Morgunblaðið - 09.02.2017, Side 89
hönd íslenskrar þróunarsamvinnu
og lagði áherslu á að vel væri að
verki staðið, þannig að árangur
næðist. Þá stóð hann hina dipló-
matísku vakt sem íslenskur sendi-
fulltrúi af mikilli samviskusemi og
áhuga.
Gísli var hafsjór af fróðleik um
alþjóðamál, stjórnmál og þróunar-
samvinnu að ógleymdri þekkingu
hans á íþróttum, og þá sérstaklega
knattspyrnu. Hann setti sig sér-
lega vel inn í málefni líðandi
stundar í því landi þar sem hann
starfaði hverju sinni og gat því
unnið að málum á grundvelli stað-
góðrar þekkingar og innsæis.
Að leiðarlokum viljum við
þakka honum fyrir langt og gott
starf í þágu þeirra sem minnst
mega sína. Við þökkum fyrir
ánægjulegar samverustundir.
Við sendum eiginkonu, börn-
um, foreldrum, systrum og fjöl-
skyldunni allri innilegar samúðar-
kveðjur.
Blessuð sé minning hans.
Fyrir hönd samstarfsfélaga í
utanríkisþjónustunni á sviði þró-
unarsamvinnu,
Þórdís Sigurðardóttir.
Leiðir okkar Gísla lágu fyrst
saman árið 2003 þegar við fjöl-
skyldan fluttum til Namibíu þar
sem ég tók að mér ráðgjafaverk-
efni á vegum Þróunarsamvinnu-
stofnunnar Íslands. Gísli hafði þá
nýlega flutt með fjölskyldu sína til
Namibíu og tekið við sem for-
stöðumaður ÞSSÍ þar eftir að hafa
gegnt samskonar starfi í Mósam-
bík og var hann því minn næsti yf-
irmaður. Með okkur fjölskyldun-
um tókst strax mikill vinskapur.
Gísli og Dína opnuðu heimili sitt
upp á gátt og við fjölskyldan vor-
um þar tíðir gestir og alltaf var
Gísli höfðingi heim að sækja enda
einstaklega gestrisinn. Það sýnir
vel hvaða mann Gísli hafði að
geyma að eftir fjölskyldan mín
þurfti að snúa aftur heim til Ís-
lands haustið 2004 liðu aldrei
margir dagar án þess að Gísli
hringdi til að bjóða mér heim í
kvöldverð með fjölskyldu sinni.
„Sæll Baldvin, drífurðu þig ekki
bara yfir? Ég er að fara að grilla!“
Og þannig var það líka síðar þegar
ég kom til Namibíu að sinna
styttri verkefnum, Gísli grillaði og
ég mætti með rauðvínið.
Á þessum kvöldum áttum við
mörg skemmtileg samtöl um allt
og ekkert, heima og geima, stöð-
una í heimsmálunum og verkefni á
vegum þróunarsamvinnustofn-
ana, enska boltann og Liverpool,
en Gísli og Nonni voru ósviknir
„Poolarar“. En minnisstæðust eru
þó kvöldin sem Gísli tók spjallið
yfir á persónulegri nótur og sagði
mér t.d. frá því dreyminn á svip
þegar hann starfaði á sínum yngri
árum sem vinsæll plötusnúður á
skemmtistaðnum Hollywood eða
þegar hann stofnaði knattspyrnu-
félag á Grænhöfðaeyjum á upp-
hafsárum hans hjá ÞSSÍ og skipu-
lagði reglubundnar fótbolta-
æfingar fyrir liðsmenn og samdi
síðan við íslenska íþróttafatafram-
leiðandann Henson um að fram-
leiða búninga á alla liðsmenn og
hann stóð sjálfur straum af kostn-
aði.
Gísli vakti athygli hvar sem
hann fór, glæsimenni, ljóshærður
og hávaxinn með sinn heillandi
persónuleika og skörpu greind.
