Morgunblaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 88

Morgunblaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 88
88 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2017 ✝ Gísli Pálssonfæddist í Reykjavík 23. nóv- ember 1965. Hann andaðist á líkn- ardeild Landspít- alans 2. janúar 2017. Foreldrar hans eru Borghildur Ma- ack og Páll Leifur Gíslason. Eiginkona Gísla er Madalena Bernabe Zandamela. Dóttir þeirra er Adele Alexandra, f. 30. apríl 2003. Fyrri kona Gísla var Filomena Maria Delgado frá Grænhöfðaeyjum. Hún lést árið 2011. Sonur þeirra er Jón Krist- árið 1993 og MA-prófi frá Boston University árið 1994. Gísli starf- aði fyrir Þróunarsam- vinnustofnun Íslands á árunum 1995-2015, fyrst á Græn- höfðaeyjum, 1995-1999, síðan í Mósambík, 1999-2001, þá í Nam- ibíu, 2001-2006, því næst í Níkar- agva, 2006-2008, og loks í Úg- anda, 2010-2015, en með aðsetur hjá stofnuninni í Reykjavík á milli, 2008-2010 og 2015. Fyrir störf sín í Níkaragva hlaut Gísli heiðursorðu frá forseta landsins. Þegar stofnunin var sameinuð utanríkisráðuneytinu í ársbyrjun 2016 tók hann við starfi sendi- ráðunautar í ráðuneytinu í Reykjavík og gegndi því síðan. Útför Gísla fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag, 9. febrúar 2017, og hefst athöfnin klukkan 15. ófer, f. 8. september 1997. Systur Gísla eru Vera Pálsdóttir og Nanda María Maack Murangi. Dóttir Veru er Sól- ey Marie Bled, f. 2004. Eiginmaður Nöndu er Finnur Kristinsson. Börn þeirra eru: Rík- harður Daníel, f. 2008, Patrekur Daði, f. 2012, og Ragnheiður Freyja, f. 2015. Gísli lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1985. Hann lauk BA-próf frá School of Int- ernational Training í Vermont Í dag fylgi ég syni mínum Gísla til grafar. Það er óbærileg sorg og söknuður sem fylgir því að ganga þessi þungu skref. Það er óréttlátt að faðir lifi son sinn, enginn ætti að þurfa að ganga í gegnum þessa miklu raun. Í sumar og haust þeg- ar það var ljóst að endalokin voru ekki langt undan vildi ég ekki við- urkenna að þetta væri að gerast eða sætta mig við orðinn hlut. En á þessari erfiðu stund minnist ég sonar míns með miklu þakklæti. Ég er þakklátur fyrir þann tíma sem við áttum saman. Ég er þakk- látur fyrir allar þær góðu minn- ingar sem ég á um góðan son. Blessuð sé minning þín. Þinn pabbi. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Þín mamma. Elsku Gísli minn. Takk fyrir að vera svona góður bróðir. Þegar við vorum lítil passaðir þú alltaf vel upp á mig, enginn mátti stríða mér, þá varst þú kom- inn. Ég fékk alltaf að vera með þér og vinum þínum í fótbolta, stríðs- leik og öðrum skemmtilegum leikjum. Ég man þegar þú varst sendill hjá Alþýðublaðinu, lítill gutti. Þeg- ar þú fékkst útborgað bauðstu mér oftar en einu sinni í bæinn og keyptir handa mér eitthvað fallegt og bauðst mér út að borða. Stund- um komstu með gjafir heim, ég man þegar þú komst með slæðu handa ömmu Veru og nammi handa mér. Það var alltaf gaman að vera með þér, meira að segja þegar við vorum að fljúgast á, eins og mamma kallaði það. Ég var stolt af stóra bróður mínum. Fannst þú vera fullorðinn þótt þú værir lítill eins og ég. Mig grunar að nokkrar af