Morgunblaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 104

Morgunblaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 104
104 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2017 Danski djassfiðlarinn Svend As- mussen lést á þriðjudaginn var, eitt hundrað ára gamall. Hann var í áratugi einn af stórmeisturum evr- ópsks djass og lék með fjölda ann- arra kunnra listamanna, þar á með- al Stephane Grappelli, Josephine Baker, Benny Goodman, Fats Wall- er og Duke Ellington. „Ég hef oft verið kallaður kam- elljón og það getur vel verið rétt. Ég hef í það minnsta fengist við af- skaplega margt,“ sagði Asmussen í viðtali við Politiken á afmælinu í fyrra og víst kom hann afar víða við í tónlistinni á sínum langa ferli. Fyrir utan að leika djassinn, sem hann er þekktastur fyrir, lék hann í allrahanda revíium og með syni sín- um Claus Asmussen sem var einn forsprakka Shu-bi-dua sveitarinn- ar. Asmussen kom þrisvar sinnum til Íslands að leika djass, fyrst árið 1993 þegar hann kom fram á Rú- Rek-djasshátíðinni og hann kom tvisvar til á þeim áratug og var ætíð vel fagnað. Tók tíma að melta boppið Vernharður Linnet, djass- skríbent Morgunblaðsins, skrifaði um Asmussen á aldarafmæli hans í fyrra, 28. febrúar. Hann sagði As- mussen ekki hafa hætt að koma fram og hljóðrita fyrr en hann var kominn á tíræðisaldurinn og rifjaði svo upp samtal þeirra frá 1993. „Upphaflega ætlaði ég að verða myndhöggvari, en kom við í tann- lækningum,“ sagði Asmussen. „Ég var á Myndhöggvaradeild Aka- demíunnar og eitt sinn las skóla- stjórinn í blöðunum að ég spilaði á veitingahúsi og spurði mig hvað ég hefði í kaup. „Ja, ég fæ 20 krónur fyrir kvöldið.“ „Tuttugu krónur fyrir kvöldið, 600 krónur á mánuði. Tvöföld launin mín. Haltu áfram að spila, ungi maður.“ Og það gerði ég. Mér fannst gaman að spila og djassinn hafði nælt klónum í mig og hafi hann gert það sleppir hann manni ekki ævilangt.“ Asmussen sagðist hafa orðið fyr- ir áhrifum af leik Stuff Smith og spilaði svo mikið með öðrum fræg- um fiðlara, Stephane Grappelli. „Í hvert skipti sem hann á stórafmæli er ég mættur með fiðluna. Við er- um dálítið ólíkir tónlistarmenn. Ég er meira fyrir harða svarta sveiflu. Hann er rómantískari. Aftur á móti hafa menn á borð við Benny Good- man, Coleman Hawkins og Roy Eldridge haft meiri áhrif á mig en fiðluleikarar. Það tók mig smátíma að melta boppið en eftir það stal ég öllum frösunum frá Charlie Park- er,“ sagði Asmussen. AFP Vinsæll Svend Asmussen fyrir níu árum þegar hann var 91 árs. Asmussen látinn  Danski djassfiðluskörungurinn fjöl- hæfi varð eitt hundrað ára gamall Tónlistarmennirnir Sting og Wayne Shorter hljóta sænsku Polar- tónlistarverðlaun í ár, en þeim fylgir verðlaunafé að upphæð ein milljón sænskra króna, jafnvirði um 12,8 milljóna íslenskra króna. Sting og Shorter eru báðir margverð- launaðir tónlistarmenn, hafa sam- tals hlotið 26 Grammy-verðlaun, að því er fram kemur í frétt dagblaðs- ins The New York Times. Polar- verðlaunin verða afhent í Stokk- hólmi 15. júní. Sting er þekktur af störfum sín- um í popptónlist, vakti fyrst athygli með hljómsveit sinni The Police og hefur átt farsælan feril sem sóló- listamaður. Hann hefur í verkum sínum sýnt að hann er opinn fyrir öllum stefnum og stílum, að því er fram kemur í yfirlýsingu dóm- nefndar verðlaunanna. Sting sendi frá sér plötuna 57th and 9th í fyrra og er nú á tónleikaferð um heiminn að fylgja henni eftir. Shorter er orðinn 83 ára og er áhrifamikill djasssaxófónleikari og -tónskáld. Í fyrra lék hann fyrir Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu á alþjóðlegum degi djassins, sem Sting gerði reyndar líka, og lék á nýjustu plötu Noruh Jones sem kom út í fyrra. Shorter er eftirsóttur tónlistarmaður og fullbókaður út árið, að því er fram kemur í fyrr- nefndri tilkynningu. Þar segir m.a. að tónlistarlegir könnunarleið- angrar Shorter hafi eflt nútíma- tónlist. Polar-verðlaunin voru fyrst afhent árið 1989 og