Morgunblaðið - 09.02.2017, Síða 52

Morgunblaðið - 09.02.2017, Síða 52
52 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2017 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Fylgi Sósíaldemókrata (SPD) í Þýskalandi hefur aukist eftir að Martin Schulz, fyrrverandi forseti Evrópuþingsins, var valinn kansl- araefni flokksins í þingkosningum sem gert er ráð fyrir að fari fram 24. september. Schulz er talinn eiga möguleika á að sigra Angelu Merkel sem hefur verið kanslari Þýskalands frá nóvember 2005 og stefnir nú að því að gegna embættinu fjórða kjör- tímabilið í röð. Ef marka má könnun, sem Bild birti á mánudaginn var, eru Sósíal- demókratar núna með meira fylgi en flokkur Merkel og systurflokkur hans í fyrsta skipti í rúm fimm ár. Munurinn er þó mjög lítill, því að 31% kvaðst styðja Sósíaldemókrata en 30% Kristilega demókrata, CDU, eða systurflokkinn CSU í Bæjara- landi. Þýski stjórnmálaskýrandinn Osk- ar Niedermayer segir að ekki sé víst að Sósíaldemókratar haldi foryst- unni lengi vegna þess að Schulz hafi verið hampað mjög í þýskum fjöl- miðlum að undanförnu og hann hafi ekki enn útlistað stefnu sína í ýmsum málum. Trump miðjuflokkum til framdráttar? Könnunin bendir einnig til þess að þjóðernisflokkurinn Annar kostur fyrir Þýskaland (AfD) hafi misst fylgi síðustu vikur. Um 12% sögðust styðja hann, þremur prósentustigum færri en í byrjun janúar. Anton Troianovski, fréttaskýrandi The Wall Street Journal, segir að sigur Donalds Trumps í forsetakosn- ingunum í Bandaríkjunum í nóvem- ber hafi gefið þjóðernissinnum í Evr- ópu byr í seglin en aukið fylgi Sósíaldemókrata í Þýskalandi eftir að Schulz var valinn til forystu sýni að sigur Trumps geti einnig stuðlað að auknu fylgi miðjuflokka sem gagnrýna stefnu hans. Könnun Bild bendir til þess að rúm 75% Þjóðverja séu óánægð með framgöngu Donalds Trumps í for- setaembættinu til þessa. Önnur könnun sýnir að hlutfall þeirra Þjóð- verja sem telja að Bandaríkin séu samstarfsríki, sem hægt sé að treysta, hefur lækkað úr 59% í að- eins 22% frá því að Trump var kjör- inn forseti. Schulz hefur gagnrýnt Trump hart, ólíkt Merkel sem hefur forðast að svara gagnrýni forsetans á stefnu hennar. Nýleg könnun bendir til þess að 41% Þjóðverja myndi kjósa Schulz og jafnmargir Merkel ef kanslari Þýskalands væri kosinn í beinum kosningum. Sósíaldemókratar hafa verið í ríkisstjórn Merkel frá desem- ber 2013 og leiðtogar þeirra telja að Schulz verði næsti kanslari ef flokkurinn fái a.m.k. 30% at- kvæðanna. Hann gæti þá annaðhvort myndað nýja stjórn með Kristilegum demókrötum eða gengið til sam- starfs við Græningja og Vinstri- flokkinn. Gert hafði verið ráð fyrir því að Sigmar Gabriel varakanslari yrði kanslaraefni Sósíaldemókrata en hann ákvað að víkja fyrir Schulz í lok janúar til að auka sigurlíkur flokks- ins í kosningunum í september. Meðferðin breytti lífi hans Martin Schulz fæddist 20. desem- ber 1955 í þorpinu Hehlrath, nálægt landamærunum að Belgíu og Hol- landi. Faðir hans var lögreglumaður og fjölskyldan bjó í íbúð fyrir ofan lögreglustöð þorpsins. Þegar hann var ungur átti Schulz sér þann draum að verða atvinnu- maður í fótbolta. Hann gekk í menntaskóla um tíma en lauk ekki námi vegna þess að hann vildi frekar vera úti og leika fótbolta en lesa til prófs. Meiðsli á hnjám urðu til þess að hann varð að gefa drauminn um frama í fótboltanum upp á bátinn. Ungi maðurinn lagðist þá í drykkju og tók að safna skuldum vegna þess að hann eyddi meiri pen- ingum í áfengi en hann vann sér inn. Hann átti það jafnvel til að drekka sig fullan á kvöldin vegna þess að hann skammaðist sín svo mikið fyrir að geta ekki hætt að drekka, að því er fram kemur í grein Der Spiegel um ævi