Morgunblaðið - 09.02.2017, Page 97

Morgunblaðið - 09.02.2017, Page 97
MENNING 97 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2017 breytingarnar og upplýsa almenn- ing. Mér finnst lykilatriði að mynda ekki bara eyðilega náttúru heldur einnig fólkið sem byggir þessi svæði, því lífsbaráttan á þessum svæðum er hörð. Þannig sýna myndirnar jafnt mannlífið, dýralífið, náttúruna og veðrið.“ Í kapphlaupi við tímann Sögurnar á bak við myndirnar hafa alltaf verið stór þáttur í bókum Ragnars. „Margir ljósmyndarar hafa verið í stríði við textann, en fyrir mér er textinn alveg jafn mik- ilvægur og myndin. Textinn bætir myndina og skapar tengingu við viðfangsefnið. Ljósmyndabækur án texta eru fyrir mér eins og mynda- albúm af fjölskyldu sem ég þekki ekki. Mér finnst svo mikilvægt að segja sögurnar að baki hverri mynd, setja nöfn á fólkið og lýsa að- stæðunum þegar myndirnar voru teknar,“ segir Ragnar og fer fögr- um orðum um samstarfið við Einar Geir Ingvarsson, sem hannar bók- ina, og Kristján B. Jónasson, útgef- anda og eiganda Crymogeu sem gefur bókina út. Aðspurður segist Ragnar ekki í vafa um að Íslensku bókmennta- verðlaunin muni koma honum til góða í þeim verkefnum sem eru framundan. „Andlit norðursins er aðeins eitt þrep í mun stærra verk- efni sem ég er að vinna með Einari Geir og Kristjáni. Á morgun [fimmtudag] held ég til Scoresby- sund á Grænlandi til að leggja loka- hönd á bók um grænlenska hund- inn, sem haldið hefur lífi í íbúa landsins í 4.500 ár, sem við Einar Geir erum að vinna. Samhliða því erum við einnig að vinna að bók um jöklana,“ segir Ragnar og bætir við að íslensku jöklarnir muni halda áfram að bráðna vegna þeirrar hlýnunar sem þegar hefur átt sér stað og því miður virðist ekki vera hægt að bjarga þeim úr þessu. „Stærsta verkefnið framundan er hins vegar umfangsmikil heim- skautabók með myndum frá öllum heimskautalöndunum átta,“ segir Ragnar og vísar þar til Íslands, Grænlands, Noregs, Finnlands, Sví- þjóðar, Kanada, Alaska og Rúss- lands. Lesendur Morgunblaðsins gátu á síðasta ári séð hluta þeirra mynda sem Ragnar tók af íbúum á sléttum Síberíu þar sem sífrerinn er að hverfa úr jörðu með þeim af- leiðingum að miltisbrandur leysist úr jörðu og verður hreindýrum á svæðin að aldurtila. Myndir úr ferð- um Ragnars til Síberíu eru meðal þeirra sem rata munu inn í heim- skautabókina væntanlegu. „Sem stendur er verið að vinna í fjármögnun bókarinnar, en draum- urinn er að ég geti einbeitt mér al- farið að bókinni í tvö til þrjú ár. Hingað til hef ég unnið bækur mín- ar í frítímanum meðfram fullri vinnu og þá tekur svo langan tíma að vinna þær. En vegna þeirra breytinga sem orðið hafa í heim- inum og framundan eru erum við komin í kapphlaup við tímann,“ seg- ir Ragnar og bendir á að mikils metnir vísindamenn og heimþekktir einstaklingar séu meðal þeirra sem munu skrifa í heimskautabókina. „Ég er sannfærður um að þessi verðlaun muni hjálpa heim- skautabókinni minni að fara á meira flug. Ég get því ekki annað en verið þakklátur dómnefndinni og fram- sýni hennar.