Morgunblaðið - 09.02.2017, Side 10

Morgunblaðið - 09.02.2017, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2017 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Landsnet mun meta áhrif bæði jarð- strengja og loftlína í Eyjafirði og Lax- árdal við mat á umhverfisáhrifum nýrrar háspennulínu sem liggja mun frá Akureyri til Hólasands. Þessi tvö svæði eru viðkvæm. Í Eyjafirði vegna þéttrar byggðar og nálægðar við flug- völl og í Laxárdal þar sem línan fer yfir verndarsvæði Laxár. Hólasandslína 3 verður 220 kV há- spennulína, 70-80 km löng. Hún verð- ur á meginhluta leiðarinnar lögð sam- hliða Kröflulínu 1 sem mun standa áfram. Tilgangurinn er að bæta stöð- ugleika raforkukerfisins á Norður- og Austurlandi. Einnig að auka hag- kvæmni í orkuvinnslunni með sam- tengingu virkjanasvæða og til að mæta þörfum við uppbyggingu og nú- verandi atvinnustarfsemi á svæðinu. Samkvæmt upplýsingum Landsnets eru framkvæmdirnar einnig mikil- vægur hlekkur í að styrkja tengsl milli sterkari hluta raforkukerfisins sem er á suðvesturhorni landsins og veikari hluta þess austanlands. Línan muni því bæta afhendingaröryggi raf- orku á Norður- og Austurlandi til muna. Orkuafhending til notenda muni einungis falla niður í undan- tekningartilvikum þótt truflanir verði. Landsnet hefur lagt fram drög að tillögu að matsáætlun og leitað um- sagna um hana. Eyjafjörður til athugunar Þótt línan liggi að mestu samhliða Kröflulínu eru nokkrir staðir til skoð- unar þar sem legu línunnar kann að verða breytt eða hún lögð í jörð. Til skoðunar eru svæði í Eyjafirði, Bílds- árskarði, Fnjóskadal og á Hólasandi. Lagt verður mat á jarðstrengja- kosti við Akureyri og við þverun Lax- árdals. Við Akureyri liggur loftlínu- leiðin innan þéttbýlismarka fyrstu tvo kílómetrana næst Kifsá, ofan Akur- eyrar, og einnig litlu sunnar, þar sem hún þverar Glerárgil. Þá er línulögnin í námunda við Akureyrarflugvöll. Jarðstrengjakostir þeir sem hafa ver- ið til skoðunar liggja nær Akureyri, alfarið innan þéttbýlismarkanna. Þá hefur verið umræða um áhrif loftlín- unnar á Akureyrarflugvöll þar sem gert er ráð fyrir að hún þveri Eyja- fjörð. Fer yfir verndarsvæði Laxár Línan mun þurfa að fara yfir Laxá í Laxárdal, yfir svæði sem er innan verndarsvæðis Laxár og Mývatns. Landsnet mun meta áhrif loftlínu samhliða Kröflulínu 1 yfir ána. Sam- kvæmt stefnu stjórnvalda um lagn- ingu raflína þarf að meta hvert tilvik fyrir sig, þegar farið er yfir vernd- arsvæði, hvort rétt sé að nota jarð- strengi á þeim kafla. Því verður jarð- strengjakosturinn metinn jafnframt loftlínu. Jarðstrengurinn gæti orðið allt að 300 metrum neðan við núver- andi línu. Umhverfisstofnun vill láta athuga sérstaklega hvort hægt er að nota aðra tegund mastra við Laxá, til að lengja haf loftlínu yfir ána og draga með því úr sjónrænum áhrifum. Í um- sögn sinni um tillögudrögin leggur stofnunin einnig til að sérstök grein verði gerð fyrir því raski sem fylgja myndi strengjalögn um Laxá. Lands- net mun taka afstöðu til ábendinga Umhverfisstofnunar og annarra áður en matsáætlun verður kynnt form- lega. Meta kosti jarðstrengja í Eyjafirði og við Laxá  Hólasandslína