Morgunblaðið - 09.02.2017, Page 4

Morgunblaðið - 09.02.2017, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2017 Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæ- mundsson RE-30 hefur verið á svo- kallaðri hringferð kringum landið í þeim tilgangi að rannsaka ástand sjávar, að sögn Guðmundar Þ. Sig- urðssonar, skipstjóra hafrann- sóknaskipsins. „Verið er m.a. að mæla seltu sjávar og hitastig í þessum rann- sóknarleiðangri en um er að ræða 25 daga leiðangur.“ Bjarni Sæmundsson er við bryggju á Akureyri en Guðmundur býst við því að leggja af stað von bráðar. „Við erum að bíða af okkur versta veðrið. Það er ekki jafn slæmt og fyrir sunnan en engu að síður ástæða til að leggjast að bryggju meðan verstu hviðurnar eru að ganga yfir.“ Hefja rannsókn á síld Þegar rannsókn á ástandi sjáv- ar lýkur tekur við leit og rannsókn á síld en Guðmundur býst við því að hún hefjist um og eftir miðja næstu viku. „Við skiptum út áhöfn annað hvort á Reyðarfirði eða Seyðisfirði. Efnafræðingarnir stíga þá frá borði og við tökum við hópi fiskifræð- inga.“ Bjarni Sæmundsson kemur svo til hafnar í Reykjavíkur undir lok febrúar eða hinn 27. febrúar ef allt gengur eftir að sögn Guð- mundar. Bjarni Sæmundsson á ferð í kringum landið Rannsókn Hafrannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson á siglinu.  Rannsakar ástand sjávar Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Sjómenn eru ekki alls kostar sáttir við túlkun útgerðarmanna á því hver séu kjör þeirra og hver þátttaka þeirra sé í kostnaði útgerðarinnar, samkvæmt því sem fram hefur kom- ið í samtölum blaðamanns við ein- staka sjómenn undanfarna daga. Áréttað skal í upphafi að þeir sjó- menn sem rætt hefur verið við eru ekki í samninganefnd sjómanna. Þeir kjósa að koma ekki fram undir nafni. „Staðan er viðkvæm þessa dagana og ég ætla ekki að segja neitt sem getur sett mitt ágæta pláss í upp- nám,“ sagði sjómaður á uppsjávar- skipi. Þegar útgerðarmenn ræða um launahlutfallið sem þeir greiða, þ.e. frá 42% upp í 50%, allt eftir út- gerðarflokkum, miðast það hlutfall við heildarverðmæti aflans hverju sinni. En áður en til skipta kemur hafa verið dregin 29% af aflaverð- mæti frá, í kostnaðarhlutdeild. Það sem kemur til skipta milli sjómanna og útgerðarinnar hverju sinni er því 70% aflaverðmætis. Nýsmíðaálag getur verið 10% „Á nýju skipunum eru í ákveðnum tilvikum og að uppfylltum ákveðnum skilyrðum 10% til viðbótar dregin af, samtals 39%, en þessi 10% eru ný- smíðaálag sem tekið er í sjö ár. Það eru því farnir þrír til fjórir fiskar af hverjum tíu sem veiðast, áður en til skipta kemur,“ sagði sjómaður á ný- legu uppsjávararskipi. Ekki geta öll ný skip nýtt aukna kostnaðarhlutdeild vegna nýsmíði, vegna þess að skilyrt er að sjómenn þeirra skipa fái sömu tekjur og 75% af bestu skipunum í þessum útgerð- arflokki skila. Hann heldur áfram: „Ég er í fínu plássi og við fiskuðum fyrir 2,5 millj- arða króna á síðasta fiskveiðiári, þannig að það voru tæpar sjö hundr- uð milljónir króna sem voru dregnar af þessum 2,5 milljörðum króna, vegna kostnaðarhlutdeildarinnar. Þetta er einfaldlega hin hliðin á mál- inu, okkar hlið, ekki útgerðar- manna.“ Hann segir að olíukostnaður á fiskveiðiflotanum í dag sé á bilinu 5% til 12%, veiðarfærakostnaður sé inn- an við 5% og viðhaldskostnaður sé mismunandi eftir árum, en yfirleitt um og yfir 5%, þannig að samanlagt sé þessi kostnaður langt innan við 28% af kostnaðarhlutdeildinni. Sjómenn benda á að þegar olíu- gjaldið hafi verið sett á fyrir margt löngu hafi olíukostnaður útgerðar verið hlutfallslega miklu hærri en í dag. Því sé hin háa þátttaka sjó- manna í olíukostnaði útgerðarinnar ekki réttlætanleg. Sjómenn halda því fram að út- gerðarmenn séu ekki ánægðir með afkomu skipa sinna, ef framlegðin nái ekki 30%, sem sé að þeirra mati fáránlega há afkomukrafa. Annar háseti á