Morgunblaðið - 09.02.2017, Qupperneq 85

Morgunblaðið - 09.02.2017, Qupperneq 85
sjónarsviptir og mikill missir. Guð blessi minninguna um stólpamanninn Eið Svanberg Guðnason. Páll Bragi Kristjónsson. Það voru óvenjuleg atvik í stjórnsýslunni sem ollu því að ég átti fund með Eiði Guðnasyni á fyrstu dögum maímánaðar 1991. Hann var þá nýskipaður um- hverfisráðherra. Þetta voru okk- ar fyrstu kynni og þó að málefni þessa fundar snerust um allt ann- að æxluðust mál á þann veg að rúmum tveimur mánuðum síðar var ég farinn að vinna með hon- um í umhverfisráðuneytinu. Þessi kynni þróuðust síðan í ein- læga vináttu sem hefur staðið í rúman aldarfjórðung og aldrei borið skugga á. Við hittumst síð- ast í kringum nýliðin jól og var Eiður þá hress í bragði og kátur að vanda og því kom andlát hans okkur vinum hans í opna skjöldu. Eiður var einstakur maður sem lagði metnað sinn í allt sem hann tók sér fyrir hendur. Sam- viskusemi, fagmennska og vinnu- semi einkenndu allan starfsferil hans. Hann var jafnaðarmaður í orðsins fyllstu merkingu og hjá honum voru heiðarleiki og sann- girni leiðarstef í lífinu. Þess vegna var hann oft gagnrýninn á þá hluti í okkar samfélagsþróun sem ekki vörðuðu almannahag. Einkum ef í hlut áttu menn sem áttu eitthvað undir sér, þá fengu þeir að heyra það á almennum vettvangi, skýrt og greinilega. Hann var eðalkrati. Eiður tók við stjórn umhverf- isráðuneytisins á mótunarárum þess og þó að hann hafi ekki verið þar nema rúm tvö ár lagði hann mikið til uppbyggingar ráðuneyt- isins, sem var rúmlega eins árs þegar hann tók við stjórn þess. Ýmsar ákvarðanir hans hafa haft jákvæð áhrif á þróun umhverfis- mála og gildi þeirra vaxið með tímanum. Hann var fyrstur um- hverfisráðherra til að taka á mál- efnum miðhálendisins og beitti sér fyrir því að komið var á skipu- lagi fyrir miðhálendið. Hann lét vinna í framhaldi af Ríó-ráðstefn- unni fyrstu stefnumótun ís- lenskra stjórnvalda um sjálfbæra þróun og beitti sér fyrir aukinni vöktun á mengun sjávar við Ís- land. Öll þessi mál urðu til að bæta stöðu umhverfismála og má nefna í því sambandi málefni miðhálendisins og rammaáætlun um vernd og orkunýtingu land- svæða sem unnin var í framhaldi af stefnumótun sjálfbærrar þró- unar. Eiður var mikill vinur vina sinna og hrókur alls fagnaðar í góðra vinahópi. Samkomur okkar félaganna á Þorláksmessu verða fátæklegri án hans en minningin um góðan dreng mun lifa. Ég sendi Helgu Þóru, Þórunni og Haraldi Guðna og fjölskyldum þeirra dýpstu samúðarkveðjur. Þau hafa misst góðan föður, tengdaföður og afa. Magnús Jóhannesson. Það var samstilltur og kröftug- ur hópur sem hóf störf í sjónvarp- inu á upphafsdögum þess fyrir um hálfri öld, flestallt ungt fólk sem lagði nótt við nýtan dag til að láta ævintýrið rætast. Þetta góða fólk bast miklum vináttuböndum, allir voru sem einn. Strax í upphafi sjónvarps hér á landi var fréttastofan eins konar andlit eða gátt stofnunar- innar, fréttamenn og þulir voru komnir inni í stofu hjá lands- mönnum, orðnir heimilisvinir. Allir þekktu Magnús Bjarnfreðs- son, Ásu Finnsdóttur, Ólaf Ragn- arsson, Markús Örn Antonsson, Eið Guðnason og fleiri. Fyrsta útsendingarkvöldið var það ung- ur blaðamaður úr Reykjavík sem tók að sér það vandasama verk að stjórna umræðuþætti þar sem allir þátttakendur voru byrjend- ur í orðsins fyllstu merkingu. Auðvitað fór honum það vel úr hendi eins og flest ef ekki allt sem hann tók að sér á sinni löngu og farsælu starfsævi. Eiður Svan- berg