Morgunblaðið - 09.02.2017, Side 34

Morgunblaðið - 09.02.2017, Side 34
34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2017 búið á landinu með 8.176 lítra á árskú og þeirra bú hefur verið í hópi 10 afurðamestu búa síðustu 12 árin. Gífurleg yfirlega – En hverju má þakka þessa vel- gengni hjá ykkur? „Eitt get ég sagt þér, þessi árang- ur kemur ekki af sjálfu sér,“ segir Eyberg, „gífurleg yfirlega liggur að baki, mikill áhugi á því sem maður er að gera og síðast en ekki síst að vera nógu smámunasamur. Að- alþættirnir eru gæði heyja, fóðrun, heilsufar og ræktun. Lauga kona mín er heilinn að baki flestu þessu og ég hlýði ráðum hennar. Tæknin hefur hjálpað okkur mikið til að afla betri heyja. Heygæðin hafa aukist gífurlega á síðustu árum. Við notum enn sama mjaltakerfið, og fóð- urkerfið stuðlar að betri fóðrun. Það er alltaf verið að auka kröfur um gæði mjólkur, og það krefst meiri nákvæmi af okkar hálfu og það hefur tekist.“ Þó að kúabúið sé ekki stórt hefur reksturinn gengið vel og hjónin eru stolt af hversu vel hefur gengið. En áhyggjurnar eru ekki langt undan. Að sögn Eybergs er eitt fyrsta verk nýs landbúnaðarráðherra að setja í uppnám nýgerðan búvörusamning, sem átti þó að endurskoða eftir 3 ár, sem er ekki langur tími í búskap. Búvörusamningur er samningur á milli bænda og stjórnvalda um land- búnað á Íslandi. Mikil óvissa í loftinu „Af hverju á að hleypa að samn- ingaborðinu félögum eða samtökum, sem ekki eru aðilar að samning- unum, til að hafa áhrif á hann? Þetta er svo óréttlátt að bændur séu eina stéttin sem þurfi að hlíta afskiptum þriðja aðila um framtíð sína. Viðhorf gagnvart bændum sem í þessum gjörningi felst vekur ótta hjá okkur. Nú er komin upp hjá okkur hjónum gífurleg óvissa. Hver verður staðan árið 2019? Verður rekstrargrund- völlur fyrir bú eins og okkar? Kvíga sem fæðist nú í dag, eigum við að lóga henni eða láta hana lifa.? Ef hún fær að lifa fer hún að mjólka árið 2019? Þetta eru spurningar sem við höfum ekki svarið við hvað þá aðrir. Það erfitt að byggja upp með þessa óvissu í framglugganum,“ segir Ey- berg, ókátur með stöðuna. Virðing fyrir forfeðrunum Guðlaug er sauðfjárbóndinn á Hraunhálsi en þau eru með 85 kind- ur á húsi. Kindurnar eru að sögn Eybergs áhugamál til gamans gert. Hann segir að það sé gefandi að rækta fallegt og afurðagott fé. Guð- laug hefur náð miklum árangri í ræktun og því til sönnunar eru verð- launaskjöl sem þekja veggi. Í heimsókn að Hraunhálsi verður maður fljótt var við það að áhugi þeirra hjóna nær til fleiri þátta en búskaparins. Á síðustu árum hafa þau varið meiri og meiri til tíma í að varðveita sögu forferðranna í Helga- fellssveit og halda til haga lífshlaupi þeirra. „Við köllum þessa söfnun okkar virðingu við forfeður okkar, segir hann. „Við Guðlaug erum að byggja hús sem hýsa mun væntanlegt safn um sögu Helgafellsveitar. Bygg- ingin er langt komin og kominn tími á að skipuleggja uppbyggingu safns- ins. Við erum áhugasamir grúskarar og gleymum okkur við að leita að heimildum hér og þar og alls staðar. Við erum meðal annars búin að skrá 72 býli, hjáleigur og kot þar sem ein- hvern tíma hefur verið búið í Helga- fellssveit frá aldamótum 1900,“ segir Eyberg. Þau hjón hafa heimsótt flest bæj- arstæðin og skráð hnit þeirra. Vilja þau með þessu starfi varðveita heim- ildir því það sé ekki víst að aðrir hafi vilja eða tíma einhvern tíma seinna. „Okkur þykir vænt um sveitina okk- ar og þessi vinna á að sýna það.“ Dráttarvélar í uppáhaldi „ Þú verður aldrei smiður, þú ert svo fljótfær,“ var eitt sinn sagt við Eyberg er hann var ungur. En það álit hefur hann löngu afsannað. Eitt af áhugamálum hans er gamlar dráttarvélar og sögur þeirra. Það er baktería sem ekki er hægt að losna við. Hann fór að gera upp gamlar dráttarvélar. Það er meiri vinna en nokkrum getur dottið í hug nema þeim sem það hafa reynt. „Þetta er eins og stórt púsluspil. Þegar búið er að rífa dráttavél niður í smæstu stykki og komið að því að byggja upp, þá finnst manni oft verkið vonlaust. En með þolinmæði hefst það. Þá segir maður „þetta ætla ég ekki að gera aftur“ en svo er ég búinn að gera upp átta drátt- arvélar og þar af eigum við þrjár. Hinar gerði ég upp fyrir kunningja mína.