uppsjávarfiskiskipi bendir á að fréttin á þriðjudag á for- síðu Morgunblaðsins, undir fyrir- sögninni „15 milljónir fyrir 80 daga“, sem vísaði til hásetahlutar á upp- sjávarveiðiskipi á ári, eigi við um eitt uppsjávarfiskiskip sem á síðasta fiskveiðiári hafi fiskað fyrir 3,8 millj- arða króna. Það sé með aflahæstu skipum í uppsjávarfiskiskipaflot- anum og geti þess vegna engan veg- inn talist dæmigert fyrir hásetahlut á uppsjávarfiskiskipum. Erum í samúðarverkfalli „Við sögðum þegar verkfallið hófst fyrir rétt rúmum átta vikum að við værum bara að fara í sam- úðarverkfall. Við erum búnir að vera samningslausir í fimm ár en það hef- ur alveg gengið, vegna þess að 90% sjómanna eru með mjög góð laun. Við ætlum allra síst að mótmæla því að við sjómenn á uppsjávar- fiskiskipum erum með mjög góð laun, en viljum um leið benda á að þeir sem eiga útgerðirnar eru líka með mjög góð og miklu betri laun en við,“ segir sjómaður. Krafa um 30% framlegð „fá- ránlega há“  Sjómenn eru ekki sáttir við hvernig útgerðarmenn túlka kjör þeirra Morgunblaðið/Árni Sæberg Sjómannaverkfall Í hverri höfn eru fiskiskip bundin við bryggju. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Við allra fyrstu viðkynningu fellur mér vel við gripinn sem þarf ekki að koma á óvart því allir þekkja Lexus sem gæðabíla,“ segir Þorgeir Ingi Njálsson í Hafnarfirði, dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness. Nafn hans kom úr pottinum þegar dregið var í áskrifendahappdrætti Morgunblaðs- ins og í gær afhentu Haraldur Jo- hannessen, ritstjóri Morgunblaðs- ins, og Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi, Þorgeiri Inga vinn- inginn, glæsibifreið af gerðinni Lex- us NX 300h F Sport. Verðmæti vinningsins er nærri tíu milljónir króna. Áskrifendahapp- drættið er samstarfsverkefni Morg- unblaðsins og Lexus. Alveg laus við bíladellu Það var ánægjuleg stemning hjá Toyota í Kauptúni í Garðabæ í gær- dag þegar Þorgeir Ingi veitti bílnum góða viðtöku. „Ég er alveg laus við allt sem heitir bíladella. Mér nægir sæmilegur bíll til að komast milli staða. Það verður þó að sjálfsögðu spennandi að aka þessum, enda eðal- vagn í alla staði og afar sparneytinn að auki,“ segir vinningshafinn. Allir áskrifendur Morgunblaðsins voru í útdrætti happdrættisins. Sá pottur er afar stór og margir hafa verið áskrifendur í áratugi, svo sem Þorgeir Ingi. Fjölmiðlar Moggans fylgja mér „Ég byrjaði að kaupa Moggann árið 1981 þegar ég var við nám í lagadeild Háskóla Íslands og blaðið finnst mér vera alveg ómissandi. Á morgnana byrja ég auðvitað á íþróttafréttunum og tek síðan helstu fréttasíður, aðsendu greinarnar og annað eftir atvikum. Í vinnunni yfir daginn lítur maður öðru hvoru á mbl.is og gluggar svo þegar heim er komið aftur í blaðið og fer inn á net- ið. Því má eiginlega segja að fjöl- miðlar Árvakurs fylgi manni frá morgni til kvölds,“ segir Þorgeir Ingi Njálsson að síðustu. Morgunblaðið/ Kristinn Magnússon Lexus Haraldur Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsins, Þorgeir Ingi Njálsson og Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi, þegar vinningshafinn tók við bílnum í húsakynnum Lexus-umboðsins í Garðabæ í gær. Verður spennandi að aka eðalvagninum  Vann Lexus NX 300h F Sport í áskrifendahappdrætti Morgunblaðið/ Kristinn Magnússon Ánægður Þorgeir Ingi Njálsson undir stýri á vinningsbílnum góða. Fjárfestingartækifæri Ísbúð miðsvæðis í Reykjavík Við höfum til sölumeðferðar einkahlutafélag, sem á og rekur ísbúð, ísgerð og kaffihús miðsvæðis í Reykjavík. Gelato – Sorbetto – Vegan - Sykurlaus ís - Íspinnar Tækjakostur er mikill og góður og allt hráefni flutt inn frá þekktum ítölskum framleiðanda. Frábært tækifæri fyrir réttan aðila. Frekari upplýsingar veitir Sighvatur Halldórsson í gegnum tölvupóst sighvatur.halldorsson@is.pwc.com.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.