Morgunblaðið - 09.02.2017, Qupperneq 29
FRÉTTIR 29Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2017
Kynningarfundur vegna fyrirhug-
aðra breytingar á aðalskipulagi á
kolli Nónhæðar í Kópavogi verður
haldinn í Smáraskóla í dag, fimmtu-
daginn 9. febrúar, kl. 17.00.
Í frétt á heimasíðu Kópavogs-
bæjar kemur fram að nú standi yfir
kynning vegna fyrirhugaðrar að-
alskipulagsbreytingar á kolli Nón-
hæðar. Svæðið sem skipulagslýs-
ingin nær til afmarkast af
Arnarnesvegi í suður, Smára-
hvammsvegi í austur, lóðarmörkum
húsa sunnan Foldarsmára í norður
og húsagötu að Arnarsmára 32 og
34 (leikskóli) í vestur. Stærð skipu-
lagssvæðisins er tæplega 31.000
fermetrar að flatarmáli, þar af eru
um 27.500 fermetrar lands í einka-
eign. Í lýsingunni koma m.a. fram
áherslur bæjaryfirvalda við fyr-
irhugaða breytingu á aðalskipulagi
bæjarins á ofangreindu svæði þar
sem landnotkun svæðisins breytist
úr samfélagsþjónustu og opnu
svæði í íbúðarbyggð með um 140
íbúðum og opnu svæði sem nýtast
mun almenningi til leikja og úti-
veru.
Kollur Nónhæðar komst í frétt-
irnar í apríl í fyrra þegar skipu-
lagsnefnd Kópavogsbæjar bárust
svokallaðar fyrirspurnarteikningar
vegna byggingar 1.265 fermetra
tilbeiðsluhúss á svæðinu.
Fyrirspurnarteikningarnar voru
sagðar í samræmi við deiliskipulag
sem samþykkt var í nóvember 1991.
Arkitektinn upplýsti að hönnunin
hefði fyrst og fremst snúist um að
gera samningsstöðu fyrir landeig-
andann betri. Hann hefði árum
saman reynt að fá skipulagða
íbúðabyggð á svæðinu, en án ár-
angurs. sisi@mbl.is
Íbúðir á kolli Nónhæðar
Mynd/Kópavogsbær
Nónhæð Á kolli hæðarinnar munu rísa 140 íbúðir í framtíðinni.
Áformin kynnt íbúum Kópavogs á fundi í Smáraskóla
Vegagerðin hefur óskað eftir til-
boðum í gerð mislægra vegamóta á
mótum Reykjanesbrautar og
Krýsuvíkurvegar auk allra vega og
stígagerðar sem nauðsynleg er til
að ljúka gerð vegaframkvæmdanna
endanlega. Nokkur alvarleg slys
hafa orðið á þessum gatnamótum,
sem eru milli golfvallar Keilis í
Hvaleyrarhrauni og iðnaðarsvæðis
á Völlunum í Hafnarfirði.
Til framkvæmdanna teljast einn-
ig breytingar á Krýsuvíkurvegi,
gerð tengivegar að Suðurbraut og
tengivegar að Selhellu. Einnig er
innifalin gerð göngu- og hjólastígs
meðfram Suðurbrautartengingu og
hraðatakmarkandi aðgerðir á Suð-
urbraut. Þá er gerð hljóðmana við
Reykjanesbraut og í Hellnahverfi í
Hafnarfirði hluti verksins. Loks eru
innifaldar breytingar á lagnakerf-
um veitufyrirtækja sem og nýlagnir
og landmótun auk annarra þátta
sem nauðsynlegir eru til að ljúka
verkinu.
Verkinu skal vera að fullu lokið
1. nóvember 2017. Tilboð í verkið
verða opnuð hjá Vegagerðinni
þriðjudaginn 21. febrúar nk.
sisi@mbl.is
Mislæg
vegamót
boðin út
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vellirnir Gatnamótin hættulegu eru
í nágrenni iðnaðarsvæðisins.
Lilja Sigurðar-
dóttir hefur tekið
sæti á Alþingi í
fjarveru Gunnars
Braga Sveins-
sonar, þingmanns
Framsóknar-
flokksins og fyrr-
verandi ráðherra.
Lilja, sem er
fædd 15. sept-
ember 1986, hef-
ur verið varaþingmaður Framsókn-
arflokksins í Norðvesturkjördæmi
síðan í febrúar á þessu ári. Hún hef-
ur ekki tekið sæti á Alþingi áður og
þurfti því að undirrita drengskapar-
heit að stjórnarskrá Íslands.
Lilja er með BS-gráðu í sjávar-
útvegsfræði frá Háskólanum á Ak-
ureyri og MS-gráðu í forystu og
stjórnun frá Háskólanum á Bifröst.
Hún er búsett á Patreksfirði og
starfar sem gæðastjóri hjá fiskeld-
isfyrirtækinu Arnarlaxi hf.
Lilja inn á
þing í stað
Gunnars Braga
Lilja
Sigurðardóttir