Morgunblaðið - 09.02.2017, Page 96
96 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2017
Mest seldu ofnar
á Norðurlöndum
VIÐTAL
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Auður Ava Ólafsdóttir, Ragnar
Axelsson og Hildur Knútsdóttir
hlutu í gær Íslensku bókmennta-
verðlaunin 2016 er þau voru afhent
við hátíðlega athöfn á Bessastöðum
í 28. sinn, en það var forseti Ís-
lands, Guðni Th. Jóhannesson, sem
afhenti verðlaunin. Auður Ava hlaut
verðlaunin í flokki fagurbókmennta
fyrir skáldsöguna Ör, Ragnar í
flokki fræðirita og bóka almenns
efnis fyrir ljósmyndabókina Andlit
norðursins og Hildur í flokki barna-
og ungmennabóka fyrir hrollvekj-
una Vetrarhörkur. Hver höfundur
hlýtur eina milljón króna í verð-
launafé. Í samtali við Morgunblaðið
ræddu verðlaunahöfundarnir að-
steðjandi ógnir samtímans sem
birtast í loftslagsbreytingum af
mannavöldum, stríðum og flótta-
fólki sem er umfjöllunarefni bóka
þeirra.
Eins og klapp á bakið
„Ég er mjög ánægð og þakklát
fyrir að hljóta þessi verðlaun. Þau
virka eins og klapp á bakið og eru
mikilvægur stuðningur að heiman
út í heim,“ segir Auður Ava Ólafs-
dóttir, höfundur skáldsögunnar Ör.
„Mér finnst óneitanlega gaman að
vera komin í hóp með hinum strák-
unum og nokkrum flottum kvenrit-
höfundum sem hlotið hafa verðlaun-
in,“ segir Auður Ava sem er
áttunda konan sem hlýtur Íslensku
bókmenntaverðlaunin í flokki fag-
urbókmennta, en alls hafa 19 karl-
menn hlotið verðlaunin í sama
flokki, en sé horft til allra flokkanna
þriggja hafa 15 konur hlotið verð-
launin en á fimmta tug karla.
Auður Ava hefur notið velgengni
erlendis og bækur hennar ratað
víða. Spurð hvort Íslensku bók-
menntaverðlaunin muni hjálpa bók-
um hennar erlendis telur Auður
Ava að þau gætu skipt máli á Norð-
urlöndunum þar sem vel er fylgst
með verðlaunum á borð við þessi.
„Ég vona að ég fái tækifæri til að
tala um Ör erlendis og ekki síður
þau brýnu mál sem tengjast bók-
inni, þ.e. stríð og þjáningu, bæði til-
vistarlega þjáningu og þjáningu
heimsins. Ég held ég hafi þar eitt-
hvað að segja.“
Innt eftir því hvort Ör sé besta
skáldsaga hennar til þessar segist
Auður Ava líta svo á að þetta sé
mikilvæg bók á annan hátt en hin-
ar. „Mér þykir að minnsta kosti
mjög vænt um að hafa fengið verð-
launin fyrir þessa bók,“ segir Auður
Ava og tekur fram að sér hafi fund-
ist erfiðara að skrifa Ör en fyrri
bækurnar. „Í fyrsta skiptið á ferl-
inum skrifaði ég nokkuð mörg upp-
köst. Ég var mjög lengi að fá bók-
ina til að vera eins og ég vildi hafa
hana,“ segir Auður Ava og bendir á
að bókin sé afrakstur þess að hún
hafi hugsað um þjáningu mannsins í
mörg ár.
Fór fram af hengifluginu
„Í bókinni er ég í raun að skoða
karlmennskuna í tengslum við
mennskuna,“ segir Auður Ava og
bendir á að manneskja, mennskan,
þráin, ástin og þjáningin séu ávallt
þrástef í skrifum hennar. „Okkur
Íslendingum finnst réttlæti og upp-
gjör svo sjálfsagt, en það er ekki
þannig í heiminum. Nær und-
antekningarlaust er uppgjör ekki í
boði heldur aðeins samið vopnahlé.
Í stríði er enginn góður.“
Í upphafi árs 2015 fékk Auður
Ava úthlutað starfslaunum rithöf-
unda til 24 mánaða og Ör er að
stórum hluta skrifuð á þeim laun-
um. Spurð hvaða þýðingu starfs-
launin hafi haft fyrir hana segir
Auður Ava þau hafa gert sér kleift
að sinna skrifum í fullu starfi.