“ Getum tekið á móti fleiri „Ég neita því ekki að þetta kom mér á óvart, en vissulega mætti segja að ég hafi aukið líkur mínar með því að vera með tvær bækur í pottinum,“ segir Hildur Knútsdóttir höfundur hrollvekjunnar Vetrar- hörkur, sem er seinni hluti Vetrar- frís sem út kom í fyrra og var líka tilnefnd til Íslensku bókmennta- verðlaunanna. Hildur var í ár ásamt Þórdísi Gísladóttur einnig tilnefnd fyrir Dodda: bók sannleikans! Hildur var stödd í Bandaríkj- unum í boði þarlendra stjórnvalda þegar blaðamaður náði tali af henni í gær og missti þar af leiðandi af verðlaunaafhendingunni. „Mér bauðst ásamt 22 öðrum þátttak- endum víðs vegar að úr heiminum að taka þátt í þriggja vikna pró- grammi um loftslagsbreytingar og endurnýjanlega orku,“ segir Hildur sem væntanleg er til landsins á morgun. „Ég hef verið mjög virk í loftslagsmálum heima á Íslandi og var að vinna í þessum málum fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands áð- ur en ég fór í framboð fyrir Vinstri græn,“ segir Hildur sem gerði lofts- lagsmál og flóttamannavandann að umtalsefni í þakkarræðu sinni. „Í bókunum tveimur gera geimverur árás á Ísland sem leiðir til þess að Bragi og Bergljót verða flóttamenn í eigin landi,“ segir Hildur, sem í þakkarræðu sinni hvatti Íslendinga til að leggja sitt af mörkum í mála- flokknum og hjálpa. „Við getum tekið á móti miklu fleiri flóttamönn- um auk þess sem við getum reynt að fyrirbyggja að fólk fari á flótta.“ Frábær viðurkenning Spurð hvaða áhrif verðlaunin hafi segir Hildur þau sér mikla hvatn- ingu. „Það er auðvitað frábært að fá viðurkenningu. Það var orðið löngu tímabært að verðlauna í flokki barna- og ungmennabóka, því allt hangir saman,“ segir Hildur og bendir á að eitt af því sem launa- sjóður rithöfunda horfi til við út- hlutanir starfslauna sé hvort bækur höfunda hafi hlotið tilnefningar og verðlaun. „Verðlaunin sem slík hafa þannig bæði praktísk og táknræn gildi,“ segir Hildur sem í ár og í fyrra hlaut sex mánaða starfslaun rithöfunda og þrjá mánuði árið 2015. „Ég á tvö lítil börn og þarf að borga reikninga, þannig að ég hefði ekki getað sinnt skrifunum ef ég hefði ekki fengið starfslaun. Ef við ætlum að eiga atvinnurithöfunda verðum við að hafa launasjóð,“ seg- ir Hildur. Innt eftir því hvað sé framundan hjá henni segir Hildur að til standi að gefa Vetrarfrí og Vetrarhörkur út bæði í Frakklandi og Sádi- Arabíu. „Við Þórdís munum skrifa aðra bók um Dodda sem væntanleg er fyrir jólin. Síðan er ég að byrja á nýjum þríleik sem gerist á Íslandi. Aðalpersónan er 16 ára stelpa sem er að byrja í menntaskóla. Ég hafði ekki einsett mér að skrifa aðra ung- lingabók, en það er greinilega eitt- hvað við þennan aldur sem heillar mig. Unglingsárin eru átakatími í lífi fólks og þess vegna spennandi.