Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Blaðsíða 8
Þorgerður Ragnarsdóttir
Sjónarhóll veitir foreldrum bráðaþjónustu
Hjá Sjónarhóli, ráðgjafarmiðstöð fyrir foreidra barna með sérþarfir, er leitast við
að veita ráðgjafarþjónustu sem tekur mið af þörfum hverrar fjölskyldu hverju
sinni. Hugmyndin er að Sjónarhóll verði eins og sími 112 í hugum foreldra barna
með sérþarfir, sá staður sem þeim kemur fyrst í hug þegar þeir þurfa á aðstoð
að halda varðandi börnin sín.
Á forsendum foreldra
Markmiðið með starfi Sjónarhóls er að
fjölskyldur barna með sérþarfir njóti
jafnréttis og sambærilegra lífskjara við aðrar
fjölskyldur í landinu og búí við lífsskilyrði
sem geri þeim kleift að lifa eðlilegu lífi.
Ráðgjöfin hjá Sjónarhóli er aðgengi-
leg, endurgjaldslaus og óháð þjónustu-
stofnunum á vegum ríkis, sveitarfélaga
og félagasamtaka. Til að panta tíma hjá
ráðgjafa þarf hvorki að liggja fyrir greining
né tilvísun frá fagaðilum. Það er nóg
að hringja í síma 5351900 eða senda
tölvupóst. Þjónustan er fyrir allt landið
og ráðgjafarnir hitta fólk í heimabyggð sé
þess óskað.
Ráðgjafar Sjónarhóls hlusta á foreldra,
kynna sér þarfir þeirra og leita lausna í
samvinnu við þá. Stundum nægja nokkur
viðtöl eða símtöl, en stundum er efnt til
stærri funda með öllum sem sinna sama
barni á mismunandi stöðum. Ráðgjafarnir
fylgja foreldrum, sem þess óska, til fundar
við lækna, kennara, félagsráðgjafa eða
aðra sem veita þeim þjónustu því mörgum
finnst betra að hafa einhvern með sér
þegar þannig stendur á. Sumir foreldrar
koma fyrst og fremst til að sækja sér
uppörvun eða hvatningu í daglegu amstri.
Byrjað var að skrá erindi, sem berast
ráðgjafarmiðstöðinni, 1. nóvember 2004.
Reynt er að halda skráningu í lágmarki
en nauðsynlegt er að vita hve margir
leita sér ráðgjafar og hvaða erindi þeir
eiga. í framtíðinni munu upplýsingar frá
Sjónarhóli án efa koma að notum í
6
Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 82. árg. 2006