“ Hjónin á Hraunhálsi eru farin að sýna ferðaþjónustunni áhuga. Í bæj- arhlaðinu er nýlegt hús sem þau leigja út til gesta. Þau hafa áhuga á að tengja ferðaþjónustu sína við bú- reksturinn svona smátt og smátt. Þau hafa velt því fyrir sér þessa dag- ana að ef þeim verður gert erfitt fyr- ir að halda áfram búskap eftir 2019 þá er gott að vera undirbúin til að snúa sér að öðrum verkefnum á Hraunhálsi. Hafa þrefaldað framleiðsluna  Hraunháls eina kúabúið sem eftir er í Helgafellssveit  Orðið þriðja nythæsta kúabú landsins  Hafa náð góðum árangri í sauðfjárrækt  Reisa safn um byggðina í Helgafellssveit Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Hraunháls Jóhannes Eyberg Ragnarsson stundar kúa- og sauðfjárbúskap á Hraunhálsi í Helgafellssveit ásamt eig- inkonu sinni, Guðlaugu Sigurðardóttur. Þau hafa einnig ýmis önnur áhugamál, eins og söfnun gamalla muna. Kúabú Kýrnar á Hraunhálsi eru með þeim allra nythæstu á landinu.Safn Eyberg við fyrstu dráttarvélina sem kom á Snæfellsnes á sínum tíma. Sauðfjárrækt Þau þekja veggina á Hraunhálsi, viðurkenningarskjölin. VIÐTAL Gunnlaugur Árnason garnason@simnet.is Hraunháls í Helgafellsveit er lítil jörð og ekki ætluð til stórbúskapar. Jörðinni var skipt upp út úr jörðinni Berserkjahrauni árið 1914. Hraun- háls er lítið eignarland, en mikið fjalllendi er óskipt á milli jarðanna. Á Hraunhálsi búa hjónin Guðlaug Sigurðardóttir og Jóhannes Eyberg Ragnarsson. Þau keyptu jörðina ár- ið 1982 af foreldrum Eybergs og þá voru þau 18 og 19 ára gömul. Það ríkti bjartsýni í huga unga fólksins er þau lögðu af stað saman í lífsgönguna. Bústofninn var aðeins 60 kindur og jörðin nær húsalaus. Strax var hafist handa við að byggja íbúðarhús og hlöðu. Fljótt var stefn- an tekin á kúabúskap og 3. febrúar 1983 hófu þau að selja mjólk í litlu magni. Þau byggðu stuttu síðar 32 bása fjós og þau höfðu vart lokið byggingunni er settur var á mjólkurkvóti. Viðmiðin voru því lítil og fengu þau í fyrstu úthlutað 13.000 árslítrum. Árið 1986 voru þau komin með 26 árskýr og var mjólkur- framleiðslan 68.000 lítrar á ári. Nú 30 árum síðar eru þau með litlu fleiri árskýr en mjólkurframleiðslan hefur meira en þrefaldast og var á síðasta ári 230.000 lítrar. Hraunháls er nú orðin eina jörðin í Helgafellssveit þar sem stundaður er kúabúskapur. Safna heimildum um sveitina Það er ekki bara búskapurinn sem er áhugamál hjónanna á Hraunhálsi. Þau hafa náð góðum árangri í sauð- fjárrækt og síðari ár hefur farið mik- ill tími í nýtt áhugamál þeirra hjóna sem er að safna heimildum um sveit þeirra til varðveislu fyrir komandi kynslóðir. Það var fróðlegt að heimsækja Jóhannes Eyberg og forvitnast um góðan árangur þeirra í búskapnum og eins að kynnast öðrum áhuga- málum hjónanna. „Við erum bæði alin upp í Helga- fellssveit og komumst fljótlega að því að við höfðum bæði áhuga á bú- störfum og vildum verða okkar eigin húsbændur. Í byrjun höfðum við lít- ið fé á milli handanna, og drýgðum tekjur okkar með störfum utan heimilis. Ég tók að mér sæðinga- starf á Snæfellsnesi sem ég gegndi í 27 ár. Uppbygginguna tókum við í hægum skrefum og höfum alltaf vilj- að sjá til lands í fjármálum,“ segir Eyberg. Þau hjón hafa náð mjög góðum ár- angri í mjólkurframleiðslu. Á síðasta ári voru þau með þriðja nythæsta Íslensk hönnun og framleiðsla Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is E-60 Bekkur Fáanlegur í mismunandi lengdum. Verð frá kr. 67.800 Lífstíðaráby rgð á grind og tréverki
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.