var nefnilega maður fyrir sinn hatt, heiðarlegur, fastur fyr- ir og duglegur. Það rættist svo sannarlega úr þessum dreng sem missti föður sinn á unga aldri og ólst upp hjá móður sinni og systk- inum við kröpp kjör á nútíma mælikvarða. Þau ár hafa örugg- lega mótað hans pólitísku skoðun og lífssýn. Eins og margir ungir menn á þeim árum vann hann alla tíð með skólagöngu sinni og ef einhver tími var afgangs þá var Skáta- heimilið við Snorrabraut ekki langt undan. Í þeim félagsskap undi hann sér vel, þar hitti hann líka sína elskulegu konu sem síð- ar varð lífsförunautur hans. Það er mín skoðun að stjórn- málamaðurinn Eiður Svanberg hafi verið bæði hreinskiptinn og heiðarlegur, kostir sem eru sjald- gæfir nú til dags – en upplagið segir til sín. Eiður og Eygló voru nágrannar okkar til margra ára, betra fólk hefði verið vandfundið. Hversu oft var ekki leitað til þeirra til að fá ráð eða bara til að spjalla, eingöngu góðar minning- ar. Eiður Svanberg var trúaður maður, hafði oft á orði að móðir hans, Þóranna, hefði fylgd honum og leitt. Mér er minnisstæð bíl- ferð heim eftir útsendingu í sjón- varpinu, með okkur var Haf- steinn miðill sem kom fram í útsendingunni fyrr um kvöldið. Hafsteinn segir upp úr þurru: „Það var kona í myndverinu með okkur í kvöld, sagðist heita Þór- anna Lilja.“ Eiður mátti ekki vamm sitt vita, vandvirkur í öllu sem hann tók að sér. Honum leiddist hangs og vildi ekki vera með ókláruð mál á sínu borði. Ég var ekki allt- af sammála mínum góða vini, en oftar en ekki var ég honum sam- mála. Af öllu því sem Eiður tók sér fyrir hendur, þar af mörg virðu- leg embætti, þá held ég að honum hafi þótt vænst um aðalræðis- mannsstarfið í Færeyjum. Það er sárt að sjá á eftir sam- ferðafólki sínu, sem hefur gefið manni svo margt og deilt með ánægjustundum. Við kveðjum því góðan og traustan vin með þakklæti og eftirsjá. Fjölskyldu og aðstandendum vottum við okkar dýpstu samúð. Jón Þór Hannesson, Valgerður Lárusdóttir. Verður það oft þá varir minnst, voveifleg hætta búin finnst. Ein nótt er ei til enda trygg, að því á kvöldin, sál mín, hygg. Hvað helst sem kann að koma upp á kjós Jesúm þér að vera hjá, skelfing engin þig skaðar þá. (Hallgrímur Pétursson) Við óvænta burtför Eiðs Guðnasonar af þessum heimi kom mér fyrst í hug þetta vers úr fimmta Passíusálmi Hallgríms Péturssonar. Ég set það fremst í lítinn orðasveig til að leggja við nafn hans á útfarardegi til að þakka fyrir umhyggju hans og vináttu við Skálholt og einnig við mig. Oft mátti sjá andlit Eiðs á meðal kirkjugesta í Skálholts- dómkirkju, bæði við almennt helgihald og á tónleikum eða samkomum. Stundum hvarf hann skjótt af vettvangi, en gaf sér annars tíma á hlaðinu til að gleðj- ast yfir því sem var til bóta og ráða til heilla um annað. Þegar ég fluttist aftur í Skálholt eftir all- langt hlé voru verkefnin ærin og leita þurfti stuðnings á mörgum stöðum meðal fornra vina og ann- arra nýrra. Á engan verður hall- að þótt sagt sé að meðal hinna síðarnefndu stigu tveir menn sem áður voru mér ókunnir beint inn í hóp minna bestu vina. Nú eru þeir báðir fallnir að foldu, Jón Hákon Magnússon og Eiður Svanberg Guðnason. Ráð- hollir menn og traustir. Merkið stendur þótt merkisberinn falli. Minningargreinar hafa oft það hlutverk að birta orð sem ekki vannst tími til að segja. Við Eiður hittumst síðast í vinahópi hér í Skálholti laust fyrir síðustu jól. Það er mér á þessari stundu mik- ils virði að hafa þá í þakkarorðum getað