“ Spurð hvort hún sé búin að ráð- stafa verðlaunafénu svarar Hildur því neitandi. „En ég ætla að reyna að gera eitthvað gott við féð sem gagnast fleirum en mér.“ Fjögurra manna lokadómnefnd valdi vinningsverkin úr hópi fimm- tán bóka sem tilnefndar voru til verðlaunanna í desember þegar fimm bækur voru tilnefndar í hverj- um flokki. Lokadómnefnd skipuðu Knútur Hafsteinsson, Árni Árna- son, Aðalsteinn Ingólfsson og Árni Sigurjónsson, sem jafnframt var formaður nefndarinnar. Auk verðlaunaverksins Ör eftir Auði Övu Ólafsdóttur sem Bene- dikt bókaútgáfa gaf út voru í flokki fagurbókmennta tilnefndar í staf- rófsröð höfunda: Skegg Raspútíns eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur sem Bjartur gaf út; Ljóð muna rödd eftir Sigurð Pálsson sem JPV út- gáfa gaf út; Ég er sofandi hurð (Co Dex 1962) eftir Sjón sem JPV út- gáfa gaf út og Allt fer eftir Steinar Braga sem Mál og menning gaf út. Auk verðlaunaverksins Andlit norðursins eftir Ragnar Axelsson sem Crymogea gaf út voru til- nefndar til verðlaunanna í flokki fræðirita og bóka almenns efnis: Saga tónlistarinnar eftir Árna Heimi Ingólfsson sem Forlagið gaf út; Leitin að svarta víkingnum eftir Bergsvein Birgisson sem Bjartur gaf út; Á hverju liggja ekki vorar göfugu kellíngar eftir Guðrúnu Ing- ólfsdóttur sem Háskólaútgáfan gaf út og Jón lærði og náttúrur náttúr- unnar eftir Viðar Hreinsson sem Lesstofan gaf út. Auk verðlaunabókarinnar Vetrarhörkur eftir Hildi Knúts- dóttur sem JPV útgáfa gaf út voru tilnefndar til verðlauna í flokki barna- og ungmennabóka: Doddi: bók sannleikans! eftir Hildi Knúts- dóttur og Þórdísi Gísladóttur sem Bókabeitan gaf út; Íslandsbók barnanna eftir Margréti Tryggva- dóttur og Lindu Ólafsdóttur sem Iðunn gaf út; Vargöld – fyrsta bók eftir Þórhall Arnórsson og Jón Pál Halldórsson sem Iðunn gaf út og Vélmennaárásin eftir Ævar Þór Benediktsson sem Mál og menning gaf út. Íslensku bókmenntaverðlaunin nema einni milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk og eru kostuð af Félagi íslenskra bókaútgefenda. Auk þess er verðlaunahöfum af- hent skrautrituð verðlaunaskjöl og verðlaunagripir, hannaðir af Jóni Snorra Sigurðssyni á gullsmíða- verkstæði Jens; opin bók á gran- ítstöpli með nafni verðlaunahöf- undar og bókar hans. Íslensku bókmenntaverðlaun- unum var komið á fót árið 1989 í tilefni af 100 ára afmæli Félags ís- lenskra bókaútgefenda sem stofn- að var í Reykjavík í janúar 1889. Fyrsta árið var verðlaununum ekki skipt í flokka en tilnefndar alls 10 bækur. Árið eftir var tilhögun verð- launanna breytt þannig að til- nefndar bækur skiptust í tvo flokka, fagurbækur annars vegar