Morgunblaðið - 09.02.2017, Síða 87

Morgunblaðið - 09.02.2017, Síða 87
MINNINGAR 87 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2017 ✝ Helga Jóns-dóttir fæddist að Ingveld- arstöðum í Keldu- hverfi 1. nóvember 1920. Hún lést á dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund 5. febrúar 2017. Foreldrar henn- ar voru þau hjónin Ingibjörg Gísla- dóttir, fædd 4. nóvember 1884 í Gíslabúð á Dalvík, látin 3. sept- ember 1963, og Jón Jóhann- esson bóndi, fæddur 29. október 1888 á Ærlæk í Öxarfirði, látinn í apríl 1966. Þau hjónin gengu í hjónaband 1917 og bjuggu alla sína búskapartíð á Ingveld- arstöðum og þar fæddust þeim fjögur börn auk Helgu: 1) Krist- ján, fæddur 1. júlí 1917, látinn 13. apríl 2006. 2) Dagbjört, fædd 1. september 1923, látin. 3) Ing- ólfur, fæddur 16. október 1925. 4) Þorfinnur, fæddur 7. nóv- ember 1927. Helga giftist Sig- urði Axel Skarphéðinssyni, ber 1963. Hann var kvæntur Micelle Mitchell. Þau eiga tvo syni; Þór Mitchell og Axel Mitchell. Áður átti Jens Tind Óla. c) Sigurður Helgi, f. 3. jan- úar 1971. Hann er kvæntur Öldu Kristinsdóttur. Þau eiga börnin Arnór, Brynju Dís og Evu Dís. Sigurður á eitt barnabarn. 2) Gerður Sólveig, f. 14. júlí 1949. Hún er kennari. Gift Eyjólfi Þór Sæmundssyni forstjóra. Gerður á tvö börn: a) Helga, f. 18. ágúst 1973. Hún er gift Þorgeiri Gestssyni og eiga þau börnin Eyjólf Loga, Gest og Heklu. b) Baldur Þór, f. 31. maí 1978. Hann er ókvæntur og barnlaus. Helga og Sigurður byrjuðu bú- skap á Hróastöðum í Öxarfirði en fluttu til Reykjavíkur 1947. Þau bjuggu fyrst á Grenimel 6 en lengst af á Reynimel 54, þar til Sigurður lést. Þá flutti Helga á Aflagranda 40 og bjó þar til hún fluttist á dvalar- og hjúkr- unarheimilið Grund í febrúar á síðasta ári og lést þar. Helga vann við ýmis þjónustustörf en lengst vann hún á saumastofu. Útför Helgu fer fram frá Neskirkju í dag, 9. febrúar 2017, og hefst athöfnin klukkan 13. járn- og söðlasmið frá Hróastöðum í Öxarfirði, 4. októ- ber 1941. Hann var fæddur á Víðihóli á Hólsfjöllum 19. september 1906 og lést 8. apríl 1996. Foreldrar Sigurðar voru hjónin Gerður Jónsdóttir, fædd 30. nóvember 1882 og látin 12. júní 1973, og Skarphéðinn Sigvaldason, fæddur 4. apríl 1876 og dáinn 15. júlí 1970. Helga og Sigurður eignuðust tvær dætur: 1) Hjör- dís, fædd 24. janúar 1942. Hún starfaði við skrifstofu og versl- unarstörf. Hún er gift Hans Þór Jenssyni dúklagningameistara og hljóðfæraleikara. Hjördís á þrjá syni: a) Hilmar, f. 12. októ- ber 1960. Hann er kvæntur Odd- nýju Magnadóttur. Þau eiga dótturina Sól. Hilmar á Björg- vin, Vilhjálm, Hans Þór og Erlu Hlín úr fyrri samböndum. Hilm- ar á tvö barnabörn og tvö stjúp- barnabörn. b) Jens, f. 27. októ- Þó að maður viti í raun að hverju stefnir hjá nánum að- standendum sem glíma við sjúk- dóma eða hár aldur færist yfir þá er það alltaf áfall þegar kallið kemur. Þannig var það með Helgu tengdamóður mína. Það er stundum haft í flimt- ingum að tengdamæður séu af- skiptasamar og jafnvel erfiðar í samskiptum