sagt beint við hann og aðra viðstadda hvað stuðningur hans og þeirra við mig á erfiðum tím- um var og er mér mikils virði. Það er mér huggun að nú þarf þess ekki með hér. Guð blessi Eið Guðnason nú þegar hann hefur stigið yfir mörkin milli hins jarð- neska og eilífa, þar sem bíða vinir í varpa. Ég votta ástvinum hans mína dýpstu samúð. Kristján Valur Ingólfsson. Feigðin grimm um fjörið krefur, fátt er oft um svör. Enginn veit hver annan grefur, örlög ráða för. Þessar hendingar um dauðans óvissa tíma urðu til við jarðarför, sem engum viðstaddra datt ann- að í hug en að myndi ganga snurðulaust fyrir sig eins og venja er. Verið var að jarða æskuvin minn, sem hafði orðið bráðkvaddur og fallið örendur fram á morgunverðarborðið. En þegar presturinn ætlaði að fara með moldunarorðin yfir kistunni, brá svo við, að maður á fremsta kirkjubekk féll fram fyrir sig í hjartaáfalli. Athöfnin stöðvaðist í alllangan tíma á meðan var verið að hlúa að manninum, kalla á sjúkralið og flytja hann í burtu. Þetta var svo áhrifaríkt tákn um ofurvald almættisins að stakan hér að framan varð að hryggjar- stykki í sálmi um það æðruleysi og hugarró, sem nauðsynlegt er að viðhafa andspænis sköpunar- verkinu. Óvænt fráfall forvinar míns, Eiðs Guðnasonar, vekur á ný þessa sterku tilfinningu. Einnig þá tilfinningu að hann sé ekki farinn, heldur sé hann ennþá í daglegu kallfæri eins og verið hefur undanfarin misseri, þegar við náðum nánar saman en nokkru sinni fyrr vegna sameig- inlegra hugsjóna og verkefna. Kynni okkar hófust í MR en fengu nýja dýpt í nánu samstarfi á fyrsta áratug íslensks sjón- varps. Kornungur var Eiður skipaður varafréttastjóri og ekki að ástæðulausu. Því olli einstök fjöl- hæfni hans á þessum vettvangi, ekki bara innanlands, heldur einnig yfirburða færni á erlend- um vettvangi þar sem málakunn- átta hans, þekking, metnaður og vandvirkni skipuðu öndvegi. Þar kom strax fram ást hans á ís- lenskri tungu, og var hann verð- launaður fyrir það. Fólkið, sem vann þarna fyrstu árin, mátti telja á fingrum sér, svo fáliðuð var fréttastofan, en þarna var brotið blað í nútíma- legum og nýjum vinnubrögðum í krefjandi, vandaðri og kjarkmik- illi dagskrárgerð og frétta- mennsku. Mörg fjaran var sopin í að gera einhverjum mesta tíma óróa og náttúruhamfara í sögu landsins skil og hópurinn, sem þurfti að standa vaktina, varð því þéttur og njörvaður af þeirri vináttu sem samtakamáttur við krefjandi störf færir fólki. Nú er hoggið stórt skarð í þennan hóp sem ný- lega fagnaði saman hálfrar aldar afmæli síns elskaða vinnustaðar. Leiðir okkar Eiðs lágu að nýju saman nær daglega í Gálga- hrauni fyrir rúmum þremur ár- um og bundu okkur sterkari böndum en nokkru sinni fyrr. Frá barnæsku þekkti hann erfið kjör alþýðufólks og það og ást hans á landi, þjóð og tungu mótaði allt starf hans og hugsjón- ir upp frá því. Fyrir hreina til- viljun komum við gangandi hvor úr sinni áttinni að hrauninu minnisstæðan októbermorgun 2013 og gengum hlið við hlið inn á hraunið til móts við það sem þar beið okkar. Dýrmæt orðin sem féllu á þessari göngu okkar verða mér ógleymanleg og varðveitt við hjartastað, þegar hann hefur nú göngu sína á vit fegurðarinnar, sem er ofar hverri kröfu. Ég votta með djúpu þakklæti minningu Eiðs Guðnasonar virð- ingu og votta ástvinum hans hlut- tekningu. Ómar Ragnarsson. Fólk sem vinnur að forvörnum veit hve miklu máli skiptir að eiga öfluga stuðningsmenn á Alþingi. Þetta fann ég mjög vel þegar ég, með góðu samstarfsfólki, var fyrr á árum að reyna að bæta umferð- armenningu okkar landsmanna. Nokkrir þingmenn voru mála- flokknum afar hlynntir og ávallt gott til þeirra að leita – einn þeirra Eiður Guðnason. Við Eiður höfðum kynnst á námskeiði í Sjónvarpinu árið 1978, þegar hann, Magnús Bjarn- freðsson og fleira gott fólk reyndu að kenna okkur þátttak- endum undirstöðuatriði í þátta- gerð í þeim góða miðli og hvernig best væri að bera sig að í við- tölum o.