vinkonum mínum í den hafi nálgast mig af því að þær voru pínu skotnar í þér. Fallegur og flottur varstu alltaf. Alveg fram á síðustu stundu. Þegar við urðum eldri og vegir okkar lágu í sitt hvora áttina gat liðið langur tími án þess að við töl- uðumst við. En alltaf þegar við hittumst var það eins og við hefð- um hist í gær. Ég bjóst við að sá tími myndi koma að við værum búsett hérna heima öll og að það yrði besti tíminn. Mun sakna þín ávallt. Þín systir Vera. Elskulegur bróðir minn, Gísli lést 2. febrúar á líknardeild Land- spítalans. Það er þungbært og óraunverulegt að skrifa nokkur orð til að minningar um bróður minn. Ég á margar góðar minningar frá æsku minni, þar sem ég átti eldri bróður sem ég var ofur stolt af. Ég var montin af honum mér þótti hann alltaf svo fallegur og ég ljómaði eins og sólin þegar ég fékk að eyða tíma með honum. Hann gerði alltaf eitthvað skemmtilegt fyrir mig og með mér. Gísli gerði mikið úr því ef ég var lasin og tók sér þá tíma til að heimsækja mig og færa mér góðgæti og glaðning. Hann bauð mér stundum að vera hjá sér og gista og við horfðum þá gjarnan á fótbolta saman og þar sem ég gekk alltaf að veisluborði. Ég fékk eftirminnilegar gjafir frá honum, t.d. fyrstu og einu skíðin sem ég hef átt fékk ég frá honum. Ævi okkar saman var á margan hátt sérstök, Gísli var miklu eldri en ég og meirihluta ævi okkar fram að andláti hans bjuggum við í sitthvoru landinu. Í okkar fjöl- skyldu er það svoleiðis og sam- verustundir okkar voru færri en gengur og gerist, öðruvísi og að einhverju leyti dýrmætari fyrir vikið. En það breytir því ekki að ég hefði vel getað hugsað mér að það hefði verið öðruvísi. Nú syrgi ég sárt þann tíma sem við áttum ekki og þann tíma sem við munum ekki eiga. Ég hugsaði til þess með tilhlökkun að fullorðinsár mín yrðu okkar tími þar sem samveru- stundirnar yrðu fleiri. Eftir út- skrift úr Menntaskólanum urðu þáttaskil í lífi Gísla, hann mennt- aði sig erlendis og fékk vinnu hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands fljótlega eftir útskrift. Heimili hans var á erlendri grundu í yfir 20 ár. Hann eignaðist gullin sín, Nonna og Adele, voru þau auga- steinar föður síns. Nú hafa þau misst mikið, stoð sína og styttu. Við sem eftir lifum munum heiðra minningu Gísla með því að reynast börnum hans vel styðja þau og styrkja. Ég blessunarlega kom heim í byrjun janúar, til að liðsinna Gísla og fjölskyldu hans og kveðja hann. Við áttum dýrmætar gæðastund- ir. Hann og Dína giftu sig 2. jan- úar í Fríkirkjunni í Reykjavík og Adele var skírð 8. janúar í Frí- kirkjunni í Hafnarfirði, reyndist það vera hans síðasta gjörð að vera viðstaddur skírnina áður en hann lagðist inn á líknardeildina. Í gegnum veikindi sín sýndi Gísli mikið æðruleysi og styrk. Nonni var pabba sínum mikil hjálp í gegnum veikindin og stóðu þeir vel saman. Ég þakka Guði fyrir að hafa verið litla systir Gísla. Vertu Guði falinn, elsku Gísli minn. Þín systir Nanda. Gísli Pálsson var frumburður foreldra sinna og jafnframt fyrsta barnabarn móðurforeldra sinna, Jóns Guðmundssonar og Veru Maack frá Skálanesi á Vopnafirði. Fæðing hans var fjölskyldu hans mikið fagnaðarefni og hann var frá fyrsta degi