en hjá Helgu var þessu þveröfugt farið. Hún var sú jákvæðasta manneskja sem ég hef kynnst. Ég hef velt því fyrir mér hvort hennar glaðlega og jákvæða lund hafi ekki stuðlað að langlífi henn- ar og góðu andlegu atgervi allt til hinstu stundar. Þó að líkaminn hafi gefið eftir þannig að hún þurfti að flytja á hjúkrunarheimili rúmlega 95 ára var hugsunin skýr og áhuginn á málefnum fjölskyldunnar og samfélaginu ávallt til staðar. Sem dæmi má nefna að Helga nýtti sér vel þjónustu Blindrabóka- safnsins og fékk frá þeim nýjustu bækurnar í hljóðbókaformi. Hún hafði ákveðnar skoðanir á því hvort Arnaldur, Yrsa eða aðrir höfundar hefðu bætt sig frá fyrra ári og bókin hans Reynis Traustasonar um baráttuna um yfirráðin yfir DV vakti svo mikla spennu hjá henni að varla var hægt að ná sambandi fyrr en eftir að hlustun á henni lauk. Fé- lagsvist og bingó veitti henni mikla gleði allt þar til daprandi sjón setti strik í reikninginn. Og hún naut sín með fjölskyldu og vinum, glaðvær, jákvæð og fylgd- ist vel með þróun mála hjá af- komendunum. „Ég held að afkomendur mínir séu gott fólk,“ sagði hún við mig nokkrum dögum áður en hún kvaddi, var greinilega að hug- leiða lífshlaup sitt og arfleifð sína. Eftir að Sigurður lést fluttist Helga að Aflagranda 40 þar sem henni leið mjög vel, var í góðum félagsskap og eignaðist nýja vini. Líkamlegur heilsubrestur olli því síðan að hún þurfti aðhlynningu umfram það sem unnt er að veita í heimaþjónustu og fór hún þá á hjúkrunarheimilið Grund í byrj- un síðasta árs. Þar leið henni vel og kunnum við aðstandendur frá- bæru starfsfólki þar hinar bestu þakkir. Helga fæddist og ólst upp á Ingveldarstöðum í Kelduhverfi. Henni þótti mjög vænt um bernskuhagana og átti góðan frænd- og vinagarð þar um slóðir sem hún heimsótti allt fram á tí- ræðisaldur. Skáldgáfa er sterk í ætt Helgu, faðir hennar, Jón Jó- hannesson, orti m.a. kvæði um sína sveit sem þetta er upphaf að: Fríða sveit við fjörðinn bláa, fegurst byggð und norðurpól. Þar sem Byrgis borgin háa björkum veitir grið og skjól. Þar sem dunar dimmum rómi Dettifoss í gljúfra sal. Hólmatungur hlú’ að blómi. Hugurinn þráir Vesturdal. Það ber að þakka að Helga fengi að lifa til rúmlega 96 ára aldurs við góða andlega heilsu og hún taldi sjálf undir lokin að kom- inn væri tími til að kveðja. Þetta er gangur lífsins, en engu að síð- ur er hennar saknað. Megi hún hvíla í friði en minningarnar lifa. Eyjólfur Þór Sæmundsson. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez.) Elsku amma mín. Það er ótrúlegt að hafa mann- eskju í lífi sínu í 38 ár og eiga ekki svo mikið sem eina neikvæða hugsun um viðkomandi. Enda varstu algerlega einstök, amma mín. Þú elskaðir mig skilyrðis- laust frá því þú leist mig augum í fyrsta sinn. Þó að ég væri hand- fylli og rúmlega það þá reyndi ég alltaf að haga mér eins og maður þegar ég var í heimsókn hjá ykk- ur afa Sigga á Reynimelnum. Enda voruð þið svo ofsalega góð við mig að ég bókstaflega elskaði að vera í heimsókn hjá ykkur. Og þegar mamma og pabbi