og fræðibækur og rit almenns efn- is hins vegar. Þannig hafa verð- launin haldist óbreytt þar til ársins 2013 að við bætist flokkur barna- og ungmennabóka. Alls voru 15 bækur tilnefndar FJÖGURRA MANNA LOKADÓMNEFND VALDI VERÐLAUNAVERKIN Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Úti að aka (Stóra svið) Lau 4/3 kl. 20:00 Frums. Sun 12/3 kl. 20:00 5. sýn Fös 24/3 kl. 20:00 aukas. Sun 5/3 kl. 20:00 2. sýn Fös 17/3 kl. 20:00 6. sýn Lau 25/3 kl. 20:00 9. sýn Fim 9/3 kl. 20:00 3. sýn Lau 18/3 kl. 20:00 aukas. Sun 26/3 kl. 20:00 10. sýn. Fös 10/3 kl. 20:00 aukas. Sun 19/3 kl. 20:00 7. sýn Fim 30/3 kl. 20:00 aukas. Lau 11/3 kl. 20:00 4. sýn Mið 22/3 kl. 20:00 8. sýn Fös 31/3 kl. 20:00 aukas. Sprenghlægilegur farsi eins og þeir gerast bestir. MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Fös 10/2 kl. 20:00 150. s Sun 19/2 kl. 20:00 154. s Lau 8/4 kl. 20:00 158. s Lau 11/2 kl. 20:00 151. s Fim 23/2 kl. 20:00 155. s Þri 11/4 kl. 20:00 159. s Fös 17/2 kl. 20:00 152. s Fös 24/2 kl. 20:00 156. s Mið 19/4 kl. 20:00 160. s Lau 18/2 kl. 20:00 153. s Lau 25/2 kl. 20:00 157. s Lau 22/4 kl. 20:00 161. s Glimmerbomban heldur áfram! Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Lau 11/2 kl. 13:00 32. s Sun 5/3 kl. 13:00 35. s Sun 26/3 kl. 13:00 38. s Sun 19/2 kl. 13:00 33. s Sun 12/3 kl. 13:00 36. s Lau 1/4 kl. 13:00 39. s Lau 25/2 kl. 13:00 34. s Sun 19/3 kl. 13:00 37. s Lau 8/4 kl. 13:00 40. s Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar Ræman (Nýja sviðið) Fim 9/2 kl. 20:00 12.sýn Nýtt verk sem hlaut Pulitzer-verðlaunin 2014! Síðasta sýning! Hún Pabbi (Litla svið ) Fim 9/2 kl. 20:00 11.sýn Fös 10/2 kl. 20:00 12.sýn Í samstarfi við leikhópinn Trigger Warning. Síðustu sýningar! Illska (Litla sviðið) Fim 2/3 kl. 20:00 Fös 10/3 kl. 20:00 Fös 3/3 kl. 20:00 Lau 11/3 kl. 20:00 Samstarfsverkefni við Óskabörn ógæfunnar Vísindasýning Villa (Litla svið ) Lau 11/2 kl. 13:00 3. sýn Lau 18/2 kl. 13:00 5. sýn Sun 19/3 kl. 13:00 Táknmáls. Sun 12/2 kl. 13:00 4. sýn Sun 19/2 kl. 13:00 6. sýn Ferðalag fyrir börn um töfraheim vísindanna. Salka Valka (Stóra svið) Fim 9/2 kl. 20:00 15 sýn Fim 16/2 kl. 20:00 17.sýn Sun 12/2 kl. 20:00 16.sýn Sun 26/2 kl. 20:00 18.sýn Ein ástsælasta saga þjóðarinnar í leikstjórn verðlaunaleikstjórans Yönu Ross leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Djöflaeyjan (Stóra sviðið) Lau 11/2 kl. 19:30 38.sýn Lau 18/2 kl. 19:30 39.sýn Fös 24/2 kl. 19:30 40.sýn Síðustu sýningar! Maður sem heitir Ove (Kassinn) Fös 10/2 kl. 19:30 38.sýn Lau 18/2 kl. 19:30 41.sýn Fös 24/2 kl. 19:30 44.sýn Lau 11/2 kl. 19:30 39.sýn Sun 19/2 kl. 19:30 42.sýn Fös 17/2 kl. 19:30 aukasýn Fim 23/2 kl. 19:30 43.sýn Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik! Óþelló (Stóra sviðið) Fim 9/2 kl. 19:30 10.sýn Fim 16/2 kl. 19:30 aukasýn Lau 25/2 kl. 19:30 12.sýn Fös 10/2 kl. 19:30 aukasýn Fös 17/2 kl. 19:30 11.sýn Vesturport tekst á nýjan leik á við Shakespeare! Gott fólk (Kassinn) Sun 12/2 kl. 19:30 10.sýn Fim 16/2 kl. 19:30 11.sýn Lau 25/2 kl. 19:30 12.sýn Síðustu sýningar! Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 12/2 kl. 13:00 4.sýn Sun 26/2 kl. 16:00 7.sýn Sun 19/3 kl. 13:00 aukasýn Sun 12/2 kl. 16:00 aukasýn Sun 5/3 kl. 13:00 10.sýn Sun 19/3 kl. 16:00 15.sýn Sun 19/2 kl. 13:00 6.sýn Sun 5/3 kl. 16:00 11.sýn Sun 26/3 kl. 13:00 aukasýn Sun 19/2 kl. 16:00 aukasýn Sun 12/3 kl. 13:00 12.sýn Sun 26/3 kl. 16:00 17.sýn Sun 26/2 kl. 13:00 5.sýn Sun 12/3 kl. 16:00 13.sýn Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Góa! Gísli á Uppsölum (Kúlan) Fim 9/2 kl. 19:30 Lau 11/2 kl. 14:00 Sun 12/2 kl. 14:00 Einstakt leikverk um einstakan mann í uppfærslu Kómedíuleikhússins. Mið-Ísland að eilífu (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 9/2 kl. 20:00 21.sýn Lau 18/2 kl. 20:00 29.sýn Fim 2/3 kl. 20:00 36.sýn Fös 10/2 kl. 20:30 22.sýn Lau 18/2 kl. 22:30 30.sýn Fös 3/3 kl. 20:00 37.sýn Fös 10/2 kl. 23:00 23.sýn Sun 19/2 kl. 21:00 aukasýn Fös 3/3 kl. 22:30 38.sýn Lau 11/2 kl. 20:00 24.sýn Fim 23/2 kl. 20:00 31.sýn Lau 4/3 kl. 20:00 39.sýn Lau 11/2 kl. 22:30 25.sýn Fös 24/2 kl. 20:00 32.sýn Lau 4/3 kl. 22:30 40.sýn Fim 16/2 kl. 20:00 26.sýn Fös 24/2 kl. 22:30 33.sýn Fim 9/3 kl. 20:00 41.sýn Fös 17/2 kl. 20:00 27.sýn Lau 25/2 kl. 20:00 34.sýn Fös 17/2 kl. 22:30 28.sýn Lau 25/2 kl. 22:30 35.sýn Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Húsið (Stóra sviðið) Lau 11/3 kl. 19:30 Frums Lau 18/3 kl. 19:30 3.sýn Lau 25/3 kl. 19:30 5.sýn Fim 16/3 kl. 19:30 2.sýn Fös 24/3 kl. 19:30 4.sýn Frumuppfærsla á áður ósýndu verki eins helsta leikskálds Íslendinga. Tímaþjófurinn (Kassinn) Fös 24/3 kl. 19:30 Frums Fös 31/3 kl. 19:30 5.sýn Sun 9/4 kl. 19:30 9.sýn Lau 25/3 kl. 19:30 2.sýn Þri 4/4 kl. 19:30 6.sýn Mið 19/4 kl. 19:30 10.sýn Mið 29/3 kl. 19:30 3.sýn Fim 6/4 kl. 19:30 7.sýn Fös 21/4 kl. 19:30 11.sýn Fim 30/3 kl. 19:30 4.sýn Fös 7/4 kl. 19:30 8.sýn Einstakt verk um ástina ■ um óslökkvandi þrá, höfnun og missi Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 15/2 kl. 20:00 Mið 8/3 kl. 20:00 Mið 29/3 kl. 20:00 Mið 22/2 kl. 20:00 Mið 15/3 kl. 20:00 Mið 1/3 kl. 20:00 Mið 22/3 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Íslenski fíllinn (Brúðuloftið) Lau 11/2 kl. 13:00 Lau 18/2 kl. 13:00 Lau 11/2 kl. 15:00 Lau 18/2 kl. 15:00 Aukasýningar - aðeins þessar sýningar #islenskaoperan · Miðasala: opera.is HRÍFANDI UPPLIFUN ÓPERA / LEIKRIT EFTIR POULENC & COCTEAU FRUMSÝNING 9. FEBRÚAR 2017 Í HÖRPU LEIKGERÐ OG LEIKSTJÓRN: BRYNHILDUR GUÐJÓNSDÓTTIR FLYTJENDUR AUÐUR GUNNARSDÓTTIR, ELVA ÓSK ÓLAFSDÓTTIR OG EVA ÞYRI HILMARSDÓTTIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.