Morgunblaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 55
55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2017 Reykjavík Erlendir ferðamenn söddu hungur sitt hjá Bæjarins bestu í óveðrinu sem gekk yfir landið í gær. Þeir sýndu að það eru fleiri en Íslendingar sem borða SS pylsurnar með góðri lyst. Golli Verkfall sjómanna hefur nú staðið í átta vikur. Hinn 14. desem- ber 2016 felldu sjómenn öðru sinni kjarasamn- ing sem undirritaður hafði verið af samninga- nefndum sjómanna- samtakanna og Sam- taka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Þrátt fyrir að samn- ingsaðila hafi greint á um einstaka þætti, hafa viðræður lengst af gengið vel og sameiginlegur skilningur er kominn um niðurstöðu fjölda krafna beggja aðila. Ein þeirra krafna sem eftir standa varðar afstöðu skattyfirvalda til fæð- iskostnaðar sjómanna. Eftir að sjó- mannaafsláttur var tekinn af árið 2009 hafa sjómenn greitt fullan tekju- skatt af svokölluðum fæðispeningum sem útgerðir greiða til að standa und- ir kostnaði við fæði. Fæðispeningar sem útgerð greiðir hverjum sjómanni samkvæmt gildandi kjarasamningi eru 1.646 kr. hvern dag og taka breyt- ingum hinn 1. maí ár hvert miðað við matvörulið vísitölu neysluverðs sem birt er af Hagstofu Íslands í apríl ár hvert. Fæðispeningar renna til ríkisins Líkt og áður var vikið að greiða sjómenn fullan tekjuskatt af þeim fæðispeningum sem þeir fá greidda. Eftir skatt standa því eftir um 1.000 kr. Auðsýnt er að sú fjár- hæð nægir hvergi til að standa undir kostnaði við fæði fullan dag á sjó. Þegar litið er til skattalegrar meðferðar greiðslna atvinnurek- anda til starfsmanna í einstökum starfsstéttum vegna sannanlegs kostn- aðar, þá eru samn- ingaaðilar sammála um að í fyrrgreindri skattalegri meðferð fæðispeninga felst bæði óskynsemi og ójafnræði. Samkvæmt A-lið 1. mgr. 30. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt er heimilt að draga frá tekjum kostnað að hámarki móttekinni fjárhæð dag- peninga vegna ferða- og dvalar- kostnaðar, allt í samræmi við mats- reglur ráðherra. Í þessu felst að dagpeningum, sem greiddir eru vegna ferðalaga starfsmanns á vegum atvinnurekanda, er ætlað að standa undir kostnaði starfsmannsins vegna fjarveru frá heimili sínu, s.s. gisti- og fæðiskostnaði og öðrum tilfallandi kostnaði sem af ferðinni hlýst. Á þess- um grundvelli er til að mynda gisti- og fæðiskostnaður flugáhafna og rík- isstarfsmanna frádráttarbær frá greiddum dagpeningum vegna ferða- laga. Jón og séra Jón Af þessum sökum er eðlilegt að spurt sé, hvers vegna eru greiðslur útgerða til sjómanna vegna sann- anlegs fæðiskostnaðar sem hlýst að ferðum þeirra á sjó, fjarri heimili, ekki frádráttarbær líkt og kostnaður flugáhafna og ríkisstarfsmanna? Um eðlislíkan kostnað þessara starfs- stétta er að ræða og af þeim sökum má álykta að ójafnræði felist í skatta- legri meðferð þessara fjármuna. Rök skattyfirvalda fyrir þessari mis- munun liggja í því að samkvæmt skattmati ríkisskattstjóra, sem gefið er út árlega og birt í B-deild Stjórn- artíðinda, verður að uppfylla fjögur skilyrði ef færa á frádrátt á móti dag- peningum. Skilyrðin eru þessi: 1. Dagpeningarnir voru greiddir vegna tilfallandi ferða á vegum launa- greiðanda. 2. Dagpeningarnir voru greiddir vegna ferða utan venjulegs vinnu- staðar. 