fóru til útlanda þá vildi ég hvergi annars staðar vera ef ég fékk einhverju um það ráðið. Þá var farið í bæ- inn, spilað og farið í ýmsa leiki. Eru þetta í dag margar af mínum fallegustu og dýrmætustu æsku- minningum og hafa reyndar verið það lengi. Þú hallmæltir aldrei neinum, amma mín, og að öðrum ólöstuð- um þá varstu jákvæðasta mann- eskja sem ég hef nokkurn tímann kynnst. Þú varst aldrei ósanngjörn og það var afskaplega auðvelt að gera þér til geðs. Þú varst sjálfri þér næg og bjóst yfir fáheyrðri hugarró. Á sama tíma sagðirðu ávallt beint það sem þú meinaðir og varst ákaflega einlæg. Hjartalag þitt var einstaklega hlýtt og fal- legt og æðruleysi þitt var ekki síður fáheyrt og ég man þegar við ræddum andlát Dagbjartar syst- ur þinnar fyrir ekki svo löngu, að þegar ég sagði að það hefði borið fljótt að og að það væri synd að fólk færi yfir móðuna miklu ver- andi algerlega skýrt í kollinum og almennt að mestu leyti í lagi þá svaraði hún að bragði: „Mikið er ég glöð að hún Dadda mín fékk að fara á meðan hausinn var enn í fínu lagi og henni leið vel.“ Það fannst henni hin mesta huggun og mildi. Því dauðinn er ekkert sem þarf að óttast eftir langa og inni- haldsríka ævi. Það sama á við um þig, elsku amma mín. Á sama tíma og ég er frá mér numinn af sorg þá er það mér mikil huggun að þú fékkst að fara á þínum eigin forsendum og með kollinn í full- komnu lagi. Sem er nákvæmlega eins og þú vildir hafa það. Þú áttir langa og hamingjuríka ævi og skilur eftir þig tvær frá- bærar dætur sem eiga börn og barnabörn, sem voru svo lánsöm að fá að kynnast þér. Eftir stend ég grátklökkur og það eina sem ég get stunið upp úr mér er takk. Takk fyrir allt, elsku amma mín, og á sama tíma og þetta er mín hinsta kveðja til þín þá mun minningin um þig lifa í huga mínum og hlýja mér um hjartaræturnar til æviloka. En mikið óskaplega mun ég sakna þín samt. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Hávamál.) Elsku mamma, Dísa, Þorfinn- ur, Ingólfur og aðrir ástvinir. Megi Guð gefa ykkur huggun í sorginni og styrk til að halda áfram. Baldur Þór. Helga Jónsdóttir Mig langar að minnast míns kæra vinar, læriföður og ferðafélaga, Guð- mundar Péturssonar. Sumarið 1976, eftir eitt ár í líffræðinámi, var ég svo lánsöm að fá sumar- vinnu á Keldum hjá Guðmundi Eggertssyni erfðafræðiprófessor, sem hafði þar aðstöðu. Þá var ný- komin til hans í vinnu úr fram- haldsnámi Sigríður Þorbjarnar- dóttir líffræðingur. Fyrir fáfróðan líffræðinema opnaðist á Keldum heimur með algerlega nýjum víddum. Á litlu kaffistofuborunni sat eða stóð starfsfólkið eins og síld í tunnu, drakk bleksterkt kaffi sem Björg gamla hellti upp á og gáfumannatalið og ólíkindalætin voru með eindæmum. Forstöðumaðurinn Guðmund- ur Pétursson, á yfirreið um ríki sitt, fór fljótlega líka að líta við hjá okkur Siggu þar sem við sátum og strikuðum E. coli á skálar. Ekki til að ræða um vísindi heldur til að reka áróður fyrir fjallgöngum og Ferðafélagi Íslands. Þetta bar ár- angur og við Sigga ákváðum að ganga