Morgunblaðið - 09.02.2017, Side 2

Morgunblaðið - 09.02.2017, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2017 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. eim sfe rð irá ski lja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ara . SKÍÐI 11. febrúar í 7 nætur Netverð á mann frá kr. 96.995 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herb. Netverð á mann frá kr. 99.995 m.v. 2 fullorðna í herbergi. Stökktu Stökktu Frá kr. 96.995 m/hálfu fæði Frá kr. 121.495 m/hálfu fæði Hotel Speiereck Á SPOTTPRÍS Flugsæti Frá kr. 34.950 m/tösku og skíðum Ólöf Nordal, varafor- maður Sjálfstæðisflokks- ins, alþingismaður og fyrrverandi ráðherra, lést í gærmorgun á Landspítalanum eftir erfið veikindi. Hún var fimmtug að aldri. Ólöf fæddist hinn 3. desember 1966. For- eldrar hennar eru Jó- hannes Nordal seðla- bankastjóri, fæddur 11. maí 1924, og Dóra Guð- jónsdóttir Nordal, píanó- leikari og húsfreyja, fædd 28. mars 1928. Ólöf ólst upp í Laugarásnum í Reykjavík og var næstyngst af sex systkinum, þeim Beru, Sigurði, Guð- rúnu, Salvöru og Mörtu. Hún útskrif- aðist með stúdentspróf frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1986. Ólöf lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1994. Þá hlaut hún MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2002. Ólöf starfaði lengi við lögfræðistörf og varð deildarstjóri í samgöngu- ráðuneytinu árið 1996. Þremur árum síðar hóf hún störf hjá Verðbréfaþingi Íslands og var þar til ársins 2001, jafn- hliða því sem hún sinnti stundakennslu í lögfræði við Viðskiptaháskólann á Bifröst frá 1999-2002. Hún var deild- arstjóri viðskiptalög- fræðideildar skólans frá 2001-2002. Þaðan lá leið Ólafar til Landsvirkjunar þar sem hún var yfirmaður heildsöluviðskipta frá 2002 til 2004. Frá 2004 var hún fram- kvæmdastjóri sölusviðs hjá RARIK og gegndi því þar til rafmagnssala var tekin inn í sérstakt fyrirtæki, Orkusöluna árið 2005. Varð hún þá framkvæmdastjóri hennar til ársins 2006. Ólöf fékk fljótt áhuga á stjórn- málum og gekk ung í Sjálfstæðisflokk- inn. Hún varð formaður Sjálfstæðis- kvennafélagsins Auðar á Austurlandi árið 2006 og gegndi því starfi til ársins 2009. Þá var Ólöf einnig formaður Spes, hjálparsamtaka vegna bygg- ingar barnaþorpa í Afríku. Ólöf var kjörin á Alþingi árið 2007 sem þingmaður Norðausturkjördæmis og tók sæti í allsherjarnefnd 2007-10 og umhverfisnefnd þingsins frá 2007- 2009. Þá var hún varaformaður sam- göngunefndar frá 2007-2009. Árið 2009 bauð Ólöf sig fram fyrir Reykjavíkurkjördæmi suður. Á því kjörtímabili sat hún meðal annars í fjárlaganefnd, kjörbréfanefnd, sér- nefnd um stjórnarskrármál, utanríkis- málanefnd og stjórnskipunar- og eftir- litsnefnd þingsins. Ólöf var kjörin varaformaður Sjálf- stæðisflokksins á landsfundi hans 2010 og gegndi því embætti til ársins 2013. Sama ár hætti Ólöf í stjórnmálum og gerðist formaður bankaráðs Seðla- banka Íslands. Árið 2014 greindist hún með krabbamein og hóf meðferð við því. Fjarvera Ólafar úr stjórnmálum varð skemmri en hún hugði, því að 4. desember 2014 var hún skipuð innan- ríkisráðherra utan þings, og gegndi því embætti fram til 11. janúar á þessu ári. Árið 2015 varð hún aftur varafor- maður Sjálfstæðisflokksins. Ólöf bauð sig fram að nýju til Al- þingis í kosningunum síðasta haust, og var kjörin 1. þingmaður Reykjavíkur suður. Þegar ný ríkisstjórn var mynd- uð í síðasta mánuði var hún kjörin í velferðarnefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins. Eftirlifandi maki Ólafar er Tómas Már Sigurðsson forstjóri, fæddur 1. febrúar 1968. Foreldrar hans eru Her- dís Tómasdóttir, f. 26.5. 1945, og Sig- urður Kristján Oddsson, f. 22.1. 1940, d. 22.8. 