Hann var afar flinkur stjórnandi,
hreinskilinn, ákveðinn og fastur
fyrir þegar það átti við en sérlega
fær í mannlegum samskiptum og
með brennandi áhuga á starfi
sínu. Hann er án nokkurs vafa
raunbesti yfirmaður sem ég hef
starfað með og einn af mínum
allra bestu vinum.
Gísli minn, takk fyrir samstarf-
ið, samveruna og vináttuna. Þín
verður sárt saknað en þú skilur
eftir þig dýrmætar minningar sem
ég mun varðveita í hjartastað.
Elsku Dína, Nonni, Adele og
fjölskyldan öll. Megi höfuðsmiður
himins og jarðar vera ykkur
styrkur í sorg ykkar. Hugur okkar
Hafdísar er hjá ykkur á þessum
erfiðu tímum.
Baldvin.
MINNINGAR 89
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2017
✝ ÞorsteinnFinnur Frið-
þjófsson fæddist í
Reykjavík 24. febr-
úar 1940. Hann lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Mörk 28. jan-
úar 2017.
Foreldrar hans
voru Hulda Dag-
mar Þorfinns-
dóttir, f. 13. maí
1920, d. 14. mars
1991, og Friðþjófur Þor-
steinsson, f. 30. október 1912, d.
16. október 1979. Albræður
Þorsteins eru: Jóhann Greipur,
látinn, Reynir Þór, Þráinn Örn
og Ásgeir. Samfeðra eru Sig-
urrós Eva, Unnur og Þröstur.
Þorsteinn kvæntist 31. des-
ember 1966 Ingibjörgu Jóns-
dóttur, f. 16. mars 1945. For-
eldrar Ingibjargar voru
Sigurborg Sigurðardóttir, f. 22.
janúar 1913, d. 23. júlí 2005, og
Jón Páll Long Ingibergsson, f.
11. október 1916, d. 21. febrúar
2013. Börn Þorsteins og Ingi-
bjargar eru: 1) Hrönn f. 3. des-
ember 1963, sambýlismaður
Reykjavík (R-1), Bögglapóst-
stofunni og Tollpóststofunni um
tíma, þar til að hann gerðist
póstútibússtjóri við stofnun nýs
póstútibús (R-10) í Árbæj-
arhverfi. Hann var einnig póst-
útibússtjóri á BSÍ (R-6) um
tíma, þar til hann keypti Efna-
gerðina Ilmu sem hann rak í
nokkur ár. Síðustu starfsárin
sinnti hann ýmsum störfum.
Ungur að árum stundaði
hann fimleika með Fimleika-
félaginu Ármanni, og kynntist
einnig KFUM og Knattspyrnu-
félaginu Val. Hann spilaði með
öllum yngri flokkum félagsins.
17 ára spilaði hann sinn fyrsta
meistaraflokks leik árið 1957
og lauk knattspyrnuferlinum
árið 1970 aðeins þrítugur að
aldri. Hann spilaði yfir 200
meistaraflokksleiki. Hann varð
m.a. Íslands- og bikarmeistari
með Val og lék með í þeim
fræga jafnteflis leik þegar Val-
ur og Benfica kepptu á Laug-
ardalsvelli 1968. Hann spilaði
nokkra leiki með landsliði Ís-
lands í knattspyrnu, heima og
erlendis. Einnig átti hann feril
sem knattspyrnudómari og
knattspyrnuþjálfari, og þjálfaði
m.a. Val og meistaraflokka
Breiðabliks, Þrótt Reykjavík,
Hauka, Fylki og Leikni.
Úför hans fór fram í kyrr-
þey.
Þrymur Sveinsson.
2) Þorsteinn, f. 12.
maí 1966, maki
Gréta Björg Ólafs-
dóttir, sonur þeirra
er Styrmir Óli, fyr-
ir á Þorsteinn son-
inn Hafstein. 3) El-
ín Ása, fædd 20.
maí 1970, maki
Halldór Ásgrímur
Ingólfsson, börn
þeirra eru: a) Stef-
án Þór, sambýliskona hans er
Helena Ýr Gunnarsdóttir og
sonur þeirra er Brynjar Þór, b)
Íris Thelma, kærasti hennar er
Árni Geirsson, og c) Bjarki
Snær. 4) Friðbergur Jón, f. 6.