með honum og FÍ á Baulu. Á Umferðarmiðstöðina mætti gal- vaskur hópur fólks með bakpoka og í fjallgönguskóm. Ég var á stíg- vélum, með hliðartösku, og Sigga svaf yfir sig. Mér leist ekki á blik- una en huggaði mig við að ég hlyti að hafa við þessum gömlu körlum. Þessir gömlu karlar runnu upp stórgrýtið á Baulu svo sá undir ilj- ar. Þá var ekki búið að finna upp afturendafararstjóra. Daginn eftir komst ég varla í kaffi upp hring- Guðmundur Pétursson ✝ GuðmundurPétursson fæddist 8. febrúar 1933. Hann lést á 23. janúar 2017. Útför Guð- mundar fór fram 8. febrúar 2017. stigann á salnum. Ég sá til þess að Sigga svæfi ekki yfir sig næst og eftir þetta ferðuðumst við báðar með Guð- mundi um fjöll og firnindi og inn í ferðanefnd og stjórn Ferðafélagsins. Betri og skemmti- legri ferðafélaga var ekki hægt að hugsa sér. Á Keldur kom fólk alltaf aftur og þegar ég lauk líffræðinni fékk ég vinnu á veirudeildinni hjá Guð- mundi. Ég var þá ákveðin í að fara í framhaldsnám í ónæmisfræði og nær henni gat maður varla komist í þá daga. Guðmundur var óþreyt- andi að bera í mann lesefni og greinar og spá og spekúlera, ræða útfærslur og ráðleggja manni. Ef eitthvert lát var á veiruvinnu; kompi, nauti og títreringum, þá skrifuðum við Roger, Kolla og Eygló sérprentapantanir fyrir Guðmund. En hann fylgdist með öllu rannsóknarsviðinu sem var spannað á Tilraunastöðinni, pant- aði vísindagreinar þar að lútandi og dreifði þeim á viðeigandi aðila innan húss með umræðum og spjalli. Einhverju sinni lét hann mig hafa sérprent á frönsku sem ég bar mig illa yfir og hann sagði með sinni góðlátlegu kímni „hvað er þetta, lestu ekki frönsku – ertu ómenntaður ruddi?“ En Guð- mundur var mikill málamaður og lærði t.d. rússnesku sér til dund- urs. Gegnum rannsóknarsamstarf útvegaði Guðmundur mér fyrst vinnu á Wistar-stofnuninni í Phila- delphiu. Þegar mér líkaði ekki þar kom hann mér í samband við vin sinn Georg Klein, prófessor á Kar- olinska í Stokkhólmi. Þar lauk ég framhaldsnámi og kom í þriðja sinn aftur á Keldur reynslunni ríkari. Ég verð Guðmundi ævin- lega þakklát fyrir að vera vegvísir minn á hinni vandrötuðu braut vísindarannsókna og ferðafélagi um öræfi og óbyggðir. Fjölskyldu og vinum Guðmundar votta ég mína innilegustu samúð. Sigurbjörg Þorsteinsdóttir. Guðmundur Pétursson var ein- stakur maður. Hann var vel gefinn og greindur, fjölgáfaður og fróð- leiksfús. Áhugi hans á lífinu og veröldinni var víðfeðmur og hann safnaði að sér viðamiklum fróðleik sem hægt var að fletta upp í, eins og barnabörn hans vitna um og við samstarfsfólk hans reyndum. Hann lét ekki fordóma tefja sig en var víðsýnn. Þó að vísindi og rann- sóknarstörf yrðu meginverkefni hans hafði hann líka almennan áhuga á náttúrunni og sótti í veru þar. Fór víða, bæði hérlendis og erlendis, kleif ótrauður fjöll og tinda, þegar hann var upp á sitt besta. Á seinni árum, eftir að hann hætti að vinna, fór hann margar ferðir til Austurlanda nær og víð- ar og naut þess mjög að kynnast framandi þjóðum og menningu. Guðmundur