umvafinn kærleika og umhyggju móðurforeldra sinna og föðurömmu jafnt sem foreldra og annarra ættmenna. Og hann brást ekki þeim vonum sem við hann voru bundnar. Hann þótti snemma athugull og eftirtektar- samur og sinnti af kostgæfni þeim verkefnum sem fyrir lágu, hvort sem var blaðasala, skólanám eða annað. Um skeið var hann búsettur í Noregi á æskuárunum en fluttist aftur til Íslands á menntaskólaár- unum og lauk menntaskólanámi í Reykjavík. Eftir það stundaði hann nám vestanhafs í Kaliforníu og Boston. Að loknu námi hóf hann fljótlega störf hjá Þróunar- samvinnustofnun og starfaði lengstum í fjarlægum álfum. Hann var þannig fjarlægur frændi í útlöndum sem skaut upp kollin- um af og til. Hann var yfirleitt fá- máll um eigin hagi. Ættingjar vissu af honum en var lítt kunnugt um hagi hans. Stundum kom hann færandi hendi með góðgæti frá framandi löndum, t.d. kaffi eða súkkulaði sem var jafnan vel met- ið. Hann hafði þá frá ýmsu að segja frá framandi slóðum. En einnig sannaðist þá spakmælið: „Glöggt er gestsaugað.“ Minnis- stætt er að hann virtist líta hið mikla efnahagslega góðæri og framfarir á árunum fyrir hrun öðrum og gagnrýnni augum en margir þeir sem þá vísuðu veginn. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Þegar Gísli kom heim til Ís- lands 2015 var hann sárþjáður og var þá í fyrstu talið að um gigt- arsjúkdóm væri að ræða, illskeytt- an sjúkdóm en ekki banvænan. Það var öllum sem til þekktu reið- arslag þegar það fréttist sumarið 2016 að Gísli hefði greinst með langt gengið krabbamein og bata- horfur væru ekki taldar góðar. Gísli tók örlögum sínum með reisn og æðruleysi. Hann gerði ráðstaf- anir og leitaðist við að ganga frá sínum málum og búa í haginn fyrir börn sín eftir því sem unnt var en þau eru bæði á ungum aldri. Hann vildi dveljast á heimili sínu svo lengi sem unnt var en síðustu vik- urnar dvaldist hann á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Þar hlaut hann góða aðhlynningu starfsfólks og stuðning nánustu fjölskyldu. Honum þótti þá gott að una við minningar frá æskuárun- um um það góða fólk sem þá lagði honum lífsreglurnar og kenndi honum þau gildi sem voru veg- vísar á ævibrautinni. „Skjótt hefur sól brugðið sumri“ kvað Jónas Hallgrímsson í frægu erfiljóði. Tímaglas Gísla Pálssonar í þess- um heimi rann fyrr út en nokkurn varði. Þeir sem hann þekktu horfa á eftir honum með sorg og söknuði en hugga sig við minningar um góðan dreng og mörg okkar treysta á það fyrirheit að líf sé að loknu þessu. Jón Einar Böðvarsson. Nú þegar komið er að kveðju- stund leita minningar á hugann, minningar sem eru dýrmætar og fallegar fyrir okkur að eiga og varðveita. Við vorum þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að kynnast Gísla í gegnum langan starfsferil hans á sviði þróunarsamvinnu fyrir Þró- unarsamvinnustofnun Íslands og utanríkisráðuneytið og það var á þeim vettvangi sem leiðir Sigríðar og Gísla lágu fyrst saman fyrir um tuttugu árum. Það var ávallt gam- an og fróðlegt að heimsækja Gísla á vettvang, heyra hversu vel hann þekkti og hafði mikinn skilning á stjórnmálum í ríkjunum og fræð- ast um þróunarsamvinnuverkefn- in sem hann stýrði og sinnti af miklum áhuga og dugnaði. Gísli var ávallt til staðar þegar á þurfti að halda, jákvæður, með góð ráð og tilbúinn að leiðbeina og aðstoða alla þá sem leituðu til hans. Kæri Gísli, þú lagðir mikið af mörkum til þróunarsamvinnu Ís- lands, varst góður félagi og viljum við fá að þakka þér fyrir öll þau góðu ár. Minningin um þig mun ávallt lifa í hjarta okkar. Fjölskyldu Gísla og öllum að- standendum sendum við hug- heilar samúðarkveðjur. Kær kveðja með þessum orð- um. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa.) Sigríður Ásdís Snævarr og María Erla Marelsdóttir. Gísli Pálsson stundaði ungur háskólanám í Boston og tók þaðan lokapróf. Að prófi loknu starfaði hann sem aðstoðarkennari pró- fessorsins síns, en slíkur kostur bauðst afburðanemendum. Skömmu síðar sótti hann um störf hjá Þróunarsamvinnustofnun Ís- lands, sem þá hafði hafið sitt fyrsta stóra verkefni. Það verkefni var á Grænhöfðaeyjum og mun hafa falist í því að leita að fiski- miðum, sem líklegt var talið að væru við eyjarnar, meta stærð þeirra miða og afkastagetu og búa yfirvöld á eyjunum undir frekari rannsóknir, nýtingu og vinnslu. Við ítarlegar rannsóknir kom í ljós að miðin voru hvorki eins stór né eins sterk og vonast var til. Ráða- gerðir um umtalsvert miklar fjár- festingar runnu því að mestu út í sandinn. Ef ekki hefði komið til starf ÞSSÍ hefðu slíkar fjárfest- ingar, sem ráðgerðar höfðu verið, orðið til mikils fjárhagstjóns fyrir þessar fátæku eyjar. Í starfi sínu á Grænhöfðaeyjum bast Gísli vin- áttuböndum við eyjaskeggja, þ. á m. við söngkonuna Cesariu Evora, sem síðar hlaut heimsfrægð. Er mér minnisstætt þegar við sóttum saman tónleika hennar í Maputo í Mósambík. Þar eignaðist Gísli líka fyrri konu sína, og með henni son sinn, hann Nonna. Á Grænhöfðaeyjum komst Gísli í kynni við störf að þróunarmálum og urðu þau til þess að hann starf- aði fyrir ÞSSÍ alla sína starfsævi. Verkefnastjóri var hann í Mósam- bík þegar kynni okkar fyrst hóf- ust. Þaðan lá leið hans til Namibíu, þar sem hann tók við verkefna- stjórn í umfangsmikilli starfsemi í Walvis Bay við Atlantshafsströnd- ina. Fyrir Gísla lá svo að opna sendiráð fyrir Ísland í höfuðborg- inni Windhoek eftir að samningar höfðu náðst milli stofnunarinnar og utanríkisráðuneytisins um að umdæmisskrifstofur ÞSSÍ yrðu gerðar að sendiskrifstofum. Næst var Gísla svo falið að opna fyrstu starfsstöð ÞSSÍ í nýjum heims- hluta, sendiráð og umdæmisskrif- stofu í Níkaragva. Að því loknu tóku við tvö ár í vinnu á heima- stöðvum stofnunarinnar í Reykja- vík en þaðan fór Gísli svo sem um- dæmisstjóri og forstöðumaður sendiráðs í Kampala í Úganda. Þar var hann þegar samstarfi okk- ar lauk um áramótin 2009-2010. Eins og þessi starfssaga Gísla er til marks um var hann mjög hæfur starfsmaður. Vel gefinn, atorkusamur og velvirkur. Hann var einstaklega trúr því ævistarfi sem hann hafði valið sér – svo trúr að segja má að það ævistarf hafi verið bæði inntak og umgjörð þessara tæpu tveggja síðustu ára- tuga lífs hans. Þar er að finna flesta vini hans, flesta hans sam- ferðamenn. Hann dvaldi ekki nema fáum sinnum á Íslandi og stuttan tíma í hvert sinn þannig að starfið, starfsumhverfið og sam- starfsfólkið sem hann