Schulz. Blaðið segir að hann hafi ætlað að fyrirfara sér 26. júní 1980 en bróðir hans hafi bjargað lífi hans og fengið hann til að fara í áfengismeðferð. Fjögurra mánaða dvöl á meðferðarstofnun breytti lífi hans og að henni lokinni ákvað hann að opna bókaverslun í bænum Würselen í Nordrhein-Westfalen. Schulz var kjörinn bæjarstjóri Würselen árið 1987, 31 árs að aldri. Sjö árum síðar var hann kjörinn á Evrópuþingið og sat þar næstu 22 árin. Hann varð forseti Evrópu- þingsins árið 2012 og lét af því emb- ætti í síðasta mánuði. Martin Schulz veitir Merkel harða keppni  Sósíaldemókratar í sókn eftir að Schulz varð kanslaraefni AFP Næsti kanslari? Martin Schulz á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Sósíal- demókrata í Berlín eftir að hann var valinn kanslaraefni flokksins. Eykur sigurlíkurnar » Sósíaldemókratar telja að með Martin Schulz sem kansl- araefni aukist sigurlíkur flokksins í þingkosningunum í Þýskalandi í september. » Þegar Schulz var ungur ætl- aði hann að verða atvinnumað- ur í fótbolta en lagðist í drykkju eftir að sá draumur varð að engu. Hann gerðist bókakaupmaður eftir að hafa gengist undir áfengismeðferð. » Seinna sat hann á Evr- ópuþinginu í 22 ár og var for- seti þess í fjögur ár. Vetrarólympíuleikarnir verða haldnir í borginni Pyeongchang í Suður-Kóreu á næsta ári og flest íþróttamannvirkjanna sem notuð verða á leikunum eru nú tilbúin, meðal annars þessi skíðastökkpallur. Suður- Kóreumenn hafa hafið auglýsingaherferð úti um allan heim til að kynna leikana. AFP Tilbúin fyrir Vetrarólympíuleikana Neðri deild breska þingsins sam- þykkti í gærkvöldi lagafrumvarp sem heimilar ríkisstjórn Íhaldsflokksins að virkja grein 50 í Lissabon-sáttmál- anum um úrsögn úr Evrópusamband- inu. 494 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu og 122 á móti. Lávarðadeild þingsins þarf nú að samþykkja lagafrumvarpið til að stjórn Theresu May forsætisráðherra geti hafið samningaviðræður um úr- sögnina ekki síðar en í lok næsta mán- aðar eins og hún stefnir að. Tveir þriðju þingmanna neðri deildarinnar voru andvígir úrsögn Bretlands úr ESB, Brexit, fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna í júní sl. þegar úrsögnin var samþykkt með 52% atkvæða. Þegar niðurstaðan lá fyrir vildu flestir þingmenn deildar- innar virða niðurstöðu þjóðarat- kvæðisins en lagafrumvarpið mætti þó andstöðu Skoska þjóðarflokksins og Frjálslyndra demókrata auk tuga þingmanna Verkamannaflokksins. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verka- mannaflokksins, hafði fyrirskipað þingmönnum hans að greiða atkvæði með frumvarpinu og virða þar með niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunn- ar. U.þ.b. 50 þingmenn Verkamanna- flokksins hlýddu ekki þeim fyrirmæl- um og greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Ráðherrar í stjórn May sögðu í fyrradag að ef samkomulag næðist við ESB um skilmála úrsagnarinnar þyrfti þingið að samþykkja samning- inn. Ef þingið hafnaði niðurstöðunni yrði ekki gengið til nýrra samninga- viðræðna og úrsögnin tæki gildi án samnings við ESB. AFP Forsætisráðherrann Theresa May stefnir að því að viðræður hefjist ekki síðar en í lok næsta mánaðar um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. Neðri deildin samþykkti Brexit Álfheimar 74, Glæsibær | 104 Reykjavík | ynja.is á 15 ára afmæli 20% afsláttur af öllum vörum föstud. 10. feb Sendum frítt um land allt Íshúsið ehf ∑ Smiðjuvegur 4a, græn gata, 200 Kópavogur 35% afsláttur ífebrúar Svissnesku rakatækin+ Rétt rakastig hefur áhrif á heilsu og vellíðan viftur.is -andaðuléttar ∑Þurrkur í koki, augum - nefi? ∑Þurr húð? ∑Ryk og stöðurafmagn?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.