Morgunblaðið - 06.04.2017, Side 100

Morgunblaðið - 06.04.2017, Side 100
100 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2017 Hamraborg 10, Kópavogi – Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30-18 Laugardaga 11–14 GOTT ÚRVAL AF UMGJÖRÐUM Verið velkomin til okkar í sjónmælingu Það er vel við hæfi að opn-unarsýning nýrrar sýn-ingaraðstöðu Nýlista-safnsins í stórglæsilegu Marshall-húsi, sé á verkum Ólafs Lárussonar (1951-2014) en hann var einn af stofnaðilum Nýlista- safnsins árið 1978 og vann ötullega að hagsmunum þess um árabil. Listferli Ólafs hefur að ósekju ekki verið gert hátt undir höfði í söfnum landsins á síðastliðnum ár- um en hann tók virkan þátt í frjórri gerjun íslensks myndlistar- lífs á miðjum 8. áratug síðustu ald- ar. Ólafur var við nám í Hollandi á árunum 1974-1976 en á þeim tíma var Amsterdam miðstöð framsæk- inna alþjóðlegra áhrifa og sýn- ingar listamanna frá Evrópu og Bandaríkjunum veittu mönnum að- gengi að því sem var efst á baugi í listalífinu. Þekktir listamenn á sviði konseptlistar og landlistar eins og Robert Smithson, Dennis Oppenheim, Ger van Elk, Jan Dibbets o.fl. sýndu verk á sögu- frægum sýningum í Hollandi undir lok sjöunda áratugarins. Inn- blásnir af nýjum hugmyndum settu atorkusamir listamenn mark sitt á íslenska samtímalist, efnivið- urinn var oft og tíðum óhefðbund- inn og hið fjölbreytta svið gjörn- ingalistarinnar breiddi úr sér af krafti, oft við misjafnar undirtektir almennings. Sýningin Rolling line er viða- mikil, með yfir hundrað verkum sem spanna um áratug í upphafi listferils Ólafs, ásamt ljósmyndum og öðrum heimildum tengdum listamanninum. Ólafur var í hópi frumkvöðla gjörningalistar á Ís- landi og flest verkin á sýningunni eru ljósmyndaverk, landlistaverk eða gjörningaverk þar sem gler, rósir, speglar, náttúran og málning eru aðalefniviður listamannsins. Uppsetning sýningarinnar er einstaklega vel heppnuð, léttir færanlegir sýningarveggir úr ómeðhöndluðum við skapa hráa og viðeigandi stemningu í rýminu. Nýlistasafnið er jú safn grasrót- arinnar og þótt það nálgist miðjan aldur er engin ástæða til annars en að halda í þá ímynd. Hvergi er ofhlaðið á veggina þótt mikill fjöldi verka sé til sýnis, lausum timbur- planka hefur til að mynda verið stillt upp við burðarsúlu til að skapa „sýningarvegg“ og er dæmi um hugmyndaríka úrlausn. Nýja húsnæðið er með mikilli lofthæð í innsta hluta rýmisins þar sem byggður hefur verið nokkurs kon- ar útsýnispallur fyrir áhorfendur til að njóta verka Ólafs frá fleiri en einu sjónarhorni. Áhorfendur geta einnig tyllt sér niður undir pallinum og horft á fyrsta mynd- listargjörninginn sem framinn var í íslensku sjónvarpi árið 1980 en þar er um að ræða útfærslu gjörn- ingsins „Regnboga I“ (1978) sem var framinn af listamanninum í Gallerí SÚM, en svart/hvít upp- taka af honum er einnig til sýnis. Þar málaði listamaðurinn á fimm stór gler sem héngu í lofti sýning- arrýmisins, áhorfendurnir fylgjast með og speglast í glerinu en svo tók Ólafur sig til og braut hvern flekann á fætur öðrum með hand- afli svo glerbrot spýttust í allar áttir. Það er eins og tíminn stöðv- ist um stund á augnablikinu þegar glerið brotnar í ólgandi átökum listamannsins. Kraftmiklar tilraunir Ólafs í „Cul-de-sac“ seríunum (1980) eru dæmi um hvernig hann tekst á við sköpunarferli