Morgunblaðið - 09.02.2017, Síða 1
F I M M T U D A G U R 9. F E B R Ú A R 2 0 1 7
Stofnað 1913 34. tölublað 105. árgangur
HÖNNUN,
MATUR OG
SJÓMENNSKA
DANSA
TANGÓ
ÖMURLEGT
AÐ FLOTINN
SÉ BUNDINN
DAGLEGT LÍF 12 VIÐSKIPTAMOGGINNSÉREFNI 60-80
Þóroddur Bjarnason
Jón Þórisson
Stefán E. Stefánsson
Gríðarleg lækkun hlutabréfa Ice-
landair Group á síðustu dögum
hefur leitt til þess að nokkrir líf-
eyrissjóðir munu þurfa að geta
áhrifanna af henni í ársskýrslum
sínum fyrir nýliðið ár. Í einhverj-
um tilvikum mun fall bréfanna
hafa merkjanleg áhrif á trygginga-
fræðilega stöðu sjóðanna, en hún
ákvarðar hvort sjóðirnir geti til
framtíðar staðið undir skuldbind-
ingum sínum eða ekki. Fari trygg-
ingafræðileg staða sjóða undir til-
tekin mörk er þeim skylt að
skerða réttindi sjóðfélaga. Með
sama hætti ber stjórnum sjóða að
auka réttindi sjóðfélaga, fari
tryggingafræðileg staða þeirra yf-
ir tiltekin mörk.
Frá áramótum hefur eignar-
hlutur þeirra 11 lífeyrissjóða sem
mest eiga í Icelandair rýrnað um
nærri 22 milljarða króna en sjóð-
irnir eiga meira en helming alls
hlutafjár í félaginu.
Flugvélakaup sögð mistök
Sérfræðingar á flugmarkaði,
sem ekki vilja koma fram undir
nafni, segja að margt bendi til að
alvarleg mistök hafi verið gerð
þegar Icelandair festi kaup á sex-
tán nýjum 737MAX vélum frá
Boeing en gengið var frá kaup-
unum árið 2013. Eiga vélarnar að
leysa af hólmi Boeing 757 vélar
sem félagið hefur haft í þjónustu
sinni um langt árabil. Þannig hafi
aðstæður á markaði breyst og
vélarnar henti ekki nægilega vel
inn í mikilvægasta leiðakerfi fé-
lagsins. Þá muni það reynast fé-
laginu kostnaðarsamt að vinda
ofan af viðskiptunum sem nema á
annað hundrað milljörðum króna
samkvæmt tilkynningu sem fé-
lagið sendi frá sér í tilefni kaup-
anna.
Tryggingafræðileg
staða hefur versnað
Snörp lækkun Icelandair kemur illa við bækur lífeyrissjóða
MViðskiptaMogginn
Ólöf Nordal, varaformaður Sjálf-
stæðisflokksins, lést í gærmorgun á
Landspítalanum eftir erfið veikindi.
Hún var fimmtug að aldri. Ólöf var
þingmaður frá 2007 til 2013 og aftur
frá 2016. Á þingmennskuferli sínum
sat Ólöf meðal annars í allsherjar-
nefnd, utanríkismálanefnd og fjár-
laganefnd og var varaformaður sam-
göngunefndar frá 2007-2009.
Þá var hún innanríkisráðherra frá
desember 2014 fram til janúar á
þessu ári.
Ólöf varð fyrst varaformaður
Sjálfstæðisflokksins árið 2010 og
gegndi því embætti til ársins 2013,
er hún dró sig í hlé úr stjórnmálum.
Ólöf sneri aftur til starfans árið
2015.
Eftirlifandi maki Ólafar er Tómas
Már Sigurðsson forstjóri. Saman
áttu þau fjögur börn, þau Sigurð, Jó-
hannes, Herdísi og Dóru. »2
Ólöf Nor-
dal látin
Morgunblaðið/Einar Falur
Ólöf Nordal, fyrrverandi ráðherra.
Ragnar Axelsson, Auður Ava Ólafsdóttir og Hildur Knútsdóttir hlutu í
gærkvöldi Íslensku bókmenntaverðlaunin 2016, en þau voru afhent við há-
tíðlega athöfn á Bessastöðum og var það Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ís-
lands, sem veitti verðlaunin. Ragnar hlaut verðlaunin í flokki fræðirita og
bóka almenns efnis fyrir ljósmyndabókina Andlit norðursins, Auður Ava í
flokki fagurbókmennta fyrir skáldsöguna Ör og Hildur í flokki barna- og
ungmennabóka fyrir hrollvekjuna Vetrarhörkur, en systir hennar, Rún,
veitti verðlaununum viðtöku. »96
Andlit norðursins, Ör og Vetrarhörkur verðlaunuð
Morgunblaðið/Golli
„Þetta
stofnana-
umhverfi var
ekki boðlegt fyrir
neinn, hvað þá
börn. Þetta var
ekki heimili,“
segir Hrefna
Haraldsdóttir
þroskaþjálfi, ein
þeirra sem rætt
er við í skýrslu
Vistheimilanefndar um vistun barna
á Kópavogshæli árin 1952-1993, sem
kynnt var fjölmiðlum í fyrradag.
Hrefna starfaði á Kópavogshæli í
nokkur ár í lok 6. áratugarins og
byrjun þess 7. „[Þ]að sem mér fannst
sárast var að foreldrum var haldið
frá börnum sínum, það mátti bara
heimsækja þau í tvo tíma á sunnu-
dögum og ef fólk vildi koma utan
þess tíma þurfti að sækja um það
sérstaklega. Það var ekki sjálfsagt
að koma í heimsókn hvenær sem
var.“ Þá segir m.a. í skýrslunni að
börnin hafi fengið litla sem enga
menntun á hælinu. »20-21 og 24
„Ekki boðlegt fyrir
neinn, hvað þá börn“
Hæli Skýrslan kom
út í fyrradag.
MJÚKA DEILDIN ÍSLENSK HÖNNUN SJÚKRAÞJÁLFARI AÐSTOÐAR
SÆNGUR-
FATNAÐUR
SÆNGUR OG
KODDAR
HEILSURÚM
ALLAR STÆRÐIR
FUSSENEGGER
Kristín Gísladóttir
sjúkraþjálfari aðstoðar
við val á rúmdýnum.
Í DAG 16-18 Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504
Sumar 2017
Fylgir með
blaðinu í dag