þ.h. Af þessu lærði ég mikið og ber mikla virðingu fyrir þessum látnu heiðursmönnum og samstarfsfólki þeirra á Lauga- veginum. Samstarf okkar Eiðs var tals- vert næstu ár á eftir og mörg þau málin sem náðust í gegnum þing- ið með öflugum stuðningi hans og fleiri góðra þingmanna úr flest- um flokkum. Í tengslum við gildistöku nýrra umferðarlaga 1. mars 1988 skipaði Jón Sigurðsson, þáver- andi dómsmálaráðherra, þjóðar- átaksnefnd í umferðaröryggis- málum í samræmi við ályktun Alþingis vorið 1987. Formaður nefndarinnar var Eiður Guðna- son og í henni sat fleira öndveg- isfólk, bæði frá Alþingi og frá hin- um ýmsu aðilum sem komu að umferðarmálum með einum eða öðrum hætti. Í framkvæmdanefnd þessa þjóðarátaks áttum við Eiður, ásamt Hreini Bergsveinssyni, fulltrúa bifreiðatryggingafélag- anna, afar gott samstarf um all- langan tíma og bar þar aldrei skugga á. Var Eiður bæði ráða- og úrræðagóður og drifkraftur mikill. Leyfi ég mér að fullyrða að umferðaröryggismál hafi mjög notið hæfileika hans og dugnaðar á þessum árum. Að afloknu þessu tímabili urðu samskipti okkar eðlilega minni, en góð tengsl héldust. Sem dæmi þar um nefni ég að á árinu 2015 hafði hann samband við mig vegna þess góða árangurs sem náðst hefur hér á landi í fækkun á slysum á börnum í umferðinni. Vegna tengsla Eiðs í utan- ríkisþjónustunni hafði honum borist fyrirspurn frá fjarlægu landi þar sem spurst var fyrir um hvernig að þessum málum hefði verið staðið hér á landi. Bjart er yfir minningu Eiðs Guðnasonar í mínum huga og blessuð sé minning hans. Svo sannarlega fór hann allt of snemma. Ég sendi fjölskyldu Eiðs hugheilar samhryggðar- kveðjur. Óli H. Þórðarson. MINNINGAR 85 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2017 ✝ Marý fæddist áHúsavík 4. september 1931. Hún lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 25. janúar 2017. Foreldrar hennar voru Marinó Sig- urðsson bak- arameistari, f. 1900, d. 1972, og Guðrún Jónsdóttir húsmóðir, f. 1900, d. 1970. Marý átti fjórar systur, elst var Unnur, f. 1923, d. 2014, Hanna, f. 1925, d. 1984, Erna, f. 1933, og Halldóra, f. 1938. Marý bjó á Húsavík til 11 ára aldurs en flutti þá með foreldrum sín- um í Borgarnes. Þar bjó hún uns hún giftist Birgir Guðmundssyni verslunarmanni 17. júní 1950, f. 22. janúar 1929 á Siglufirði, d. 1. september 2010. Marý og Birgir bjuggu allan sinn búskap í Garðabæ og í Hafnarfirði. Björn Marýjar og Birgis eru 1) Alma hjúkr- unarfræðingur, f. 1951, maki Stein- grímur Haraldsson, dætur þeirra eru Marý Björg og Þyrí Halla. 