styrkir raforkukerfið fyrir norðan og austan Morgunblaðið/Einar Falur Laxá Fallegt er í Laxárdal enda er dalurinn á verndarsvæði Mývatns. Lína verður lögð yfir dalinn við hlið fyrri línu sem er mun innar í dalnum. Matvælastofnun (MAST) hefur svipt bónda á Suðurlandi naut- gripum sínum vegna vanfóðrunar, en frá þessu segir í tilkynningu á heimasíðu stofnunarinnar. Þar kemur meðal annars fram að Matvælastofnun hafi metið ástand natgripanna við eftirlit á mjólkur- býli dagana 31. janúar síðastliðinn og 1. febrúar það slæmt að nauð- synlegar aðgerðir „þoldu ekki bið“. Var í kjölfarið ákveðið að hrinda í framkvæmd vörslusviptingu á gripunum án tafar, en sviptingin fór fram að lokinni síðari úttekt sérfræðinga Matvælastofnunar og aðgerðir hafnar samhliða til að bæta fóðrun og aðbúnað dýranna. Að sögn Matvælastofnunar eru um 40 nautgripir á bænum, en senda þurfti átta þeirra í sláturhús að lokinni skoðun dýralækna stofn- unarinnar. Nautgripir fjarlægðir vegna vanfóðrunar Náttúra Alls voru 40 nautgripir á bænum og senda þurfti átta þeirra í sláturhús. Holtasmári 1 201 Kópavogur sími 571 5464 Alltaf eitthvað nýtt og spennandi „Sennilega er meira en áratugur síð- an ég byrjaði að bera út Morg- unblaðið. Þetta er fín rútína í morg- unsárið, góð hreyfing og ágæturvasapeningur sem kemur sér vel fyrir háskólastrák,“ segir Guðni Már Holbergsson. Hann býr með fjölskyldu sinni við Mímisveg í Reykjavík og sér um blaðburðinn þar og í næstliggjandi götum; það er Freyjugötu, Fjölnisvegi og Sjafn- argötu. Þetta er rótgróið hverfi í 101 Reykjavík og stundum nefnt Goða- hverfið, enda eru nöfn gatna á þess- um slóðum sótt í rit norrænnar goðafræði. „Morgunblaðið á marga kaup- endur á Skólavörðuholtinu,“ segir Guðni sem fer út úr húsi um klukkan sex á morgnana og þá er blaða- skammtur dagsins jafnan kominn á tröppurnar. „Nei, þessi morgunverk taka ekki langa stund. Þetta eru í raun næstu hús við heimili mitt og ég klára þetta yfirleitt á um klukku- stund. Þó er ég lengur á aldreifing- ardögum þegar skammturinn í hverfinu mínu er nærri 300 blöð. Og sárasjaldan er nokkuð að verði svo mér finnst þetta rölt snemma dags bara mjög notalegt. “ Vandist að vinna Að byrja ungur að bera út blöð segir Guðni að hafi gert sér virkilega gott og hert sig. Með þessu hafi hann lært því og vanist að sinna sínu starfi, hvað sem tautaði og raulaði og fara af stað og veðrið væri ekki skemmtilegt eða aðstæður ekki beint spennandi. Einnig reynt að peningar koma ekki af sjálfu sér og vaxa ekki á greinum trjánna, eins og það er stundum kallað. „Krökkunum er nauðsynlegt að kynnast ungum að foreldrarnir eiga ekki alltaf að borga brúsann. Svo þurfum við öll nauðsynlega að hreyfa okkur og þá er bara fínt að bera út blöðin,“ segir Guðni sem nú í febrúar lýkur meistaranámi í tölv- unarfræði við HÍ. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Morgunganga Við þurfum öll nauðsynlega að hreyfa okkur og þá er bara fínt að bera út blöðin, segir Guðni Már Holbergsson á Skólavörðuholtinu. Rútína á morgnana  Guðni í Goðahverfinu  Blaðberi í áraraðir  Þetta er fínn vasapeningur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.