Morgunblaðið - 09.02.2017, Page 76

Morgunblaðið - 09.02.2017, Page 76
Drottningablár Litur augnabliksins hjá Slippfélaginu. „Drottningablár og Blágrýti eru nýir, dökkbláir litir frá okkur sem hafa notið mikilla vinsælda frá því að við settum þá á markað í lok nóvember síðastlið- ins, þannig að það er óhætt að segja að þeir séu mest í tísku nú í upphafi árs- ins,“ segir Guðjón Finnur Drengsson, sölufulltrúi hjá Slippfélaginu. „Tískan í innanhússmálun gengur í hringi eins og svo margt annað. Í mörg ár vildu flestir helst mála allt hvítt, eða nota ljósa liti, en fyrir um það bil fimm ár- um varð breyting á og nú er fólk orðið óhrætt við að mála heimili sín í dekkri litum, sem er mjög skemmtileg þróun.“ Guðjón segir mikið spurt um bláa litatóna hjá Slippfélaginu og þó að Blá- grýti og Drottningablár séu lang- vinsælastir kjósi sumir viðskiptavinir frekar að láta sérblanda fyrir sig bláan lit, sem fellur enn betur að þeirra smekk og passar vel inn í húsakynnin. „Stundum ákveður fólk að mála vegg á milli eldhúsinnréttingar í bláum lit, aðrir þekja einn vegg í stofu með bláum, sumir mála heilt herbergi í nýja litnum og svo eru þeir sem fara alla leið og mála alla veggi í fallegum bláum tón.“ Sandur og Gauragrár Aðspurður segist Guðjón ekki geta sagt til um hvað beinlínis hratt af stað bláu bylgjunni í innanhússmálun, en sumir vilji meina að nýjasta tískubylgj- an tengist Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu í Frakklandi síðastliðið sumar. „Það eru tilgátur á lofti um að blátt hafi komist í tísku í kringum EM og vinsælustu litirnir okkar séu sprottnir út frá flottum jakkafötum ís- lenska landsliðsins. Þó að blár sjáist reyndar líka í erlendum fagtímaritum þá er ég ekki frá því að EM sé áhrifa- valdur hér heima.“ Guðjón bendir á að fyrir nokkrum árum hafi Sandur, nýr litur Slipp- félagsins, slegið í gegn og hann sé enn mjög vinsæll. „Ljósgrábrúnir litir, eins og til dæmis Sandur, eru klassískir og hlýlegir og margir velja þá litatóna inn á sitt heimili eða vinnustað. Svo hafa litirnir í litakortinu Skreytum hús ver- ið vinsælir og þá sérstaklega Gauragr- ár og Dömugrár. Núna má segja að Kozýgrár sé mest seldur af því lita- korti, þetta er aðeins dekkri litur með gráum og grænum undirtón.“ Unnið með hönnuðum Guðjón leggur áherslu á gæði máln- ingarinnar frá Slippfélaginu. „Innan- hússmálningin okkar er 100% akrýl- málning, hún er einstaklega slitsterk og endingargóð, heldur gljáa, er mjög auðveld í notkun, þekur vel og það er gott að þrífa hana. Hjá Slippfélaginu starfar fólk með mikla sérþekkingu í faginu, sem hefur einlægan áhuga á öllu sem snýr að málningu og litum. Hér er góður starfsandi og hár starfs- aldur, ég hef til dæmis unnið hjá fyr- irtækinu í 20 ár og aðrir hafa unnið enn lengur. Við reynum að vera alltaf með putt- ann á púlsinum þegar kemur að litum og erum framsækin á því sviði. Und- anfarin ár höfum við lagt mikla áherslu á að vinna með ungum hönnuðum og fólki úr hönnunargeiranum þegar kemur að því að blanda og hanna nýja liti. Nokkrum sinnum á ári ári velur hönnunarteymi Slippfélagsins nýja liti eða „trend“, þar sem við leggjum áherslu á einn lit sem leggur línurnar. Við köllum hann lit augnabliksins, sem er Drottningablár núna.“ Myndir í símanum Hann bætir við: „Oft kemur fólk til okkar með mynd í símanum og er að leita að „nákvæmlega svona tón“. Við leggjum okkur fram um að finna út hvaða litur það er og blöndum hann af nákvæmni, allt eftir óskum hvers og eins. Það er auðvitað ekkert skemmti- legra en að mála heimilið í „sínum lit- um“. Svo hjálpum við viðskiptavinum að finna liti sem passa vel með nýja litnum. Bendum þeim til dæmis á að Ektahvítur fellur vel að tískulitnum Drottningabláum, þar sem hann er kaldur og örlítið grátóna. Öldugrár er ljósgrár litur sem tónar svo vel við þá báða.“ Þó að dökkir litir verði æ fyrirferð- armeiri hjá Slippfélaginu eru margir sem velja áfram hvíta litinn eða aðra ljósa liti innanhúss og vilja jafnvel meina að dökkir litir, til dæmis á heilu herbergi, hafi þau áhrif að rýmið virð- ist minna og þrengra en raunin er. Guðjón er ekki á sama máli. „Mín til- finning og upplifun er allt önnur og margir eru mér sammála. Dökkur lit- ur er meira umvefjandi en hvítur eða ljós og gefur rýminu bæði mýkt og hlýju.“ Það er freistandi að spyrja Guðjón í lokin út í hans persónulega smekk og heimilið, hvort þar sé allt blátt? „Reyndar er ég ekkert í bláu litunum heima hjá mér, bara í vinnunni. Ég valdi Baulu fyrir sjálfan mig, það er fallegur brúnn tónn og ég er með hann á allri stofunni og líka í miðrými íbúð- arinnar. Þetta er mjög flottur litur og ég hef selt mikið af honum til við- skiptavina, enda hef ég sjálfur góða reynslu af honum og get svo sann- arlega mælt með honum.“ beggo@mbl.is Bláa bylgjan  Drottningablár og Blágrýti, nýjustu innanhússlitir Slippfélagins, njóta mikilla vinsælda og þekja veggi æ fleiri heimila Blágrýti Vinsæll nýr litur Slippfélagsins sem passar vel með gráu og hvítu. Blátt áfram „Stundum ákveður fólk að mála vegg á milli eldhúsinnréttingar í bláum lit, aðrir þekja einn vegg í stofu með bláum, sumir mála heilt herbergi í nýja litnum og svo eru þeir sem fara alla leið og mála alla veggi í fal- legum bláum tón,“ segir Guðjón Finnur Drengsson, sölufulltrúi hjá Slippfélaginu í Hafnarfirði. 76 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2017 HEIMILIÐ freelancer collection Reykjavík: GÞ - skartgripir & úr, Bankastræti 12 s: 551-4007, Meba, Kringlunni s: 553-1199, Meba - Rhodium, Smáralind s: 555-7711 Kópavogur: Klukkan, Hamraborg 10 s: 554 4320 Hafnarfjörður: Úr & Gull, Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður, Hafnargötu 49 s: 421-575 Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður, Glerártorgi s: 462-2509 RAYMOND WEIL söluaðilar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.