Morgunblaðið - 09.02.2017, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 09.02.2017, Qupperneq 29
FRÉTTIR 29Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2017 Kynningarfundur vegna fyrirhug- aðra breytingar á aðalskipulagi á kolli Nónhæðar í Kópavogi verður haldinn í Smáraskóla í dag, fimmtu- daginn 9. febrúar, kl. 17.00. Í frétt á heimasíðu Kópavogs- bæjar kemur fram að nú standi yfir kynning vegna fyrirhugaðrar að- alskipulagsbreytingar á kolli Nón- hæðar. Svæðið sem skipulagslýs- ingin nær til afmarkast af Arnarnesvegi í suður, Smára- hvammsvegi í austur, lóðarmörkum húsa sunnan Foldarsmára í norður og húsagötu að Arnarsmára 32 og 34 (leikskóli) í vestur. Stærð skipu- lagssvæðisins er tæplega 31.000 fermetrar að flatarmáli, þar af eru um 27.500 fermetrar lands í einka- eign. Í lýsingunni koma m.a. fram áherslur bæjaryfirvalda við fyr- irhugaða breytingu á aðalskipulagi bæjarins á ofangreindu svæði þar sem landnotkun svæðisins breytist úr samfélagsþjónustu og opnu svæði í íbúðarbyggð með um 140 íbúðum og opnu svæði sem nýtast mun almenningi til leikja og úti- veru. Kollur Nónhæðar komst í frétt- irnar í apríl í fyrra þegar skipu- lagsnefnd Kópavogsbæjar bárust svokallaðar fyrirspurnarteikningar vegna byggingar 1.265 fermetra tilbeiðsluhúss á svæðinu. Fyrirspurnarteikningarnar voru sagðar í samræmi við deiliskipulag sem samþykkt var í nóvember 1991. Arkitektinn upplýsti að hönnunin hefði fyrst og fremst snúist um að gera samningsstöðu fyrir landeig- andann betri. Hann hefði árum saman reynt að fá skipulagða íbúðabyggð á svæðinu, en án ár- angurs. sisi@mbl.is Íbúðir á kolli Nónhæðar Mynd/Kópavogsbær Nónhæð Á kolli hæðarinnar munu rísa 140 íbúðir í framtíðinni.  Áformin kynnt íbúum Kópavogs á fundi í Smáraskóla Vegagerðin hefur óskað eftir til- boðum í gerð mislægra vegamóta á mótum Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar auk allra vega og stígagerðar sem nauðsynleg er til að ljúka gerð vegaframkvæmdanna endanlega. Nokkur alvarleg slys hafa orðið á þessum gatnamótum, sem eru milli golfvallar Keilis í Hvaleyrarhrauni og iðnaðarsvæðis á Völlunum í Hafnarfirði. Til framkvæmdanna teljast einn- ig breytingar á Krýsuvíkurvegi, gerð tengivegar að Suðurbraut og tengivegar að Selhellu. Einnig er innifalin gerð göngu- og hjólastígs meðfram Suðurbrautartengingu og hraðatakmarkandi aðgerðir á Suð- urbraut. Þá er gerð hljóðmana við Reykjanesbraut og í Hellnahverfi í Hafnarfirði hluti verksins. Loks eru innifaldar breytingar á lagnakerf- um veitufyrirtækja sem og nýlagnir og landmótun auk annarra þátta sem nauðsynlegir eru til að ljúka verkinu. Verkinu skal vera að fullu lokið 1. nóvember 2017. Tilboð í verkið verða opnuð hjá Vegagerðinni þriðjudaginn 21. febrúar nk. sisi@mbl.is Mislæg vegamót boðin út Morgunblaðið/Árni Sæberg Vellirnir Gatnamótin hættulegu eru í nágrenni iðnaðarsvæðisins. Lilja Sigurðar- dóttir hefur tekið sæti á Alþingi í fjarveru Gunnars Braga Sveins- sonar, þingmanns Framsóknar- flokksins og fyrr- verandi ráðherra. Lilja, sem er fædd 15. sept- ember 1986, hef- ur verið varaþingmaður Framsókn- arflokksins í Norðvesturkjördæmi síðan í febrúar á þessu ári. Hún hef- ur ekki tekið sæti á Alþingi áður og þurfti því að undirrita drengskapar- heit að stjórnarskrá Íslands. Lilja er með BS-gráðu í sjávar- útvegsfræði frá Háskólanum á Ak- ureyri og MS-gráðu í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Hún er búsett á Patreksfirði og starfar sem gæðastjóri hjá fiskeld- isfyrirtækinu Arnarlaxi hf. Lilja inn á þing í stað Gunnars Braga Lilja Sigurðardóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.