Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Side 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Side 23
RITRYND GREIN sem þeir gátu haft meira af sínum munum umhverfis sig. Það kom fyrir að fólk vildi enga persónulega muni hafa í kringum sig meðan það deildi herbergi með öðrum en síðan, þegar til kom að viðkomandi flutti á einbýli, þótti honum sjálfsagt að búa um sig með sínum hlutum. Og þá var hann orðinn meira hann sjálfur og gat frekar tekið á móti fólkinu sínu á sinn hátt. Tilhögun heimsókna ræðst einnig af því sem aðstandendur hafa á dagskrá þegar þeir koma í heimsókn en dagskráin var oft í nokkuð föstum skorðum eins og kom fram í orðum konu Óskars: Ég kem um kaffitímann, drekk þá venjulega kaffi með honum, svo förum við inn í herbergí - hann er með sjónvarp þar og horfir nú stundum á það. Ég sit þarna hjá honum bara svona og tala við hann eftir því sem hann getur. Það er svona misjafnt hvað hann getur tjáð sig og svona. Sit þar og prjóna bara, eins og maður gerði hér heima. Eins og fram kemur í þessum orðum getur verið erfitt að halda uppi samræðum þegar fólk kemur í heimsókn á hjúkrunarheimili. Bæði getur verið að getu hins aldraða í þessum efnum hafi hrakað og svo hítt að heimsóknargesti kann að finnast hann hafa ósköp lítið um að ræða frá degi til dags. En í stað þess að tala svo mikið fundu aðstandendurnir sér eítthvað við að vera í heimsóknum. Það var einkar athyglivert að komast að því hvernig þátttakendur vörðu tíma sínum í heimsóknum og hvað þeir höfðu misjafnt á dagskrá. En jafnan reyndi fólk að sníða samveru sína með „sínum“ að einhverju leyti eftir því sem samskipti og samvera þeirra höfðu verið í tímans rás, t.d. fannst sumum gott að sitja saman og drekka kaffi, eða að horfa á sjónvarpið saman, aðrir höfðu oft tekið í spil saman og gerðu það áfram þó spilamennskan værí kannski einfaidari en fyrr hafði verið. Og þá var inni f dæminu að prjóna, fletta blöðum og tímaritum meðan á heimsókninni stóð eða jafnvel taka lagið saman. Einnig tilheyrði það yfirleitt heimsóknunum að grennslast fyrir um líðan hins aldraða og taka upp eitt og annað sem hana snerti ýmíst með honum sjálfum eða starfsfólki. Þeir sem höfðu verið farnir að sinna að einhverju leyti eða alfarið persónulegri hirðingu hins aldraða fyrir vistaskiptin héldu stundum áfram að hafa hönd í bagga með þessari umönnun og svo mætti lengi telja. Sumir fóru gjarnan á ról með fólkið sitt bæði innan dyra og úti við og það kom á daginn að bara það „að komast á ról“ var þeim sem bundnir voru í hjólastól afar mikilvægt og eiginlega ómissandi þáttur heimsóknarinnar. Einn þýðingarmesti þáttur dagskrárinnar tók mið af kveðjustundinni en mörgum reyndist hún erfíð til þess að byrja með. Það gekk nærri aðstandendum að skilja við „sína“ í einhvers konar tómarúmi ef þeir höfðu ekkert við að vera þegar kom að kveðjustundinni og þá fundu þeir einhvern veginn mjög til umkomuleysis hins aldraða í þessum heimkynnum. Hins vegar höfðu nær allir þátttakendurnir lært að stilla dagskrá heimsóknarinnar þannig af að hinn aldraði hafði við eitthvað að vera, eða var við það að snúa sér að einhverri athöfn þó ekki væri nema að leggjast til hvíldar eða fara að borða þegar þeir kvöddu. Maður Soffíu hafði t.d. fundið út hvenær best væri að kveðja sína konu eins og fram kom í orðum hans: ... það var eins og þegar var farið að hátta hana að þá er allt í lagi að ég fari. Henni var verr við það þegar ég fór þegar hún settist fram að drekka kaffið eða drekka vatnið, það er svona hálfníu, í stað svona 15-20 mín. yfir átta. Þetta bara munaði því, að henni líður einhvern veginn allt allt öðruvísi þegar ég bara er þangað til hún fer inn í herbergi. Þó að þetta muni - þetta munar kannski 10 mín. ef það gerir það ... svo þegar ég fór að gera þetta þá kom annað ekki tii mála. Formgerð fjölskyiduheimsókna endurspeglaðist skýrt í því skipulagi, þeirri tilhögun og dagskrá, sem einkasonar Katrínar viðhafði í heimsóknum til móður sinnar. Hann vann vaktavinnu og kom nær alla dagasem hann var laus fyrri partinn. Heimsóknir hans voru skipulagðar, hann kom jafnan upp úr ellefu rétt eftir að móðir hans var komin á fætur og staldraði við í stutta stund eða þar til komið var að hádegismat. Þessi tilhögun hentaði honum vel, heimsóknin sleit ekki daginn sundur fyrir honum, sagði hann, og eins væri stutt í að móðir hans færi í mat þegar hann kæmi á þessum tíma þannig að ekki væri nauðsynlegt að hafa annað á dagskrá en rétt svona að heilsa upp á gömlu konuna og gott að kveðja þegar hádegismaturinn stæði fyrir dyrum. Eíns og hann komst að orði: Ja, svona nú orðið finnst mér það svona henta betur kannski, ja, mín vegna að koma á morgnana, þá þarf maður ekki að vera að slíta alveg miðjan daginn í sundur. Ég set þetta nú kannski inn á svona þannig að hún er búin að klæða sig og er kannski að fara í mat eða eitthvað svoleiðis fljótlega á eftir, eitthvað svoieiðis. Hins vegar ber að geta þess að oft um helgar kom sonur Katrínar í lengri heimsóknir ásamt konu sinni sem sá þá meira um dagskrána. Syni Katrínar fannst sjálfsagt að líta reglulega til móður sinnar í hverri viku og Katrín reiknaði með að hann kæmi eins og hann sagði: Jú jú - jú jú jú jú - jú jú, hún náttúrulega vill að maður komi. Og það er nú bara svona gamalt að henni bara finnst að bara maður eigi að koma náttúrulega Já já. Jú jú. Hún segir nú stundum: „Míkið skelfing er langt síðan ég hef séð þig!“ sko, þó það hafi verið í gær eða fyrradag. Henni bara finnst það - jú jú, auðvitað hefur það áhríf á svona gamalt fólk, það getur ekki annað verið þó það sé komið út úr heiminum, að þeirra nánustu komi - þó að - það sem náttúrulega er sko - ég kem, ég stoppa ekki lengi en hún er alveg sátt við það. Hún er sátt við það vegna þess að það er náttúrulega orðið erfiðara að tala, það er ekkert um að tala. ... En hún er alveg sátt við að maður bara kíki, sko. Já já, alveg hætt að segja: „Ertu að fara“ eða „Hvað ósköp hefur þú stoppað stutt" ... Já, já Ég held líka það, sko, að hún geri sér kannski ekki alveg grein fyrir því hvað ég hef stoppað lengi. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 82. árg. 2006 21

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.