Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Qupperneq 21
RITRYND GREIN
fram. Van Manen (1990) hefur bent á „að innsýn inn í kjarna
ákveðins fyrirbæris feli í sér ferli þar sem með íhugun er komist
eftir, skýrt og gerð grein fyrir á ótvíræðan hátt hver sé uppistaða
merkingar þeirrar reynslu sem fólk gengur í gegnum ( ...the
structure of meaning of the lived experience)" (bls.77).
Við úrvinnslu gagna í þessari rannsókn var skriflegur texti
unninn orðrétt upp úr viðtölunum sem tekin höfðu verið upp
á segulband. Við greiningu á textanum var unnið samhliða
með tvö viðtöl við ákveðinn aðstandanda og viðtal við hóp af
starfsfólki þannig að þau mynduðu samstæðu þriggja viðtala
sem snerist um afskipti beggja aðila af umönnun viðkomandi
heimilísmanns. í fyrstu var farið yfir samstæður allra viðtalanna
og sfðan unnin nákvæm samantekt upp úr ákveðnum
samstæðum viðtala þar sem leitast var við að greina hver væri
meginþráðurinn í frásögu viðmælenda jafnframt því sem lagt
var út af þemum sem ályktað var um út frá frásögninnni, en
þemun voru síðan studd með beinum tilvitnunum (exemplars)
í orð þátttakenda. Nákvæmar samantektir voru unnar upp úr
8 samstæðum viðtala (24 viðtöl) en þessum samantektum
má líkja við viðmiðunardæmi (paradigm cases). Önnur viðtöl
(22) voru síðan höfð til samanburðar við frekari túlkun gagna
jafnframt því sem vísað var til þeirra. Einnig var stuðst við
texta úr vettvangsathugunum og einstaklingsviðtölum við tvo
deildarstjóra og eínn hjúkrunarfræðing við úrvinnslu gagna.
Við túlkunina var margoft farið í saumana á gögnunum og þeim
ályktunum sem dregnar höfðu verið af þeim þar til talið var að
túlkunín væri orðin það greinargóð að hún gæfi trúverðuga og
sannfærandi mynd af fyrirbærinu. Guignon (1983) hefur bent á
að í allri túlkun á texta megi spyrja hvort rýna megi enn frekar í
hann eftir dýpri merkingu og enn fremur sé spurning um hvaða
viðmið skuli hafa til marks um það hvort túlkunin sé rétt eða
nægjanleg.
Trúverðugleiki rannsóknarinnar
Við túlkunina var leitast við að finna svar við þeim spurningum
sem hrundu rannsóknínni af stað, þ.e. spurningum um þann
hátt sem fjölskyldan og starfsfólk hefur á til þess að stuðla
að velferð hins aldraða á hjúkrunarheimili. Packer og Addison
(1989) benda á
...að sönn túlkun er túlkun sem finnur svar við þeim
hugðarefnum eða spurningum (concerns) sem hrundu
athuguninni af stað. Hafi svar verið fundið í túlkandi
greinargerð þá ætti okkur að finnast það trúverðugt, það
ætti að koma heim og saman við annað efni sem við
þekkjum til, öðru fólki ætti að finnast það sannfærandi og
það ætti að hafa nægjanleg áhrif til að breyta ákveðnum
starfsháttum (power to change practice) (bls. 289).
Snið þessarar rannsóknar og aðferðír við gagnasöfnun ráða
míklu um trúverðugleika hennar. Gagnasöfnun var yfirgripsmikil
og leítast við að gera hana djúptæka með mismunandi nálgun'
að fyrirbærinu, þ.e. eínstaklingsviðtölum, hópviðtölum við
starfsfólk og vettvangsathugunum. Vandað var til gerðar
spurningaviðmiða og þau borin undir sérfræðinga í aðferðafræði
rannsóknarinnar og viðfangsefni hennar. Val þátttakenda tók
mið af því að fá sem mesta breidd í hópinn til þess að þeir
gætu varpað sem bestu Ijósi á viðfangsefnið. Aðstandendur
höfðu a.m.k árs reynslu af reglulegum heimsóknum á
hjúkrunarheimili svo að þeir þekktu þessa reynslu vel og gátu
sagt frá henni frá mörgum hliðum. Viðtölum var fylgt eftir með
vettvangsathugunum þar sem færi gafst á að tala við aðra
heimilismenn, aðstandendur og fleira starfsfólk til þess að átta
sig enn frekar á því sem fram hafði komið í viðtölunum.
Framsetning á túlkuninni og rökstuðningur hennar hefur áhrif á
hve sannfærandi svarið hljómar, en Packer og Addison (1989)
taka fram að markmið túlkandi greinargerðar sé ekki að setja
fram endanlegt, rétt svar heldur að gera sem gleggsta grein
fyrir því sem var okkur að einhverju leyti hulið áður og leitað
var svara við.
Ekki er séð fyrir hvort niðurstöður þessarar rannsóknar munu
breyta starfsháttum í öldrunarhjúkrun en kennsluháttum í
þessu fagi hefur þó verið breytt f Ijósi niðurstaðna hennar. En
allir nemendur við hjúkrunarfræðideild Háskóla íslands hafa á
síðustu árum tekið viðtal á hjúkrunarheimili eða öldrunarstofnun
við aðstandendur aldraðra einstaklinga um reynslu þeirra af
heimsóknum til viðkomandi og stuðst þá við spurningaviðmið
sem unnið var upp úr rannsókninni.
Niðurstöður
Hér á eftir verður fyrst sagt frá reynslu fjölskyldunnar af flutningi
hins aldraða á hjúkrunarheimili og síðan leitast við að gera grein
fyrir því hvernig ættingjar búa heimsóknum sínum ákveðið form
um leið og þeir læra að koma í heimsókn á hjúkrunarheimili.
Formgerð heimsókna endurspeglar merkingu þeirra og í
lok umfjöllunar um niðurstöðurnar er lagt út af því hvað slfk
merking feli í sér og rætt um áhrif fjölskylduheimsókna á velferð
hins aldraða íbúa.
Flutningur á hjúkrunarheimili
Þátttakendum í þessari rannsókn fannst flutningur maka eða
foreldris á hjúkrunarheimili erfið reynsla. Allir þátttakendur
vísuðu til þessarar reynslu og ræddu hana ýtarlega þó liðið
væri a.m.k. ár, og allt að þrem árum síðan þeir höfðu gengið í
gegnum hana. í raun var ekki ætlunin að fara ofan í saumana
á þessari reynslu í viðtölum við fjölskylduna þar sem oft var
langt um liðið frá flutningnum en það kom híns vegar á daginn
að þessi reynsla sat í fólki og var sjálfsagður þáttur í frásögn
þeirra af því að vera aðstandandi á hjúkrunarheimili. Þemun,
sem stóðu upp úr frásögn þátttakenda af flutningnum, voru
þáttaskil, réttlæting og afstaða hins aldraða til flutningsins.
Aðstandendum finnst það mikíl þáttaskil þegar nákominn ættingi
er kominn í „lokabústaðinn á lífsleiðinni" eða síðustu heimkynni
sín og finnst að leiðir þeirra skilji að einhverju leyti þegar hinn
aldraði er farinn að hrærast í framandi heimi stofnunar. Kona
Jóns vísaði til þessarar reynslu þegar hún sagði:
[Þetta er] alltaf mikið meira mál en maður heldur, maður
horfir á þetta hjá öðrum, jú, þessi verður veikur og fer í
Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 82. árg. 2006
19