Morgunblaðið - 09.02.2017, Page 24

Morgunblaðið - 09.02.2017, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2017 Skýrsla vistheimilanefndar um vist- un barna á Kópavogshæli er ekki skýrsla um vont fólk eða illsku, held- ur er hún fyrst og fremst skýrsla um aðbúnað, aðstæður, tíðaranda og menningu og hvernig litið var á fatl- að fólk, þar með talin börn. Þetta segir Friðrik Sigurðsson, fyrrver- andi framkvæmdastjóri Þroska- hjálpar. „Aðstæður og aðbúnaður buðu upp á að rækta ákveðna menn- ingu, sem gekk út á að það væri ekki sjálfgefið að bera sambæri- lega virðingu fyr- ir öllu fólki.“ Samtökin Þroskahjálp báðu fyrst um að slík skýrsla yrði unn- in árið 2008 þegar Friðrik var fram- kvæmdastjóri þeirra. „Það var í kjölfar skýrslu um starfsemi Breiðuvíkurheimilisins og okkur þótti eðlilegt, að ef samfélagið vildi gera upp fortíðina varðandi vistun barna, þá næði það einnig til fatlaðra barna,“ segir Friðrik. Hann hefur starfað innan þessa málaflokks frá árinu 1973 og vann á Kópavogshæli árin 1975-’78. Spurð- ur hvort hann myndi lýsa aðstæðum þar á sama hátt og gert er í skýrsl- unni segir hann svo vera að mestu leyti. „En ég varð ekki vitni að of- beldi gagnvart börnum. Sá hluti skýrslunnar kom mér á óvart, eins og líklega flestum, ég held að enginn hafi búist við þessu.“ Hann segist hafa upplifað eitt og annað sem bet- ur hefði mátt fara og nefnir þar sér- staklega skort á eftirliti með starf- seminni. „Það var lítið eftirlit með gæðum og engin viðmið um hvað væri boðlegt. En það má ekki gleym- ast að þarna var fullt af góðu fólki sem vildi gera vel, margir unnu frá- bært starf á barnadeildunum, marg- ir gerðu miklu meira en þeir fengu borgað fyrir.“ Lögin breyttu miklu Friðrik segir að áður fyrr hafi fáar bjargir staðið foreldrum fatlaðra barna til boða. Eina þjónustan hafi verið í tengslum við vistun á skil- greindum sjúkrastofnunum á borð við Kópavogshæli. Hann segir að lög um þroskahefta, sem svo nefndust og voru sett voru árið 1979, hafi breytt miklu í aðbúnaði fatlaðra barna. „Þá var í fyrsta skiptið inn- leidd sú stefna að foreldrum fatlaðra barna væri gert kleift að ala börn sín upp heima. Með þessum lögum komu t.d. skammtímavistanir, umönnunargreiðslur og stuðnings- fjölskyldur. Þarna var viðurkennt að uppeldi fatlaðs barns fylgir auka umönnun.“ „Vonandi verður þessi skýrsla og umræðan um hana til þess að við tryggjum það að fullu að allt fólk sé jafnrétthátt, án tillits til fötlunar,“ svarar Friðrik, spurður hvaða áhrif hann telji að útkoma skýrslunnar muni hafa á viðhorf til fatlaðs fólks. „Fyrst við fórum í þessa vegferð að gera upp þessa fortíð okkar gagn- vart börnum sem einhverra hluta vegna ólust upp annars staðar en í foreldrahúsum, þá er nauðsynlegt að hafa af því góða heildarmynd. Við eigum að rýna í þessa skýrslu og ég vona að umræðan fari ekki niður á það stig að þarna hafi verið illt fólk, það er alltof auðveld afgreiðsla á erf- iðu máli. Við verðum að geta notað þetta til góðs.“ Frá Kópavogshæli Starfsemin hófst árið 1952. Þar voru bæði börn og fullorðnir vistaðir og framan af voru ekki sérstakar barnadeildir, heldur voru fullorðnir og börn saman á deildum. „Ekki skýrsla um vont fólk eða illsku“ Friðrik Sigurðsson  Skýrsla vistheimilanefndar kom út níu árum eftir að beðið var um hana  Fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Þroskahjálpar vonar að skýrslan verði til góðs  Fá úrræði voru fyrir fötluð börn Engin þjónusta og engin úrræði voru í boði fyrir fötluð börn og foreldra þeirra á þeim árum sem Kópavogshælið tók til starfa 1952. „Það var mikið kallað á að það yrðu settar á laggirnar stofnanir fyrir fatlað fólk en ríkjandi hug- myndafræði þá var aðgreining. Fatlað fólk átti að vera með sín- um líkum og fá þjónustu fagfólks. Oft voru miklir erfiðleikar á heimilum með að annast fötluð börn, sérstaklega