átti að mæta í verkum sínum varð jafn- framt hans ævisaga. Þegar Gísli kom heim frá Úganda fyrir nær tveimur árum var hann búinn að taka þann sjúkdóm sem leiddi hann til dauða. Eftir lifa eiginkona hans, lítil dóttir þeirra, sem nú er komin á unglingsár, og sonurinn Nonni, sem mun vera nálægt tví- tugu. Gísli lifir nú í minningum þeirra og vina sinna og samferða- manna – og í sögu ÞSSÍ. Sighvatur Björgvinsson. Góður starfsfélagi og liðsmaður íslenskrar þróunarsamvinnu, Gísli Pálsson, kveður allt of snemma, eftir snögga og skarpa baráttu. Hann skilur eftir skarð fyrir skildi. Gísli helgaði aðstoð Íslands við fátækar þjóðir nær allan starfs- ferill sinn. Hann starfaði lengst af á vettvangi, í Afríku og Mið-Am- eríku, og þar undi hann sér best. Inni á milli starfaði hann á skrifstofu Þróunarsamvinnustofn- unar í Reykjavík og eftir skipu- lagsbreytingar fyrir ári gekk hann til liðs við utanríkisráðuneytið og starfaði hann þar síðustu mánuði starfsævinnar. En það var alveg ljóst að Gísli vildi helst vera á vett- vangi, í framlínunni, þar sem verk- efnin voru undirbúin og unnin. Alls var Gísli í 18 ár að störfum í þróunarlöndum af þeim tæplega 22 árum sem hann starfaði að þró- unarsamvinnu. Eftir að Gísli hóf störf hjá Þróunarsamvinnustofnun árið 1995 var hann fyrst sendur sem verkefnisfulltrúi við fiskiverkefni á Grænhöfðaeyjum. Þar hittumst við í fyrsta sinn fljótlega eftir að hann hafði tekið við starfi og ég man eftir áhuga og krafti hans. Auk umræðu um verkefnið voru heimsmálin rædd og ljóst að þar kom maður ekki að tómum kof- unum, enda stjórnmálfræði og al- þjóðamál bakgrunnur hans. Hjá þeim sem starfa að þróunarsam- vinnu er það þekkt að fyrsta land- ið sem viðkomandi starfar í fær gjarna sérstakan sess í minning- unni. Það hygg ég að hafi gilt um Grænhöfðaeyjar hjá Gísla. Eftir fjögur ár á Grænhöfða- eyjum flutti Gísli sig um set og varð umdæmisstjóri Þróunarsam- vinnustofnunar í Mósambík í tvö ár. Árið 2001 fluttist hann búferl- um til Namibíu og varð umdæm- isstjóri fyrir umfangsmikið sam- starf í fiskimálum. Þar starfaði hann um fimm ára skeið, en árið 2006 flutti hann til Nikaragva og leiddi stuðning Íslands við þróun jarðhita þar í landi næstu árin. Við starfslok þar sæmdi forseti lands- ins hann orðu Jose de Marcoleta í viðurkenningarskyni fyrir fram- lag hans til samstarfs Íslands og Níkaragva. Á árunum 2010 til 2015 var hann umdæmisstjóri Þróunar- samvinnustofnunar í Úganda og leiddi þar samstarf um uppbygg- ingu fiskveiða og grunnþjónustu í fátækum fiskimannasamfélögum. Þá sneri hann heim til Íslands og tók við starfi yfirmanns úttekta og eftirlits á aðalskrifstofu Þróun- arsamvinnustofnunar, og síðar í utanríkisráðuneytinu, þar til hann varð frá að hverfa vegna þess sjúkdóms sem dró hann til dauða. Þessi síðustu ár hjá Þróunar- samvinnustofnun áttum við Gísli mikið og gott samstarf, sem ég vil þakka fyrir að leiðarlokum. Hann var vandvirkur og nákvæmur í starfi og leiddi umdæmisskrifstof- una í Kampala af röggsemi. Hann hafði vonir og metnað um að styrkja eftirlitsþátt íslenskrar þróunarsamvinnu og hafði sett fram tillögur þess efnis er hann varð frá að hverfa. Eiginkonu hans, börnum, for- eldrum