2) Marinó Flóvent bakara- meistari, f. 1958, maki Jóhanna Sig- rún Ingimarsdóttir, synir þeirra eru Ingimar Flóvent og Marinó Flóvent. Fyrir átti Mar- inó son, Vilmund Daða. 3) Birgir Már, f. 1963. Langömmubörn Marýjar eru fjögur. Marý vann við ýmis störf um ævina, við þjónustu, á sauma- stofu og við aðhlynningu á Víf- ilsstöðum, Sólvangi og á Hrafn- istu, Hafnarfirði. Síðustu ár dvaldi Marý á Hrafnistu í Hafn- arfirði. Útför hennar fer fram frá Garðakirkju í dag, 9. febrúar 2017, klukkan 15. Kæra Marý mín, takk fyrir öll árin okkar saman, ég er þakklát fyrir kynni mín af þér og elsku tengdapabba og nú eruð þið sam- einuð, þakklát að hafa kynnst syni ykkar honum Marinó mínum og þakklát fyrir afkomendur ykkar og okkar, nú ertu komin í Sumarlandið og þér líður vel. Þú skilar kærri kveðju til elsku tengdapabba og þakkaðu honum fyrir alla dansana okkar saman. Til þín ég hugsa, staldra við. Sendi ljós og kveðju hlýja. Bjartar minningarnar lifa ævina á enda. Góða ferð, kæra tengda- mamma, Þín tengdadóttir, Jóhanna Sigrún Ingimarsdóttir. Marý amma okkar er látin. Í minningunni var hún gjarnan með handavinnu í höndunum hvort sem það voru prjónarnir eða útsaumur. Einnig munum við eftir henni þar sem hún er gjarn- an að leysa krossgátuna í Lesbók Morgunblaðsins, eins og blaðið hét þá, annaðhvort í eldhúsinu á Arnarhrauninu eða úti á svölum í sólinni. Oftar en ekki fengum við systurnar að nota innanhússkall- tækið sem var á milli íbúðarinnar og bílskúrsins í Arnarhrauninu til að kalla á afa inn í kaffi, sem okkur þótti alltaf mikið sport. Þegar við vorum litlar horfð- um við oft á Tónaflóð og Mary Poppins með ömmu, sem voru uppáhaldssöngleikir hennar. Síð- asta vetur fórum við með henni og mömmu á Mary Poppins og höfðum við allar mjög gaman af að hlusta á þessi lög aftur eftir langan tíma. Hin síðari ár var hún á Hrafn- istu í Hafnarfirði þar sem hún og afi fluttu fyrst í hús í Boðahlein og eftir andlát Bigga afa bjó hún á Naustahlein og að lokum inni á Hrafnistu. Hún fór á næstum all- ar skemmtanir en bingó var allt- af uppáhaldsskemmtun hennar og oftar en ekki vann hún kon- fektkassa eða kannski sérrí- flösku. Hún undi hag sínum vel í handavinnunni og annarri dægradvöl og naut góðs atlætis og umönnunar starfsfólks og fé- lagsskapar annarra vistmanna. Amma var alltaf félagslynd og fannst gaman að fara út meðal fólks og var mikill spjallari. Hún hafði líka gaman af því að fá lang- ömmubörnin sín í heimsókn og átti alltaf súkkulaði handa þeim og heitt kakó. Þau hændust að henni og sakna hennar nú sárt. Marý amma var sú síðasta af ömmum okkar og öfum sem var á lífi. Hún var af þeirri kynslóð sem upplifði heimsstyrjöld og lýðveldisstofnun og það er mikils virði fyrir okkur sem fæddumst seint á 20. öldinni að hafa kynnst þeirri kynslóð og heyrt frásagnir frá fyrstu hendi af annarri tíð og allt öðruvísi tíma. Hún og afi voru börn síns tíma. Hún húsmæðra- skólagengin en hann samvinnu- skólagenginn. Þau giftust ung og eignuðust börn, sinntu starfi og leik í sátt og samlyndi við sam- félagið. Yngsti sonur þeirra Birg- ir Már, veiktist ungur alvarlega og átti við fötlun og þroskaskerð- ingu að stríða eftir það, sem var þeim mikil sorg. Þau voru honum góðir og ástríkir foreldrar og sinntu honum eins vel og þau gátu. Seinni árin var farið hvern einasta sunnudag á sambýlið í heimsókn og notið samveru eins og hægt var. Við vissum að hún saknaði afa, sem hún giftist þann 17. júní árið 1950, en hann lést 2010 þegar þau höfðu verið gift í 60 ár. Þau ganga nú saman hinn eilífa veg. Bless, amma okkar, og takk fyrir allt. Marý Björk og Þyrí Halla Steingrímsdætur. Marý Aníta Eden Marinósdóttir Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og við- eigandi liður, „Senda inn minn- ingargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hve- nær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Minningargreinar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.