þar sem fólk átti líka miklu fleiri börn en í dag. Þá var oft ekkert annað í boði en senda barnið í burtu, foreldrar gátu ekki annað eða töldu sig vera að gera það besta fyrir barn- ið eða þau voru hvött til þess af fagfólki. Svo áttu sum börn fáa eða enga að og þá þurfti að koma þeim í vistun,“ segir Rannveig Traustadóttir, prófessor í fötl- unarfræðum og nefndarmaður í vistheimilanefnd. Rannveig segir niðurstöðu skýrslunnar ekki hafa komið sér á óvart því það sama hafi gerst með svipaðar stofnanir úti um allan heim á þessum tíma. „Kópavogs- hælið verður fljótt yfirfullt, hús- næðið er lélegt, of lítið af fagfólki og fátt starfsfólk. Þetta verður geymslustaður og afleiðing þess er ofbeldi. Þarna var lokaður inni hópur fólks sem hafði lítið við að vera og sýndi oft af sér erfiða hegðun sem tek- ið var á með krafti sem veld- ur enn meiri erf- iðleikum og nei- kvæð þróun fer í gang. Ofbeldið var líka á meðal vistfólks en það sem var langa- lvarlegast var mjög alvarleg van- ræksla,“ segir Rannveig. Aðstandendur vissu oft mjög lítið um hvað gekk á innan hæl- isins enda þeim ráðlagt að vera ekki að heimsækja sitt fólk of mikið. „Á þessum tíma voru miklu há- leitari markmið, skuldbindingar og lög, en starfið var alls ekki í takt við það eða þá þekkingu sem var fyrir hendi og þróaðist á þess- um tíma. Það var mikið gap þarna á milli og það er enn í dag gap á milli þeirra háleitu markmiða sem við setjum okkur í lögum, stefnu- mótun og alþjóðlegum mannrétt- indaskuldbindingum. Það er mik- ið gap á milli þess og daglegs lífs margs fatlaðs fólks í dag og þeirr- ar þjónustu sem er veitt, við búum við samskonar gap og áður þótt aðstæður séu allt aðrar.“ ingveldur@mbl.is Fatlað fólk átti að vera með sínum líkum Rannveig Traustadóttir Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is Regnfatasett frá Coverguard 100% Pólýester. Vatnsheldir saumar. Stærðir S-3XL. Verð: 12.264 kr. Hafðu samband. Við veitum þér faglega aðstoð. Skýrsla Vistheimilanefndar um vistun barna á Kópavogshæli Sólrún Þorsteinsdóttir fjallaði um minningar sex fyrr- verandi starfsmanna á Kópavogshæli í BA-ritgerð sinni í þjóðfræði árið 2010. Þar er greint frá ofbeldi og illri meðferð á heimilisfólki hælisins á árum áður. „Ég vann þarna sjálf 1995 - 9́7, þá var þetta gjörbreytt og ég varð ekki vör við slíkt, en ég heyrði mikið af sögum um hvernig þetta var áður,“ segir Sólrún. Meðal þess voru sögur af notkun á spennitreyjum og að heimilisfólk hefði verið læst inni í sellum eða litlum herbergjum til að refsa því. „Svo sagði einn samstarfsmaður minn mér frá því að hann hefði farið með íbúa til tannlæknis, því hann var með skemmda tönn. Tannlæknirinn ákvað að draga tönnina úr án deyfingar og bað sam- starfsmann minn um að halda honum. Hann gerði það, hann vissi að ef hann hefði neitað því, þá hefði einhver annar gert það. Þetta hvíldi á hon- um í mörg ár. Annar sagði mér frá því að starfsfólkið á einni vakt lék sér oft að því að ýta eða kasta lömuðum manni á bakinu eftir löngum gangi. Það voru ofnar á veggjunum og kastið var mælt í ofnlengdum. Sá vann sem kastaði manninum flestar ofnlengdir.“ Tanndráttur án deyfingar FYRRVERANDI STARFSMENN SEGJA FRÁ ILLRI MEÐFERÐ Sólrún Þorsteinsdóttir Úr skýrslu vistheimilanefndar » Ljóst er að börn sem vistuð voru á fullorðinsdeildum Kópa- vogshælis hafi í verulegum mæli þurft að sæta líkamlegu og andlegu ofbeldi meðan á vistun stóð. » Þannig hafi komið fyrir að börn væru lokuð inni, til dæmis á nóttunni, læst frammi á gangi, bundin í rúm eða stól og sett í svokölluð kot. » Á barnadeildum var skortur á markvissum og reglubundn- um greiningum á þroska og færni barnanna, svo og skortur á áætlunum um fullnægjandi alhliða þjálfun og menntun í víðum skilningi í samræmi við þarfir hvers og eins.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.