Morgunblaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 56
56 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2017 Lofsverð umfjöllun RÚV um listir og opnun Marshall-hússins, hafa aukið umræðu almenn- ings og spurningar um listir, listaverk og lista- fólk. Hvað er list? Hvað er listaverk? Hver má kalla sig listamann eða listakonu? Um allan heim eru söfn, sem sýna hundr- uða og þúsunda ára gömul listaverk. Flest voru þau unnin af iðnstéttum síns tíma. Þær stéttir réðu þá, og ráða enn, yfir verkfærni sem lærist milli kynslóða. Eru þá iðnaðarmenn lista- menn og eru verk þeirra því listaverk? Hvað gerir verk að listaverki? Hvaða mælikvarðar gilda? Gerir skynjun og upplifun áhorfandans verk að listaverki? Gerir áletrun höfundar verk að listaverki? Gerir almanna- rómur verk að listaverki? Gerir ein- lægni höfundar verk hans að lista- verki? Getur listaverk staðið, sem slíkt, undir sjálfu sér án áritunar höf- undar? Efnisbundin og hlutgerð hugsun og tilfinning kallast sköpun Allt fólk hefur í eðli sínu að skapa. „Snjókallinn“, blómum prýddar sól- þurrkaðar drullukökur, frásögn á blaði, skreyttar tertur og „smörre- bröd“. Endurröðun á húsgögnum, myndum og skrautmunum eru allt skapandi athafnir. Sjálfráðar hugs- anir og tilfinningar, sem hafa verið efnisbundnar, – sem sköpun. Við skapandi athöfn er bilið líklega lengst milli mannkindarinnar og sauð- kindarinnar. Sköpun listaverka algengasta at- höfn hverrar manneskju Listaverk eru árangur af viðleitni einstaklinga til að efnisbinda hugsanir sínar og tilfinningar. Sá árangur heitir sköpun. Rithöfundurinn efnisbindur hugsun sína og tilfinningu með texta. Málarinn með litum. Tónskáldið efnisbindur upplifun sína og hugsun með því að teikna nótur á blað. Túlkendur texta og tóna ljá þeim massa með rödd sinni og lík- amsbeitingu. Þannig efnisbinda þeir eigin tif- inningar og skapa lista- verk. List þarf ekki að vera skiljanleg Listaverk þarf ekki að hafa neinn annan tilgang en þann, að skapa það. Fólkið sem dregur sam- an alls kyns „drasl“ að raða kringum sig inni sem úti. Fólkið sem leggur torf og möl á gólf í sýningarsal. Fólkið sem sýnir sig dögum saman nakið í glæru búri og pissar þar og kúkar. Það er allt að efnisbinda einhverja til- finningu og hugsun. Það er að skapa. Listfræðingar, langlærðir af bókum, hafa vottað slíkar athafnir. Þær kall- ast nú gjörningalist og njóta viðeig- andi álits. Öll sköpun er listaverk Ég vék að því hér framar að það sem breiðast væri milli mannkind- arinnar og sauðkindarinnar væri hæfileikinn að efnisbinda hugsun sína – skapa. Sá hæfileiki er öllum gefinn. Í uppeldisfræðum er alþekkt að fátt örvar þann hæfileika betur og meir en frjáls „listaiðkun“ í leik og starfi, barna og fullorðinna. Að setja hömlur og bönn á listaiðkun jafngildir því að reyna að ritskoða frjálsa hugsun. Frjáls hugsun er upphaf flestra framfara og alls lýðræðis. Hana má aldrei hefta eða banna. Allar manneskjur eru listamenn Eftir Birgi Dýrfjörð » Fólkið sem sýnir sig dögum saman nakið í glæru búri og pissar þar og kúkar. Birgir Dýrfjörð Höfundur er rafvirkjameistari. bd@mi.is Reykholt í Borgar- firði á sér langa og áhugaverða sögu. Landnáma getur um að Oddur á Breiða- bólstað hafi farið þar til laugar og til- tölulega góðar heim- ildir eru um setlaug- ina og vatnslögn úr hvernum Skriflu að henni, en á seinni öld- um fékk hún heitið Snorralaug. Hér á eftir verður að- eins getið minja sem benda til að þar hafi verið gerðar tilraunir með notkun hveragufu til húshitunar, þær fyrstu sem um er vitað. Við byggingaframkvæmdir árið 1929 fannst þarna á bæjarhólnum forn niðurgrafin hlaðin lögn og segir Matthías Þórðarson frá þessum fundi í grein í Morg- unblaðinu 20. júlí 1947: „… „tel ég vafalaust, að hafi verið gufuleiðsla frá Skriflu til bæjar,“ skrifaði sjera Einar Pálsson um leið og hann sendi einn af steinunum til Þjóðminjasafnsins.