og systkinum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Engilbert Guðmundsson. Gísli Pálsson, einn af reyndustu starfsmönnum utanríkisþjónust- unnar á sviði alþjóðlegrar þróun- arsamvinnu Íslands, er fallinn frá langt um aldur fram. Hann lést í síðustu viku eftir erfið veikindi, rétt liðlega fimmtugur að aldri. Við kveðjum hann í dag með virð- ingu og þökk. Gísla var ungum að aldri, tæp- lega þrítugum, falið það ábyrgð- arhlutverk að vera fulltrúi Íslands í fyrsta samstarfslandi Íslendinga í tvíhliða þróunarsamvinnu, Grænhöfðaeyjum. Gísli var þá ný- kominn heim úr námi í stjórn- málafræðum við bandarískan há- skóla og hafði áhuga á því að láta til sín taka í alþjóðlegri þróunar- samvinnu. Sá vettvangur varð ævistarf hans og Afríka heimili hans um langt árabil. Frá Grænhöfðaeyjum lá leiðin til Mósambík, þaðan fór hann til Namibíu, síðan til Níkaragva í Mið-Ameríku og síðasta starfs- stöðin á erlendri grund var sendi- ráð Íslands í Kampala í Úganda. Gísli var lengst af forstöðumaður umdæmisskrifstofa Þróunarsam- vinnustofnunar en eftir að allur málaflokkurinn var færður undir utanríkisráðuneytið í upphafi árs 2016 var Gísli kominn heim og starfaði sem sendiráðunautur í ráðuneytinu í Reykjavík. „Aðalmarkmið þróunarsam- vinnu er að búa þannig um hnút- ana að ekki verði þörf fyrir hana, að gera fólk sjálfbjarga. Það verð- ur að vera skýrt upphaf og skýr endir á verkefnunum. Þess vegna leggjum við mikið upp úr því að vera með góðan og vandaðan und- irbúning, þá getum við mælt ár- angur eftir því sem á líður, sem er mikilvægt fyrir íbúana á svæðinu, fyrir okkur sem störfum að þessu og fyrir skattborgarana heima á Íslandi, því þá getum við sýnt ár- angur svart á hvítu,“ sagði Gísli Pálsson fyrir fáeinum árum í við- tali í Morgunblaðinu. Gísli hafði skýra sýn á höfuð- markmiðin í þróunarsamvinnu eins og þessi tilvísun ber með sér. Hann ávann sér hvarvetna traust og virðingu stjórnvalda í sam- starfslöndum og gætti þess að efla orðspor Íslands. Fyrir hönd utan- ríkisráðuneytisins eru Gísla Páls- syni færðar þakkir fyrir góð störf. Eftirlifandi eiginkonu, börnum, foreldrum og systkinum votta ég innilega samúð fyrir hönd starfs- manna utanríkisþjónustunnar. Hvíl í friði. Stefán Haukur Jóhannesson, ráðuneytisstjóri. Hver dugar þér í dauðans stríði er duga ei lengur mannleg ráð þá horfin er þér heimsins prýði en hugann nístir angur og kvíði hvað dugir nema Drottins náð. (Grímur Thomsen.) Kær samstarfsfélagi okkar, Gísli Pálsson, hefur kvatt þennan heim allt of ungur eftir erfið veik- indi. Gísli starfaði á sviði íslenskrar þróunarsamvinnu bæði erlendis og á Íslandi í 22 ár. Þar af starfaði hann í 18 ár á vettvangi í þróun- arlöndum, þar sem hann undi sér best og vildi helst láta til sín taka. Á ferlinum starfaði hann á Græn- höfðaeyjum, í Mósambík, Nam- ibíu, Níkaragva og Úganda. Lengst af vann hann fyrir Þróun- arsamvinnustofnun Íslands en síð- asta starfsárið hjá utanríkisráðu- neytinu, í kjölfar skipulags- breytinga í þróunarsamvinnu. Gísli hafði mikinn metnað fyrir Gísli Pálsson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir síðan 1996 ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.