarsamfélagi sem við búum við í dag. Flestum þykir okkur líklega bæði eðlilegt og sanngjarnt að nú fái þessi kynslóð að reyna það að njóta. Elsa B. Friðfinnsdóttir Athuganir á þjónustu við aidraða hér á landi sýna að þar er víða afar vel gert en einnig víða pottur brotinn. Þrátt fyrir viljayfirlýsingar stjórnvalda og kosningaloforð stjórnmálamanna hefur ekki tekist að anna eftirspurn eftir hjúkrunarrýmum, plássum til dagvistar og hvíldarinnlagna. Rökrætt hefur verið um áherslur, annars vegar á stofnanavistun og hins vegar heimaþjónustu. Deilt er um greiðslugrunna þ.e. hvernig daggjöld eru reiknuð og möguleika stjórnenda öldrunarstofnana til að hafa hlutfall faglærðra starfsmanna nægilega hátt til að tryggja gæði þjónustunnar. Rætt er um ábyrgð landsstjórnarinnar annars vegar og sveitarstjórna hins vegar, og svona mætti áfram telja. Nú hefur heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra tekið af skarið og birt í sérstöku hefti áherslur sínar í öldrunarmálum undir yfirskriftinni „Ný sýn - Nýjar áherslur". Ráðherrann tæpir á hvert hún vill stefna í ofangreindum þáttum og mörgum fleiri. í aðfararorðum segir m.a.: „Uppbygging og skipulag öldrunarþjónustu þarf að miða að því að styðja aldraða til að halda sjálfstæði og virðingu. Til þess er nauðsynlegt að efla þjónustu við aldraða sem gerir þeim kleift að búa sem lengst á eigin heimili. Möguleg úrræði eru margvísleg. í fyrsta lagi legg ég áherslu á að stórefla heimahjúkrun og styðja heilsugæsluna til að sinna öldruðum í auknum mæli. í öðru lagi legg ég áherslu á að fjölga til muna dagvistarrýmum og hvíldarinnlögnum sem er hvoru tveggja mikilvægur stuðningur við hina öldruðu sjálfa og aðstandendur þeirra. í þriðja lagi legg ég áherslu á að byggja upp og efla öldrunarlækningar og sérhæfða sjúkrahúsþjónustu fyrir aldraða um allt land. Góð þekking á þessu sviði inni á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum er mikilvæg viðbót við þjónustu fyrir aldraða í heimahúsum jafnframt því að sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir með þessa þekkingu geta verið öldrunarstofnunum í sfnu umdæmi sterkur bakhjarl og veitt þeim faglegan stuðning". Sérstök ástæða er til að fagna þessum áherslum heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra og óska henni góðs gengis við að ná þeim fram. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er fúst til samstarfs á þessu sviði sem öðrum enda samræmast áherslur ráðherra vel áherslum hjúkrunar- fræðinga í öldrunarmálum. Meðal þess sem skilgreint hefur verið sem megininntakið í hugmyndafræði öldrunar- hjúkrunar er: að styðja aldraða til sjálfs- hjálpar, að virða sjálfsákvörðunarrétt hins aldraða, að tryggja að umönnun, aðstoð og/eða meðferð sé veitt á því þjónustuformi sem best mætir vilja og þörfum hvers einstaklings, og að styðja aðstandendur í því hlutverki að vera umönnunaraðilar. Meðal áherslna heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra er einnig að auka hlut- fall fagmenntaðs starfsfólks á öldrunar- stofnunum. Þessu hyggst ráðherra ná fram með því að auðvelda ófaglærðu starfsfólki að afla sér starfsmenntunar og með því að „leita samstarfs við menntamálaráðherra um að fjölga námsplássum í hjúkrunarfræði“. Nú hyllir því vonandi undir átak stjórnvalda í að fjölga hjúkrunarfræðingum, en árum saman hefur legið fyrir að of fáir hjúkrunarfræðingar brautskrást ár hvert til að hægt sé að halda uppi þeim gæðum heilbrigðisþjónustunnar hér á landi sem vilji er til. Af mannaflaspá Hagstofu íslands má ráða að ærin verkefni eru framundan í uppbyggingu á þjónustu við aldraða. Árið 2005 voru íslendingar 70 ára og eldri 8,6% þjóðarinnar. Árið 2035 er því spáð að þetta hlutfall verði orðið 14,7%. Á sama tíma er spáð að fækki í aldurshópunum 30-59 ára, sem telja má virkasta á vinnumarkaði, úr 40,1% í 36,9%. Samkeppni um vinnuafl og samkeppni um stúdenta til náms mun því aukast á næstu árum og áratugum. Á sama tíma mun öldruðum einstaklingum, sem þurfa á þjónustu hjúkrunarfræðinga að halda, fjölga mjög. Val ungs fólks á lífsstarfi helgast m.a. af virðingu samfélagsins fyrir starfinu sem aftur endurspeglast í launum. Því er ekki aðeins þörf á aðgerðum ráðamanna til að fjölga hjúkrunarfræðingum og bæta þannig meðal annars þjónustu við aldraða, heldur er einnig þörf á breyttu samfélagsmati á umönnunarstörfum. Þegar allt kemur til alls eru það þau störf sem eru grunnur þess samfélags sem við viljum búa í. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 82. árg. 2006 3

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.