Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Page 44
GEÐHJUKRUN OG GEÐORÐIN 10
Geöorð 5.
Hreyfðu þig daglega, það léttir
lundina.
xs/
Öll könnumst viö viö þessa setningu og
þá ekki síður við endurteknar áætlanir
og plön um að fara nú að taka sig
á. Það sem við tengjum kannski síður
við geðorðið eru langveikir sjúklingar og
sjúklingar sem eiga við geðsjúkdóma að
stríða. Kannski hvarflar það ekki oft að
okkur að regluleg hreyfing, helst dagleg,
sé þeim jafnmikilvæg og okkur hinum.
Það eru samt nokkrir áratugir síðan
vitað var að hreyfing og líkamleg þjálfun
hefur góð áhrif á heilsuna. Hreyfing
hefur jákvæð áhrif á vissa sjúkdóma
(sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma o.fl.)
og jafnframt getur hreyfingarleysi verið
manneskjunni skaðlegt.
Margir hafa reynt að þeir verða léttari
í lund eftir að hafa farið í göngutúr
eða út að hlaupa. Þeir sem þjálfa sig
reglubundið upplifa margir hverjir að þeim
líður betur andlega en ella. Árið 1985 birtu
norsku læknarnir Martinsen, Medhus og
Sandvik niðurstöður úr rannsókn sinni á
jákvæðum áhrifum hreyfingar á sjúklinga
með alvarlegt þunglyndi. Þessir sjúklingar
stunduðu líkamsrækt einn tíma í einu,
þrisvar í viku í níu vikur.
Birtar hafa verið margar rannsóknir víða um
heim um tengsl hreyfingar og þunglyndis.
Niðurstöður margra þessara rannsókna
eru að hægt er að nota hreyfingu með
annarri meðferð eða sem aðalmeðferð
við mildu eða meðalalvarlegu þunglyndi.
Samkvæmt því sem best er vitað í dag
bendir flest til þess að hreyfing hafi jákvæð
áhrif á þunglyndi en þar sem enn hafa ekki
fengist afdráttarlaus svör úr rannsóknum
er mælt með að hreyfing sé ekki notuð
sem eina meðferðin við meðhöndlun
þunglyndis heldur sé hún notuð samhliða
öðrum meðferðarformum.
Niðurstöður rannsókna ættu að hvetja
hjúkrunarfræðinga til að hafa í huga
að hreyfing er mikilvægur þáttur í
meðferð og vellíðan skjólstæðinga
þeirra. Hjúkrunarfræðingar eru einnig í
lykilaðstöðu til að hvetja sjúklinga sína til
aukinnar hreyfingar. Ættu þeir ávallt að
hafa í huga mikilvægi þess að andleg og
líkamleg vellíðan og heilsa fara saman.
Sigríður Hrönn Bjarnadóttir,
geðhjúkrunarfræðingur og handleiðari,
verkefnastjóri geðteymis heimahjúkrunar.
Geðorð 6.
Flæktu ekki líf þitt að óþörfu.
Það er lenska á íslandi að tala um dugnað
og þrautseigju. Mottóið er að gera ekki
stórmál úr smámáli. Þrátt fyrir manneklu
á sjúkrahúsum og hjúkrunarheimilum
reddast hlutirnir einhvern veginn. Það
að hafa nóg fyrir stafni er aðalsmerki
og eins gott er að standa sig, gera
ekki úlfalda úr mýflugu. Allt eru þetta
setningar sem hjúkrunarfræðingar og
fjölskyldur þeirra heyra svo oft. Til að falla
í kramið þykir rétt að vera í 100% starfi,
vera með aukavinnu, hafa áhugamál,
stunda líkamsrækt, eiga hús, bíl, maka,
börn og vera hamingjusamur. Hvernig
ætli einstaklingum og fjölskyldum þeirra
ganga að láta alla hluti ganga upp og
skyldu þeir njóta þess að vera tii? Það eru
jú enn bara 24 stundir í sólarhringnum.
Sagt er að hraðinn sé orðinn svo mikill að
margir hirði ekki um að rækta tilfinningar
sínar og kunni jafnvel ekki að tjá líðan
sína við sína nánustu. Þeir eru verkin
sín. Þeir taka endalaust yerkefni að sér,
kannski vegna þess að þeir eru hræddir
við að segja nei, finnst þeir gera allt
best, eiga erfitt með að biðja um aðstoð,
reyna að þóknast öðrum, eru sólgnir í
hrós eða hræddir við að missa yfirsýn
eða jafnvel völd. Þeir bjóða sig jafnvel
fram á ólíklegustu stöðum, oft á kostnað
fjölskyldunnar eða þeirra verkefna
sem þeim er ætlað að sinna. Þessum
einstaklingum er hætt við að brenna upp
fyrir miðjan aldur og oft á tíðum verða
þeir sárir og svekktir vegna skilningsleysis
umhverfisins sem sér ekki hve miklu þeir
hafa fórnað fyrir verkefnin eða vinnuna.
En hvað er þá til ráða?
Til að geta borið virðingu fyrir öðrum þarf
maður að bera virðingu fyrir sjálfum sér,
þekkja eiginleika sína og skoðanir og um
leið virða skoðanir annarra. Margir þurfa
einnig að læra að setja sjálfum sér mörk
og segja nei.
Til að einfalda lífið og njóta þess er
mikilvægt að byrja á að forgangsraða eftir
því hvað skiptir mann máli og hverju má
sleppa. í því sambandi er nauðsynlegt
að setja sér raunhæf markmið og hlúa
að þeim. Markmiðin þarf að endurskoða
reglulega og til þess að forðast stöðnun
þarf að staldra við af og til og setja sér
ný markmið. Eins er mikilvægt að skoða
Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 82. árg. 2006