málverksins. „Cul- de-sac I“ er samsett myndröð verka sem annars vegar ljósmynd- ir eru af listamanninum á efri helmingi, þar sem hann makar málningu og rósum á plast og þrýstir í andlit sitt og hins vegar málverkið sjálft með ummerkjum um atgang listamannsins á neðri helmingi. Rósir koma einnig end- urtekið við sögu gjörningum lista- mannsins og í fallegum ljósmynda- verkum Ólafs, „When the roses meet … (1977). Sjöundi og áttundi áratugur síð- ustu aldar var tími mikils upp- gangs landlistar í Evrópu og Bandaríkjunum. Ólafur var leit- andi listamaður og hafði mikinn áhuga á umhverfi og náttúru sem endurspeglast í verkum hans. Árið 1974 strengdi hann til að mynda tvo léreftsdúka úti í guðs grænni náttúrunni, berskjaldaða fyrir veðri, vindum og dýralífi, í Flatey á Breiðafirði og á landspildu á Suðurlandi þar sem ekki var von á mannaferðum, og lét náttúruöflin um að setja mark sitt á þá í einn og hálfan mánuð. Kríuskítur og litarefni náttúrunnar framkalla expressjónísk málverk í anda athafnamálverksins. Ólafur hefur með réttu verið kallaður „konsept-rómantíker“, hann var alltaf að glíma við listina, trúr sinni sannfæringu en líka áræðinn og djarfur þar sem listin og lífið renna saman í farvegi sem getur kvíslast í margar áttir. Tiltilverk sýningarinnar, „Roll- ing line“ (1975), var sýnt í fyrsta sinn árið 1975 á opnunarsýningu Gallery Output sem var lítið sýn- ingarrými í herbergi á heimili Þórs Vigfússonar myndlistar- manns, við Laugarnesveg í Reykjavík. Átta ljósmyndir sýna listamanninn velta sér um í nátt- úrunni, en í þeim sést vel hvernig Ólafur steypti listformum gjarnan saman í einu verki; gjörningalist- forminu, landlist, ljósmyndun o.s.frv. Listamaður og verk renna saman í eitt í áræðnum tilraunum hans. Í verkinu veltir Ólafur fyrir sér hreyfingu eða ferli frá upphafi til enda þar sem samruni lista- mannsins við verkið á sér stað. Eða eins og hann segir sjálfur í viðtali við Morgunblaðið árið 1975. „Hugsunin í þessum verkum er sú, að lína fari í hring, endi í upphaf- inu, endi í sjálfri sér.“ Rolling line er kærkomin sýning á verkum Ólafs Lárussonar, sem eiga fullt erindi við samtímann. Í þeim speglast kjarkur og hug- myndaauðgi, tilraunamennska og síðast en ekki síst rómantísk við- horf listamannsins sem snerta streng í hjarta áhorfandans. Til hamingju Nýló! Morgunblaðið/Árni Sæberg Viðeigandi „Uppsetning sýningarinnar er einstaklega vel heppnuð, léttir færanlegir sýningarveggir úr ómeðhöndluðum við skapa hráa og viðeigandi stemningu í rýminu. Nýlistasafnið er jú safn grasrótarinnar og þótt það nálgist miðjan aldur er engin ástæða til annars en að halda í þá ímynd,“ segir rýnir. Línan sem endar í sjálfri sér Nýlistasafnið Rolling Line – Ólafur Lárusson bbbbn Nýlistasafnið í Marshall-húsinu. Sýningarstjórar: Þorgerður Ólafsdóttir og Becky Forsythe. Sýningarhönnun: Thomas Pausz. Sýningin stendur til 21. maí 2017. Opið þriðjudaga til sunnudaga kl. 12-17 og til kl. 21 á fimmtudögum. ALDÍS ARNARDÓTTIR MYNDLIST Merkileg Í verkunum „speglast kjarkur og hugmyndaauðgi, tilrauna- mennska og síðast en ekki síst rómantísk viðhorf listamannsins.“ Ljósmyndagjörningar „… flest verkin á sýningunni eru ljósmyndaverk, landlistaverk eða gjörningaverk,“ segir um þetta tímabil í list Ólafs.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.