af fyrri verð- launahöfum má nefna Ray Charles, Bob Dylan og Renée Fleming. Fjölhæfur Tónlistarmaðurinn Sting. Áhrifamikill Djassistinn Wayne Shorter. Sting og Wayne Shorter deila Polar-tónlistarverðlaununum í ár Þau Mia og Sebastian eru bæði komin til Los Angeles til að láta drauma sína rætast, hún sem leikkona og hann sem píanóleikari. Þau hittast fyrir tilviljun þegar þau eru bæði í ströggli. Morgunblaðið bbbbb Metacritic 93/100 IMDb 8,7/10 Sambíóin Álfabakka 17.20, 20.00, 22.20 Sambíóin Egilshöll 17.20, 20.00, 22.20 Sambíóin Kringlunni 17.20, 18.20, 20.00, 21.00, 22.40 Sambíóin Akureyri 17.20, 20.00 Sambíóin Keflavík 20.00 La La Land xXx: Return of Xander Cage 12 Xander Cage, sem all- ir héldu að væri dauð- ur, snýr aftur úr sjálf- skipaðri útlegð. IMDb 5,6/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.40 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.40 Sambíóin Akureyri 22.20 Sambíóin Keflavík 22.40 Smárabíó 22.30 Hjartasteinn Örlagarík þroskasaga sem fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin og uppgötva ástina. Morgunblaðið bbbbm IMDb 7,9/10 Laugarásbíó 17.20 Smárabíó 17.00, 19.30, 20.00, 22.20 Háskólabíó 18.00, 21.00 Borgarbíó Akureyri 17.40, 20.00 Rings 16 Ung kona fórnar sjálfri sér fyrir kærastann, en gerir um leið hrollvekjandi uppgötvun IMDb 5,7/10 Sambíóin Álfabakka 17.40, 20.00, 22.20, 22.40 Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.40 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.20 The Bye Bye Man 16 Þrír vinir uppgötva óvart hryllilegt leyndarmál Bye- Bye mannsins. Metacritic 37/1010 IMDb 3,8/10 Laugarásbíó 20.00, 22.10 Borgarbíó Akureyri 20.00 Live By Night 16 Metacritic 51/1010 IMDb 7,2/10 Sambíóin Egilshöll 22.40 The Great Wall 16 Hann er einn af mögnuðustu afrekum mannkynsins. Það tók 1.700 ár að byggja þenn- an 8.800 km langa múr. Metacritic 36/100 IMDb 6,0/10 Laugarásbíó 22.40 Passengers 12 Metacritic 41/100 IMDb 6,8/10 Smárabíó 16.50, 19.50 Háskólabíó 18.00 Monster Trucks 12 Metacritic 37/100 IMDb 5,6/10 Sambíóin Álfabakka 17.40 Sambíóin Egilshöll 17.40 Assassin’s Creed 16 Metacritic 36/100 IMDb 6,7/10 Smárabíó 22.40 Why Him? 12 Metacritic 38/100 IMDb 6,5/10 Smárabíó 17.30, 20.00 Resident Evil: The Final Chapter16 IMDb 7,0/10 Smárabíó 20.10, 22.20, 22.45 Borgarbíó Akureyri 22.00, 22.20 Rogue One: A Star Wars Story 12 Morgunblaðið bbbmn Metacritic 66/100 IMDb 8,3/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.40 Sambíóin Egilshöll 20.00 Patriot’s Day 16 Morgunblaðið bbbbn Metacritic 70/100 IMDb 7/10 Laugarásbíó 20.00, 22.30 Borgarbíó Akureyri 22.00, 22.20 Lion Metacritic 68/100 IMDb 7,9/10 Smárabíó 17.25 Fantastic Beasts and Where to Find Them Bönnuð yngri en 9 ára. Metacritic 66/100 IMDb 7,7/10 Sambíóin Álfabakka 20.00 Frönsk Kvikmynda- hátíð í Háskólabíói Stór í sniðum bbbnn 21.00 Fatíma bbbnn 18.00 Vincent 20.00 Kúrekarnir 22.00 Hún bbbbbb 18.00, 21.00 Syngdu Kóalabjörninn Buster hefur mikið verið að spreyta sig í skemmtanageiranum. Metacritic 60/100 IMDb 7,3/10 Laugarásbíó 17.40 Sambíóin Álfabakka 17.40 Smárabíó 15.15, 17.30 Borgarbíó Akureyri 17.40 Vaiana Metacritic 81/100 IMDb 8,3/10 Sambíóin Álfabakka 17.40 Sambíóin Egilshöll 17.30 Sambíóin Akureyri 17.40 Billi Blikk Kóalabjarnarstrákurinn Billi Blikk heldur í sannkallaða hættuför inn í auðnir Ástr- alíu. IMDb 5,2/10 Laugarásbíó 18.00 Smárabíó 15.15 Tröll Metacritic 45/100 IMDb 6,8/10 Smárabíó 15.30 Paterson Myndin fjallar um strætóbíl- stjóra sem styttir sér stundir með því að semja ljóð. Metacritic 90/100 IMDb 7,7/10 Bíó Paradís 17.30, 20.00 Moonlight Myndin segir uppvaxtarsögu svarts, samkynhneigðs manns á Florida. Morgunblaðið bbbbn Metacritic 99/100 IMDb 8,2/10 Bíó Paradís 17.30, 20.00 Besti dagur í lífi Olli Mäki Metacritic 91/100 IMDb 7,5/10 Bíó Paradís 17.30 Hacksaw Ridge 16 Metacritic 66/100 IMDb 8,7/10 Bíó Paradís 22.30 Kvikmyndir bíóhúsannambl.is/bio Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.