3. Launamaðurinn hefur sann- anlega greitt ferðatengdan kostnað samkvæmt reikningi og geti sýnt fram á það. 4. Að fyrir liggi í bókhaldi launa- greiðanda, sem og launamanns, gögn um tilefni ferðar og fjölda dvalardaga, fjárhæð ferðapeninga eða dagpen- inga, svo og nafn og kennitala launa- manns. Fyrir liggja úrskurðir yfir- skattanefndar þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að starf sem felst í útgerð og sjósókn felur ekki í sér til- fallandi ferðir utan vinnustaðar í skilningi skattmatsreglna. Þess vegna kemur frádráttur eftir reglum um fæðispeninga sjómanna ekki til álita. Niðurstaða yfirskattanefndar er sú að veiðiferðir sjómanns, fjarri heimili, séu ekki tilfallandi í starfi hans, og þess vegna er honum ekki heimilt að draga sannanlegan fæðiskostnað frá greiddum fæðispeningum. Þegar litið er til eðlis starfs flugáhafna og fjölda ríkisstarfsmanna sætir þessi túlkun þó furðu. Í starfi bæði flugáhafna og mikils fjölda ríkisstarfsmanna felast regluleg ferðalög, fjarri heimili. Ein- hverra hluta vegna eru ferðir þessara starfsstétta hins vegar taldar tilfall- andi samkvæmt yfirskattanefnd, en veiðiferðir sjómanna ekki. Þetta stenst engin rök. Leysum málið Fyrrgreind skattaleg mismunun raungerðist þegar sjómannaafsláttur var afnuminn árið 2009. Ónægja sjó- manna lýtur að þessu óréttlæti og það hefur veruleg áhrif í þeim kjara- viðræðum sem nú standa yfir. Leið- rétting þessa óréttlætis er forsenda þess að kjarasamningar verði und- irritaðir. Úrlausnarefnið er ekki flók- ið og engra lagabreytinga er þörf. Sú túlkun yfirskattanefndar, sem hér hefur verið vikið að, hvelfist um skil- yrði í skattmati ríkisskattstjóra. Þessu skattmati verður því að breyta, þannig að leiðrétt verði það ójafnræði sem felst í skattalegri meðferð sann- anlegs kostnaðar einstakra starfs- stétta vegna ferðalaga á vegum at- vinnurekanda. Það er miður að heyra ómálefna- legar fullyrðingar þess efnis að með fyrrgreindum málflutningi sé verið að gera kröfu til þess að ríkið greiði laun sjómanna. Vafalaust henta dylgjur sem þessar málflutningi þeirra sem allt hafa á hornum sér gagnvart ís- lenskum sjávarútvegi. Dylgjurnar eru einfaldlega rangar. Útgerðir munu nú sem fyrr greiða sjómönnum fjármuni til að mæta fæðiskostnaði á sjó. Vegna mismunandi skattheimtu ríkisins af fæðisgreiðslum atvinnu- rekenda til starfsmanna í mismun- andi atvinnugreinum, standa þessar greiðslur útgerða til sjómanna hins vegar ekki undir raunkostnaði. Kjarni málsins snýst því um hófsemi og jafnræði í skattheimtu. Um það hljóta allir að vera sammála. Eftir Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur » Skattaleg mismunun raungerðist þegar sjómannaafsláttur var afnuminn árið 2009. Ónægja sjómanna lýtur að þessu óréttlæti og það hefur veruleg áhrif í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir. Heiðrún Lind Marteinsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri Sam- taka fyrirtækja í sjávarútvegi. Skattaleg meðferð fæðispeninga sjómanna Á borgarstjórn- arfundi 7. febrúar sl. lögðum við borg- arfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins fram enn eina ferðina tillögu um fjölgun lóða hjá borg- inni. Tillagan hljóðaði svona: „Borgarstjórn samþykkir að fjölga lóð- um í Úlfarsárdal um- fram þá takmörkuðu fjölgun sem verður vegna breytinga á deiliskipu- lagi sem nú er í vinnslu. Er þetta gert til að bregðast við alvarlegum lóða- skorti í Reykjavík. Hafist verði handa nú þegar við undirbúning þessa verk- efnis til að Reykjavíkurborg geti upp- fyllt þá mikilvægu grunnskyldu gagnvart íbúum sínum að útvega lóð- ir í samræmi við þörf.“ Meirihlutinn vísaði tillögunni til borgarráðs, sem ber vott um ákvarðanafælni og vand- ræðagang og verður bara til þess að seinka úrræðum í húsnæðismálum því hætt er við að málið verði svæft af hálfu Pírata, Samfylkingar, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar. myndunum. En þetta verður 9.000 íbúa hverfi þegar allt er byggt, verði áfram staðið gegn stækkun hverfisins í Úlfarsárdal. Sú ákvörðun vinstri- meirihlutans í borgarstjórn að draga verulega úr íbúðarbyggð í Úlfars- árdal frá því sem áður var ákveðið dregur mjög úr möguleikum hverf- isins á að vera sjálfbært varðandi ýmsa þjónustu og á það ekki síst við um íþrótta- og æskulýðsstarf. Stækk- un hverfisins er einnig mikilvægur þáttur í því að gera fólki á öllum aldri auðveldara að koma sér þaki yfir höf- uðið. Breyting á deiliskipulagi gerir ráð fyrir íbúðum norðan Skyggnis- brautar þannig að ef það verður að veruleika erum við að tala um 1.332 íbúðir í Úlfarsárdal. Þar af eru 70 aukaíbúðir í einbýlishúsum. Þetta er fjölgun um 428 íbúðir frá skipulaginu eins og það er núna. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010- 2030 gerir ráð fyrir að byggingar- þörfin sé 700 íbúðir á ári. Það er ljóst að uppsöfnuð þörf er miklu meiri. Greiningardeild Arion banka segir að það vanti a.m.k. 8.000 íbúðir á næstu þremur árum. Hlutdeild Reykjavíkur í því er alveg áreiðanlega ekki undir 4.000 íbúðum. Í árlegri skýrslu um framfylgd aðalskipulags Reykjavíkur (!) segir að breyta þurfi þessu viðmiði og fara í 1.000 íbúðir á ári til 2030. Það er vit- anlega fyrir utan þessar 8.000 íbúðir og hlutdeild borgarinnar í þeim fjölda sem er talað um í greiningu Arion banka. Það er áhugavert að skoða þetta í samhengi við hvað hefur gerst. Þegar við skoðum fjölda fullgerðra íbúða í Reykjavík 2010 til 2015 kemur í ljós að þær eru 1.557. Þá erum við að tala um allar íbúðir sem byggðar eru í borginni. Það er ansi langt frá þess- um markmiðum aðalskipulagsins og óravegu frá yfirlýsingum borg- arstjóra f.h. meirihlutans í borg- arstjórn. Af hverju erum við borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins að leggja til út- hlutun fleiri lóða? Það er vegna þess að það er lóðaskortur í borginni og hann hefur þrýst húsnæðisverði harkalega upp. Frá 2010 til 2016 er hækkunin yfir 42% á húsnæðismark- aði. Í glænýrri skýrslu Arion banka er spáð 30% nafnverðshækkun frá ársbyrjun 2017 til ársloka 2019 og varar bankinn við ofhitnun á húsnæð- ismarkaði til lengri tíma litið. Reykjavíkurborg er í lykilstöðu til að standa í aðgerðum sem draga úr þessum hækkunum. Til þessa hefur afstaða vinstrimeirihlutans í Reykja- vík verið bæði upplýst og undirbúin. Það er lóðaskortsstefna með þeim af- leiðingum að ungt fólk kemst ekki úr foreldrahúsum vegna þess að það vantar húsnæði og vegna þess að lóðaskortsstefnan hækkar verð á hús- næði. Með samþykki tillögunnar hefði verið hægt að setja málið strax í vinnslu og nýta tímann og landið sem rúmar miklu fleiri byggingar og þannig sinna skyldum borgarinnar, sem er að sjá til þess að lóðaframboð mæti eftirspurn frekar en að halda aftur af lóðaúthlutunum með þeim af- leiðingum að húsnæðisverð hækkar langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Til þessa hafa allar tillögur um að fjölga lóð- um umfram skilgrein- ingu í aðalskipulagi í Úlfarsárdal verið felldar eða svæfðar. Það má rifja upp að 20. október 2015 felldi meirihlutinn það meira að segja að taka tillögu okkar á dag- skrá um þessi sömu mikilvægu mál. Það mátti ekki einu sinni ræða málið á þeim borgarstjórnarfundi af því að meirihluti Pírata, Samfylk- ingar, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar var ekki undirbúinn og treysti sér ekki til að taka upplýsta afstöðu til þessara mála eins og sagði í bókun þeirra við þetta tilefni. Vinna við breytingu deiliskipulags í Úlfarsárdals stendur yfir núna. Það nær hins vegar einungis til þess sem rúmast innan gildandi aðalskipulags. Samkvæmt upprunalegu deiliskipu- lagi frá 2005 eru 904 íbúðir í hverfinu. Upphaflegar hugmyndir um þetta hverfi gerðu hins vegar ráð fyrir miklu fleiri íbúðum. Grafarholt og Úlfarsárdalur áttu að geta orðið allt að 28.000 íbúa hverfi í stærstu hug- Eftir Halldór Halldórsson » Það er vegna þess að það er lóðaskortur í borginni og hann hefur þrýst húsnæðisverði harkalega upp. Halldór Halldórsson Höfundur er oddviti Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjórn. Vandræðagangur í húsnæðismálum í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.