ágúst 1973, maki Heiðrún Sig-
urðardóttir, dætur þeirra eru
Lilja Rós og Eva María.
Þorsteinn ólst upp í Reykja-
vík og hlaut hefðbundna skóla-
göngu. Hann fór í „Gaggó
Aust“, og síðar Póstmeist-
araskólann. Hann hóf ungur
störf í fyrirtæki föður síns,
Efnagerðinni Val, þar til hann
hóf störf hjá Pósti og Síma, og
vann m.a. á Aðalpósthúsinu í
Elsku pabbi.
Líttu sérhvert sólarlag,
sem þitt hinsta væri það.
Því morgni eftir orðinn dag
enginn gengur vísum að.
(Bragi Valdimar Skúlason)
Komið er að kveðjustund. Þú
varst orðinn þreyttur og hvíldin
því sjálfsagt kærkomin. Þú hefð-
ir örugglega ekki viljað hafa
þetta svona, og varst ekki sjálf-
um þér líkur eftir að þú vaknaðir
eftir hjartaaðgerðina á sínum
tíma. Aðgerðin tókst vel að sögn
læknanna sem gáfu þér 10-15
góð ár, en það breyttist fljótt, því
fljótlega í endurþjálfun á
Reykjalundi kom í ljós byrjunar-
stig á alzheimer, enginn átti von
á því. Þú varst alltaf svo hraust-
ur og vel á þig kominn. Það var
því erfitt að sjá þig veikjast í
kjölfarið og fylgjast með þér
fjarlægjast okkur smám saman
inn í þögnina, svo ólíkur sjálfum
þér. Það er alltaf erfitt að
kveðja, þó svo að við höfum vitað
að hverju stefndi.
Þú varst mjög vinnusamur, og
ábyrgur – hafðir þitt á hreinu og
vildir öllum vel. Þú þoldir ekki
óstundvísi, leti eða óheiðarleika.
Þú varst mesti rólyndismaður en
gast verið mjög ákveðinn og
mjög fylginn þér ef svo bar und-
ir. Mörgum fannst þú jafnvel
stífur, þrár og þver, en heiðar-
legri mann var vart að finna. Þú
stóðst með sjálfum þér og fórst
ótroðnar slóðir, þótt þær hafi
ekki alltaf verið vinsælar. Enda
voru það ekki vinsældir sem þú
sóttist eftir. Mottó þín í lífinu
voru m.a. „heilbrigð sál í hraust-
um líkama“, og „morgunstund
gefur gull í mund“, sem þú hafð-
ir að leiðarljósi, og fengum við
oft að heyra það. Við erum mjög
stolt og þakklát að hafa átt þig
að. Þú varst alltaf tilbúinn að
hlaupa undir bagga hversu lítið
sem á bjátaði.
Við systkinin sitjum hér og
hugsum til baka og rifjum upp
tímann sem við áttum saman,
minningarnar streyma fram og
við rifjum upp æskuárin. Þar á
meðal vinsæla ísbíltúra, ham-
borgarana á Hótel Loftleiðum,
fimmaurabrandarana, ferðir til
ættmenna á Geysi og ótal, ótal
margt fleira. Þið mamma voru
ótrúlega dugleg við að fara með
okkur í sunnudagsbíltúra á
sumrin og í útilegur. Við dáð-
umst að þér í þjálfarastarfinu, þó
svo að oft á tíðum hefðum ekki
viljað hafa þig á hliðarlínunni
þegar við vorum að spila.
Barnabörnin eiga yndislegar
minningar um góðan tíma með
þér, sem þú eyddir með þeim
uppi á róló eða út á fótboltavelli.
