Morgunblaðið - 09.02.2017, Qupperneq 80

Morgunblaðið - 09.02.2017, Qupperneq 80
80 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2017 HEIMILIÐ „Sérstaða Kvik felst að mestu leyti í því að þar ræður einfaldleikinn ríkj- um,“ útskýrir Egill Jóhann Ingvason, framkvæmdastjóri Rafha. „Innrétt- ingarnar eru seldar í flötum pakkn- ingum til að lágmarka kostnaðinn en aðdráttaraflið felst engu að síður í hönnuninni. Kvik innréttingar eru dönsk hönnun og skandinavísk hönn- un á einfaldlega upp á pallborðið hjá fólki um þessar mundir enda þekkt um allan heim.“ Það sem flestir vilja Einfaldleikinn felst svo að sögn Egils í því að Kvik býður hverju sinni upp á 20 línur af innréttingum en nær engu að síður til meirihlutans. „Hjá keppinautunum eru kannski hundruð valkosta í boði hverju sinni en Kvik einbeitir sér að því sem flestir vilja. Þannig nær það með sínu vöruvali til 90% af markaðnum, sem finnst það flott sem er í boði hjá Kvik á til- teknum tíma. Hin 10% eru svo ef til vill með sértækari smekk, en lang- flestir finna eitthvað við sitt hæfi hjá Kvik. Með því að fylgjast vel með tíð- arandanum, nýjustu straumum og stefnum, og takmarka um leið úrvalið við það sem efst er á baugi, næst fram mikil hagræðing og lágmörkun kostnaðar, sem skilar sér í lægra vöruverði til neytenda. Nýjar innrétt- ingar koma inn og þær sem minna seljast detta út í staðinn. Ætli það séu ekki tvær til fjórar nýjar gerðir kynntar til sögunnar á ári. En svo eru vinsælar gerðir sem halda sér ár frá ári og sem dæmi um það er Mano, vinsælasta innrétting Kvik frá upp- hafi, en hún hefur verið í sölu núna í fimmtán ár.“ Egill bendir á að áhersla sé lögð á að hafa verð gegnsætt svo hvergi komi síðar fram kostnaður sem við- skiptavinurinn hafði ekki tök á að sjá fyrir. „Það er engin hætta á því að sjá eitt verð á útstillingu hjá okkur í búð- inni eða í bæklingi en fá svo annað þegar þar að kemur af því að eitthvað hefur bæst við í millitíðinni.“ Þrjú mismunandi þjónustustig Að fá innréttingar afhentar í flöt- um pakkningum hentar flestum enda hagkvæmt og ódýrt. Það á þó ekki við alla að standa í því að setja fyrst sam- an og setja svo upp. Egill samsinnir þessu. „Því er það svo að við bjóðum í rauninni upp á þrjú mismunandi þjónustustig þegar kemur að innrétt- ingunum. „Það er hægt að fá þær flatpakk- aðar á brettum, gera allt sjálfur og spara þannig. Einnig er hægt að fá skápana samsetta og þá sér fólk sjálft um uppsetninguna. Loks er hægt að fá bæði samsetningu á einingunum og uppsetningu á innréttingunum á sínum stað, gegn vægu gjaldi. Með því að bjóða upp á þessi þrjú mismun- andi þjónustustig getum við komið til móts við viðskiptavinina, sama hversu mikið þeir kjósa að gera sjálfir.“ Teiknitímar með kúnnanum Flest fyrirtæki sem selja innrétt- ingar bjóða viðskiptavinum sínum upp á ráðgjöf hvað varðar uppröðun á einingunum með hliðsjón af teikn- ingum af húsinu. Egill segir Rafha hafa valið að fara nýja leið í þessum efnum. „Við höfum þann háttinn á að viðskiptavinir panta einfaldlega tíma hjá hönnuðum okkar og gefa sér svo góðan tíma til að finna bestu lausnina í sameiningu, í stað þess að fólk komi með teikningar, skilji þær eftir og fái svo að einhverjum tíma liðnum tillögu að útfærslu sem sett er fram einhliða frá okkar hendi. Með þessu móti sam- tvinnum við óskir viðskiptavinanna við kunnáttu og reynslu hönnuðanna og þannig verður til lausn sem við- skiptavinurinn er ánægðastur með. Biðtíminn eftir svona teiknitíma er yfirleitt ekki langur og þessi þjónusta hefur fallið vel í kramið enda gefur þetta viðskiptavinum góðan tíma til að fara yfir alla þá möguleika sem eru í boði og útfæra allt eftir óskum þeirra í kjölfarið, bæði skápa og inn- volsið, hurðir og handföng, sökkul og borðplötur, vaska, heimilistæki og svo framvegis. Eldhúsið er einfald- lega teiknað upp þangað til viðskipta- vinurinn er sáttur. Um leið er farið vel og vandlega yfir allan kostnað svo viðskiptavinir séu vel upplýstir um gang mála meðfram því sem drauma- eldhúsið verður til. Með þessu móti komum við mun betur til móts við óskir kúnnanna og þeir eru fyrir bragðið þeim mun ánægðari.“ Draumaeldhúsið þolir enga bið! Það þekkja það sjálfsagt margir að hafa þurft að bíða óralengi eftir inn- réttingunum í draumaeldhúsið eða baðherbergið, þegar lausnin loks var fundin, og Egill segir að með það í huga leggi Rafha áherslu á skjótan afhendingartíma. „Kvik heitir ekki að ástæðulausu Kvik,“ segir Egill og hlær við. „Þar sem við erum hluti af stórri keðju sem telur 140 verslanir um alla Evr- ópu fylgjum við ákveðnum þjón- ustustöðlum sem það setur. Það þýðir að við þurfum að hafa ákveðinn grunnlager af innréttingum til stað- ar, nema hurðir og borðplötur. Það er alltaf pantað að utan. Við getum feng- ið innréttinguna til landsins á um tveim vikum frá pöntun, og borð- platan kemur eftir fimm til sex vikur, því hún er alltaf sérsmíðuð í Dan- mörku. Þá er hægt að hefja uppsetn- ingu á innréttingunni strax og ljúka svo með borðplötunni þegar hún berst til landsins. Afhendingar- fresturinn er sem sagt ekki svo lang- ur, enda vitum við sem er að þegar viðskiptavinurinn hefur ákveðið draumaeldhúsið þolir það enga bið.“ Einfaldleikinn ræður ríkjum Teiknitímar með viðskiptavinum eru vinsæl leið til að setja saman draumaeldhúsið  Afhendingarfresturinn skammur og úrval- ið miðast við vinsælasta útlitið hverju sinni Dökkt Innréttingalínan Mano kemur ekki síður fallega út í dökkri útfærslu, eins og hér sést.Vinsælast Hinar sívinsælu Mano-innréttingar frá Kvik hafa verið í framleiðslu í 15 ár. Morgunblaðið/Eggert Gæði „Innréttingarnar eru seldar í flötum pakkningum til að lágmarka kostnaðinn en aðdráttaraflið felst engu að síður í hönnuninni.“ Hreinleiki Hvít Modu innrétting fyrir þá sem vilja einfalt og stílhreint útlit. LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI SÍMI: 462 4646 Pilot síðan 1937 Skoðaðu litríkt úrval á bros.is Bros auglýsingavörur, Norðlingabraut 14. Bros auglýsingavörurmeð þínu merki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.