Morgunblaðið - 09.02.2017, Síða 16
Getty Images
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Offita hefur aukist hratt og eru Íslend-ingar sjötta feitasta þjóð Evrópu.Margir rekja vaxandi offitu barna tilþess að þau neyti of lítils grænmetis
en þeim mun meira af alls lags gúmmelaði.
Rannsóknir í Bretlandi sýna að eitt af hverjum
tíu börnum á við offitu að stríða þegar það byrj-
ar í leikskóla og aðeins eitt af fimm borðar
grænmeti daglega.
Nýverið varpaði talsmaður National Obes-
ity Forum opinberlega fram þeirri hugmynd að
múta börnunum til að borða grænmeti. Hann
sagði að þannig mætti mögulega stemma stigu
við vaxandi offitu þjóðarinnar. Kannski var
gúrkutíð hjá breskum fjölmiðlum, því þótt hug-
myndin sé ekki ný af nálinni gerðu margir
þeirra sér mat úr henni og
nokkur umræða spratt í kjöl-
farið. Eflaust hefur farið fyrir
brjóstið á sumum orðalagið „að
múta“ þegar talsmaðurinn
hefði allt eins getað sagt „umb-
una“ eða „verðlauna“ börnin.
Enda dæmi um að foreldrar
grípi til slíkra bragða þegar
mikið er í húfi. Óneitanlega er
offitufaraldur áhyggjuefni og
engin ástæða til að skella
skollaeyrum við ábendingum um forvarnir.
Gildi peninga og sparnaðar
Talsmaðurinn lagði til að foreldrar legðu
smápening inn á bankabók barnanna gegn því
að þau borðuðu grænmetið á disknum sínum.
Og meira en bara lítið kálblað syndandi í tóm-
atsósu. Með mútum af því taginu gerðu börnin
sér betur grein fyrir gildi peninga og sparnað-
ar en ella. Sérstaklega ef þeim væri leyft að
gefa sjálfum sér smágjöf fyrir hluta verðlauna-
fjárins.
Breska blaðið The Guardian tók upp
þráðinn og vísaði í niðurstöður banda-
rískrar rannsóknar frá í fyrra sem
byggði í grunninn á sömu hugmynd.
Um 8.000 skólabörn fengu smápening
í hvert skipti sem þau
borðuðu holla máltíð.
Hvatinn reyndist
slíkur að tvöfalt
fleiri börn en áður
borðuðu einn
skammt af ávöxtum
og grænmeti á dag.
Mútutillagan
var reifuð frá ýms-
um hliðum og vald-
ir sálfræðingar
lögðu orð í belg. Sumir sögðu
hvers kyns þvingun, t.d. hina klass-
ísku að lofa barninu ís ef það borð-
aði grænmetið sitt, geta haft lang-
varandi neikvæð áhrif á viðhorf þess
til matar. „Á meðan við skilgreinum
mat annaðhvort „hollan“ eða „góðan“
ölum við á kvíða,“ sagði sálgreinirinn
Susie Orbach, sem skrifaði m.a.
bókina Fat Is a Feminist Issue,
eða Fita er kvenréttindamál, og
hefur á ýmsum vettvangi
fjallað um mataræði og
megrun. „Við eigum bara
að borða vel þegar við er-
um svöng,“ bætti hún við.
Leikur einn
Fyrir þá sem finnst
lítt þekkileg tilhugsun að
skiptast við börn sín á
krónu og kúrbít eru ýmsar
leiðir færar, upplýsti The
Guardian og benti á The
Tiny Tastes, leik sem bygg-
ist á rannsókn University
College í London og settur
var á markað 2013. Rann-
sóknin leiddi í ljós að ef
börn fengju að smakka
nýja tegund af grænmeti
a.m.k. tíu sinnum færu
jafnvel þau allra þrjósk-
ustu að borða meira af því.
Tiny Tastes-pakkinn inni-
heldur skýrslueyðublöð,
límmiða og myndir til að
lita – allt saman verkfæri
til að kynna grænmeti á
skemmtilegan hátt fyrir
bragðlaukum barnanna.
Fjöldi leikja sem byggja á svipuðu
umbunarkerfi hefur komið út á und-
anförnum árum, bæði á netinu og í prentuðu
formi, t.d. Latador og fleiri frá Latabæ.
Grænmeti í dulargervi
Blekkingarleikur er svo annar hand-
leggur. Síðustu árin hefur sprottið upp og
blómstrað atvinnugrein sem snýst um að
hvetja foreldra til að hafa brögð í tafli. Að
sögn The Guardian eru dæmi um að banda-
rísk fyrirtæki geri út á barnamáltíðir með
grænmeti í dulargervi, t.d. í duftformi á píts-
ur, og sum lofi foreldrum „að binda enda á
baráttuna og höfuðverkinn á matmálstímum
með litlu krílunum ... við bjóðum upp á ný-
stárleg tilbrigði – það er eins og ekkert
grænmeti sé í máltíðinni,“ auglýsti eitt slíkt.