Þú varst ótrúlega duglegur við
að sparka í bolta, draga á þotu,
fara í snjóboltakast og leika með
þeim.
Takk fyrir allt sem þú varst
okkur og fjölskyldum okkar.
Minning þín lifir í hugum og
hjörtum okkar. Við munum
hugsa vel um mömmu, þú þarft
ekki að hafa neinar áhyggjur af
því.
Fjölskyldan þakkar innilega
starfsfólki á hjúkrunarheimilinu
Mörk fyrir frábæra umönnun og
hlýhug í veikindum hans.
Þín,
Hrönn, Þorsteinn (Steini),
Elín Ása, Friðbergur
Jón (Beggi),
makar og barnabörn.
Þegar við Hrönn fórum að
stinga saman nefjum kynnti hún
mig fljótlega fyrir foreldrum sín-
um, Ingibjörgu og Þorsteini, sem
tóku mér strax opnum örmum
með þeim gæðum sem ein-
kenndu alltaf þeirra búskap. Þau
höfðu búið sér fallegt heimili í
Fjarðarásnum þar sem stórir
sem smáir voru alltaf velkomnir.
Þorsteinn, eða Steini eins og
hann var kallaður í daglegu tali,
var dagfarsprúður maður, hrein-
skiptinn og mikill keppnismaður.
Ég komst fljótt að því að fjöl-
skyldan var mikið íþróttafólk og
sá myndir af Steina með fótbolt-
ann á undan sér á Melavellinum
þegar hann var í landsliðinu og
síðar sem knattspyrnuþjálfari
þar sem hann átti farsælan feril.
Ég hafði engan áhuga á íþróttum
og vissi varla hvernig fótbolti leit
út, hvað þá að slík íþrótt væri
iðkuð hér á landi. Ég afskaði mig
með því að vera afdalabarn sem
væri nýkomið á mölina með ull-
arlagðinn í skónum og einstöku
grasstrá í hárinu og hefði hreint
enga þekkingu á íþróttinni.
Steini hló og hristi höfuð við yf-
irlýsingar mínar og Halldór
tengdasonur hans brosti út í
annað og sögðu báðir að ég ætti
mikið eftir ólært í þessum efn-
um. Einhverra hluta vegna rjátl-
aðist íþróttaandúðin af mér með
tímanum og við úrslitaleiki á ég
það til að setjast og fylgjast með
þótt ég hafi meira gaman að
fylgjast með spenningnum í fjöl-
skyldumeðlimum sem orga há-
stöfum „yesssss“ þegar þeirra lið
skorar.
Steini lumaði á ýmsum fróð-
leik og sagði mér frá ungdóms-
árum sínum í Fossvoginum og
Efnagerðinni Val sem Friðþjófur
faðir hans stofnaði og rak um
áratugaskeið þar sem Steini
vann frá unga aldri fram á full-
orðinsár. Friðþjófur hefði
áreiðanlega verið í hópi frum-
kvöðla í dag fyrir sakir dugnaðar
og útsjónarsemi við að koma fyr-
irtæki sínu á laggirnar á tíma
hafta og skömmtunar eftirstríðs-
áranna. Steini hafði gaman af
þegar ég sagði honum frá ráða-
bruggi og laumuspili okkar
systkina við að nálgast Vals jarð-
arberjasultuna sem okkur þótti
mesta sælgæti og sama hversu
vel hún var falin fannst hún allt-
af á endanum. Sú heimsmynd
sem Steini ólst upp við þekkist
ekki í dag meðal yngra fólks þar
sem skortur vegna innflutnings-
hafta í iðnrekstri nútímans er í
dag lítið þekktur. Okkur varð oft
skrafdrjúgt um gamla tíma og
Steini hafði gaman af að upp-
fræða mig um ýmislegt sem fyrir
hann hafði borið og hló oft dátt
þegar hann sagði mér frá eft-
irminnilegu fólki sem hann hafði
hitt á lífsleiðinni.