“ Þessi steinn er að langmestu útfelling á kísli úr hveravatni og er að líkindum feng- inn úr námu sem var á Úlfs- stöðum í nágrenni Reykholts. Þangað voru á sínum tíma sóttar hellur til hleðslu veggja og í stétt- ir en Snorralaug er að mestu gerð úr þannig hellum. Tiltölulega auðvelt er að höggva til þessa svonefndu hverasteina og í safnaskrá Þjóðminja- safnsins stendur um þennan einstaka Reykholtsstein, nr. 10584: „[...]höggvin eptir honum, annars vegar, ca. 15 cm breið skora, svo sem helmingur væri af sí- valri pípu, dýptin um 7,5.“ Síðar á öldinni fannst hluti af gamalli gufulögn nær Skriflu en sérstakt átak í rannsókn forn- minja hófst á árinu 1997 undir stjórn Guðrúnar Sveinbjarn- ardóttur. Þá fannst hellulagður húsgrunnur og var aldur hans þá áætlaður frá 13. eða 14. öld. Hann var í beinum tengslum við gufu- lögnina sem kom í ljós árið 1929 en sú lögn var mikið í umræðu í héraðinu á þeim tíma. Þá var höfundur ungur að árum en hlustaði af athygli og gleymdi aldrei síðan. Af tilviljun fór hann á fund í Reykholti árið 2002 þar sem þessar minjar voru kynntar og meðal annars vegna fjöl- breyttra fyrri starfa þóttist hann sjá að um gæti verið að ræða upphitun á gólfi og greindi þá þegar frá þeirri tilgátu. Fyrir meira en tveim árþúsund- um þróuðu Rómverjar hitunar- kerfi úr eldri aðferðum, hypo- caust, sem mætti kalla gólfhitun með eldi, en það var notað af efna- fólki fram á miðaldir. Rekja má feril notkunar þess til Englands og síðan til Þrándheims, sem þá hét Niðarós, í Noregi á árunum 1231-52 en þar fannst eina af- brigði hypocaust þar í landi. Snorri Sturluson dvaldi í Niðar- ósi á árunum 1237-39 og gæti hafa séð möguleika og fundið getu sína til að nýta hveragufuna frá Skriflu til hitunar gólfs í stað reyks frá eldi. Bæði minjar og saga benda til að unnið hafi verið að þessari virkjun hveragufu á síðustu árum Snorra Sturlusonar, henni hafi aldrei verið lokið og því ekki reynt á notagildið til hitunar húsa. Þegar lítið er vitað um verk- efnið og það er að auki án þekktra fordæma verður verulegur hluti athugana að fara fram með til- gátum sem síðan er unnið með á ýmsa vegu. Margvíslegar athug- anir höfundar til úrlausnar öllum þessum gátum hafa verið áhuga- mál og tómstundastarf eftir kynningarfundinn fyrrnefnda. Kannaðar voru rannsóknaskýrslur og einnig aðrar ritaðar heimildir bæði beinar og óbeinar, einkum í Sturlungu. Leitað var upplýsinga og aðstoðar hjá ýmsum með marg- víslega þekkingu og hæfileika. Höfundur birti ritgerð um þetta efni í Borgfirðingabók 2016 og framsetningu hagað þannig að áhugasamir gætu metið gildi þess- ara athugana á eigin forsendum. Sérprentun, sem nú er á netinu, er með viðbótum og útdrætti á ensku eftir Véstein Ólason, en hann hefur hvatt, leiðbeint og að- stoðað höfund um árabil. Leit- arorð: Reykholt á Sturlungaöld – tilraun með hveragufu til húshit- unar (Rafhlaðan.is Leitir.is Go- ogle.is). Reykholt á Sturlungaöld – Tilraun með hveragufu til húshitunar? Eftir Guðmund Þorsteinsson » Bæði minjar og saga benda til að unnið hafi verið að þessari virkjun hveragufu á síð- ustu árum Snorra Sturlusonar, henni hafi aldrei verið lokið og því ekki reynt á notagildið til hitunar húsa. Guðmundur Þorsteinsson Höfundur er áhugamaður um ýmis fræði. mundi@simnet.is Reykholtssteinninn „[...] höggvin eptir honum, annars vegar, ca. 15 cm breið skora, svo sem helmingur væri af sívalri pípu, dýptin um 7,5.“ Fæst í FK og Hagkaup Frábært bragð ÍBÚÐ TIL LEIGU Í SÓLTÚNI ÖRYGGIS- OG ÞJÓNUSTUÍBÚÐIR FYRIR 60 ÁRA OG ELDRI Sóltún 1 ehf | Laugavegi 182 | 105 Reykjavík Sími 563 1440 | soltunibudir@soltunibudir.is | www.soltunibudir.is 2ja herbergja íbúð á jarðhæð til leigu við Sóltún 1-3. Íbúðin leigist með stæði í upphituðum bílakjallara og geymslu í kjallara. Stór verönd sem snýr í há-suður. Aðgengi að mat í hádeginu á virkum dögum, heimahjúkrun og heimaþjónustu gegn gjaldi. Íbúðin leigist ótímabundið. Gerð er krafa um 3ja mánaða tryggingu. Íbúðin er í byggingu og leigist frá og með 15. júlí 2017. NÁNARI UPPLÝSINGAR: PO RT hö nn un Atvinnublað alla laugardaga Sendu pöntun á augl@mbl.is eða hafðu samband í síma 569-1100 Allar auglýsingar birtast bæði í Mogganum og ámbl.is ER ATVINNUAUGLÝSINGIN ÞÍN Á BESTA STAÐ? mbl.is alltaf - allstaðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.