Líklegt er að upp komist svik um síðir.
Enda blasir við að barninu fer ekkert að
þykja grænmeti betra þótt því sé laumað of-
an í það með þessum hætti. Mun skyn-
samlegra væri að hjálpa börnunum að læra
að verða fullorðnar manneskjur sem kjósa
meðvitaðar og sjálfviljugar að borða græn-
meti, sagði Bee Wilson, matreiðslubókahöf-
undur og blaðamaður, þegar hún blandaði
sér í umræðuna. En þar stendur einmitt
hnífurinn í kúnni.
Króna fyrir
kúrbít?
Flestir foreldrar kannast við streðið sem fylgir því að
koma grænmeti ofan í börnin sín. Ungviðið er gjarnt
á að fúlsa við hollustunni, enda hefur það hvorki
græna glóru um hvað því er fyrir bestu né áhyggjur
af heilsufarinu og vaxtarlaginu í framtíðinni.
Margir rekja vax-
andi offitu barna
til þess að þau
neyta of lítils
grænmetis en þeim
mun meira af alls
lags gúmmelaði.
Uppeldi Umbun í beinhörðum
peningum til að fá barn til að borða
grænmeti er umdeild uppeldisaðferð.
Matur Rannsóknir í Bretlandi sýna að eitt af tíu börnum á við offitu að stríða þegar það byrjar í leikskóla og eitt af fimm borðar grænmeti daglega.
Morgunblaðið/Júlíus
16 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2017
Keiko Nowacka heldur annan fyrir-
lestur vormisseris í fyrirlestraröð
RIKK og Jafnréttisskóla Háskóla
Sameinuðu þjóðanna kl. 12-13 í dag,
fimmtudag 9. febrúar, í fyrirlestrasal
Þjóðminjasafns Íslands. Fyrirlestur-
inn nefnist „Að ná heimsmarkmiðum
SÞ um kynjajafnrétti: Starf þróunar-
samvinnunefndar Efnahags og fram-
farastofnunarinnar (OECD) að fé-
lagslegum viðmiðum, kynjatölfræði
og umbreytandi stefnumótun.“
Nowacka starfar fyrir nefndina og
stýrir starfi sem snýr að málefnum
kynjajafnréttis. Áður var hún ábyrg
fyrir kynjasamþættingu á menningar-
sviði Menningarmálastofnunar SÞ og
ritstýrði fyrstu skýrslunni um kynja-
jafnrétti og menningu sem kom út
2014.
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóð-
anna um sjálfbæra þróun sem
aðildarríki eiga að vinna að til ársins
2030 gefa fyrirheit um að hægt sé að
ná fram jafnrétti kynjanna. Heims-
markmiðin eru sautján, með 169
undirmarkmiðum, og gilda fyrir öll
193 aðildarríki SÞ. Þau marka tíma-
mót, þar sem ríki heims hafa ekki fyrr
sett sér svo víðtæk sameiginleg
markmið. Fimmta heimsmarkmiðið
snýr að því að tryggja jafnrétti
kynjanna og valdeflingu allra kvenna
og stúlkna, og hafa mælikvarðar ver-
ið settir sem taka tillit til þeirra
kerfisbundnu hindrana í lífi stúlkna
og kvenna sem varða jafnrétti, tæki-
færi og velferð. Mikilvægar umbætur
má sjá í heimsmarkmiðunum frá þús-
aldarmarkmiðunum sem unnið var að
fram til 2015, en heimsmarkmiðin
fela í sér viðurkenningu á að fé-
lagsleg viðmið og aðstæður séu
mikilvægir áhrifavaldar fyrir réttindi
og velferð stúlkna og kvenna. Undir-
markmið heimsmarkmiðs númer
fimm er varða ólaunuð umönnunar-
störf, skaðlega siði og snemmbær
hjónabönd eru dæmi um samþætt-
ingu félagslegra viðmiða inn í
þróunarrammann. Mælingar og eftir-
lit með þeim breytingum sem verða á
tímabilinu eru lykilatriði til að ná slík-
um félagslegum viðmiðum.
Fyrirlesturinn er haldinn á ensku
og er öllum opinn.
Fyrirlestraröð RIKK og Jafnréttisskóla Háskóla SÞ
Heimsmarkmið Sameinuðu
þjóðanna um jafnrétti kynjanna
Doktor Keiko Nowacka lauk dokt-
orsprófi frá Cambridge-háskóla.
Rýmingarsala af valdri gjafavöru
50-70% afsláttur!
Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:781-5100
Opið: Mán-fim: 12-18 - fös: 12-16 www.facebook.com/spennandi