Fyrir nokkrum árum tók
heilsu hans að hraka og Elli kerl-
ing hafði leikið hann grátt í glím-
unni undir það síðasta. Smám
saman hvarf þessi skemmtilegi
maður í óminnið og ég sakna
gæðastunda okkar þar sem
Steini naut þess að segja mér frá
keppnisferðum undir stjórn Al-
berts Guðmundssonar eða kurt-
eisa bílstjóranum hjá Póstinum
sem í frístundum var meðlimur
pönkarabands. Steini naut nær-
færinnar umönnunar Ingu sinn-
ar og afkomenda uns hann fékk
pláss á hjúkrunarheimilinu Mörk
þar sem hugsað var vel um hann
allt til síðasta andvarps. Ég
þakka Steina fyrir vinsemdina
og kveð hann að sinni.
Þrymur Sveinsson.
Kvatt hefur góður Valsmaður
sem hafði ástríðu fyrir fótbolt-
anum og stundaði sportið af al-
vöru en gleði. Það er ljúft að láta
hugann reika nokkra áratugi til
baka þegar við Þorsteinn Frið-
þjófsson spiluðum saman í Val.
Steini var mikill keppnismaður
og eignaði sér vinstri bak-
varðarstöðuna og stóð sig afar
vel alla jafna bæði með Val og
með landsliðinu. Einu sinni hitti
Steini þó afar erfiðan andstæð-
ing þegar við lékum gegn And-
erlecht í Evrópukeppni. Þessi
hægri útherji þeirra Belganna
var eins og fiskur í hreyfingum,
fór vinstra eða hægra megin og/
eða klobbaði. Enn eina ferðina
var hann búinn að losa sig við
Steina og ég var að rembast við
að hafa við honum, snögg gabb-
hreyfing og hann þaut framhjá
mér. Ég var orðinn þreyttur á að
láta þennan frábæra leikmann
fífla okkur Steina og greip í
buxnastrenginn. Það tognaði á
strengnum og Belginn spriklaði
en ég hélt sem fastast og dóm-
arinn rétt gat flautað, hann hló
svo mikið og það gerðu 25 þús-
und áhorfendurnir. Við stunduð-
um æfingar af samviskusemi og
stundum fékk ég far með Steina
í Kópavoginn þegar ég átti ár-
íðandi erindi þangað. Árin liðu
og Steini fór út í þjálfun og alltaf
voru gömlu félagarnir í ágætu
sambandi og þegar ég vildi að
við færum að grilla hamborgara
fyrir leiki meistaraflokks var
Steini snöggur að samþykkja að
vera með ásamt góðum félaga,
Ormari Skeggjasyni. Það er sárt
að Steini hefur ekki notið lífsins
sem skyldi seinni árin vegna
veikinda. Við Valsmenn kveðjum
góðan félaga og innilegar sam-
úðarkveðjur eru hér færðar fjöl-
skyldu og vinum.
Fyrir hönd Fulltrúaráðs Vals,
Halldór Einarsson.
Þorsteinn Finnur
Friðþjófsson
✝ Ólafur RagnarÓlafsson
Skorrdal, fæddist í
Reykjavík 14. ágúst
1970. Hann lést á
Spáni 31. desember
2016.
Ólafur Ragnar
var sonur Ólafs Ax-
elssonar húsa-
smíðameistara, f. 6.
júlí 1944, og Ruthar
Höllu Sigurgeirs-
dóttur skrifstofukonu, f. 29. jan-
úar 1946, d. 1. ágúst 2007. Bræð-
ur Ólafs eru: Jón Axel Ólafsson,
f. 27. september 1963, og Jó-
hann Garðar Ólafsson, f. 21.
apríl 1977. Ólafur Ragnar var
ókvæntur og barnlaus. Ólafur
Ragnar var strax frá unga aldri
listhneigður á mynd, orð og tón-
list og liggja eftir hann greinar
og skáldverk sem
hafa komið út í
formi greina og
efnis á netinu.
