Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Qupperneq 52

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Qupperneq 52
Helga Birna Ingimundardóttir, helgabirna@hjukrun.is HVERNIG Á AÐ LESA ÚR LAUNASEÐLINUM? Hjúkrunarfræðingar leita til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga m.a. til að fá aðstoð við að lesa úr launaseðli sínum. Hér á eftir birtist dæmigerður launaseðill hjúkrunarfræðings í 99,3% vaktavinnu, frá Fjársýslu ríkisins með útskýringum. Launaseðilinn er raunverulegur en öll persónueinkenni hafa verið þurrkuð burt. Hver liður er númeraður og hverju númeri fylgir útskýring með texta og útreikningi þar sem það á við. Útborgunardagur þessa launaseðils er 1. júlí 2006 og viðkomandi starfsmaður starfar á tiltekinni deild á LSH. í kjarasamningi félagsins og fjármálaráðherra segir orðrétt um launaseðilinn í gr. 16.1.1: „Við greiðslu launa til starfsmanns á hann rétt á að fá launaseðil merktan nafni sínu. Á launaseðli skulu tilgreind föst laun starfsmanns það tímabil sem greiðslan tekur til, fjöldi yfirvinnustunda, frítökuréttur og sundurliðun einstakra tekna og frádráttarliða sem leiða til útgreiddrar launafjárhæðar." Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga ráðleggur hjúkrunarfræðingum að geyma ætíð alla launaseðla og vinnuskýrslur. Launaseðill er m.a. sönnun þess að viðkomandi starfsmaður hafi verið í starfi hjá vinnuveitanda á þeim tíma sem um ræðir, að greitt hafi verið fyrir hann í lífeyrissjóð og félagsgjöld til stéttarfélags hafi verið greidd. LAUNASEÐILL - UTSKYRINGAR 1) Reikningsnúmer: Númer bankareiknings við- komandi starfsmanns. (2) Útborgun: Fjöldi útborgana frá áramótum (3) Kjarasamningur: Kjarasamningur viðkomandi starfsmanns. (4) Kennitala: Kennitala viðkomandi starfsmanns. (5) Nafn og heimilisfang viðkomandi starfsmanns. (6) Útborgun, útborgunardagur: Útborgunardagur launa. (7) Útborgun, upphæð kr.: Greidd laun á útborgu- nardegi, þ.e. heildarlaun (Laun og aðrar greiðslur samtals) að frádregnum frádrætti (Frádráttur samtals. Sjá 26-34). (8) Útborgun frá áramótum, upphæð kr.: Greidd laun frá áramótum, í þessu tilfelli hins vegar frá 1. júií 2006. (9) Vinnustaður viðkomandi starfsmanns. (10) Launategund: Skipting tekju- og frádráttarliða. (11) Lfl. : Launaflokkur, 661 stendur fyrir samnings- númer kjarasamnings Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga, 036 er launaflokkur 03 og álagsdálkur 6 eða 15%, sjá launatöflu frá 1. maí 2006. (12) Greiðslutímabil, frá - til: Tímabil sem laun eru greidd fyrir. Útborgunardagur er einu sinni í mánuði, fyrsta virka dag næsta mánaðar þar sem laun eru greidd eftir á. Þá eru greidd mánaðarlaun ásamt álagi og yfirvinnu. Mánaðar- laun eru greidd frá fyrsta degi til síðasta dags mánaðarins sem um ræðir, en álag, greiðslur fyrir bakvaktir og yfirvinna eru greidd frá 16. degi mánaðarins á undan til 15. dags þess mánaðar sem um ræðir. Greidd laun eru byggð á útfylltri vinnuskýrslu viðkomandi starfsmanns. (13) Einingarverð: Laun á einingu, s.s. mánaðarlaun, tímakaup fyrir yfirvinnu, dagvinnu og vaktaálag. (14) Einingafjöldi: Unninn einingafjöldi. í útreikningi er jafnan talað um fjölda unninna tíma, s.s. vakta- álags og yfirvinnu. Mánaðarlaun 100,00 á við fulla vinnu, 90,00 á við 90% og svo framvegis. (15) Afgreitt nú kr.: Laun miðað við unnar einingar, sjá hér á eftir. (16) Frá áramótum kr.: Laun frá áramótum, í þessu tilfelli hins vegar frá 