2009. Börn þeirra Ólafar eru Sigurður, (f. 1991), Jóhannes, (f. 1994), Herdís (f. 1996), og Dóra (f. 2004). Andlát Ólöf Nordal, fyrrverandi ráðherra Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Vegfarendur sem leið áttu hjá turnbyggingunni á Höfðatorgi í Reykjavík í gærmorgun lentu sumir í vandræðum þegar stíft hvassviðri gekk yfir sunn- anvert landið. Vindur blés af suðaustri og náði allt að 30 metrum á sekúndu, en við slíkar aðstæður getur skapast mikið sog og þeytiafl við háar bygg- ingar. Slíkt hefur gerst áður við Höfðatorg og því var hættunni þar gefinn sérstakur gaumur af lög- reglu, sem var á staðnum. Það var um klukkan sex í gærmorgun, sem skall á með þessu hvassviðri sem myndaðist í kjölsogi krapprar lægðar sem fór rétt fyrir sunnan landið. Stormurinn var að mestu genginn niður um hádegi, en þá hafði veðrið líka færst norður í land svo þar var bálhvasst fram á gærkvöldið. Samgöngur röskuðust Hvassviðrið í gær olli nokkrum truflunum á sam- göngum og meðal annars þurfti að aflýsa öllu flugi innanlands. Millilandaflug í gegnum Keflavíkur- flugvöll raskaðist þó ekki, nema hvað flugmenn far- þegaþotu frá SAS, sem var að koma frá Ósló, hring- sóluðu í um klukkustund yfir og úti af Reykjanesinu áður en þeir töldu fært að lenda vegna veðurs. Auk framangreindra raskana vegna veðursins var nokkuð um að lausamunir fykju eða þakplötur færu af húsum og bar einna mest á því í Vest- mannaeyjum, en þar fór vindurinn mest upp í 36 m/s í hviðum á Stórhöfða. Í nokkrum tilvikum þurfti vegna fokskaða að kalla út björgunarsveitarmenn frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og tók ekki langan tíma að leysa úr málunum, enda fæst alvar- leg. Ágætt veður framundan „Þessi hvellur er afstaðinn og það er ágætt veður framundan,“ sagði Einar Sveinbjörnsson í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Í dag, fimmtudag, segir hann að nokkuð muni rigna sunnanlands, sýnu mest í nágrenni Vatnajökuls. Á morgun, föstudag, má hins vegar að sögn Einars vænta blíð- veðurs víðast hvar. Þeytiafl myndaðist á Höfðatorgi  Kröpp lægð og hvassviðri í gær  Lítið um skemmdir en samgöngur röskuðust  36 m/s á Stórhöfða  Ágætt veður er í kortunum og blíðuspá fyrir föstudag Morgunblaðið/Eggert Aðstoð Lögreglan kom vegfarendum í Borgartúni í Reykavík til hjálpar þegar mestu hviðurnar gengu þar yfir, en varla var stætt á þessum stað um tíma. Eitt þriggja út- gerðarfélaga í Grímsey, Borg- arhöfði, var selt til Loðnuvinnsl- unnar á Fá- skrúðsfirði í sept- ember sl. Með í sölunni er skipið Hafrafell og því fylgir um 700 tonna kvóti. Jóhannes Henningsson, einn eig- enda Borgarhöfða og fulltrúi í hverf- isráði Grímseyjar, segir að 10 til 12 störf hafi tengst starfseminni. Nýtt félag hefur verið stofnað undir merkjum Heimskautssports ehf. og byggist starfsemin að meg- inhluta til á 100 tonna byggðakvóta. Tryggir fyrirtækið fjögur störf á ársgrundvelli, að sögn Jóhannesar. Eftir sem áður munu útgerðarfyr- irtækin Sigurbjörn ehf. og Sæbjörg ehf. gera út frá eynni. Austurglugginn sagði fyrst frá sölunni, en þar segir m.a. að kvótinn verði nýttur til að halda Sandfelli á veiðum árið um kring. Hafrafell verði hins vegar að líkindum selt. vidar@mbl.is Grímsey Báturinn var seldur. 700 tonn úr Grímsey  Heimskautssport tryggir fjögur störf Karlmaður á sextugsaldri var í gær dæmdur í sex mánaða skilorðs- bundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir meiriháttar skattalagabrot. Er honum einnig gert að greiða 27,5 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dóms, en ella sæta fangelsi í 270 daga. Maðurinn var ákærður af emb- ætti héraðssaksóknara fyrir að hafa ekki staðið skil á réttum virðisaukaskattsskýrslum á ár- unum 2005 til 2011. Nema brot hans samtals 13,8 milljónum króna á tímabilinu, að því er fram kemur í dómi héraðsdóms. Maðurinn játaði brot sín skýlaust fyrir dómi. Dæmdur til að greiða 27,5 milljónir ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.