Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Page 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Page 37
RITRYND GREIN missir á þvagi sem gerist það oft og í því magni að það veldur einstaklingnum líkamlegu og/eða andlegu álagi (Hendric Health System, 2002). Tekið er mið af algengri flokkun sem meðal annars er stuðst við í Burke og Laramie (2000), Ouslander og Schnelle (1995), Thompson og Smith (2002) og Vapnek (2001). Tafla 1. Flokkun þvagleka Álagsþvagleki Þrýstingur í kviðarholi yfirvinnur mótstöðu þvagrásarinnar og þvagið lekur við líkamlegt álag. Orsakir eru til dæmis slakir grindarbotnsvöðvar. Hrjáir nær eingöngu konur. Bráðaþvagleki Skyndilegir, ósjálfráðir samdrættir þvag- blöðrunnar eiga sér stað. Orsakir eru til dæmis skemmdir á miðtaugakerfi í kjölfar heilablóðfalls. Viðkomandi finnur að honum er mál en gefst ekki tími til að grípa til viðeigandi ráðstafana. Yfirflæðisþvagleki Orsakast einkum af vanstarfsemi þvag- blöðrunnar vegna truflana á taugaboðum eða kemur til vegna þrenginga í blöðruhálsi, þvagrásinni eða hringvöðvunum, til dæmis við stækkun blöðruhálskirtils. Dæmigerð einkenni eru að viðkomandi á erfitt með að losa sig almennilega við þvag og þvag drýpur stöðugt. Starfrænn þvagleki Á ekki rætur að rekja til vanda í þvagfær- unum heldur kemur til vegna líkamlegrar og/eða vitrænnar skerðingar, til dæmis þegar einstaklingur í hjólastól kemst ekki hjálparlaust á salerni. Blandaður þvagleki Viðkomandi þjáist af fleiri en einni tegund þvagleka. í erlendum rannsóknum hefur verið áætlað að um 30% aldraðra í samfélaginu eigi við einhvern þvagleka að stríða og eru konur þar tvöfalt fleiri (Ebersole og Hess, 2001; Herzog og Fultz, 1990). Á hjúkrunarheimilum aldraðra er algengi þvagleka yfir 50% (Fultz og Herzog, 1996; Snyder o.fl., 1998) og getur farið upp í 70% eða jafnvel hærra á vissum deildum (Ouslander og Schnelle, 1995). íslenskar niðurstöður eru í samræmi við fyrrnefndar tölur (Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 1995; Sólveig Benjamínsdóttir o.fl., 1991). Þrátt fyrir að þvagleki sé svona algengur er hann ekki talinn eðlilegur fylgikvilli öldrunar heldur er um að ræða vissar aldurstengdar lífeðlisfræði- og líffærafræðilegar breytingar hjá þessum aldurshópi sem auka líkurnar á að vandinn geri vart við sig (Ebersole og Hess, 2001; Specht, 2005). Þvagleki getur haft veruleg áhrif á lífsgæði hins aldraða og haft í för með sér líkamlegt, andlegt, félagslegt og efnahagslegt álag fyrir hann og umönnunaraðila hans (American Journal of Nursing, 2003; Burke og Laramie, 2000). Einnig er þvagleki ein aðalástæða þess að aðstandendur óska eftir vistun á hjúkrunarheimili fyrir hinn aldraða (Burke og Laramie, 2000; Fultz og Herzog, 1996). Ýmsar ranghugmyndir eru ríkjandi um þvagleka þessa aldurshóps hjá hinum öldruðu sjálfum, í samfélaginu og hjá heilbrigðisstarfsfólki, svo sem að hentug leið til að draga úr þvagleka sé að neyta minni vökva (Palmer, 1995; Specht, 2005; Taunton o.fl., 2005). Gott mat er undirstaða þess að viðeigandi meðferð sé valin (Colling, 1996; Specht, 2005). Auk fyrirbyggjandi aðgerða eru möguleg meðferðarúrræði notkun þvaglekaútbúnaðar, lyfjameðferð, skurðaðgerð og atferlismeðferð. Markmiðið með atferlismeðferð getur verið að koma á eðlilegu þvaglátamynstri; draga úr tíðni og magni þvagsins sem viðkomandi missir; minnka kostnað við þvotta og kaup á þvaglekaútbúnaði; og auka lífsgæði og félagslega virkni (Ebersole og Hess, 2001). Almennt er ekki talið æskilegt að beita atferlismeðferðinni að næturlagi (Ouslander o.fl., 1993; Ouslander o.fl., 2001). í töflu 2 má sjá stutta lýsingu á þeirri atferlismeðferð sem völ er á (Colling, 1996; Ebersole og Hess, 2001; Johnson, 2002; Ouslander o.fl., 1995; Vapnek, 2001). Misjafnt er hvaða tegund atferlismeðferðar er talin henta í hverju tilviki fyrir sig með tilliti til þess hvaða tegund þvagleka er um að ræða og hver líkamleg og vitsmunaleg geta þátttakandans er. Reglubundnar salernisferðir er algengasta tegundin sem viðhöfð hefur verið hér á landi á hjúkrunarheimilum (Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 1995). Erfitt er að bera saman árangur mismunandi útfærslu atferlismeðferðar, jafnvel þótt meðferðin beri sama nafn, því ólíkt er eftir rannsóknum hvaða skilyrði þátttakendur þurfa að uppfylla, hvernig meðferðin er útfærð og hvernig árangur er skilgreindur. Til að gefa dæmi um árangur atferlismeðferðar þá leiddi rannsókn á reglubundnum salernisferðum í Ijós að þar sem íbúum hjúkrunarheimila var fylgt á salerni eftir þvaglátamynstri hvers og eins, náðist mælanlegur árangur hjá 86% tilraunahópsins og þriðjungur hans bætti sig um 25% eða meira þrátt fyrir að starfsfólk framfylgdi ekki meðferðaráætluninni í 30% tilvika (Colling o.fl., 1992). Grindarbotnsæfingar Herpa og slaka á vöðvum grindarbotnsins til þess að auka viðnám þvagrásarinnar. Krefst virkrar þátttöku viðkomandi og hentar því ekki ef um vitræna skerðingu er að ræða. Hentar einkum við álags- eða bráðaþvagleka. Lífræn endursvörun Þar til gerður rafbúnaður sendir frá sér hljóð og/eða sjónrænt áreiti sem gefur til kynna hversu vel viðkomandi tekst að stjórna vissum vöðvum sem hafa með þvaglosun að gera. Hentar einkum við álagsþvagleka. Blöðruþjálfun Markmiðið er að lengja tímabilið frá þvf þvaglátsþörfin gerir vart við sig og þar til þvaglosun hefst. Til að halda lengur í sér er viðkomandi meðal annars hvattur til að draga ört saman Meðferð við þvagleka á hjúkrunarheimilum Tafla 2. Tegundir atferlismeðferðar við þvagleka Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 82. árg. 2006 35

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.