var hógvær og góður hlustandi, en á fundum eða ráð- stefnum, heima eða erlendis, hafði hann ævinlega eitthvað vitlegt til málanna að leggja og spurði áhugaverðra spurninga. Hann hafði góða kímnigáfu og skaut oft inn skemmtilegum athugasemd- um. Guðmundur var velviljaður, nærgætinn og tillitssamur við samstarfsfólk sitt þótt hann efldi metnað þess til að standa sig vel og skila niðurstöðum. „Það sem ekki hefur verið skrifað hefur ekki verið gert,“ sagði hann stundum og hvatti okkur til að skrá tilraun- ir okkar og verkefni skilmerki- lega. Við létum þetta okkur að kenningu verða. Samfélagið á Keldum var afar sérstakt, stóð á gömlum merg merkra vísindaaf- reka. Gamlar hefðir lengi vel í heiðri hafðar þó að nútíminn yrði æ ágengari. Störfin mörg og rann- sóknarverkefnin ólík. Margir höfðu unnið þarna lengi en alltaf bættust nýliðar við. Samt var hóp- urinn eins og ein fjölskylda og samkomulagið yfirleitt gott, hver hafði sitt mikilvæga hlutverk. Guðmundur forstöðumaður bjó á Keldum með fjölskyldu sinni og Ásdís kona hans vann einnig þar. Dýrahald var á Keldum vegna eðl- is rannsóknarverkefna, allt var þetta svolítið eins og á sveitasetri, enda enn nokkuð út úr bænum. Allar samkomur starfsfólks skemmtilegar, vísur samdar og fyrripartar botnaðir á þorrablót- um, stundum líka dansiböll. Og jólaskemmtunin fyrir börnin engu lík, þangað komu alvöru jólasvein- ar kafrjóðir, ríðandi á hestum í snjónum, með gjafir í poka og all- ir, líka þeir fullorðnu, trúðu því að jólasveinar væru til. Veirudeildin hélt ötullega áfram rannsóknum á visnu og mæðiveiki með nútíma- tækni, en sú veira hafði einmitt verið uppgötvuð og skilgreind á Keldum. Þær rannsóknir áttu svo enn brýnna erindi eftir að náskyld HIV-veiran sem herjar á fólk kom til sögunnar. Guðmundur var vel liðinn og farsæll leiðtogi sem leyfði samstarfsfólkinu að njóta sín, hvatti það og studdi eftir bestu getu. Lengi eftir að hann og fleiri af veirudeild Keldna hættu störfum hittumst við og þeir sem enn vinna þar reglulega í kaffisopa hér og þar á ýmsum veitingastöð- um í Reykjavík og félagsskapur hans var ævinlega fagnaðarefni. Hans verður saknað í þeim hópi og miklu víðar. Við samstarfsfólk Guðmundar á veirudeild vottum fjölskyldu hans innilega samúð. Blessuð sé minning Guðmundar Péturssonar. Guðrún Agnarsdóttir, Bergljót Magnadóttir, Björg Rafnar, Elsa Benedikts- dóttir, Eygló Gísladóttir, Roger Lutley, Sigríður Matt- híasdóttir, Sigurbjörg Þor- steinsdóttir, Steinunn Árna- dóttir, Valgerður Andrésdóttir. Það er gaman að sjá ungt fólk reykja, sagði forstöðumaður Til- raunastöðvar Háskólans í meina- fræði þegar gönguhópur frá Ferðafélagi Íslands tók sér hvíld á leið upp á Vífilsfell og nokkur ung- menni fengu sér smók. Þessi tjáning er nokkuð dæmi- gerð fyrir íroníu Guðmundar Pét- urssonar sem lék sér stundum að því að tala hálft í hvoru um hug sér. Hann var einum bekk á undan mér í MR og gekk undir nafninu Gvendur dúx sakir víðfrægra námsgáfna. Hann var ritstjóri Skólablaðsins í 5. bekk og ég