Hann lét mál minni-
hlutans til sín taka
og fór oft ótroðnar
slóðir í málefnum
sem hann barðist
fyrir. Hann var vin-
sæll á meðal vina
og hélt góðum
tengslum við þá
alla tíð, auk þess sem hann var
virkur félagi í Snarrótinni, sem
eru samtök um borgaraleg rétt-
indi og félag áhugamanna um
opið samfélag. Ólafur átti við
veikindi að stríða síðustu árin en
hann lést úr hvítblæði.
Útför hans fór fram í kyrr-
þey.
Óli bróðir – Óli Ragg eins og
við í fjölskyldunni þekktum
hann – lést á heimili sínu á
Spáni á gamlársdag.
Hann var miðbróðirinn í lít-
illi fjölskyldu og var sá í hópn-
um sem fékk stærsta skammt-
inn af listrænum hæfileikum af
okkur bræðrum.
Strax frá barnæsku barðist
Óli við veikindi sem torvelduðu
honum að taka þátt í lífinu með
sama hætti jafnaldrar hans
gerðu.
Þrátt fyrir það hélt hann
alltaf áfram og oftar en ekki lét
hann á litlu bera og var ekki að
bera veikindi sín á torg við sína
nánustu.
Sem barn og unglingur fór
það ekki framhjá neinum að
hann vildi ávallt fara sínar eig-
in leiðir og lét sjaldnast neitt
stoppa sig í að ná markmiðum
sínum.
Óli var ótrúlega músíkalskur
og hæfileikaríkur tónlistarmað-
ur og oftar en ekki var það
hann sem sat við píanóið þegar
fjölskyldan hittist á stórum
stundum.
Tónlistin var honum í blóð
borin og virtist engu skipta
hvort það var söngur eða spil
og það var alltaf augljóst að
tónlistin gaf honum hamingju
og vellíðan.
Það fór aldrei á milli mála að
Óli var góður og beittur penni
og það var honum sérlega auð-
velt að skrifa og semja bæði í
bundnu og óbundnu máli.
Þannig barðist hann helst
kröftuglega fyrir málefnum sín-
um og átti stóran hóp vina og
samherja sem studdu og tóku
þátt í baráttu hans. Hann var
virkur þátttakandi og stofn-
félagi Snarrótarinnar, sem er
samtök um borgaraleg réttindi.
Hann málaði og teiknaði
þegar hann hafði tíma til og
eftir hann liggja nokkur verk
og efni sem vert er að gefa
gaum þegar við á.
Það eiga allir val um hvaða
leiðir þeir fara í lífinu. Óli fór
sínar eigin leiðir og sjaldnast
gat nokkur maður haft áhrif á
val hans, hvað það varðar. Við
Óli vorum bræður og vinir, þó
svo að leiðir okkur lægju
sjaldnast saman og lífsskoðanir
okkar væru ólíkar á flestum
sviðum síðustu árin. Við því er
ekkert að segja eða gera – það
verður hver og einn að fá að
velja sér sína leið í lífinu og
bera á því ábyrgð.
Við hin höldum áfram, einn
dag í einu og tökum með okkur
minningarnar og reynsluna og
reynum að gera betur en í gær.
Óli bróðir var jarðaður í
kyrrþey hinn 31. janúar síðast-
liðinn í fallegri athöfn að við-
stöddum fjölskyldunni og fjöl-
mörgum vinum og ættingjum
og umkringdur af fólki sem
þótti vænt um Óla Ragg, litla
hæfileikaríka strákinn sem var
alltaf brosandi, skemmtilegur
og lífsglaður. Það er minningin
sem við öll viljum geyma um
Óla.
Jón Axel Ólafsson.
Ólafur Ragnar
Ólafsson
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru vin-
samlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi liður,
„Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einn-
ig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu
ekki lengri en 3.000 slög. Ekki
er unnt að senda lengri grein.
Lengri greinar eru eingöngu
birtar á vefnum. Hægt er að
senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur.
Ekki er unnt að tengja viðhengi
við síðuna.
Minningargreinar