1. júlí 2006. (17) Mánaðarlaun: Mánaðarlaun að upphæð kr. 253.575 á mánuði miðað við launaflokk 03 og álagsdálk 6 eða 15%. Viðkomandi er í 99,3% starfshlutfalli og því eru kr. 253.575 * 0,993 = 251.800 afgreiddar nú. (18) Yfirvinna: Yfirvinna greiðist með 1,0385% af mánaðarlaunum fyrir hverja unna yfirvinnustund. f þessu dæmi eru 1,0385% af kr. 253.575 = kr. 2.633. Samtals eru unnir 30,68 yfirvinnutímar og þvf eru kr. 2.633 * 30,68 = 80.792 afgreiddar nú. (19) Dagvinna, kaffitímar vaktavinnumanna: Kaffi- tímar eru greiddir sem yfirvinnustundir hjá starfs- mönnum í fullu (100%) starfi en sem prósenta af- mánaðarlaunum hjá hlutavinnufólki, þ.e. dagvinnu. Tímakaup í dagvinnu er 0,615% af mánaðarlaunum starfsmanns. (þessu dæmi eru 0,615% af kr. 253.575 = kr. 1.559,48. Samtals eru 5 tímar í dagvinnu reiknaðir fyrir kaffitíma og því eru kr. 1.559,48 * 5 = 7.797 afgreiddar nú. Vaktaálag: Vaktaálag reiknast af dagvinnukaupi fyrir reglubundna vaktavinnu utan dagvinnutíma, en dagvinna er frá kl. 08:00 til 17:00. 33,33% vaktaálag reiknast á vinnu frá kl. 17:00 tíl 24:00 mánudaga til fimmtudaga, 55% vaktaálag reiknast á vinnu frá kl.00:00 til 08:00 virka daga, 55% vaktaálag reiknast á vinnu frá kl.17:00 á föstudegi til kl. 08:00 á mánudegi, og á sér- stökum frídögum. Fyrir vinnu kl. 00:00-24:00 á stórhátíðardögum reiknast 90% vaktaálag. Vaktaálag reiknast af dagvinnutímakaupi við- komandi starfsmanns. I þessu dæmi er dagvinnu- tímakaupið kr. 1.559,48. 33,33% vaktaálag er kr. 519,78 á klst., 55% vaktaálag er kr. 857,72 á klst. og 90% vaktaálag er kr. 1.403,54 á klst. (20) Vaktaálag I: 33,33% vaktaájag. ( þessu dæmi eru samtals 8 tímar unnir með vaktaálagi I og því eru kr. 519,78 * 8 = 4.158 afgreiddar nú. (21) Vaktaálag II: 55% vaktaálag. í þessu dæmi eru samtals 93,25 tfmar unnir með vaktaálagi II og því eru kr. 857,72 * 93,25 = 79.982 afgreiddar nú. (22) Vaktaálag III: 90% vaktaálag. í þessu dæmi eru samtals 9,75 tímar unnir með vaktaálagi III og því eru kr. 1.403,54 * 9,75 = 13.685 afgreiddar nú. Orlofslaun: Almennt fá ríkisstarfsmenn 10,17% orlofsfé á yfirvinnu og álagsgreiðslur. Þetta hlut- fali hækkar í 11,59% við 30 ára aldur og síðan 13,04% við 38 aldur. [ þessu dæmi er viðkomandi starfsmaður innan við 30 ára og fær því 10,17% orlofsfé á yfirvinnu og álagsgreiðslur. (23) Orlof af dagvinnu: (þessu dæmi er dagvinna kr. 7.797 (sjá dagvinna, kaffitímar vaktavinnuman- na, nr. 19) og 10,17% af kr. 7.797 eru kr. 793 sem eru afgreiddar nú. (24) Orlof af vaktaálagi: [ þessu dæmi er vaktaálag alls kr. 97.825 (sjá vaktaálag I kr. 4.158, vak- taálag II kr. 79.982 og vaktaálag III kr. 13.685, nr. 20-22) 10,17% af kr. 97.825 eru kr. 9.949 sem eru afgreiddar nú. (25) Orlof á yfirvinnu: í þessu dæmi er yfirvinna kr. 80.792 (sjá yfirvinna, nr. 18) 10,17% af kr. 80.792 eru kr. 8.217 sem eru afgreiddar nú. (26) Laun og aðrar greiðslur samtals: Heildarlaun, nr. 17-25. (27) Skattstofn: Heildarlaun að frádreginni greiðslu í lífeyrissjóð, þ.m.t. greiðslu í séreignarsjóð. Ið- gjald starfsmanns í A-deild LSR er 4% af heildar- launum. í þessu dæmi eru 4% af heildarlaunum kr. 457.173, samtals kr. 18.286. Skattstofninn verður þvi' kr. 457.173 - 18.286 = kr. 438.887. Athugið að í þessu dæmi hefur starfsmaðurinn ekki valið að greiða I séreignarsjóð. 50 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2. tbl. 82. árg. 2006

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.