„Starfslaunin gáfu mér sjálfstraust
til að segja upp kennarastöðu við
Háskóla Íslands, fara fram af
hengifluginu og einbeita mér alfarið
að skrifum. Fram að því hafði ég
skrifað á kvöldin og um helgar sam-
hliða fullu starfi, sem var þreytandi
til lengdar,“ segir Auður Ava og
tekur fram að dapurlegt sé að
heyra árlegar úrtöluraddir um
starfslaun listamanna þegar allar
rannsóknir sýni fram á hversu gríð-
arleg jákvæð hagræn áhrif stuðn-
ingur við listir hafi. „Í sambandi við
starfslaunin þá myndi ég vilja sjá
fleiri litla styrki eftir fyrstu bók.
Því þriggja mánaða laun geta nýst
vel fyrir unga höfunda sem hafa
minna umleikis en þeir sem eldri
eru,“ segir Auður Ava og fagnar því
að fleiri ungir höfundar hafi fengið
litla styrki við seinustu úthlutun.
Spurð hvort hún sé búin að
ákveða í hvað hún hyggist nýta
verðlaunaféð svarar Auður Ava
neitandi. „Ég er ekki komin svo
langt, en ætli maður reyni ekki að
láta fleiri njóta – að minnsta kosti
ekki að láta það hverfa í heim-
ilisrekstur.“
Bráðnandi blaðsíður
„Ég er auðvitað bæði glaður og
stoltur,“ segir Ragnar Axelsson,
höfundur ljósmyndabókarinnar
Andlit norðursins, þegar hann er
inntur eftir viðbrögðum. „Þessi
verðlaun eru ákveðin viðurkenning
á ljósmyndinni sem skráningartæki
og hluta af sagnfræði nútímans,“
segir Ragnar sem á umliðnum árum
hefur unnið ötult starf við að skrá-
setja lífshætti íbúa á norðurslóðum
og tileinkaði þeim bókina í þakk-
arræðu sinni í gærkvöldi.
„Lífshættir íbúanna taka nú
hröðum breytingum vegna hlýn-
unar loftslagsins. Oft á tíðum hefur
mér liðið eins og Palla sem var einn
í heiminum þegar ég hef verið að
skrásetja breytingarnar á norð-
urhveli jarðar,“ segir Ragnar og
bendir á að slík skrásetning sé ekki
sjálfsögð og gerist ekki af sjálfu
sér. „Það þarf að fara á staðina,
ávinna sér traust íbúa og leggja
mikið á sig til að ná rétta augna-
blikinu. Loftslagsbreytingar af
mannavöldum eru stærsta málið á
jörðinni nú um stundir. Ég hef vitað
það lengi, því ég hef gengið á þess-
um bráðnandi blaðsíðum sem haf-
ísinn er árum og áratugum saman,“
segir Ragnar og bendir á að heim-
skautin séu eins og ísskápur jarð-
arinnar.
„Heimskautin eru hitastillir sem
hjálpar til við að gera hitastigið á
jörðinni bærilegt. Við erum að glata
þessum ísskáp, sem mun hafa gríð-
arlega alvarlegar afleiðingar fyrir
okkur – því ísskápurinn er lykillinn
að lífi hér á jörð. Tími afneitunar er
liðinn,“ segir Ragnar og tekur fram
að sorglegt hafi verið að fylgjast
með afneitunarsinnum. „Og því
miður eru enn ótrúlega margir í
heiminum sem vita lítið sem ekkert
um ógnina sem starfar af loftslags-
breytingum af mannavöldum. Þess
vegna er svo mikilvægt að skrásetja
„Mjög ánægð og þakklát“
Auður Ava Ólafsdóttir, Ragnar Axelsson og Hildur Knútsdóttir hlutu Íslensku bókmenntaverð-
launin 2016 Loftslagsmálin, stríðsátök, þjáning og flóttafólk er verðlaunahöfundum hugleikið
Morgunblaðið/Golli
Gleði Ragnar Axelsson, Rún Knútsdóttir, sem tók við verðlaununum fyrir hönd Hildar systur sinnar, og Auður Ava Ólafsdóttir ásamt forseta Íslands.