í rit- nefnd hjá honum og seinna arf- taki. Um það leyti brá hann dálítið fyrir sig yrkingum og ekki síst á þá lund að skopstæla væmni ann- arra. Næsta vetur var hann in- spector scholae og þegar ég kom upp í háskóla var Guðmundur þar fyrir sem formaður Félags rót- tækra stúdenta. Því olli einkum andstaða hann við erlenda hersetu fyrir utan skömm hans á ranglátri skiptingu á auðæfum heimsins. Og aftur tók ég við af Guðmundi. Löngu seinna áttum við sam- vinnu í Ferðafélagi Íslands þar sem hann sat í stjórn en ég í rit- nefnd Árbókar. Þá áttum við oft samleið í gönguferðum, til að mynda á Öræfajökul, og mátti ósjaldan heyra fyrrnefnt ólíkindatal af hans munni. Í næturstað furðaði hann sig til að mynda oft á þeirri sjálfspynd- ingu sem hann fremdi með því að ganga á fjöll og jökla eins og það væri bæði erfitt og leiðinlegt. Og yrði einhver umtalsverð mishæð á vegi brást varla að hann styndi því upp að þetta væri óyfirstíganlegt með öllu. Nokkrum stundarfjórðungum síðar hafði hann klifið hnúkinn. Ef Guðmund bæri að hinu Gullna hliði væri hann vís til að lýsa því yfir að hér kæmist hann aldrei inn en væri skömmu seinna sestur við hægri hönd almættisins. Árni Björnsson. Í dag kveðjum við kæran sam- starfsmann, Guðmund Pétursson lækni, fyrrverandi forstöðumann Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og pró- fessor við Háskóla Íslands. Ég kynntist Guðmundi fyrst á námsárum mínum í líffræðinni við Háskóla Íslands, á áttunda áratug síðustu aldar. Árið 1981 réði hann mig síðan til rannsóknavinnu á Tilrauna- stöðinni. Þetta var fyrsta launaða vinna mín við tilraunavísindi, en áður hafði ég unnið við ýmsar greiningar. Starfið á Keldum lagði línuna með áframhaldið hjá mér og hef ég verið við störf á rann- sóknastofum síðan. Guðmundur var afkastamikill vísindamaður og eru störf hans og frumkvæði mikils metin á Keldum og í íslenska- og alþjóðlega vís- indasamfélaginu. Vísindastörf Guðmundur voru lengst af á fræðasviði veirufræðinnar og þar ber hæst rannsóknir á hæggeng- um smitsjúkdómum í sauðfé. Á því sviði lagði Guðmundur mikið af mörkum og framlag hans efldi skilning á framgangi sjúkdóma og samspili hýsils og sýkils. Guð- mundur var í alþjóðlegri sam- vinnu beggja megin Atlantshafs- ins. Hann vann að því að efla Tilraunastöðina sem alþjóðlega vísindastofnun og var ávallt annt um velferð hennar. Guðmundur var maður um- ræðu og frjórra skoðanaskipta. Kom það glögglega fram allt fram á síðustu ár, en hann var virkur gestur þegar haldnir voru fyrir- lestrar og fræðslufundir á Keldum þrátt fyrir að vera kominn á eft- irlaun. Athugasemdir hans og fyr- irspurnir báru þess glöggt vitni að hér fór maður með mikla yfirsýn á ýmsum fræðasviðum og vel tengd- ur við sértæka umfjöllun viðfangs- efnisins. Fyrir hönd starfsmanna Keldna vil ég þakka Guðmundi fyrir samfylgdina og framlag hans í þágu Tilraunastöðvarinnar og vísinda. Ég færi fjölskyldu hans mínar dýpstu samúðarkveðjur. Sigurður Ingvarsson, forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.